Tíminn - 22.05.1962, Síða 8

Tíminn - 22.05.1962, Síða 8
Minning tveggja dýrfirskra bænda Kvörn tímans malar hægt, en óstöðvandi. Sífellt falla hinir eldri menn í valinn, og er ekki um að sakast. Þetta er lögmál lífsins. En sjónarsviptir og söknuður er okk- ur samferðamönnunum í huga þeg- ar jafnaldrar okkar og starfsfélag- ar kveðja. Menn sem við höfðum unnið með í áratugi, blandað geði við í blíðu og stríðu, átt með fram- fara og framtíðardrauma, og unn- ið að' uppfyllingu þeir'ra í samein- ingu, þó að útkoman yrði tíðum öðruvísi en dreymt var um, þá var þó alltaf ánægjan við bollalegging- arnar, áætlanirnar og starfið sjálft að framkvæmdunum, sem aldrei verður frá manni tekið. Zófónías Jónsson bóndi á Læk í Dýrafirði vai'ð bráðkvaddur að heimili sínu 20. febrúar s.l. Hann var fæddur í Dalshúsum í Valþjófsdal í Önundarfirði 6. sept. árið 1886; ólst hann upp á Fjalla- skaga í Dýrafirði frá tveggja ára aldri hjá foreldrum sínum Jóni Gabríelssyni og Jensínu Jensdótt- ur, er bæði voru ættuð úr Önund- arfirði, komin þar af góðu og traustu bændafólki önfirzku. Jón og Jensína á Skaga voru dugnaðar- hjón, og búskapur þeirra með á- gætum og voru þau í fremstu röð bænda á sínum tíma og heimili þeirra efnaheimili. Jón Gabríels- son var sjósóknari góður og for- maður á báti sínum til fiskjar vor og haust, því að Fjallaskagi var góð og mikið sótt verstöð úr firðinum fram á 2. áratug þessarar aldar. Jón var mjög fiskinn og aflaði æv- inlega vel, enda fast sóttur s-jór- inn. En landbúið var þó ekki van- rækt og hver blettur sleginn er slægur var og útbeit notuð til hins ýtrasta, enda var fjárbúið stórt á okkar mælikvarða og sauðaeign mikil. Jensína var líka frábær dugnaðar- og atorkukona, góð og nærgætin hjúum sínum, er voru mörg að þeirra tiðar hætti og mörg þeirra dvöldust þar árum saman., og héldust vináttubönd milli þeirra og húsbændanna, löngu eftir að þau voru frá þeim farin. Bæði voru þau hjón ágætlega greind og bókhneigð og hefur heimili þeirra verið í fremstu röð einnig í bók-menningarlegu tilliti. Þeim varð fimm barna auðið og komu þau þeim vel til manns. Zófónías var elztur þeirra og slundaði í æsku vinnu á búi föður síns á landi og sjó. Hann stundaði nám í gagnfræðaskólanum í Flens- borg og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1903. Vorið 1911 kaupir hann jörð- ina Læk í Dýrafirði og bjó þar síð- an yfir 40 ár eða þar til Þorvaldur sonur hans tók við búi. Sama árið og Zófónías hóf búskap kvæntist hann eftirlifandi konu sinni. Frið- rikku Guðmundsdóttur, Nathan- aelssonar frá Kirkjubóli í Þingeyr- arlireppi, mestu myndar og dugn- aðarkonu, eins og hún átti kyn til. Lækur var lítil jörð og illa hýst, tún lítið en engjar nokkrar, en vot- lendar og ekki grasgóðar, og land- rými lítið. Hófst hann fljótlega handa með umbætur á jörðinni, byggði, rækt- aði og þurrkaði og kom sér upp snotru og gagnsÖmu búi, en tak- mörkuð heilsa þeirra hjóna leyfði ekki mikil umsvif, síðari hluta bú- skaparára þeirra. Zófónías var vel greindur maður og athugull, fáskiptinn og orðvar, og hlédrægur, en var glaðvær, gamansamur og hafði ríka kýmni- gáfu til að bera, þó að hann stillti öllu slíku í hóf. Honum voru falin af sveitungum sínum ýmis trúnaðarstörf, sem hann rækti af alúð og samvizku- semi. Hann var lengi í hrepps- og skattanefnd, í stjórn nautgripa- ræktarfélags lengi, og studdi alla framfaraviðleitni sveitunga sinna á félagslegum grundvelli af alúð og einlægni. Þeim hjónum varð þriggja sona auðið: Jón, sem er smíðakennari og starfsmaður við Núpsskóla, Hjörleifur, sem er kennari í Hafn- arfirði og Þorvaldur, sem tók við búi foreldra sinna á Læk. Allir eru þeir kvæntir myndarkonum og eiga efnileg börn. Zófónías var þrotinn að heilsu síðustu árin, gat lítið starfað, en las og fylgdist vel með öllu sem gerðist, enda andlegir kraftar ó- bugaðir. Hann átti friðsælt ævikvöld, um- vafinn ástríki vandamanna sinna. Ég sem þessar línur rita, átti náið áratuga samstarf við Zófónías á félagsmálasviði sveitar okkar, bar þar aldrei neinn skugga á. Hann reyndi ég alltaf sannan dreng. Jón Samsonarson bóndi á Múla í Þingeyrarhreppi andaðist í Reykja- vrk í marz s.l., þá nýlega þangað kominn til lækninga. Jón var fæddur á Gjögri í Arnes- hreppi í Strandasýslu 8. sept. 1898 og ólst þar upp í Ávík með foreldr- um sínum, er þar bjuggu: Karítas Jónsdóttur og Samsoni Jónssyni. Eftir að Jón komst til fullorðins- ára var hann vinnumaður í sex ár hjá sr. Sveini Guðmundssryni og Ingibjörgu Jónsdóttur í Árnesi. Síðan var hann þrjú ár fjármaður hjá Halldóri Júlíussyni sýslumanni á Borðeyri og kynntist þar konu sinni Ragnheið'i Guðjónsdóttur, ættaðri úr Dýrafirði. Giftust þau 1929 og voru fyrst eitt ár í Stóru- Ávík. Bjuggu síðan í 4 ár í Öspaks- staðaseli og síðan í átta ár á Finn- bogastöðum í Ámeshreppi, en fluttu þaðan að Múla 1942 og bjuggu þar síðan. Meðan Jón var i Arnesi fór hann margar ferðir eftir lækni og með- ulum til Hólmavíkur yfir Trékyllis- heiði. Skiptu þær ferðir tugum og voru ekki heiglum hentar að vetr- arlagi, því heiðin er löng og tor- sótt. Eitt sinn lá Jón úti á heiðinni í vetrarferð, en slapp óskemmdur. Jón var framúrskarandi léttur til gangs, röskleikamaður, dyggur og harðfylginn. Hann var ákafamaður í skapi og kappsamur og lá áreið- anlega aldrei á lið'i sínu, sívinnandi þar til lífs'kraftarnir voru þrotnir, og þá var honum veitt sú náð, að fá að hverfa héðan að loknu trú- lega unnu dagsverki. Eftir að Jón kom að Múla gerði hann miklar umbætur á jörðinni í ræktun og byggingum og átti orðið gott og arðsamt bú. Hann var fjármaður af guðs náð, og átti gott og vel meðfarið og af- urðagott fé. Margur góður hrútur hér í nágrenninu er frá honum kominii, og ber fjármennsku hans gott vitni. Þeim hjónum varð fimm barna auð'ið. Fjögur þeirra eru á lífi: Karitas, húsfreyja á Kjaransstöð- um í sömu sveit, Þórður bóndi á Múla, Jóhanna, gift í Rvík og Sverrir verkstjóri í Steiniðjunni á ísafirði. Ég kynntist Jóni Samsonarsyni ekki fyrr en fyrir tveim áratugum, er hann fluttist hingað í fjörðinn. En sú viðkynning var góð. Hann kemur á litla jörð og lítt ræktaða og er vel á veg kominn að gera hana að góðu býli á nútíma vísu. Þau verk sem Jón Samsonarson og hans samtíðarmenn í bænda- stétt unnu, bera víst fyrst og fremst þau Iaun í sér, sem sköpun- ar og vinnugleðinni eru samfara. og þau laun eru þeim sjálfum sannarlega mikilsvirði hvað sem öðru líður. Blessuð sé minning þessara tveggja samherja, sem á þessum vetri hafa horfið héðan úr firðin- um fagra yfir móðuna miklu. Á vorinngöngudaginn 1962. Jóhannes Davíðsson. Lögréglan svar- ar árásargrein Athugasemd í Tímanum 19. apríl 1962 er grein, þar sem talað er um að fé sé illa fóðrað í sumum sveitum Mýrasýslu. Er jafnvel haft eftir einhverjum margfróðum manni að fé lifi ekki þar til nýgræðingur komi. Látið í það skína, að fé þetta fái hvorki hey né beit, nema af svo skornum skammti, að því sé bani búinn ef gróður kemur ekki nógu , fljótt. Það mun þó gamalla manna ! mál að kind, sem svo er langt leidd ; af fóðurskorti, sem hér er gefið í !skyn, þoli tæplega nýgresið, þegar það kemur. Breytingin verði of snögg. — í áðurnefndri grein hefur ; blaðið það eftir nafngreindum manni, að honum hafi verið sagt (svo langt er þetta sótt) að aldrei hafi í þessum hreppum verið eins mikil vanhöld og nú í ár. Virðist mega lesa það á milli línanna að hér sé fóðurskorti og illri meðferð um að kenna. En hér er mjög hall- að réttu máli. Sannleikurinn er sá j að vanhöld í vetur hafa ekki verið j meiri en venjulegt er. Það kemur oft fyrir að kindur farast af einum og öðrum sökum, þó fóðurskorti og illri meðferð sé ekki um að kenna. Má vera að hinn góðgjarni sögumaður hafi haft í huga óhapp, sem varð á einum bæ, þar sem nokkrar kindur komust í skemmt vothey, sem hafði verið hent, og hlutust nokkur vanhöld af. Má segja að flest sé til tínt, ef sú er uppistaðan í þessum söguburði. Um sannleikann í þessum efnum vita hreppsbúar bezt sjálfir, og verður ekki séð, hvaða Hlgangi það þjónar, að hlaupa í blöðin með ósannar sakargiftir á hendur nafn- greindum sveitarfélögum, en slíkt þykir víst góður blaðamatúr, og sumum mönnum kærkominn til að smjatta á. Hefði blaðinu verið inn- an handar að hafa samband við ábyrga menn í sveitunum sjálfum, án margra milliliða. Það er rétt í áðurnefndri grein að ákvæðum forðagæzlulaga hefur ekki alls staðar verið fylgt i haust. og verða ekki raktar orsakir þess hér. En þar mun að Ieita orsak- anna til þess, að Búnaðarsamband- ið sendi mann til eftirlits í þessum hreppum. En nú hefur skoðunar- maður þess birt í Tímanum þann 25. apr. athugasemd út af marg- nefndum ummælum blaðsins. Á þeim bæjum, sem um sé að ræða, Eftirfarandi grein var send Tím- anum s.l. laugardag: „í Mánudags'blaðinu, dagsettu 21. þ.m., og sem verið er að selja á götum Reykjavíkur í dag, er á forsíðu árásargrein á lögregluna um næturárásir á reykvíska borg- ara. í undirfyrirsögn er sagt, að lögreglumenn fremji ferleg brot, handtaki saklausa borgara og „saki“ þá um „meint áfengiskaup“. Grein þessi er mjög rætin í garð lögreglumanna og það efni, sem þar er tekið til meðferðar, er rang fært og mistúlkað á svo freklegan hátt, að óhjákvæmilegt er að því sé svarað. Enginn verður sakaður um á- fengiskaup. Það er hverjum manni heimilt að kaupa áfengi hvenær sem er, af hverjum sem er og á hvaða verði sem er. Kaupandi á- fengis, sem ólöglega er selt, er aðeins kvaddur til, sem vitni í máli gegn þeim er seldi og þegar lögreglan óskar eftir vitnisburði, er borgarinn skyldugur til að svara og skyldugur til að segja satt og rétt frá. Þá er gagnrýnt í blaðinu, að lögreglumenn skuli vinna störf sín óeinkennisklæddir, en því er til að svara, að mörg af- brot, sem framin eru að næturlagi, eru þess eðlis að þau verða síður upplýst af lögreglumönnum í ein- kennisfötum. Má þar nefna leyni- vínsölu auk þess sem þjófnaðar- mál og innbrot verða síður upp- lýst, ef verðir laganna klæðast einkennisfötum. Rannsóknariög- reglumenn eru óeinkennisklæddir og er óþarfi að skýra frekar nauð- syn þess. í nefndri Mánudagsblaðsgrein, er sagt frá því, að tveir farþegar úr leigubifreið, hafi verið teknir á lögreglustöðina vegna „meintra áfengiskaupa". Forsaga þess máls er þessi: Óeinkennisklæddir lögreglumenn veittu athygli tveim mönnum, sem virtust vera að leita einhvers við stöð'varhús Hreyfils vi(5 Kalkofns- veg. Þeir töluðu við ökumenn, sem komu og fóru en gengu loks á brott. í því bar að leigubifreiðina R-7380, þeir stöðvuðu hana, höfðu tal af ökumanni um framrúðu og settust inn í bifreiðina, þó að far- þegi væri fyrir í henni. Síðar kom í Ijós, að mennirnir þekktu hvorki farþega eða ökumann. Ökumaður- ’inn, Kristján Jónsson, ók nú skemmstu leið heim til sín að Brekkustíg 6. Hann fór inn og kom strax út aftur. Skömmu síðar tóku lögreglumennirnir hann tali og farþega hans og kom þá í ljós, að í bifreiðinni voru fjórar flösk- ur áfengis, þar af tvær undir fr-amsæti. Vegna ósamhljóða fram- burðar, tóku yfirheyrslur alllang- an tíma. Mál þetta þarf ekki frekar að útskýra, en það var sent yfirsaka- dómara til framhaldsrannsóknar. Frá 1. júlí 1960 til dagsins í dag hefur lögreglan í Reykjavík sent 180 kærur á hendur rúmlega 100 leigubifreiðastjórum fyrir brot á Áfengislögunum. Sumir hafa feng- ið allt að sjö kærum. Af þessu sést ag mikið hefur verið um þessi brot, þó að lögreglan hafi hvergi nærri getað sinnt þessum málum sem skyldi. Það þarf að gera meira en kæra leynivínsala og dæma. Það þarf að koma í veg fyrir að þeir grípi strax til fyrri iðju, er þeir hafa lokið við úttekt dóms. Sveitarstjórnirnar þurfa að framfylgja þeim ákvæðum, sem leig'ubifreiðastjórar hafa sett, en það er, að þeir missi stöðvarrétt- indi, sem dæmdir eru fyrir leyni- vinsölu. Það er staðreynd, að vegna aukins eftirlits með leyni- vínsölum, hefur mjög dregið úr nætursvalli á götum Reykjavkur, og á meðan leigubifreiðastjórar fást við leynivínsölu í stórum srtíl er lögreglunni skylt að halda á- fram baráttunni gegn þeim í von um að njóta aðstoðar góðra manna hér eftir sem hingað til. Ef leyni- vínsala þróast þrátt fyrir ötula löggæzlu verður að grípa til þess ráðs, að birta númer bifreiða og nöfn leynivínsalanna, eins og dag- blöðin hafa oft talað um að þyrfti að gera, jafnóðum og dæmt er í slíkum málum, enda það kannske nauðsynlegt vegna þeirra leigu- bifreiðastjóra, sem aldrei koma ná- lægt slíku. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa allra borgara, jafnt lögreglu- manna, sem annarra, að blaða- menn kynni sér málin frá báðum hliðum, áður en slíkur rógburður, sem sá er hér er verið að svara, er settur á prent. Lögreglumaður." séu örfáar kindur, aðallega tann- gallaðar gamalær, sem teljast megi vanfóðraðar og yfirleitt séu hey- birgðir nægar í þeim hreppum, sem hér um ræði. — Því má bæta við þessa leiðréttingu skoðunar- mannsins, sem heimamönnum er að vísu vel kunnugt um, að í þess- um sveitum er fé víða afbragðsvel fóðrað og hirðing með ágætum aö áliti vorskoðunarmanna, a.m.k. í Álftaneshreppi Það vita allir, sem eitthvað þekkja til búskapar að vænleiki sauðfjár fer mjög eftir kostum þess lands, sem það gengur á. Hér um Mýrar eru landkostir rýrir og afréttarlönd ekki eins góð og í uppsveitum sýslunnar. Þess vegna ná dilkar hér ekki sama fallþunga og dilkar úr landbetri sveitum. Hafa ýmsir viljað rekja þessa rýrð til vanfóðrunar. En sem dæmi um þau áhrif. sem sumarlandið getur haft á vænleik fjárins, skal frá því sagt að fyrir mörgum árum keypti bóndi úr einni beztu landkostasveit sýslunnar, gamlar ær í nokkur vor héðan af Mýrum, og flutti þær á kjarnaland sinnar sveitar. Þessar ær gáfu afbragðs væna dilka að haustinu, og var það sumarbeitinni einni að þakka, því ærnar höfðu sitt vetrarfóður að öllu leyti í land- léttari sveitum. Þáer fáu ær, sern aftur sáust á heimaslóðum, þóttu bera af að vænleik, — slík áhrif hafði sumarlandið á vænleik þeirra. Því skal ekki neitað að fóðrun ánna geti haft áhrif á vænleika dilkanna að haustinu. Hitt má Ifka vera að þegar menn, sem vanir eru holdafari fjár í landkostasveitum, koma á útmánuðum til eftirlits í hinum rýrari sveitum, dæmi ástand fjárins eftir því sem þeir eiga að venjast í sinni heimabyggð. Má þá vera að sanngjörnum mönnum finnist sá dómur stundum ósann- gjarn, og þætti betur við eiga að slík holdafarsskoðun hefði farið fram að haustinu fyrst, svo séð væri hvernig gamlar ær ganga und- an sumri á þeim stöðum. Það er leitt ef það starf, sem á að vera unnið sem leiðbeiningarstarf,- er þannig framkvæmt að það verði til dómsáfellis þeim, sem það átti að verða til leiðbeiningar. Allra hluta vegna er það bezt. að sé um ein- hver mistök að ræða, t.d. í með- ferð og fóðrun búpenings, þá sé mönnum leiðbeint um það, hversu úr megi bæta. en ekki hlaupið með ýkjusögur í blöð, þessum mönnum til dómsáfellis. Mýramaður. 8 T f M I N N, þriðjudaginn 22. maí 1962,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.