Tíminn - 09.06.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.06.1962, Blaðsíða 16
'ar <$■ alillMlilWM Laugardagur 9. júní 1962 130. tbl. 46. árg. Miklir möguleikar - segir Kristensen — Ég álít, að ísland eigi mikla framtíðarmöguleika efnahagslega séð, sagði Thor- kil Kristensen, framkvæmda- stjólri OECD, á blaðamanna- fundi á Hótel Borg í gær. Eg kom hingað til lands fyrir sjö árum, og hef ég nú séð, að mikil þróun hefur orðið á ís- landi og framtíðarmöguleik- arnir eru miklir. Kristensen sagði, a3 fimm ára áætlunin, sem nú er verig að vinna að hér á landi, mundi senni lega verða til þess að auka láns- traust ríkisins í útlöndum, svo framarlega sem sú áætlun yrði skynsamleg. Væntanlegum lán- veitendum væri það mikið hag- ræði að hafa í höndum ýtarlegar skýrslur og áætlanir um atvinnu- líf þeirrar þjóðar, sem óskar eft- ir fjármagni til láns. Kristensen vildi að öðru leyti ekki segja álit sitt á efnahagsmál- um íslands né t. d. á afstöðu lands ins til Efnahagsbandalags Evrópu, en skýrði blaðamönnum þeim mun meira frá starfsemi Efna- hags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og nálægustu markmið- um hennar. Óljóst ástand í efnahagsmálum OECD hefur að ýmsu leyti sér- staka afstöðu. Hún er eina stofn- unin, sem velflestar þjóðir Evr- ópu og Norður-Ameríku eiga að- Meðal atriða á kappreiðum Fáks annan hvítasunnudag er hindrunar hlaup. Það hefur lítið verið æft á íslandi, utan hvað forfeður okkar hsettu að þjálfa hesta sína í alls konar þrautum, svo þeir kæmust greiðlega leiðar sinnar, en nú hefur Rosmary Þorleifsdóttir tekið að sér að þjálfa íslenzka hesta í hindr- unarhlaupl að erlendri fyrlrmynd. Runólfur Ijósmyndari brá sér inn á skeiðvöll í fyrrakvöld og tók þessa mynd af æfingunni. Kennararnir vilja reisa smáhúsin í Olíuportinu ild að. Hún stendur þannig að nokkru leyti utan við þær viðræð ur og deilur, sem eiga sér t. d. stað um ^ Efnahagsbandalag Evr- ópu og Fríverzlunarsvæðið. Nú standa yfir miklar viðræður milli EBE-ríkjanna og annarra Evrópu ríkja og munu þær aukast enn í náinni framtíð. Ástandið í þessum málum er mjög óljóst, sagði Krist ensen, og bíður OECD átekta til þess að sjá, hverju fram vindur. Samvinna bre'iðist út. Kristensen var spurður ýmissa spurninga um álit hans á þróun vestrænnar efnahagssamvinnu í náinni framtíð, og svaraði hann því til, að æskilegast væri að hún næði til sem flestra ríkja, án þess þó, að tengslin vig þau verði mjög veik. Þessi mál eru enn öll í deiglunni, sagði Kristen- sen. Bandaríkin hafa sýnt mikinn áhuga á afnahags- og tollasam- vinnu við Vestur-Evrópu, einkum EBE-ríkin, og þá skapast vanda- mál í sambandi við Suður-Ame- Framhald á 3. síðu. Trúboðaheimsókn Nýlega er kominn hingað til lands dr. Oswald J. Smith frá The People Church, í Toronto, Kanada. Hann hefur allra nú- lifandi manna mestan áhuga á kristniboði. f um þriðjung aldar hefur hann unnið að þessu áhuga máli sínu. Söfnuður hans The Peoples Church, hefur aldrei verið mjög fjölmennur — um 3500 manns eru í honum nú — en, hann hefur gefið til trúboðs um 4% milljón dollara (um 180 miilj. króna), síðan han var stofnaður árið 1930. Dr. Oswald J. Smith hefur ferð- ast mjög víða og haldið sam- komur. Hann mun hafa komið nokkrum sinnum til landsins áður án viðstöðu hér. Nú kemur hann til að dvelja hér hálfsmánaðar tíma og á meðan heldur hann samkomur í Fríkirkjunni 10—21. júní kl. 8,30 á hverju kvöldi. Ým- is kristileg samtök hér í borginni munu aðstoða þar með hljóðfæra leik og söng. Ókeypis aðgangur er að öllam samkomum hans. — Fyrsta samkoman er á hvítasunnu dagskvöld kl. 8,30. Enn er þrátefli í húsnæðis- málum Menntaskólans í Reykjavík þessa vikuna. Bygg inganefnd Reykjavíkur neit- aði eins og kunnugt er aS sam- þykkja skipulagið að bygg- ingu í Olíuportinu, en vegna kosninganna í maí varð að kjósa nýja bygginganefnd, og hefur það nú verið gert. i Svanuríheimsókn Borgarfirði > i Á annan hvítasunnudag fer lúðrasveitin Svanur í tónleikaferð upp í Borgarfjörð, og mun leika í Borgamesi klukkan tvö en á Akranesi klukkan sex. Hljómsveit arstjóri er Jón G. Þórarinsson. Hin nýja bygginganefnd hefur ekki komið saman til fundar enn- þá, en hún mun að öllum líkind- um taka mál Menntaskólans fyrir hið bráð'asta. Þess má geta að all- ir sömu menn eru í bygginganefnd inni og voru fyrir kosningar, þar eð þeir voru allir endurkjörnir. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á skipulagi því, sem áður hafði verið lagt fyrir bygginga- nefnd. T.d. var ætlunin, að leik- fimihúsið, sem átti að rífa niður og endurreisa, yrði til frambúð- ar, en nú hefur verið ákveðið að hreyfa ekki leikfimihúsið í sumar, enda yrði aldrei hægt að fullgera það með öðru fyrir haustið. Kennarar Menntaskólans héldu kennarafund í gær, og voru þar bomar fram tvær ályktanir, og þær báðar samþykktar. Það er skoðun kennara, að reisa verði smáhýsin í Olíuportinu í sumar, ti! þess að hægt verði að halda áfram starfsemi' skólans á sama hátt og verið hefur undanfarin ár. Þeir telja þó að hér geti að- eins verið um bráðabirgð'abygg- ar að ræða. Reisa þurfi nýjan menntaskóla, og eflaust fleiri en einn til þess að fullnægja kröfum tímans. I Það er orðið langt síðan Reykja- víkurbær, sem þá var, úthlutaði Menntaskólanum Jóð inn í Hlíð- | um. Lokið hafði verið við að grafa | grunn skólahússins, og allar teikn i ingar að honum voru einnig fyr- I ir hendi. Auk þess hafði bústað- ur rektors verið fullgerður A i þeim tíma voru nokkrir kennarar; því mótfallnir að fella algjörlega niður kennslu í hinu gamla skóla-' húsi. Ágreiningur varð svo þess1 valdandi, að fallið var frá bygg- ingu skólahússins. 1 Þrátt fyrir það, að bygginga-i r.efnd samþykki skipulagið, sem, skipulagsnefnd hafði samþykkt í vetur, er 'nú að verða hver síðast-1 ur að hefjast handa um bygging- j arnar, ef fært á að vera að taka þær í notkun í haust, er skólinn tekur til starfa að nýju. Ðrengur slasast i gær varð pað slys, að 16 ára piltur, Björn Jónasson, Hraun- braut 3, Iíópavogi, sem var að vinna í nýja pósthúsinu, sem er rétt hjá Félagsheimili Kópavogs, i datt ofan af vinnupalli og slasað-1 ist eitthvað. Hann var fluttur með j vitundarlaus á Slysavarðstofuna. | Við ramsókn kom í Ijós. að hann | var með sár á höfði. Var gert að því og honum síðan leyft að fara ! heim. Önnur meiðsl mun hann1 ekki hafa hlotið svo að teljandi j væri. 1 Dr. Osvald J. Smith

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.