Tíminn - 09.06.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.06.1962, Blaðsíða 9
Jóhanna Kr'istjónsdóttir, rithöf undur, svaraði með þessum orðum: Spurningin er spakleg og svarig væntanlega í samræmi við hana. Það er varla vafi á þvf, að fegurðardísasýningum verður ætlaður vænn kafli í menningarsögu okkar síðar meir. Og stúlkurnar sem í hætta sér eiga skilið óskipta aðdáun. Sjálfsagt eru ekki gerð ar eins harðar kröfur til neinn ar stéttar og fegurðardrottn- inga, hvað snertir hegðun og siðsemi. En yfirleitt eru stúlk urnar prúðar og hæverskar og verða „voðalega hissa, því að hinar voru svo ægilega falleg ar“, ef þær komast í úrslit. Og þá held ég, að viðtölin við drottningarnar eftir keppni gegni menningarhlutverki, þau eru einkar fjölbreytt og marg brotin. Ég leyfi mér að skjóta því að Einari Jónssyni að láta nú fjölrita þau fyrir næstu keppni til að spara blaðamönn um ómakið. Sveinn Sæmundsson, blaða- fu'lltrúi Fiuigfélags íslands, svaraði svo: Óumdeilanlega hefur kven- leg fegurð frá alda öðli verið afl, sem mikils mátti sín og sem í vissum tilfellum hafði áhrif á gang sögunnar. Á sið- ari tímum hefur fegurðin líka orðið eftirsótt verzlunarvara, og keppnir draga ag sér tals- verða athygli hverju sinni. Trúlega hefur íslenzkri land kynningu orðið nokkur ávinn ingur að sumum fulltrúum kvenlegrar fegurðar, sem héð an hafa verið sendir, en u.m menningarauka í því sambandi tel ég fráleitt að tala. Sem sagt: Tiltölulega saklaust grín, ef stúlkurnar sjálfar taka ekki alltof mikið mark á skruminu. Telur þú menningarauka að fegurðarsamkeppni ? Nokkrir kunnir borgarar svara þessari spurningu Fögur kona hefur oft orðið skáldinu yrkisefni; málarinn hefur gert mynd hennar ódauðlega, tónskáldið hefur tjáS hug sinn til hennar í tónum. Sönn kona veit, hvert áhrifavald fegurð hennar hefur. En er henni leyfilegt að hagnast á fegurð þeirri, sem henni hefur hlotnazt í vöggugjöf, að viðbættri þeirri fegurð, sem henn- ar eigin hagleikur kann að megna að kalla fram? Og það sem meira er, hafa aðrir leyfi til að hagnast á fegurð hennar? Þetta hefur þó margsinnis átt sér stað í sögu mannkynsins, og er nýjasta afbrigðið nefnt fegurðarsamkeppni, sem nýlega hefur rutt sér braut í menningarlíf íslendinga. Því fyrirbrigði er óþarft að lýsa hér, svo vel sem allri tilhögun er lýst í hvert sinn sem það á sér stað. Síðasta fegurðarsamkeppni fór fram með mikilli pomp og pragt 12. maí s.l., og er minnisstæðast frá þeirri athöfn, þegar þátttakendur óku á „skrautvagni" um bæinn, að afloknum undanrásum í Austurbæjarbíói. Var haft við orð, að aldrei hefði verið eins góður menningarbragur á fegurðarsamkeppni og nú. Þessi ummæli um menningarbraginn urðu til þess, að blaðið sneri sér til nokkurra manna og kvenna og spurði þau um álit þeirra á þessu menningarfyrirbrigði. Spurningin, sem fyrir þau var lögð, hljóðaði svo: Teljið þér menningarauka að fegurðar- samkeppnum? Fara svör þeirra hér á eftir. Stefán Jónsson, rithöfundur, svaraði: Nei. Sviðsett fegurðarsam- keppni á ekki fremur skylt við menningu en t.d. bingó. Tízku sýningar og sýningar hvers konar framleiðsluvara, svo að aðeins fátt sé nefnt, eru menn ingarauki, en fegurðarsam- keppni og sýning hennar ekki. Fullyrðing er þetta, en haná er mjög auðvelt að rökstyðja. það getur hver og einn. Fegurð arsamkeppni er markleysa. Hún er það vegna þess hve lít ið það úrval er, sem til keppni kemur. Fegursta stúlka ein- hverrar þjóðar verður aldrei fundin og fegursta stúlka heims því síður, En þetta er sök sér. Hitt er verra, að þetta er allt markleysa, vegna þess að fegurð og yndisþokki verða hvorki metin né vegin eða einkunnir gefnar svo að rétt- látt sé. Sú stúlka sem látin er bera sigur úr býtum, verður ag vita þetta. Það hefur löngum þótt orka tvímælis um réttlæti í dóm um á gripasýningum, t.d. varð andi kýr. Þó er hjá þeim um miklu færra að dæma og kald- ari verkanirnar á.rökhyggjuna Eg skal ekki líkja því meira saman. Fegurðarsamkeppni er mark leysa og menningarauki er hún ekki, en þó að svo sé, er hún áreiðanlega skaðlaus, svo framarlega sem þátttakendur fara ekki að álíta hana allt annað en hún er. Enginn á- stæða er til að hneykslast á uppátækinu. Fegurðarsam- keppni er sem sé tákn þeirra tíma, sem við lifum. Hún er auglýsing í almætti sínu brúk ug af einstaklingum og áróðri. Tilgangurinn er sá einn að græða peninga á hégómaskap fólksins og gefa því í staðinn nýju fötin keisarans. Meira er ekki að láta. Engiinn skyldi hneykslast. Gylfi Gröndal, ritstj. Fálk- ans, sv.araWi spurningunni á þessa Ieið: Nei, sem betur fer. Og ef hún yrði alk í einu að hámenning- arlegu fyrirbrigði í þjóðfélag- inu, þá mundi margt breytast um skipan hennar. Ætli for- ráðamennirnir fengju ekki ríf lega styrki frá ríki og bæ tii þess að hressa upp á „tapið“ sitt? Og ekki er að efa, að ein hver framtakssamur alþingis- maður mundi fá því fram- gengt, að lög yrðu sett á Al- þingi um fegurðarsamkeppni Eftir það yrðu forráðamennirn ir að sætta sig við dómnefnd, sem kosin væri pólitiskri kosn ingu. Ekki er heldur ólíklegt að einhver bannsettur rauðlið inn kæmi því í kring, að for- ráðamönnum og sjálfum braut ryðjendum „menningarinnar" yrði sparkað og ríkið tæki rekstur fegurðarsamkeppninn- ar í sínar hendur. Þá fengi ein hver dágóðan bitling sem for- maður fegurðardrottningar- nefndar ríkisins og fengi að halda langa og virðulega ræðu í Háskólabíói um menningar- hlutverk kvenlegrar fegurðar. Skelfing yrði geispað, meðan á henni stæði. Jóhannes Helgi, rithöfundur svaraði; Nei, mér þykir það andstyggi legasta tegund fjárplógsstarf- semi sem hugsazt getur, að stúlkur, sumar barnungar, séu ginntar til að halda sýningu á líkama sínum gegn endurgjaldi í peningum eða gripum, nánar tiltekið: tízkudrasli sem hin eða þessi verzlunin gefur í auglýs- ingaskyni. Fyrirheitin, sem stúlkunum eru gefin, ef sigur- inn fellur þeim í. skaut, eru þau, að þeim opnist leið inn í tízkuhús álfunnar, jafnvel á- leiðis upp á stjörnuhimininn í Hollywood, sem virðist þó held ur næðingssamt tilverustig, ef draga má ályktun af öllum sjálfsmorðstilraununum og taugaáföllunum þar vestra. — Einn sigurvegarinn í hérlendri keppni, einkar geðþekk og fög- ur stúlka, sat sex vetur í Menntaskólanum í Reykjavík; hún forframaðist svo á rúmlega ársdvöl í Hollywood, að heim- komin í stutta kynnisför til að skýra þjóðinni frá fatabirgðum sínum og vistarverum, sem virðast mestmegnis gerðar úr speglum, lýsti hún því yfir i blaðaviðtali að hún gerði hvað sem væri, ef það væri nógu vel borgað. Svona má æðri menntun á íslandi sin lítils gegn stuttri skólun í kvikmynda borginrii. Engin ástæða er til að taka ummælin bókstaflega, og vel má vera að þau séu ekki rétt eftir höfð, eins og oft vill henda í blaðaviðtölum. En ef t.ilvonandi þátttakanda í nálæg- um fegurðarsamkeppnum dreymir um stjörnufrægð og foreldrar hennar gera sér von ir um þann hæpna frama dætr um sínum til handa, er ekki úr vegi að tilfæra hér ummæli frægrar leikkonu sem hafði nokkra viðdvöl í háloftum Hollywood áður en hún hrap- aði. Hún staðfesti það, sem raunar lá í augum uppi, að leið in upp á stjörnuhimininn lægi gegnum svefnherbergi álitlegs fjölda leikstjóra. leikara og kvikmyndaframleiðenda, þótt flestar stúlkurnar ættu að vi.su ekki kost annara útgönguleiða úr herbergjunum en gangana sem vita að götunni. Ekki er ástæða til að ætla að þessi kven maður sé lygnari en almennt gerist. En þótt þessi jarðneska slóð. hvort sem hún er nú fet- uð í baðsloppum eða aðskorn- um síðbuxum, kunni að verða sumum stúlkum jafnmikið gam anmál og herrum herbergjanna, er hætt við að gamaldags mæðr um, sem alið hafa dætur sínar upp til að gegna móðurhlut- verki nýrrar kynslóðar, blöskri — og kalli slóðina umsvifalaust refilstigu. En málið hefur aðra hlið, þjóðerniselga. Stórþjóðirnar gína í krafti auðæfa sinna yfir löndum, menningu, stjórnmál- um og mannvali smáþjóðanna. Dæmin eru deginum Ijósari. Þau eru við nefið á okkur. Stór- veldi hefur her í landi okkar og undanfarin ár hefur það ver- ið að kauna yfir til sín íslenzka lækna, verkfræðinga og aðra menn með aiþjóðlega menntun. Flugmenn hóta landflótta ef ekki er gengið að kröfum þeirra, sem miðaðar eru við ger ólík efnahagskerfi, Bandarfkin, og lengur mætti telja. Röðin er fyrir löngu komin að kven- fólkinu. Eitt umsvifaemsta inn- flutningsfyrirtækið af því tagi heitir Langisandur og stendur fyrir árlegum sýningum á ung um konum. Þangað streyma at vinnutilboðin, sem einkum stúlkur frá fátækum þjóðum falla fyrir, og sumar eru þar með þjóð sinni glataðar um alla framtíð, ef að líkum lætur. — Ýmsar íslenzkar fegurðardrottn ingar eru nú starfandi við er- lend tízkuhús, og ein situr vest an hafs við að greiða hárkollur sköllóttra kvikmyndaleikara, því að fagrar stúlkur frá Norð urlöndum eru eftirsóttar í öðr- um löndum, þær eru raritet, skemmtileg tilbreytni, en smá- þjóð — sér í lagi íslendingar, önnur mannfæsta þjóðin í ver- öldinni — sem lætur hafa sig til að senda hluta af barnung- um blóma kvenna sinna á sýn- ingarpalla stórþjóða, þar sem stúlknanna er freistað með girnilegum atvinnutilboðum, svo merkileg sem þau nú eru, sú þjóð lætur hafa sig að ginn ingarfífli. Útflutningsvara íslendinga er fiskur, ekki kvenfólk. Forráða- menn keppnanna og stúlkurnar sjálfar tala um landkynningu, það felist svo mikil landkynn- ing í þessu, það sé jafnvel hægt að selja meiri fisk með þessu Framhald á 15. síðu. TÍMINN, laugardaginn 9. júní 1962 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.