Tíminn - 15.06.1962, Page 8

Tíminn - 15.06.1962, Page 8
ÞaS er mlkið om stokköndina eða grænhöfðann á Tjörninni við Reykjavík — alltof mikið segja sumlr. En steggurinn er skrautlegur og setur svip á umhverfl sttt. — Hér eru stokkandarhjón með unga nýkomna úr eggi — og stakur steggur á sveimi I kring. Ný andatjörn sunn- an Hringbrautar Þessa dagana eru dún- mjúkir hnoðrar andanna á Tjðrninni sem óðast að brjótast út úr skurninni, sem hefur umlukt þá að undanförnu og varið gegn ytri áhrifum. Þeir leggja út í heiminn — eða rétt- ara sagt út á Tjörnina — óvitandi um hætturnar, sem hvarvetna liggja í leyni. Þær eru sízt færri við Reykjavíkurtjörn en aðrar tjarnir, en að öllum líkindum njóta fuglar og afkvæmi þeirra óvíða betri umönnunar manna en þar. Þeir eru orðnir ærið margir, sem ættu skilið að vera kallað- ir „feður andanna" vegna starfs síns við að koma upp og við- halda þessu fjölbreytta fugla- lífi, sem nú er orðið við Reykja víkurtjörn. Þrír þeirra boðuðu fréttamenn á sinn fund nýlega og kynntu fyrir þeim lífið við Tjörnina, eins og það er nú, auk þess sem þeir skýrðu frá starfi fyrri ára. Þorfinnur og endurnar Þessir menn voru þeir dr. Finnur Guðmundsson, Hafliði Jónsson, garðyrkjuráðunautur, og Kristján Geirmundsson. Sá síðastnefndi á heiðurinn af upp eldi andanna, sem fluttar voru á Tjörnin rrið 1956. Það var um vorið 1956, að bæjarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti, að gerð yrði tilraun til að fjölga andartegundunum á Tjörninni. Þá var stokköndin þegar búin að hreiðra um sig í hólmanum. Kristjáni Geir- mundssyni var falið að annast uppeldi andanna, sem taka skyldu sér bólfestu við Tjörn- ina, og strax um haustið sama ár voru níu tegundir anda flutt- ar þangað. Þessir fuglar voru vængstýfð ’rgaacretnmmri mw ir og fluttir á Þorfinnstjörn, en bakkar hennar voru lagaðir, og girðing reist umhverfis. Girð- ingin er ekki til neinnar prýði, enda er ætlunin, að hún hverfi, þegar búið er að ala upp full- fleygar endur, sem vanizt hafa Tjörninni sem heimkynni. Þor- finnur karlsefni vakir fránum sjónum yfir lífi andanna, sem hrærast í kringum hann í hólm anum, en þótt styttan sé prýði í sjálfu sér, hafa menn orðið sammála um, að annar stað ir muni henni hentari, og er heízt í ráði að flytja hana að Sjó- mannaskólanum, hvenær sem af því verður. Loftvarnarflauta æðarfuglsins Andategundirnar tíu, sem nú verpa við Tjörnina, eru: stokk- önd, grafönd, gargönd, urtönd, skeiðönd, rauðhöfðaönd, hús- önd, skúfönd, duggönd og æð- arfugl. Á veturna er Þorfinnstjörn alltaf haldið opinni, og þar eru allir fuglarnir hafðir. Á vorin eru þeir skildir að. Á Þorfinns- tjörn má segja, að æðarfuglinn ráðj ríkjum; í hólmanum um- hverfis Þorfinn karlsefni liggja nú 20 kollur á hreiðrum sinum. í sambýli við æðarfuglinn er eitt húsandarpar, sem verpir þar í kassa, en húsöndin er þeirri sérvizku háð, að verpa aldrei á opnu svæði. Húsönd var áður ekki til annars staðar en yið Mývatn, þar sem hún verpti oft í fjárhúsum bænd- anna. Og þá má ekki gleyma krí- unni, sem er eins konar loft- varnarflauta æðarfuglsins, enda semur þessum tveimur fuglateg undum prýðilega. í hólmanum í Þorfinnstjörn verpa nú 10 krí- ur. Krían verpti áður mikið j stóra hólmanum á yztu tjörn- inni, en stokköndin og álftin hafa að mestu úthýst henni það- an. Stríð með svönum Stokköndin veldur „feðrum andanna“ nokkrum áhyggjum, en þessi tegund er ágeng og að- gangshörð og fjölgar afar ört. Stokköndin er nú um 90% allra anda við Tjörnina, og er nauðug ur einn kostur að reyna að halda viðkomunni eitthvað í skefjum, til þess að hún boli ekki hinum tegundunum alger- lega frá. Tvær álftategundir hafa setzt að á Tjörninni, hnúðsvanurinn og íslenzki svanurinn, og er sam komulag þeirra með endemum, en eins og kunnugt er, þá eru það óskráð lög meðal álftanna, að aðeins ein hjón eru um hvert vatn, meðan á varptíma stendur. Þetta ósamkomulag álftanna veldur að sjálfsögðu dálitlum truflunum. Milli 20 og 30 gæsir eru við Tjörnina. Eins og vitað er, eru gæsir farfuglar, en gæsirnar við Tjörnina eru þar allan árs- ins hring, þótt fullfieygar séu. Eitt gæsapar er með unga nú í vor. „Andafundir" í morgunsárið Þeir eru áreiðanlega ekki margir, sem vita, að búið er að koma upp einni tjörninni enn. Er hún í sömu lægð og hinar, en staðsett sunnan Hringbraut- ar, og er þar nokkurn veginn í hvarfi. Þessi tjörn, — sem ekki hefur enn hlotið annað heiti en Syðsta tjörn — var ekki tekin í notkun fyrr en í vor. Þar eru aðallega duggend ur og skúfendur. Dr. Finnur sagði, að forráða- mönnum andanna léki mjög hugur á því að fá að halda á- fram að gera tjarnir suður af þeim, sem þegar hafa verið gerðar, og yrði þá þessi lægð orðin eins konar tjarnabelti að nokkrum árum liðnum. Talsvert hefur borið á því, að hreiður andanna séu- rænd, og það jafnvei stundum svo grimmilega. að ekki hefur ver- ið skilið eftir eitt einasta egg ^ Framhald á 15 síðu 8 fyrir presta og söfnuði tekin saman af síra Sigurði Pálssyni. Útgefendur: Kristján Jóh. Kristjánsson og síra Sigmar I. Torfason. 1961. Þegar ég blaðaði í gegn um þessa bók, þá fannst mér ég þeg- ar hafa hitt aftur gamlan vin, sem ég hafði saknað síðan leiðir skildu. Eg geri ráð fyrir, að þeir. prest- ar aðrir, sem þjónað hafa lútersk- um kirkjum vestanhafs, eða þeir leikmenn, sem tilheyrt hafa lút- erskum söfnuðum þar, muni hafa sömu sögu að segja þegar þeir kynna sér innihald bókarinnar. Öll uppbygging messunnar, sem bókin er byggð utan um, er hin sama og í „The Common Service“ því messuformi, sem notað hefur verið í yfirgnæfandi meirihluta lúterskra kirkna í Norður-Ame- ríku; hér höfum vér aftur Intro- itus og Gloria Patri, Kyrie og Gloria in Excelsis, Salutatio og Kollektu, Pistil og Graduale, Guð- spjall og Trúarjátningu, Prédikun og Offertorium og Almenna kirkjubæn og siðan þætti kvöld- máltíðarinnar, Prefaía, Sanctus, Pax Vobiscum, Faðir Vor, Aguus Dei, Lokabæn og blessun. Það er greinilegt að skilningurinn á eðli messunnar er hér nákvæmlega sá sami í báðum tilfellum. Hér er um lúterska messu að ræða. Því mið- ur erum mér ekki kunn önnur lútersk messuform en þau, sem notuð eru í stærstu lútersku kirkj unum í Norður Ameríku í dag, og hægt er að finna í Messubókum þeirra kirkna, þ.e.a.s. „The Com- mon Service Book“ frá 1917, „The Lutheran Hymnal" frá 1941, og að lokum „Service Book and Hymnal", sem gefin var út 1958 af átta lúterskum kirkjudeildum í Norður-Ameríku. Þau messuform, sem þessar bækur hafa að geyma, eiga það öll sammerkt að vera að miklu leyti byggð á þýzk-lútersk- um grundvelli, allt frá 16. öld. Því miður er ég ókunnur þýzkum nú- tíma messuformum, og þeim messuformum, sem notuð eru í dag á Norðurlöndum, en ég geri ráð fyrir, að í þeim messuformum séu þau hin sömu sjónarmið ráð- andi og í lúterskum messum vest- anhafs, og því messuformi, sem þessi bók kynnir hér. Þegar vér berum þessa messu saman við hina almennu helgidagaguðsþjón- ustu úr Helgisiðabókinni frá 1934, þá sjáum vér, hvað kirkja vor hefir farið á mis við um hálfrar annarrar aldar skeið, á hvern hátt henni hefur verið kippt úr sam- hljóman við systurkirkjur sínar lúterskar í öðrum hluta heimsins. Messan, sem íslenzkri kirkju er gefin í þessari bók flytur henni það aftur, sem af henni var tekið 1801. Slíku ber að fagna af öllu hjarta. Eg vii nú minnast lítið eitt á þrjá fyrstu þætti bókarinnar. en þeir eru: ,,Messuformið“. „Messur á sunnudögum og hátíðum" og ..Messur á minningardögum" Fyrsti hlutinn inniheldur að sjálf- sögðu alla fasta liði messunnar, og er kjarni bókarinnar. Sá hluti hefst á undirbúningsþætti. í hon- um eru bænir, sem ætlazt er til að kirkjugestir biðji með sjálfum sér meða forspil er leikið og þess beð- ið að prestur gangi i kirkju. Bæn- ir þessar koma í stað þeirra bæna, sem meðhjálpari biður i kórdyr- um fyrir hönd safnaðarins í þvi messuformi. sem nú tíðkast í kirkj um landsins Þar á eftir er svo gefinn kostur á að hafa almenna syndajátningu safnað'arins. Hún hefst á því að prestur gengur inn í kórdyr, snýr sér að altarinu og segir „I nafni Guðs, Föður og Sonar og Heilags Anda.“ Söfnuð- ur svarar með „Amen.“ Síðan snýr prestur sér að söfnuði og hvetur hann til að játa sameigin- lega syndir sínar. Að því búnu snýr hann sér að altarinu aftur, krýpur þar fyrir framan grátur og mælir fram með söfnuðinum syndajátninguna. Svo virðist vera, að ekki sé gert ráð fyrir, að þessi liður sé almennt notaður við Guðs- þjónustuna, frekar en margir aðrir liðir í messunni sjálfri, sem eru nýlunda fyrir oss nútíma íslend- inga, þó þeir hafi um aldaraðir þótt sjálfsögð tjáningarform í guðsþjónustugerð systurkirkja vorra, heldur er prestum og söfn- uðum það í sjálfsvald sett, hvort þeir taki það með eða sleppi því, án þess þó að jafnvægið í heild- inni raskist. Syndajátning og syndaaflausn voru ætíð hafðar í hverri messu í þeim lútersku kirkj um, sem ég kynntist vestan hafs. Ekki veit ég þó hvort það atriði er hrein lúterskt eða ekki, má vel vera að hér sé um áhrif frá ensku kirkjunni að ræða í þessum enskumælandi löndum. Að minnsta kosti hefur „The Book of Common Prayer“ þennan lið á líkum stað í morgunbænum sín- um. Að loknum þessum undirbúm- ingi hefst svo messan á Introitus, hinum fornu inngöngusálmum. Introitus samanstendur af and- stefi, völdum versum úr Davíðs- sálmum, Gloria Patri (Dýrð sé Guði, Föður etc.), og að lokum aftur andstefinu. Introitus breyt- ist eftir því hvernig á kirkjuári stendur að sama skapi og aðrir breytilegir liðir messunnar, svo sem kollektur, pistlar og guð- spjöll. í þeim kirkjum, sem ég hafði kynni af var andstefið og sálmversin annaðhvort lesin af prestinum eða víxllesin af presti og söfnuði, og Gloria svo sungið af söfnuðinum á eftir, en and- stefið ekki endurtekið. í reglum fyrir helgisiði er þó gert ráð fyr- ir hinum hættinum og mun hann tvímælalaust vera réttari. I stað Introitus gefur höfundur bókar- innar kost á því að valinn sálmur úr sálmabók vorri sé sunginn þess í stað. Hér ræður sama sjónar- mið og áðan var minnzt á, og eyk- ur það mjög á gildi bókarinnar, eins og öllum má-ljóst verða, sem vilja nota hana við messugjörðir. Á eftir Introitus kemur svo Kyrie. Friðarbónin. Fólk, sem hefur sótt æskulýðsmessur þjóðkirkjunnar þekkir þennan lið. Hér er um að ræða sameiginlegt ákall safnað- arins til Drottins vors um misk- unn. í þessu messuformi eru gefin þrjú afbrigði á Kyrie, sem velja má um. Þar næst kemur svo Gloria in Excelsis, Dýrð •sé Guði í upp- hæðum. Kyrie, Gloria in Excelsis og trúarjátningin voru þeir liðir messunnar, sem mér fannst mest- ur sjónarsviptir af í almennu helgi dagaguðsþjónustunni. í Kyrie og trúarjátningunni tökum vér undir bæn og játningu kristindóms allra alda. í Gloria in Excelsis tökum vér undir með öllum heilögum á himni og jörðu. englum og mönn- um. Eftir Gloria in Excelsis kem- ur svo Heilsan Kollekta og Pist- ill, þessa liði þarf ekki að kynna nánar. Að loknum Pistli er svo Graduale, sem er einn af breyti- legu liðum messunnar. Eg hef séð Graduale kallað brúna milli Pist- ils og Guðspjalls, þar er endur- T í MIN N , föstudaginn 15. júní 1962

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.