Tíminn - 15.06.1962, Page 2
Eru ensku kvið-
dómarnir úreltir?
Kviðdómurinn hefur lengi
verið talinn hornsteinn
ensks réttarfars, og hefur
sama skipan verið tekin upp
í öllum löndum, sem ensk
lög hafa haft áhrif á. En nú
eykst stöðugt gagnrýni
manna á kerfið í Englandi og
verða þær raddir æ hávær-
ari, sem krefjast gagngerðr-
ar endurskoðunar þess og
sumir vilja afnema það með
öllu.
Gagnrýnin beinist einkum að
þeim ákvæðum, sem segja til
um hverjir séu hæfir og hverj-
ir óhæfir til setu í kviðdómi.
Þessi ákvæði voru sett á síðustu
öld og miðuð við' aldarhætti
síns tíma. Kviðdómendur mega
t.d. ekki vera eldri en sextugir,
þeir verða að eiga land eða eign,
sem gefur af sér minnst 10 pund
árlega eða greiða minnst 20 pund
árlega I eignarskatt. Þá eru með
öllu undanþegnir frá kviðdóms-
setu aðalsmenn, þingmenn, dóm-
arar og málaflutningsmenn,
klerkar, læknar, efnafræð'ingar,
herforingjar, fangaverðir, póst-
menn, tollverðir, skattstjórar,
þjónustufólk drottningar og ætt-
ingjar hennar og sakamenn, þ.e.
a.s. þeir, sem dæmdir hafa ver-
ið fyrir meiri háttar afbrot. Er
gert ráð fyrir að ekki nema átt-
unda hvern fullorðinn mann sé
hægt að skipa í kviðdóm. Konur
hafa mjög fáar rétt til kviðdóms-
setu og öðluðust hann engar fyrr
en 1919.
Þá benda gagnrýnendur á, að
engrar menntunar er krafizt.
Þvert á móti er hávaði mennta-
manna ekki gjaldgengur. Læknar
fá t.d. ekki að sitja í kviðdómi,
en ekkert mælir á móti því, að
ólæsir menn taki þar sæti.
Starfsskilyrði kviðdómsins er
þriðja atriðið, sem mest er haft
á orði. Dæmdur verður að sitja
á óþægilegum bekkjum, oft dög-
um saman, og hafa sjaldnast að-
gang að þeim málsskjölum, sem
dómari og málafærslumenn
styðjast við. í mörgum dómstól-
um hafa þeir ekki einu sinni
tækifæri til að hripa neitt niður
sér til minnis um gang málsins.
Samt er þess krafizt af kviðdóm-
endum, að þeir taki ákvörðun um
líf og framtíð annarra manna.
Eifiðlega sækist þó að koma
fram endurbótum í þessum efn-
um. í febrúar s.l. neitaði innan-
ríkisráðherrann að gefa nein lof-
orð um skjóta lagasetningu sem
ákvæði nýja skipun um val kvið-
dómenda. í marz var svo borið
fram frumvarp, sem afnam eign-
arákvæðið og ákvað, að kviðdóm-
endur skyldu valdir eftir kjör-
skrá, en sú tillaga var felld með
11 atkvæða mun í neðri málstof-
unni. Þó eru stuðningsmenn
breytinganna vongóðir um, að
takast megi að koma fram svip-
uðu frumvarpi á næsta þingi.
Kviðdómakerfið á sér gamlar
rætur í Englandi. Það var flutt
til landsins með Normönnum,
sem lögðu landið undir sig 1066.
Þá var kviðurinn fyrst og fremst
hafður til að fá fram almennt
álit; hann var spurður spurninga,
sem hann svaraði með eiði. Saka-
mál voru þó hins vegar yfirleitt
afgreidd með skírslum, jámburði
og öðru slíku. 1215 bannaði
Innocentius páfi slíkar skírslur
við réttarhöld, og var þá byrjað
að nota kviðdóma við rannsókn-
ir afbrotamála. í Magna Carta
er kviðdómurinn talinn ein und-
irstaða ensks réttarfars, og árið
1367 var ákveðið, að úrskurður
hans yrði að vera einróma.
Allt til ársins 1667 var hægt
að lögsækja kviðdóm fyrir svik
og meinsæri, ef upp komst að úr-
skurður hans var rangur. Konum
var ekki leyft að taka sæti í kvið-
dómi fyrr en 1919, og fyrst 1949
var heimilað að greiða kviðdóm-
endum þóknun fyrir ferðakostn-
að og tekjumissi.
Ekki hefur kviðdómurinn af-
skipti af nema litlum hluta allra
mála, sem koma fyrir rétt í Eng-
landi, og fer hlutur hans heldur
minnkandi. Viss tegund glæpa-
mála, morð, manndráp og nauðg-
anir þeirra á meðal, verður þó
alltaf að koma fyrir kviðdóm.
Um önnur afbrot gildir ýmist, og
koma þar til greina óskir yfir-
valda eð'a sakbornings. Flest
einkamál eiga að dæmast af
kviðdómi, og kveður hann þá á
um skaðabætur. Fer það þó oft
eftir vilja dómarans, hvort kvið-
dómur er kvaddur til slíkra mála.
Kviðdómurinn dæmir einn um
allar staðreyndir. Hans er að
ákveða, hvort sakborningur sé
sekur eða sýkn. Dómarinn sker
hins vegar úr öllum lögfræðileg-
um hliðum málsins, og ákvarð-
ar refsinguna. í glæpamálum er
þess krafizt, að úrskurður kvið-
dómsins sé einróma. Náist ekki
samkomulag innan dómsins, er
málið tekið fyrir aftur með nýj-
um kviðdómi. Sama ákvæði er á
um einkamál, en þar má þó
dæma eftir áliti meiri hluta kvið-
dómsins, ef að'ilar samþykkja.
Oftast sitja 12 menn í kvið-
dómi, og það er sú tala, sem
fyrst kemur í huga manna, þeg-
ar kviðdóms er getið. En engan
veginn er sá fjöldi algild regla.
Stundum eru ekki nema 7 í kvið-
dómi, og við önnur tilfelli eru
þeir allt að 15, eins og í Skot-
landi. Þar getur kviðdómurinn
gefið út þrenns konar úrskurð:
„Sekur“, „ekki sekur“, eða „ekki
sannað“, og er í hvorugu seinna
dæminu hægt að leiða sakborn-
inginn fyrir rétt aftur út af sömu
ákæru.
Ótympíuleikar fyrir hálfri öld
Fyrir réttum fimmtíu árum voru haldnir Ólympíuleikar í Stokkhólmi.
Vi3 þaS taekifæri voru þessar myndir teknar. íslendingar tóku þessu
sinni í fyrsta sinn þátt í Ólympíuleikjum. Á myndinnt hér að ofan sjá-
um við glímusýnlngu, sem haldin var í sambandi við leikana. Ekki
treystumst við til að þekkja glímumennina, en vel má vera að ein-
hverjlr lesendur geri það.
Á myndinni til hliðar er slgurvegarinn í dýfingum, Anna Johans-
son frá Svíþjóð, og á myndinni fyrir neðan er lið Svía, sem vann
Englendinga mjög óvænt í reiptogi og hlaut gullverðlaun í þeirri
grein.
Rekinn fyrir íslenzkt
íhald og austrænt fé
Morgunbla'ðið gerir hríð
.nokkra að Einari Oligeirssyni
í gær, birtir af honum mynd
í Stiaksteinum og víkur acP hon
um nokkrum orðaleppum. Er
þetta líklega gert til mótvægis,
svo að menn muni sMíur eftir
því, að Bjarn'i sendi Einar til
Helsingfors á þing Norður-
landaráðs sem sérlegan full-
trína sinn og Sjá'lfstæðtisflokks-
ins og lánaði nokkru síðar .eitt
atkvæði í borgarstjórn Reykja
víkur til þess að tryggja hon-
um setu í Soigsstjórn. Nú segir
Mbl. í St.aksteinum í gær:
„Morgunblaðið upplýsti, a'ð
hvorki meira né minna en 180
þúsund austurþýzk mörk, ecFa
nærri tvær milljónir íslenzkra
króna væri árlega varið gegn-
um austur-þýzka kommúnisfca-
flokkinn til starfsem'i fslands-
deildar heimskommúnismans“.
Það er au'ðvitað góðra gjalda
vert af Mbl. að upplýsa þetta,
en enn betra væri samt, að for
kó'lfar Sjálfstæðasflokksins
drægju af þessu rökréttari
ályktanir en þeir geria. Það
Særi t. d. betra samræmi í
þessu, ef Ólafur og Bjarni
hættu a® verðlauna Einar fyr-
ir að þiggja austrænt fé með
því að senda hann í Norður-
landaráðF eða Sogsstjórn. Ef
málið er réttilega meti® mun
mönnum varla sýnast að hall-
ist m'ikið á um stuðning ís-
lenzka Sjálfstæðisflokksins og
austurþýzka kommúnistiaflokks
ins við íslenzka kommúnisí.a,
Ecía ætli það megi ekki meta
það hér um bil á móts Við 180
þúsund mörk að kjósa Einar
Dlgeirsson í alLar þær stjórnir
og trúnaðarstöður, sem íhaldig
hefur tryggt honum fyrr og síð
ar? Rétta fyrirsögnin í Morgun
blað'inu hefði auðvitað verið:
„íslenzbi kommúnistaflokkur-
inn rekinn fyrir íslenzkan
íhaldsstuðning og austrænt
fé“ — og haliast ekki mikið á
um það, hvort dugar kommún-
istum betur.
„Allt klárt“
„Allt klárt á Siglufirði og í
Raufarhöfn“. Þannig hljóðar
þrídálka fyrirsögn á forsíðu
AlþýðublacFsins í gær. Þar ,er
skýrt frá því, að sildarverk-
smfðjumar séu rei'ðubúnar til
þess ag taka á móti síld og nú
sé bara um að gera að byrja
aff ausa henni upp úr sjónum.
Þett.a mun ýmsum þykja hraust
lega mælt og heldur ótrúlega,
enda er heimilda ekki getið.
Mönnum jafnt hér syðra og
nyr'ðra er fullkunnitgt um það,
ag járnsm'iðaverkfallið, sem
ríkisstjórnin hélt viö í mánuð,
hefur komið illa niður á verk-
smi'ðjunum, svo að þar er nú
margt óunnið enn ti'l síldar-
móttöku og bræðslu af fullum
krafti. Ef mikil síldveiði kæmi
nú þegar, mundi þjóffin verða
fyrir stórfelldu tjó.ni vegna
þess, að vinnslutækin gætu
ekki skilað fullum afköstum
bæði á Norðurland'i og Austur
landi. í þessa hætfcu hefur rík-
isstjórnin nú stefnt þjóðinni.
Það er það, sem Alþýð'ublaðið
kallar „Allt k'lárt“.
■ 'mm
2
T f M IN N , föstudaginn 15. júní 1962