Tíminn - 14.06.1962, Qupperneq 14
Fyrri hluti: Undanhald, eftir
Arthur Bryant Heimildir eru
STRIÐSDAGBÆKUR
ALANBROOKE
fundur, þar sem aðallega var rætt
um það, hvaða stuðnings mætti
vænta frá Möltu við hernaðarað-
gerðir gegn Túnis. Allt er undir
því komi, að skipalest komist með
heilu og höldnu til Möltu og verði
affermd þar . . . Fréttir frá Túnis
fremur óljósar. Vona bara, að
Anderson sæki nógu hratt fram.
Svo virðist sem Benghazi muni
verða hertekið innan næstu tutt-
ugu og fjögurra klukkustunda.
20. nóvemiber: Skipalestin til
Möltu, samtals fjögur skip, komst
slysalaust á leiðarenda. Þetta
tryggir öryggi eyjarinnar enn um
skeið. Árásir á Túnis og Bizerta
ekki eins fljótvirkar og ég hefði
viljað, ag;. þær væru og þýzkir og
ítalskir liðsaukar sendir tiltölu-
lega hindrunarlaust . . .
21. nóvember: Venjulegur her-
foringjaráðsfundur og ráðherra-
fundur klukkan 12 til að ræða um
hið fyrirhugaða samkomulag
þeirra Eisenhowers og Darlans.
Að mínum dómi er ekki um neitt
annað að ræða en samþykkja
starf Darlans og halda áfram að
hrekja Þjóðverja út úr Túnis . . .
Mánudagur 23. nóvember. Kom
aftur til hermálaráðuneytisins
klukkan rúmlega 8 f. m. Mikill
fjöldi af símskeytum, landakort-
um og skýrslum, sem athuga þarf
fyrir klukkan 10,30 f. h. Því næst
herforingjafundur til hádegis.
Eftir hádegisverð nokkur viðtöl.
Ráðherrafundur frá klukkan 5,30
e. h. til 7,30, þar sem ég varð að
leggja fram langt og nákvæmt
yfirlit yfir gang stríðsins síðast
liðna viku. Loks viðræður við
forsætisráðherrann frá klukkan
10 e. h. til 12,45 e. m. um skipa-
ferðir til Rússlands, sendingu flug
vélamóðurskips til Kyrrahafsins
o. s. frv.
Hernaðaraðgerðir í Túnis ekki
eins 'Skjótar og þær ættu að vera.
Auk þess hefur Monly orðið fyrir
tilfinnanlegum töfum vegna óhag
stæðrar veðráttu. Af því leiðir
svo það, að Rommel fær lengri
tima en æskilegt er til að undjr-
búa sig.
Ég var farinn að hafa áhyggj-
ur af seinaganginum í Norður-
Afríku. Eis'enhower virtist ekki
gera sér grein fyrir nauðsyn þess
ag flýta aðgerðunum í Túnis, áð-
ur en Þjóðverjar styrktu varnir
sínar þar, enda þótt skjótar og
ákveðnar aðgerðir hefðu einmitt
þá verið ómetanlegar. Eisenhower
var þá of niðursokkinn í hin
stjórnmálalegu sjónarmið. Hann
hefði átt að láta fulltrúa sinn,
Clark, annast þau atriði, en helga
sig sjálfan þeim hernaðarlegu . . .
Þess verður að minnast, að Eisen-
hower hafði ekki svo mikið sem
stjórnað einu herfylki í stríði,
þegar hann var skipaður yfirmað-
ur herliðs í Norður-Afríku Því
var engin furða, þótt hann vissi
naumast, hvag gera skyldi og ein-
beitti sér að hinum pólitísku at-
riðum á kostnað hinna hernaðar-
legu. Ég hafði litla trú á hæfileik-
um hans til að fást við þær hern
aðarlegu aðstæður, er við honum
blöstu og hafði miklar áhyggjur
hans vegna. Hann lærði mikið í
stríðinu, en herlist og herstjórn
voru aldrei hans sterka hlið . .
25. nóvember: Langur og mjög
erfiður herforingjafundur, þar
sem við reyndum að komast að
SÚ
einhverri niðurstöðu með væntan
legar aðgerðir á Miðjarðarhafinu.
27. nóvember: Aftur langur
fundur, þar sem aðallega var rætt
um yfirráð á Miðjarðarhafinu o.g
æðstu herstjórn þar. Eina lausn-
in held ég, að sé sameinug her-
stjórn í Norður-Afríku undir
stjórn yfirhershöfðingja (Eisen-
hower) og þrískipting Austur-Mið
jarðarhafssvæðisins, með marka-
línu yfir Tripoli-Túnis landamær-
in, framlengda allt til Corfu, svo
að hún nái þannig yfir Möltu
30. nóvember: Herforingjafund-
ur, þar sem við rannsökuðum nýj
ustu hugmynd forsætisráðherrans
um innrás á meginlandið árið
1943. Eftir hádegisverð samtal við
ráðherra um hinar nýju tillögur
forsætisráðherrans. Hann er aldr-
ei háður raunveruleikanum: Aðra
stundina vill hann láta fækka í
hernurn, en hina stundina hvetur
hann til .innrásar á meginlandið
með svo miklum her, að við gæt-
um aldrei útvegað nægan skipa-
kost til að flytja hann ... Hann
er alveg óforbetranlegur, og ég
er gersamlega örmagna . .
Ráðuneytis'fundur frá klukkan
5,30 til 8 e. m., og nú hefst annar
fundur með forsætisráðherranum
klukkan 10,30 til þess að ræða um
enn ómögulegri áform viðvíkjandi
endúrvinning Burma, og gug má
vita, hvenær þeim fundi lýkur
Nú er klukkan 1 e. m og ég er
nýkominn frá fundinum í dag er
ég búinn að vera eitt ár í núver-
andi starfi mínu, og það er ekki
mín trú, að ég muni verða það
fullt ár til viðbótar. Aldur eða
þreyta mun neyða mig til að
hætta því, áður en annað ár er
liðið. Þetta hefur verið eitt erfið-
asta ár ævi minnar, en einnig
dásamlegt á margan hátt. Við lok
þriðju vikunnar hélt ég, að ég
væri búinn að vera og að mér
myndi aldrei takast að gegna starf
inu á viðunandi hátt. Forsætisráð
herrann var stundum óskaplega
erfiður og þreytandi, en vegna
hinna frábæru kosta hans og eig-
inlcika getur maður fyrirgefið
honum allt. Strangur húsbóndi
og sá erfiðasti maður að vinna
hjá, sem ég hef nokkru sinni
kynnzt, en það eru ómetanleg for-
réttindi að fá að starfa með slík-
um manni . . . Og þrátt fyrir alla
erfiðleikana, þá byrja ég þetta
nýja ár með miklum og björtum
framtíðarvonum
3. desember: Herforingjafund-
ur, þar sem lagt var fyrir okkur
nýtt skjal frá forsætisráðherran-
um. Hann er nú aftur farinn að
berjast fyrir myndun vesturvíg-
stöðva á árinu 1943. Eftir að hafa
hvatt til árása á Sardiniu og Sik-
iley, er hann nú að hverfa frá þvi
til hugsanlegrar innrásar í Frakk-
land árið 1943.
Snæddi hádegisverð með de
Gaulle. Hann var í tiltölulega
góðu skapi, en mjög beiskyrtur
um Darlan . . . klukkan 5,30 um
kvöldið fundur með forsætisráð-
herranum, Attlee, Eden og Leath
ers.
Mér var það fullkomlega ljóst,
að enn var ekki kominn tími til
myndunar nýrra vestuirvígstöðva
og myndi ekki koma á árinu 1943.
Ég fann, að við yrðum að halda
okkur við hina upphaflegu stefnu
mína, sem ég hafði aldrei hvarfl-
að frá, þ. e. að byrja með því að
hernema Norður-Afríku, svo að
hægt yrði að enduropna Miðjarð-
arhafið og frelsa því næst Frakk-
land. Auðvitað var allt undir því
komið, að Rússland skærist ekki
úr leik, en í árslok 1942 virtjst
mér slíkt ekki beinlínis líklegt.
Rússar höfðu nú staðizt árásirnar
á Moskvu, Leningrad og Stalin-
grad og urðu öflugri og betur út-
búnir með hverjum deginum sem
leið. Það virtist ólíklegt, að upp-
gjöf þeirra væri á næstu grösum.
Til þessa hafði mér tekizt að
tryggja mér samþykki Winstons,
en nú var hann skyndilega alger-
lega mótfallinn minni stefnu og
vildi fyrst og fremst stofna vest-
70
án ára strákur gæti teymt einn
hest á sléttu túni, þótt viljugur
sé. Þér gerið svo vel að ganga
i bæinnf‘. Fylgdi hún nú Jónasi
til stofu.
Er Sólveig frétti, hver kominn
var, flýtti hún sér á fund gests-
ins. Það varð fagnaðarfundur með
þeim Jónasi.
— Nú er ég kominn til þín
fyrir fullt og allt, ef þú vilt við
mér taka, sagði Jónas.
— Guði sé lof, mælti Sólveig.
— Vertu velkominn.
Þau settust á sama bekkinn,
héldust í hendur og hölluðu sér
hvort að öðru. Og Jónas fór að
■segja henni frá sýslumanninum í
Hvammi. Hvað hann hefði fyrir
þau gert og ætlaði að gera. Jónas
var í engum vafa um, að sýslumað
ur hefði greitt úr flækjunni. Þá
sagði hann henni frá Valgerði og
hversu vel hún hefði brugðizt við
um það er lauk og frú Ragnheiði,
kveðju hennar og árnaðaróskum.
Sólveig blessaði allt og alla. En
mest fannst henni til um gjöf Val-
gerðar. Hún hét sér því að launa
henni vel, ef þess væri kostur.
Og það setti að Sólveigu óljósan
grun um, að Valgerður kenndi
djúpra sárinda, þó að hún léti sem
ekkert væri. Það hvarflaði að
henni vísuhelmingur, sem amma
hennar og nafna raulaði stundum:
Getur undir glaðri kinn
grátið stundum hjarta.
En nú var gleðistund hennar
sjálfrar runnin upp, og hún gekk
henni á hönd með lífi og sál. í
þessu gekk Þóroddur í stofuna.
— Pabbi minn, kallaði Sólveig.
Elskhugi minn er kominn.
Jónas spratt úr sæti, heilsaði
Þóroddi og sagði til nafns síns.
— Jónas Friðriksson frá Aur-
um, endurtók Þóroddur. — Vertu
velkominn.
— Ég er kominn til að biðja
um hönd dóttur þinnar.
— Svar hennar er svar mitt,
sagði Þóroddur hrærður.
— Þá er hún mín, sagði Jónas.
Hann dró öskjuna úr vasa sínum
og hringinn á fingur Sólveigar.
Setti hinn upp. — Ég fastna mér
hér með hina fögru mey, sagði
sveinninn með sigurgleði í rómn-
um.
— Drottinn blessi ykkur bæði
tvö, sagði Þóroddur.
—Elsku pabbi, sagði Sólveig. —
Blessun þín eykur fögnuð minn
og sælu.
Jónas rétti tengdaföður sínum
höndina. Þóroddur þrýsti hönd
hans. Hann fann, að höndin var
þétt, heit og sterk. Hann dró
sveininn ag sér og kyssti hann.
Þann veg var Jónas leiddur inn í
fjölskylduna í Ási.
— Hvar er hnakktaskan mfn?
sagði Jónas. Nú fyrst veitti hann
því eftirtekt, að hann stóð enn í
reiðfötunum, hafði aðeins farið
úr yfirhöfninni og losag sig við
fótabúnaðinn og tekið af sér
vettlingana.
— Hérna er hún, sagði Þórodd
ur og sótti töskuna fram í gang-
inn. Sólveig fór nú fram eftjr
þvottavatni, en Jónas skipti um
föt.
Meðan Jónas var að búast fór
Sólveig til nöfnu sinnar og flutti
henni tíðindin.
— Almáttugur guð blessi þig,
barnig mitt, sagði gamla frúin |:
grátandi. — Þú lofar mér að sjáj
mannsefnið. Á ég að koma fram? |
— Nei, við komum hingað inn-
an stundar, sagði Sólveig. — Hér
vil ég hann taki á móti blessun!
þinni. Hér áttu allt. Hér ex ríki
þitt.
— Hér er ríki mitt, segir þú,
barnið gott. Já, hér er ríki mitt.
Og gamla frúin hélt áfram ag end
urtaka það. — Hér er ríki mitt.
Hér er ríki mitt. Jæja, þá jæja.
En það var þó ekki í ríki gömlu
frúarinnar, sem hún óskaði Jónasi
til hamingju.
Þegar hér var komið, hafði
Kristveig borið á borð miðdegis-
verðinn, mikinn og góðan veizlu-
kost, og boðið ráðsmanninum og
konu hans og þá vitanlega gömlu
frúnni. Kristveig vildi sýna það,
að hún hefði af nokkru að taka
enda þótt þetta borðhald bæri að
höndum fyrirvaralaust.
Það var ekki við það komandi
hjá Kristveigu að Sólveig færi
með elskhuga sinn til gömlu frú-
arinnar, áður en setzt var að borg
um. Frú Sólveig var sótt og leidd
til sætis á aðra hönd sveininum.
Frúin óskaði honum til hamingju
og bauð hann velkominn. Og fórst
henni það virðulega mjög.
BJARNI ÚR FIRÐI:
Stúdentinn
í Hvammi
Undir borðum ríkti hógvær
gleði, er hæfði heillastund. Jónas,,
sem ag jafnaði var fremur orðfár, |
talaði hér ótrúlega mikið. Bæði j
var það gleðin, sem lagði honum I
orð á tungu og eins hitt, ag hér;
hitti hann fólk, sem var fremur'
hlédrægt eins og títt er um alþýðu j
fólk. Þeir, sem helzt töluðu undir
borðum auk Jónasar var ráðs-
maðurinn og Kristveig. Rödd
hennar há og hressileg skar sig
úr og heyrðist langt út fyrir veggi
stofunnar.
Þag var ekki fyrr en seint um
kvöldið, áður en gengið var til
náða, að Sólveig kom með manns
efni sitt inn í herbergi gömlu
frúarinnar. Þar endurtók gamla
frúin árnaðaróskir sínar. Bað
þeim báðum velfarnaðar.
Spurði frúin Jónas margs úr
heimahögum. Aurar höfðu lengi
verið mikilsmetinn staður. Átli
merka sögu ag baki sér. Þar hafði
setið að búi sama ættin öldum
saman, rík ætt og ríklunduð. Og
kom það nú á daginn, að frú Sól-
veig vissi ekki minna ujn forsögu
Auraheimilisins en sjálfur prins-
inn frá Aurum, eins og hún
nefndi Jónas. Meira að segja
'Spurði hún um ættargripi, sem
Jónas bar engin kennsi á En
margt gat hann sagt hennj samt,
sem henni var fengur ag fregna
um. Þau gleymdu tímanum við
samræðurnar. Loks kom húsmóð-
irin Kristveig og sleit samræðun
um, þar sem nótt var komin
Einn af góðu gleðidögum Ás-
heimilisins var liðinn.
xxxiv.
Jónas var tæpa viku i Ási. En
er hann frétti ag Aurahjónin
hefðu komið skyndiferð í Hvamm,,
hefðu haft þar stutta viðdvöl, snú- ^
ið svo heim aftúr án þess að heim ,
sækja hann i Ási. Fór Jónas
nærri um erindig í Hvamm Auð-
vitað hafði stjúpi hans neytt móð-
ur hans með sér þessa ferð. Nú
átti að buga hann. En þau komu
of seint, og mættu öðrum undir-
tektum í Hvammi en Sigurður
hafði búizt við.
Nú sá Jónas, að vegna móður
sinnar þurfti hann nauðsynlega
að hverfa heim. Sólveig vildi fara
með honum, og varg það að ráði.
Þau bjuggust við erfiðri heim-
komu að Aurum. En það fór á ann
an veg. Þeim var vel tekið. Og
móðir Jónasar vafði Sólveigu
örmum og bauð hana hjartanlega
velkomna. Enda fór ekki fram
hjá henni, atgjörvi ungmeyjarinn-
ar. Sigurður var hress.
— Ég verð að kyssa á hönd
drottningarinnar, sagði hann, er
hann heilsaði Sólveigu. — Eg sé
það, eins og strákurinn, að þú ert
gullfalleg, vonandi fylgja þér
mannheillir inn í Auraættina.
Sólveigu var ekkert um Sig-
urð. En við svona óvæntar mót-
tökur mátti það ekki koma fram.
Og aldrei. Því hét hún sjálfri sér.
Hún var því einarðleg og kurteis
í senn. Og kannske aldrei frem-
ur en nú, reis æskublómi hennar
í fullum skrúða. Við móttökurn-
ar í Aurum bar hún það með sér,
að hún var vís til ættarheilla.
14
T í M I N N , fimmtudaginn 14. júní 1967