Tíminn - 14.06.1962, Qupperneq 6

Tíminn - 14.06.1962, Qupperneq 6
Sjötug: Steinþór Þórðarson, bóndi, Hala Áslaug og Ásrún Jónsdætur. (Ljósmynd: TÍMINN, GE). „Við erum á yng- ingarferðalagi“ — Við erum eiginlega á yngingarferðalagi, sögðu Ás- laug og Ásrún Jónsdætur, sem komu hingað til íslands 4. júní s.l. Þær eru báðar fædd- ar og uppaldar hérlendis, en fluttust ungar vestur um haf og hafa ekki ísland augum lit- ið í rétt 59 ár. Við hittum systurnar að máli á heimili Rannveigar Kristjánsdóttur og Páls H. Jónssonar, en Páll er einmitt systursonur þeirra. Yngingaraðferðin er augljós- lega farin aS bera árangur. Það er ekki hægt að merkja, að hér séu á ferð 78 og 69 ára gamlar kon- ur. Þær leika á als oddi, eru glettnar og glaðar og fullar til- hlökkunar að hitta frændur og kunningja og ekki sízt að heim- sækja æskustöðvarnar norðan- lands. Til Reykjavíkur hafa þærj ekki komið áður um ævina, en lízt vel á sig hér. Frá Mýri í Bárðardal — Hvenær fluttust þið vestur um haf? — Það er bezt að Aslaug svari, hún er eldri, segir Ásrún og hlær dátt. — Það var árið 1903, segir As- laug, Eg var þá 19 ára gömul, en Ásrún 10 ára. Eg hef oft séð eftir því, að pabbi skyldi aldrei skrifa almennilega um þá ferð, við er- um eiginlega búnar að gleyma henni. Það var ólíkt að ferðast þá eða nú. Þá vorum við u.þ.b. þrjár vikur héðan til Winnipeg í Manitoba, en nú vorum við aðeins 1% dag hingað frá Vaneouver, þrátt fyrir sex tíma töf í Labra- dor. — Hvað fóruð þið mörg saman vestur? — Við vorum sjö systkinin, sem fórum með föður okkar, Jóni Jóns syni frá Mýri í Bárðardal. Mýri er okkar bernskuheimili. Móðir okkar, Kristjana Jónsdóttir frá Leifsstöðum í Kaupangssveit, lézt árið 1900. Móðursystkin okkar Steingrímur Jónsson og Hallfríð- ur Þorgeirsson, tóku á móti okk- ur í Winnipeg. Þau höfðu þá lengi verið búsett fyrir vestan. Hallfrið ur kom til íslands, þegar mamma verið búsett fyrir vestan. Hallfríð Rætt við Áslaugu og Ásrúnu Jónsdætur frá Mýri í Bárðardal — nýkomnar frá Ameríku fóru tvö systkin okkar með henni. — Eg átti að fara þá, skýtur nú Ásrún inn í. En ég vildi það ekki, og raunar var ég aldrei neitt hrif- in af því að fara vestur. Eg var svo hrædd við þrumur og elding- ar, og mér hafði verið sagt, að þrumuveður væri algengt í Ame- ríku. 10 barna móðir — Settust þið svo að í Winni- peg? — Ekki var það nú. Arið 1905 keypti faðir okkar jörfi í Saskat- chewan, sem er næsta fylki við Manitoba, og þar bjó hann, þar til hann dó, þá 84 ára að aldri. 1 þeirri byggð var margt islendinga, og faðir okkar lærði aldrei að tala enskuna. Fyrir þá sök var lífið honum á margan hátt erfiðara. — Þegar foðir minn og systkin fluttust til Saskatchewan, varð ég eftir, segir Áslaug, því að þá var ég farsællega komin i hjónaband- ið. Maðurinn minn, Þorsteinn Gauti, var einnig bóndi. Hann dvaldist lengi á Gautlöndum í Mývatnssveit, áður en hann flutt- ist vestur og þess vegna völdum við okkur eftirnafnið Gauti. Fað- ir hans var Jón Jónsson frá Reykja hlíð. Við eignuðumst 10 börn, sem öll eru búsett fyrir vestan, og eru fimm þeirra gift íslendingum. Síð an maðurinn minn dó, hef ég bú- ið hjá syni mínum, Haraldi, í Victoria B.C. í Kanada. Sígræna fylkiS — Giftist þú einnig íslendingi, Ásrún? — Já, ég giftist árið 1910 Jóni Frímanni Jónssyni frá Munka- þverá í Eyjafirði. Við fluttumst þá strax vestur að Kyrrahafsströnd og bjuggum þar í litlum bæ, sem heitir Blane, þar til Jón dó fyrir 10 árum. Við eignuðumst þrjú börn, en misstum elzta drenginn, þegar hann var 21 árs. Annan pilt eignuðumst við, sem nú er yfir- kennari við barnaskóla í Van- couver, Wash. — Síðan maðurinn minn dó hef ég búið hjá Önnu, dóttur minni, í Bellingham i Washingtonríki, sem er næsta við Kanada. Anna er gift Halldóri Kárasyni, sem er doktor í heimspeki við Washing- ton State College. Hann hefur einnig kennt ensku og sálarfræði og langar mikið til að komast heim til íslands. Það er gott að búa í Bellingham, og þar er afar fallegt. Washingtonríki hefur verið kállað „The ever greeh State“, eða sígræna fylkið. Verða hér í 3 mánuði — Ilafa ekki einhverjir afkom- enda ykkar komið til íslands? — Nei, ekkert þeirra. Það þyk- ir nú talsvert fyrirtæki að taka Sig upp og ferðast alla leið til ís- lands. Við höfum verið að undir- búa þessa heimsókn okkar í lið- lega tvö ár. — Og hvað ætlið þið að dvelj- ast hér lengi? — Það fer nú eftir því, hvað við verðum vinsælar, segir Ásrún og hlær. En ætli við verðum ekki eina þrjá mánuði. Hérna í Reykja- vík búum við hjá vinkonu okkar, Guðbjörgu Oddsdóttur á Aragötu 12, og þar verðum við4 líklega fram yfir miðjan mánuðinn. 13. júní er von á hóp Vestur-íslend- inga-til landsins og hefur verið boðuð veizla fyrir þá á Hótel Borg 19. júní. Við viljum helzt ekki verða af því. — Og svo liggur leiðin væntan- lega norður? — Já. Sjálfsagt dveljumst við lengst af norður í Bárðardal á bernskustöðvunum. En við eigum víða frændfólk og vini, á Akureyri, Húsavík og viðar. Við höfum sem sagt nóg með þessa þrjá mánuði að gera. Hittu forsetann s.l. haust — Þið talið ágæta íslenzku, þrátt fyrir margra ára fjarveru. — Það hefur alltaf verið töluð íslenzka á heimilum okkar, og það liðu í rauninni nokkur ár, áð- ur en ég lærði enskuna að nokkru marki, segir Áslaug. En Rúna lærði hana strax, enda var hún yngri og móttækilegri fyrir mál- inu. — Svo hittum við oft íslendinga, bæði þá. sem búsettir eru fyrir ves'tan, og svo íslendinga. sem eru þar á ferð. Það jafnast ekkert á við það að fá landa í heimsókn. Þegar forsetinn heimsótti byggðir íslendinga í Vesturheimi s.l. haust, Þann 10. júní verður Steinþór Þórðarson, bóndi á Hala í Suður- sveit, sjötugur. Eg veit að það verða margir sveitungar og fleiri, sem senda þessum heiðurmanni hlýjar kveðj- ur í ræðu og riti. Eg get ekki látið hjá líða að senda honum afmæliskveðju á þessum merku tímamótum, þó ég viti að ég færist of mikið í fang með því. Steinþór er fæddur á Hala 10. | júní 1892 sonur hjónanna þar Önnu Benediktsdóttur, d. um 1940 og Þórðar Steinssonar d. 1926. . Anna var dóttir hjónanna Guð- nýjar Einarsdóttur d. 1901 frá Brunnum og Benedikts Þorleifs- sonar d. 1915 frá Hólum í Nesj- um. Þórður Steinsson var sonur hjón anna Luciu Þórarinsdóttur frá Breiðabólsstað og Steins Þórðar- sonar frá Kálfafelli. Steinþór ólst upp á Hala hjá foreldrum sínum. 20. júní 1914 gekk hann að eiga heitmey sína Steinunni Guðmunds dóttur, hina ágætustu konu. Hafði hún alizt upp á Reynivöllum hjá móðurbróður sinum Þorsteini Ara syni og konu hans Elínu Jónsdótt- ur. En Steinunn er fædd á Borg á Mýrum dóttir hjónanna Sigriðar Aradóttur frá Reynivöllum og Guð mundar Sigurðssonar Borg. Bjuggu þau hjón síðar á Skála- felli. Tóku þau Steinþór og Steinunn við búsforráðum á Hala og hafa búið þar síðan. Eiga þau tvö börn, Torfa, skólastjóra við heimavist- arbarnaskólann á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, kvæntan Ingibjörgu Zophoniasdóttur frá Hóli í Svarf aðardal og Þóru, gifta Ólafi Guð- jónssyni trésmið, búa þau í Reykja vík. Snemma hneigðist hugur Stein- þórs að félagsmálum, meira en al- mennt gerist og enn í dag er hann I sami ótrauði baráttumaðurinn fyr- ir félagsmálum og öllu því er til framfara horfir og hann var á ' blómaskeiði ævinnar. Verða rakin hér í stórum drátt- í um þau störf sem Steinþóri Þórð- arsyni hafa verið falin af sveitung | um sánum og sýslubúum. Árið 1911 stofnaði hann lestrar- félag í Suðursveit og var formað- ur þess félags frá 1912 og þar til það var gert að hreppsbókasafni um 1940. Stofnaði ungmennafél. Vísi í Suðursveit 1912 og var for- maður þess í 30 ár. í stjórn Kaup- félags A-Skaftfellinga hefur hann setið frá stofnun félagsins 1920 og er enn þá. Þá átti hann sæti í stjórn Menningarfélags A-Skaft- fellinga í nær 20 ár. Formaður ræktunarsambands Mýra- og Suð- ursveitar í 14 ár eða þar til á s. 1 ári, að hann baðst undan endur kosningu. Formaður Hrossarækt arfélags Suðursveitar lengi, enn fremur formaður Bílfélags Suður sveitar meðan það starfaði. For maður Búnaðarsambands A-Skaft- fellinga hefur Steinþór verið frá stofnun þess 1950. Formaður Bún- aðarfélags Borgarhafnarhrepps í nær 40 ár og er það enn. Þá á hann sæti í hreppsnefnd síðan i 925 og í skattanefnd hátt á fjórða áratug. Formaður skólanefndar um aldarfjórðungsskeið. Var á því tímabili byggður heimavistarbarna skóli í sveitinni á árunum 1947— 1950. Þá var og líka byggt félags- heimili í sveitinni upp úr 1940 og vígt 22. júlí 1945. Var Steinþór aðaldriffjöðrin í þessum bygginga framkvæmdum. Hann hefur mætt á fundum stéttarsambands bænda frá stofn- un þeirra samtaka sem annar full- trúi A-Skaftfellinga. Þá átti Steinþór frumkvæði að fulltrúafundum bænda í sýslunni 1944 og hefur setið þá fundi síð- an sem einn af fulltrúum Suður- sveitar. Á meðan A-Skaftfellingar voru í Búnaðarsambandi Austur- lands sat Steinþór marga fundi sambandsins. Af þessari upptalningu má sjá að þau eru ekki svo fá störfin sem Steinþóri Þórðarsyni hafa verið falin, og í öllum félagasamtökum er hann hinn virki starfsmaður sem vill leysa öll verkefni á sem beztan máta. Það verður aldrei tjáð með orðum, hve mikill feng- ur það hefur verið ókkar fámennu sveit að hafa slíkan mann sem Steinþór á Hala í fylkingarbrjósti svo lengi. En slíka þjónustu sem Stein- þór hefur innt af hendi fyrir okk- ur í þessari sveit, getur aðeins sá einn veitt, sem elskar sveitina sína og hefur óbilandi trú á framtíð hennar. Steinþór er vel ritfær, þá getur hann líka sett hugsanir sínar í bundið mál. Eins og að líkum læt- ur hefur hann haldið fleiri ræður en nokkur annar hér í sveit, bæði á skemmtisamkomum og á fund- um, einnig við líkbörur sveitunga sinna fyrr á árum. Er það ætíð mikil unun að hlýða á mál hans sem einkennist af þeim eldi sem innra brennur. Eg óska Steinþóri innilega til hamingju með sjötugsafmælið og ég þakka honum og hans ágætu konu og fjölskyldu góð kynni. Von mín er sú að við öll fáum að njóta starfskrafta hans enn um mörg ár. H. þá hittum við hann báðar, systurn- ar. Því munum við aldrei gleyma og áreiðanlega enginn, sem átti þess kost að hitta þau hjónin í þeirri heimsókn. Heillaóskir í vegarnesti — Hvernig er nú að vera kom- in heim til íslands eftir svona langa fjarveru? — Það er alveg dásamlegt. Reyndar trúum við því naumast enn þá að við séum komnar heim. Við höfum svo mikið að gera að skoða okkur um og hitta frænd- ur og kunningja, og allir eru okk- ur svo góðir og taka okkur svo vel. Við verðum áreiðanlega ekki í vandræðum með að eyða þessum tíma, sem við höfum til umráða. — Við erum búnar að hlakka til þessarar ferðar í tvö ár og höfum enn ekki orðið fyrir vonbrigðum. Enda hlýtur allt að ganga vel, því að við fengum svo margar heilla- óskir í vegarnesti, sögðu systurn- ar, Áslaug og Ásrún, að lokum. — k. Sænsk AGA koksvél í góðu standi til sölu. Verð: 5.000,00 kr. Upplýsingar í síma 36232. TÍMINN, fimmtudaglnn 14. júní 1962 f l'( t / 1 J ! t .» (i i i I i i i i i i i f

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.