Tíminn - 15.06.1962, Side 7

Tíminn - 15.06.1962, Side 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Af- greiðslusími 12323. — Áskriftargjaid kr. 55 á mánuði innan- lands,. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Vestræn samvinna Hér hefur að undanförnu staðið yfir ráðstefna ungra manna frá öllum þeim löndum, sem tilheyra Atlants hafsbandalaginu, nema Portúgal. Verkefni hennar hef- ur verið að ræða vestrænt samstarf næsta áratug. í tilefni af þessari ráðstefnu hefur sitthvað verið sagt, sem ástæða er til að leiðrétta. í Þjóðviljanum og reyndar fleiri blöðum hefur sú kenning mjög komið fram, að vestræn samvinna sé fyrst og fremst samvinna andkommúnista, er hafi það aðal markmið að vinna g'egn kommúnismanum. Eðli þessarar samvinnu sé þannig fyrst og fremst neikvætt, þ.e. menn sameinist vegna þess að þeir séu á móti einhverju, sem þeir vilji vinna gegn. Þetta er mikil rangtúlkun á meginatriðum vest- rænnar samvinnu. Höfuðstefna hennar er jákvæð. Hún er byggð á þeirri meginstaðreynd, að vélvæðingin, sem nú fer um heiminn, gerir samstarf þjóðanna miklu nauð- synlegra en áður fyrr — raunar alveg óhjákvæmilegt. Jafnhliða því, sem unnið er að alþjóðlegu samstarfi, er eðillegt, að þær þjóðir, sem eru skyldar að uppruna og menningu, auki samstarf sitt sérstaklega og beiti áhrif- um sínum sameiginlega til framgangs rét.tum málum. Það er á þessu síðarnefnda sjónarmiði, sem vestræn samvinna er fyrst og fremst byggð. Þessi samvinna er jafnsjálfsögð og eðlileg, þótt eng- inn kommúnismi væri til, og hún má vissulega ekki falla niður, þótt kommúnistahættan hverfi úr sögunni. Vestrænar þjóðir eiga miklu hlutverki að gegna i heimi framtíðarinnar. Þær hafa flestum þjóðum betri aðstöðu til þess að láta gott leiða af sér. Þeir geta lagt mikið af mörkum við efnalega uppbyggingu og félags- lega í þeim löndum, sem skemur eru á veg komin. Þvi meiri getur árangurinn orðið á þessu sviði, sem samstaða vestrænna þjóð er betri og þær eyða ekki kröftum sín- um eins mikið í innbyrðis deilur og áður. Góð vestræn samvinna getur ekki aðeins orðið þeim sjálfum til hags, heldur öllum þjóðum. ef rétt er haldið á málunum. Lýðræðisskipulagið er dýrmætasta sameign vestrænna þjóða og því er eðlilegt, að eitt megintakmark samvinnu þeirra sé að standa öruggan vörð um það. En jafnframt þeirri varðstöðu. þarf jafnan að vera fús vilji til samn- inga og samkomulags. ef ekki strandar á mótaðilanum. Það var þessi andi, sem réð því á sínum tíma, að Banda- ríkin buðu Rússum og öðrum Austur-Evrópuþjóðum að- ild að Marshallaðstoðinni, en því tilboði var hafnað. Sökum legu landsins, skyldleika. menningar og við- skipta, eiga íslendlingar heima i samstarfi vestrænna þjóða. Það samstarf á að geta verið sjálfstæði okkar til framdráttar og styrktar, ef rétt er á málum haldið, en vitanlega má misnota það eins og annað. ef forráðamenn okkar gerast undirlægjur framandi afla. En hættan af undirlægjuskapnum er ekkert minm. þótt við stöndum utan við, ef hann er fyrir hendi á annað borð. Blyðgunarleysi Það þarf vissulega mikið blygðunarleysi til þess að látast fordæma allt samstarf við kommúnista eins og Mbl. gerir, en hjálpa svo kommúnistum til æðstu trúnað- arstarfa, eins og þátttöku í Sogsstjórn og Norðurlanda- ráði. Slíkt blygðunarlej'si mun líka engan blekkia Foringi- ar Sjálfstæðisflokksins eru hvenær sem er: reiðubúnir til að endurtaka „nýsköpunarævintýrið“ ef þeir telja sér hag að því og álíta Alþýðuflokkshækjuna vera að bresta. Það sýnir reynslan ótvírætt. Hvað tekur við eftir Adenauer? Jafnaöarmenn vitja þjódstjórn — kristilegir demokratar kjósa Dufhues JOSEF HERMANN DUFHUES TVEIR aðalflokkarnir í Vestur- Þýzkalandi, jafnaðarmenn og kristilegir demokratar, hafa ný- lega haldið flokksþing sín. Jafn aðarmenn héldu þing sitt í Köin nokkru á undan kristilegum demokrötum, er héldu þing sitt í Dortmund. Segja má, að sama spurning- in hafi sett svip sinn á bæði þingin: Hvað tekur við eftir að Adenauer sleppir stjórnartaum- unum? Sjálfur svaraði Adenau- er þessu á flokksþinginu í Dort mund á þann veg, að flokkur- urinn væri engan veginn laus við sig og hann myndi enn halda áfram stjórnarforustunni ótiltekinn tíma. Þegar Adenau- er myndaði stjórn sína á síð- astl. hausti, lofaði hann frjáls- um demokrötum því, að hann skyldi láta af kanzlarastörfum það löngu fyrir næstu þingkosn- ingar, að eftirmaður hans hefði ráðrúm til að undirbúa kosn- ingabaráttuna. Flestir lögðu þetta út á þann veg, að Adenau er myndi draga sig í hlé ekki síðar en á árinu 1963, en þessi seinustu ummæli þykja benda til, að hann sé farinn að hugsa sér að sitja í kanzlarastólnum a.m.k. fram á árið 1964. Sú til- hugsun virðist ógeðfelldari mörgum stuðningsmönnum hans en andstæðingum. Það gæti kannske helzt kom- ið í veg fyrir þetta, að heilsa Adenauers bilaði, en hann er orðinn 86 ára og virðist hafa elzt verulega seinustu misser- in. Þó var hann hinn vígreifasti á flokksþinginu og flutti aðal ræðuna allfjörlega og að mestu leyti blaðalaust. Allt benti til, að hann ætlaði ekki að draga sig í hlé fyrr en í allra seinustu lög. EN ÞÓ Adenauer verði áfram kanzlari í 2—3 ár enn, bar flokksþingið í Dortmund ótví- rætt merki þess, að tími hans er að verða liðinn. Hinir yngri leiðtogar i flokknum töluðu a talsvert annan veg en liaun. Adenauer lagði t.d. meg.ná- herzlu á nána samvinnu við Frakka. Erhard, Schröder o.g Strauss lýstu sig hins vegar ein dregið fylgjandi inngörgu Breta í Efnahagsbandalagið „g náinni samvinnu við þá og Bandaríkjamenn. Blaðamenn, er sátu flokksþingið í Dortmund, segja, að forustan hafi líkast því og talað tveimur tungum. Þetta veldur talsverðri óvissu um, hver stefna Vestur-Þýzka- lands er nú í raun og veru og sú óvissa mun haldast meðan Adenauer fer með völd. En hvað tekur við af Adenau- er? Flokksþing jafnaðarmanna svaraði þessari spurningu fyrir sitt leyti. Það lýsti sig fylgj- andi því, að reynt yrði að koma á þjóðstjórn. Þetta var rökstutt með því, að svo erfið mál biðu úrlausnar framundan á sviði ut- anríkismála, að nauðsynlegt væri að reyna að hefja þau yf- ir flokkadeilurnar og gera alla flokkana ábyrga. Þeir WUly Brandt, sem er formaður flokks íns, og Herbert Wehner, sem er yfirleitt talinn hinn „sterki“ M maður flokksins, beittu sér eink | um fyrir þessari samþykkt. Fullvíst er talið, að Liibke S ríkisforseti og margir áhrifa- f menn í flokki kristilegra demo krata séu fylgjandi þjóðstjórn- arhugmyndinni, Hún mun því að líkindum koma til athugun- ar, þegar Adenauer hættir, og þó sennilega fremur, ef það yrði mjög fljótlega. Adenauer sjálfur hafnaði þessari hug- mynd hins vegar afdráttarlaust á flokksþinginu í Dortmund og fór háðulegum orðum um jafn- aðarmenn. Á FLOKKSÞINGINU i Dort- mund beindist athyglin ekki sízt að þeim mönnum, sem eru taldir líklegastir til að erfa sæti Adenauers. Ludvig Er- hard er enn efstur á blaði, en veruleg hindrun er í vegi hans, þar sem er mótstaða kanzlar- ans, sem helzt mun kjósa Gerst enmaier sem eftirmann sinn. Nafn Schröders utanríkisráð- herra er nú orðið líka oft nefnt í þessu sambandi, en hann þyk ir hafa staðið sig vel í hinu nýja embætti sínu. Hins vegar er nú sjaldnar minnzt á Strauss varnarmálaráðherra en áður. Vinsældir hans virðast nú vera í eins konar bylgjudal, en Strauss er hins vegar maður, sem er líklegur til að geta rétt sig við aftur. A.m.k. skortir hann ekki dugnað og metnað. Loks skaut svo upp á flokks- þinginu nýjum manni, sem vafa laust á eftir að koma mjög við sögu í framtíðinni. Hér er um að ræða Josef Hermann Duf- hues, sem var kjörinn fram- kvæmdastjóri og fyrsti varafor- maður flokksins, en það þýðir, að hann myndi sjálfkrafa verða formaður flokks kristilegra demokrata, ef Adenauer félli skyndilega frá. Frá starfi hans er gengið þannig, að hann hef- ur formlega jafnmikil völd í flokknum og Adenauer sjálfur, óg raunverulega miklu meiri, því að allt skipulagsstarfið hvíl- ir í höndurp hans. Ef honum heppnast það starf vel, getur hann staðið nærri kanzlaraemb- ættinu fyrr en varir. JOSEF HERMANN DUFHUES er 54 ára gamall. Hann er fædd ur og uppalinn í Ruhr. Á upp- vaxtaráirum sínum þar, vann hann sér mikla frægð sem knatt spyrnumaður. Eftir að hafa lok- ið menntaskólanámi, hélt hann til Berlínar og lauk þar laga- prófi 1933. Skömmu síðar gerð- ist hann fulltrúi hjá einum " kunnasta málflutningsmanni ; Þjóðverja, Fritz Ludwig, en hann vann sér mikið frægðar- í orð á þessum árum fyrir að taka í'i að sér vörn í málum margra þeirra, er sérstaklega urðu fyr- W ir ofsóknum nazista. Meðal ann j ars tók hann að sér vörnina í r máli kommúnistaleiðtogans í Ernst Thalmanns. Dufhues fékk | það hlutverk að verja marga af * þessum skjólstæðingum Lud- ■ wigs fyrir dómstólum nazista og öðlaðist mikla þjálfun og reynslu á þann hátt. Arið 1937 var Ludwig orðinn svo illa séð- ur af nazistum, að hann neydd- f ist til að flýja land. Dufhues tók þá við stjórninni á mál- i flutningsfyrirtæki hans og reyndi að starfrækja hana á lík ; um grundvelli og áður eða þang : að til, að hann var kvaddur í ■ herinn 1941. Hann var í hern- um til stríðsloka og var m.a. í , Noregi, á austurvígstöðvunum P Lg seinas' á vesturvígstöðvun- f um. Hann hlaut heiðursmerki R; fyrir hugrakka framgöngu og | hafði unnið sér yfirforingjatitil, | þegar stríðinu lauk. Eftir styrjöldina hóf Dufhues | málflutningsstörf að nýju og | neitaði í fyrstu að taka þátt í stjórnmálum. M.a. taldi hann kristilega demokrata of gamal- dags. Árið 1950 lét hann þó til leiðast að bjóða sig fram fyrir flokkinn til fylkisþingsins í Nordrh”'n-W°'H,;ilen o» h°fur (Framhald á 15 síðu) T í M I N N, föstudaginn 15. júní 1962 ?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.