Tíminn - 15.06.1962, Side 4

Tíminn - 15.06.1962, Side 4
'fjW ERLENDUR HARALDSSON SKRIFAR FRÁ AUSTUR-BERLÍN: Útlendingar einir hafa frjálsan aðgang að Austur- Berlín eftir að múrinn frægi var reistur. Þó verða þeir að sýna vegabréf og ganga í gegnum nokkurs konar „tollskoðun" og gera grein fyrir öllum þeim verðmætum, sem þeir bera á sér. Er það gert til að koma í veg fyrir, að nokk- uð sé selt þar eystra, en öíl eru verðmætin skráð og þegar komið er til baka, verður að sýna, að ekkert hafi nú orðið eftir. Einnig er stranglega bannað að fara með vestræn dagblöð yf ir í Austur-Berlín og skilja þau þar eftir. Hafa menn lent í fangelsi fyrir þær sakir. V- Berlínarbúar fá hins vegar alls ekki að fara yfir til A-Berlínar en aðrir V-Þjóðverjar yfirleitt gegn sérstöku leyfi. Erfitt er að kynnast mönnum í Austur-Bcrlín og fá þá til að spjalla frjólsmannlega um stjórnmálaástandið þar. Bezta ráðið til að komast í kynni við fólk þar eystra, er að hitta vini eða ættingja fólks, sem vel þekkir til manns í Vestur-Berl- 35-40 MÖRK FYRIR PUNDIÐ AF KAFFINU Hvern og einn hiytur að reka í rogastanz, þegar hann fyrst kynnist þeim mikla mismun, sem er á götu- lífinu í Vestur. og Austur-Berlín. í V-Berlín verSur vart þverfótað fyrir bílum og öll bílastæði setin, en bílastæðaskortur er óþekkt fyrirbrigði í A-Berlin, jafnvel við mestu verzlunargöturnar. Myndin er frá Kurfurstendamm, einni aðalgötunni í V-iierlín. ekki nema við og við. Maður veit sjaldnast, hvað til muni vera á morgun, svo að litlum á- ætlunarbúskap verður komið við í matargerðinni, segir hún og brosir við. í dag fást ef til vill engin eg.g, á morgun ekkert smjör, en þá kunna eggin að vera komin o.s.frv. Ávextir fást mjög sjaldan nema þá niður- soðnir. Þó ástandið sé að þessu leyti slæmt í Berlín, er það þó töluvert betra hér en a.rinars staðar í Austur-Þýzkalandi, hvort sem það kann að vera með vilja gert eða ekki. — En hvað um verðið? — Eg vil ekki, að þér farið á brott með þá hugmynd, að allt sé verra hérna en vestan megin. Hérna megin eru vissir hlutir ódýrari, t.d. húsaleiga, enda er það atriði mikið notað í áróðurs skyni, kol, rafmagn, gas, kart- öflur, sem fást reyndar ekki alltaf, og fargjöld með strætis- vögnum og lestum. Þó ber að gæta þess, að kolin hér eru tölu vert lakari en fyrir vestan. — Hins vegar eru nær allar mat- vörur dýrari hér, sérstaklega innfluttar vörur, sem eru venju lega einnig úr lakari gæða- flokki. Kaffið, sem reyndar er sérstaklega dýrt, kostar t.d. um 35—40 mörk (385—440 kr.) pundið og er þó alls ekki gott kaffi, heldur er flutt inn 2. eða 3. flokks kaffi. Kakaó kostar um 10 mörk pundið. ín, svo að fólkið geti verið ör- uggt um, að ekkert verði eftir því haft, sem því kynni að koma illa. Fjölskylda, sem ég þekki í Vestur-Berlín, kom mér fyrir nokkru í samband við tvö skyld menni sín í A-Berlín, sem þekkja vel ástandið þar af eig- in reynd. Voru þetta mæðgur tvær, eldri konur, og var sú yngri þeirra lengi blaðamaður, sem og maður hennar, sem fórst í heimsstyrjöldinni síðari. Nú hafði hún hins vegar hætt fyrra starfi sínu, því að hún kærði sig ekki um að vinna við blöðin lengur, vegna þeirrar einhliða og ófrjálsu fréttaþjónustu, sem nú ríkir þar eystra, en öll fréttaþjónusta er rekin af rík- inu og óspart notuð í pólitísk- um tilgangi. Skýrleg kona og glaðleg kom til dyra, þegar ég hringdi bjöll- unni. Eg sagði til nafns míns og skilaði kærum kveðjum frá skyldmennum þeirra fyrir vest- an og rétti henni matarpakka, sem ég hafði verið beðinn fyr- ir með banönum, kaffi o.fl., sem oft er ófáanlegt eða rándýrt í A-Berlín. Mér var boðið til stofu og ég sagði frá erindinu, mig langaði að spyrja hana um lífið I Aust- ur-Berlín. — Jú, sjálfsagt, bara ekki að segja til nafnsins, því að leyfi sér einhver verulega opinbera gagnrýni á stjórnarfarinu, þá er hann ekki aðeins orðinn flokksfjandi, heldur og óvinur ríkisins og forðast menn i'rii- lega að komast í kast við þau lög, sem um slík „afbrot" fjalla. Bannað að hlusta á vestrænar útvarps- stöðvar — Er mikil hætta á að verða fyrir barðinu á slíkum lögum? — Hún er töluverð. Einnig eru t.d. viðurlög við því að hlusta á vestrænar útvarps- og sjón- varpsstöðvar, alveg eins og var á Hitlerstímanum. Auðvitað er ekki gerlegt að framfylgja þess- um lögum, en það hefur nokkr- sinnum viti til, að gestgjafar hafa ver- ið dæmdir í fangelsi fyrir að voga sér að opna vestrænar út varpsstöðvar fyrir gesti sína, enda er sá tími liðinn hjá, að menn vogi sér að leggja í slika áhættu. Áður cn múrinn var reistur, var alltaf unnt að flýja til V-Berlínar, ef mikið var í húfi, en nú er algerlega loku fyrir það skotið og menn því enn varkárari en fyrr. hérna, sem menn segja miklar sögur af fyrir vestan? — Það er auðvitað alls ekki hægt að segja að við líðum hér beinan skort eða sveltum, en það er alltaf skortur á vissum vörutegundum og aðrar fást Matarskortur og smjörskömmtun — Er nokkuð skammtað? — Smjör er enn skammtað. Hér í Berlín fáum við um hálft pund á viku, en þessi skammt- ur er mismunandi eftir héruð- um. í Magdeburg fá menn t.d. aðeins 100 gr. á viku. Verðið er 4.5 til 5 mörk. (í V-Berlín um 3.8 mörk og auðvitað óskammt- að2vEirínig er stundum skortur á öðrum landbúnaðarvörum, t. d. er ekki alltaf til nægileg mjólk og þá aðeins seld handa ungbörnum. Verst þykir hús- mæðrunum, að vita aldrei, hvað fást muni á morgun. Fyrir hálfum mánuði fékkst t.d. ekk- ert salt. Þó getur auðvitað hugs azt, að hægt hefði verið að rek ast á það í einhverju hverfi. — Stundum gæti maður haldið, að Fyrri hluti: Stalin Allé hét þessi frægasta gata A-Berlínar í mörg ár, en var stuttu eftir dauða Stalín endurskírð og nefnist nú Karl Marx Allé. Þar sem annars staSar í A-Berlín eru fáir bilar á ferS og segir þaS nokkuS til um lífskjör borgaranna. í V-Berlin eru verzlanir yfirfullar af vörum í miklu úrvali frá fjölda landa, en í A-Berlín er úrval lítiS og skortur á mörgum vörutegundum. dreifingarkerfið væri í slæmu lagi. Eg minnist á það, að íslend- ingar flytji inn nokkuð af vör- um frá A-Þýzkalandi og þyki þær misjafnar að gæðum. — Af því má dæma um þær vörur, sem við fáum, því að fyrsti gæðaflokkurinn er alltaf fluttur út. Hitt fáum við, 2. og 3. flokk, og veldur það mikilli gremju. — Er öll verzlunin í hönd- um ríkisins? — Smásöluverzlunin er raun verulega öll í höndum ríkisfyr- irtækis eins (H. O. þ.e. Handels Organisation) og sambands sam vinnufélaga. Til eru smásölu- kaupmenn, en fáir og hið sama er að segja um iðnmeistara og lítil iðnfyrirtæki, sem fer t'ækk andi. Heildverzlunin er öll í höndum áðurnefndra stórfyrir- tækja og gerir það frjálsum kaupmönnum erfitt fyrir Stór- fyrirtæki þessi hafa enga sam- keppni sín á miili og verðið er hið sama í öllum verzlunum. Gæði þeirra vara, sem við fá- um, sérstak’ega iðnaðarvara, eru nú oftast lakari en þau voru fyrir stríð, lfkiega vegna þess, Framhald á 15. síðu. J T IM I N N, föstudaginn 15. júní 1962

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.