Tíminn - 09.06.1962, Page 7

Tíminn - 09.06.1962, Page 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriðí G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Af- greiðslusími 12323. — Áskriftargjald kr. 55 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Gegn íhaldi og kommúnisma Það er talsvert fróðlegt að lesa blöð andstæðinganna eftir kosningarnar og þó einkum eftir viðtal það, sem Tíminn birti nýlega við Eystein Jónson, formann Fram- sóknarflokksins, um kosningaúrslitin. í blöðum Sjálfstæðisflokksins, einkum þó Mbl., er viðtal þetta talið sönun þess, að Framsóknarflokkurinn sé að ganga í þjóðfylkingu með kommúnistum. Eysteinn Jónsson biðji kjósendur um að svipta stjórnarflokkana þingmeirihlutanum til þess að geta unnið með kommún- istum á eftir. Hér eftir þurfi ekki frekar vitnanna við um að þjóðfylking Framsóknarmanna og kommúnista sé staðreynd! í blöðum kommúnista, einkum þó Þjóðviljanum, er liinsvegar annað hljóð í strokknum. Þar er sagt, að Fram- sóknarflokkurinn sé á hraðri leið til hægri. Hann biðji kjósendur um að svipta stjórnarflokkana þingmeiri- hlutanum til þess að geta komist í stjórnarsæng með þeim á eftir! Þessu til sönnunar eni svo týnd fram hin fjar- skyldustu atvik, eins og t.d. viðtal Tímans við Vilhjálm Þór um samvinnustarf á Akureyri fyrir 40 árum! Óþarft er að vera að svara þessum ósamhljóða ásök- unum og getgátum íhaldsblaðanna og kommúnistablað- anna. Þær skýra hinsvegar vel afstöðu Framsóknarflokks- ins. Framsóknarflokkurinn verður jafnt fyrir hörðum árásum íhaldsmanna og kommúnista vegna þess, að hann er jafnlangt frá því að. gerast þjóðfylkingarflokkur með íhaldsmönnum og kommúnistum. Hann er jafnt andvíg- ur íhaldi og kommúnisma, enda lítur hann ekki á þetta tvennt sem raunverulegar andstæður, heldur sem syst- kini. Skyldleiki Salazar og Hoxha leynir sér t.d. ekki. Framsóknarflokkurinn biður ekki um, að stjórnar- flokkarnir verði sviptir þingmeirihlutanum til þess að koma hér á stjórn, sem annað hvort verður undir merkj- um íhaldsins eða kommúnismans, heldur til þess að hér komist á stjórn, er lúti hvorugri þessara stefna. Nú drottnar hér íhaldsstefna, en stjórnarflokkarnir þurfa eki að missa, nema tvö þingsæti, til þess að henni verði steypt úr sessi. Það er tilgangslaust að ætla að telja þjóð- inni trú um, að hér myndi spretta upp stjórnleysi, eða kommúnismi ef stjórnarflokkarnir misstu þessi þingsæti í þau 44 ár, sem eru liðin síðan ísland hlaut sjálfstæði hefur þjóðin komist vel af i 40 ár, án samstjórnar íhalds og krata og allan þann tíma verið stjórnað ótvírætt bc ur en nú. Það eitt myndi gerast, ef þingmeirihluti stjórn- arflokkanna tapaðist, að áhrif íhaldsins yrðu minni, jarð- vegurinn fyrir kommúnismann lakari, framfarirnar yrðu meiri og tekjuskiptingunni yrði komið í réttlátara horf. 1.500.000 iunmir Fiskifélag íslands hefur nýlega birt skýrslu um vetr- arsíldveiðina og telur hana um 1.500.000 tunnur. Verð- mæti þessa afla skiptir hundruðum milljóna króna. Það er þessi nýja veiði, sem veldur mestu um það, að þjóðin býr nú við sæmilega afkomu út á við og næga atvinnu inn á við. Ef þessi óvænti fengur hefði ekki kom- ið til sögu, myndi nú hvorugu til að dreifa. „Viðreisnin“ hefði séð fyrir því. Þetta sýnir bezt, hve fjarstætt það er að þakka ,.við- reisninni", að gjaldeyrisafkoman er sæmileg og að ekki er atvinnuleysi. Kosningabaráttan í Kanada Heldur líklegra þykir þó, að Diefenbaker haidi velli ANÍNAN mánudag eða 18. þ. m. fara fram þingkosningar í Kanada og stendur þar nú yfir öllu harðari kosningabarátta en nokkru sinni fyrr. Að dómi kunnugra eru úrslitin talin mjög tvísýn, en fleiri líkur virð ast þó benda til þess, aS íhalds- flokkurinn haldi velli, en þing- meirihluti hans verði stórum minni en hann er nú. Það eru nú fimm ár síðan, að íhaldsflokkurinn komst til valda í Kanada. Þá var Frjáls- lyndi flokkurinn búinn að fara þar með stjórn í 22 ár. íhalds- flokkurinn vann þá óvænt sigur undir forustu nýs formanns, John Diefenbaker, sem var þá lítið þekktur, en gat sér gott orð í kosningabaráttunni sem snjall ræðumaður. Ekki náði þó flokkurinn hreinum meirihluta, og fór því minnihlutastjórn hans með völd næstu mánuð- ina. Sumarið 1958 efndi Diefen- baker svo til nýrra kosninga og vann þá glæsilegan sigur. Flokkur hans fékk 205 þing- sæti af 265 alls. Siðan hefur hann tapað tveimur aukakosn- ingum. Staðan í þinginu er nú sú, að íhaldsflokkurinn hefur 203 þingsæti, Frjálslyndi flokk- urinn 51, Nýi demokrataflokk- urinn 8 og 3 þingsæti eru ó- skipuð vegna fráfalls þing- manna. AÐ';RÉTTU lagi hefðu kosn- ingarnar. ekki átt að fara fram fyrr en á næsta ári, því að kjör tímabilið er 5 ár. Diefenbaker áleit hins vegar, að ekki væri eftir betra að bíða- því að þótt stjórn hans hafi gert ýmsa hluti sæmilega, t.d. aukið ýms- ar tryggingar, hefur hún verið seinheppin og misvitur á öðr- um sviðum. í efnahagsmálúm hefur hún verið íhaldssöm og afleiðingarnar líka orðið þær, að atvinnuleysi hefur verið mikið í Kanada seinustu miss- erin. Efnahagsstefnu stjórnar- innar er þó ekki einni hér um að kenna, heldur engu síður því, að erlent fjármagn eða nánara sagt bandarískt fjár- magn hefur náð alltof sterkum tökum á atvinnulífi landsins. Samkvæmt því, sem „The New York Times“ segir nýlega, eiga amerískir auðhringar og auð- menn 44% af öllum iðnaðar- fyrirtækjum í Kanada, en 71% í þeim fyrirtækjum, sem annast olíuvinnslu og framleiðslu nátt- úrugass. Hinir útlengu aðilar haga rekstri fyrirtækjanna að sjálfsögðu mjög eftir því, sem þeim finnst gróðavænlegast, og hugsa þvi minna um atvinnu- þarfir eða fjárfestingu en kanadískum hagsmunum hent- ar. Dielenbaker hefur það sér m.a. til afsökunar í þessu sam- bandi. að bandarískir auðmenn hafi náð mestu tangarhaldi á kanadiskum iðnaði í stjórnar- tíð Frjálslynda flokksins. í sein ustu kosningum kappkostaði hann þann áróður, að hann vildi gera Kanada óháðara Bandaríkjunum, en styrkja tengslin við Evrópu. Þetta hef- ur honum hins vegar ekki tek- izt að efna. nema síður sé og á Efnahagsbandalag Evrópu sinn þátt í því. Pearson ræðir við aldraðan kjósanda. FRJALSLYNDI FLOKKUR- INN hefur tvímælalaust verið í mikilli sókn að undanförnu undir forustu hins kunna for- ingja síns, Lester Pearson fyrr- verandi utanríkisráðherra. Það hefur nokkuð háð Pearson, að hann er ekki eins mikill ræðu- skörungur og Diefenbaker og störf hans sem utanríkisráð- herra virðast hafa verið öllu betur þekkt utan Kanada en heima fyrir. Pearson hefur hins vegar dugað allvel í stjórnar- andstöðunni á þingi, en þar og annars staðar hefur hann unnið að því að færa stefnu flokks- ins í stórum róttækari átt. Á þingi flokksins í fyrra var sam- Díefenbaker þykkt ný stefnuskrá, er færir hann mjög nærri alþýðuflokk- unum á Norðurlöndum að öðru leyti en því, að hann hafnar alveg þjóðnýtingarstefnunni. Það nægir þó ekki til þess að koma í veg fyrir. að talsmenn íhaldsflokksins tali nú um hann sem sósíalistiskan flokk í utanríkis- og varnarmálum kemur fram talsverður ágrein- ingur i kosningabaráttunni milli þeirra Diefenbakers og Pearsons. Pearson lýsir yfir því hiklaust, að ekki komi til mála að leyfa staðsetningu kjarn orkuvopna í Kanada né að búa kanadiska herinn slíkum vopn- um. Diefenbaker talar hins vegar fremur óljóst um þetta. EKKI er ólíklegt, að Frjáls- lyndi flokkurinn yrði sigurveg- ari í kosningunum, ef hann ætti ekki skæðan keppinaut, þar sem er Nýi demokrataflokk urinn. Flokkur þessi var stofn- aður á síðastl. ári og. stóðu að stofnun hans Samvinnuflokkur- inn, sem hefur átt nokkra þing- menn á þingi Kanada um all- langt skeið, og Alþýðusamband Kanada. Tilgangurinn með stofnun hins.nýja flokks er að reyna að koma upp öflugum, sósíalistiskum flokki í Kanada. Fyrst eftir stofnun hans, virt- ist hann hafa allmikið fylgi, en heldur virðist hafa dregið úr ! því upp á síðakstið. Foringi ’j þessa nýja flokks hefur lengi verið forsætisráðherra í Sask- atchewan-fylki, en þar hefur Samvinnuflokkurinn lengi haft meirihluta. Annar smáflokkur lætur einn ig talsvert taka til sín, en senni- lega er hann ekkert síður hættulegur íhaldsflokknum en Frjálslynda flokknum. Þessi flokkur er Social-Creditflokkur inn, Stefna hans er talsvert ó- venjuleg en einföld. Hún er i stuttu máli sú að finna eigi þann mun, sem er á fram- leiðslu og neyzlu og sé eftir- spurnin ekki nægileg til að tryggja sölu allrar framleiðsl- unnar, eigi bankarnir að lána út fé á þann veg, að tryggt verði, að öll framleiðslan selj- ist. Þannig verði bezt tryggt, að framleiðslan haldi stöðugt á- fram að vaxa. Hagfræðingar draga dár að þessum kenning- um flokksins, en hann hefur hins vegar unnið verulega fylgi i tveimur vestustu ríkjum Kan- ada, Alberta og British Colum- bia. Hann fer nú með fylkis- stjórn í þeim báðum. Hins veg- ar tókst honum ekki að fá þar neinn þingmann kjörinn á sam- bandsþingið í Ottawa í seinustu kosningum, því að íhaldsflokk- urinn hreppti þá alla. HÖRÐUST mun kosninga- baráttan verða í austustu fylkj- unum, Ontario og Quebec, en þau eru líka fólksflest og hafa flesta þingmenn. Þar hefur Frjálslyndi flokkurinn aðal- fylgi sitt og jafnframt mesta vinningsmöeuleika Að þessum fylkjum mun baráttunni alveg sérstaklega beint þá daga. sem eru eftir til kosninganna. Þ.Þ. 7 T í MIN N , laugardaginn 9. júní 1962

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.