Tíminn - 15.06.1962, Page 9

Tíminn - 15.06.1962, Page 9
 Söguleg framvinda ift á sig hraða vélaa Við hér á íslandi höfum mikla trú á aLþjóðlegri sam- vinnu, en við höfum enga trú á því að framselja alþjóðlegum stofnunum vald yfir okkar mál um. Þetta er ekki bara metnað- armál. Það er einnig álit manna hér, að íslenzk vandamál og við fangsefni séu svo sérstæð, að á þeim öðlist ekki aðrir fullan skilning en þeir, sem lifa með þeim. Þessi skoðun hefur styrkzt við þá reynslu, sem við á sein- ustu árum höfum haft af slík- um alþjóðastofnunum. Okkur er sagt, að sú efnahags stefna, sem hér hefur ráðið ríkj um undanfarin ár, sé mótuð eft- ir fyrirmyndum frá OEEC og IMF. Eg vil gjarnan trúa því, að þessar fyrirmyndir hafi rugl- azt verulega í meðförum hér, en eigi að síður hefur þetta orð ið til þess að styrkja vantrú al- mennings, launþega og bænda, hérlendis á þeirri hugmynd, að fela alþjóðlegum stofnunum völd yfir okkar málum. Við hér á íslandi höfum svo til engan útflutningsiðnað, þó við vonandi komum honum upp áður en langt um líður. Útflutn ingur okkar er nær allur mat- vörur, afurðir sjávar og lands, aðallega sjávar. En það viðskiptafrelsi, sem EBE gerir ráð fyrir, nær enn sem komið er a.m.k., aðeins til iðnaðarvara og allt of lítið er vitað enn um það, hvernig hatt- að verður viðskiptum með land- búnaðarvörur, þ.á.m. sjávaraf- urðir. Þannig þykjumst við fs- lendingar sjá það, að stæðum við algerlega utan við EBE, myndu mæta okkar miklir erf- iðleikar á mörkuðum í V-Ev- rópu og þessir markaðir jafn- vel glatast, en hins vegar vitum við ekki enn að hve miklu leyti þeir stæðu okkur opnir þó að við gengum í eða tengdumst á einhvern veg bandalaginu. í þessu er fólgin mismunun milli þjóða eftir framleiðslu- háttum, sem erfitt er að sætta sig við. Það er m.a. þetta, sem gefur Kaflar úr erindi Heiga Bergs, verkfræðings um efnahagssamvinnu Evrópu á ráðstefnunni um vest ræna samvinnu þeirri skoðun vind í seglin, að EBE sé fyrst og fremst mótað af hagsmunum stóru iðnaðar- þjóðanna og ýmsir vilja ganga lengra og télja bandalagið mót- að af hagsmunum hinna stóru iðnaðarhringa. Þrátt fyrir alla þá annmarka, sem við þykjumst sjá á EBE, verðum við samt að viðurkenna, að það er staðreynd. Sex-veldin hafa byggt það upp og aLlar lík ur benda til þess að fleiri gerist aðilar og bandalagið efiist. En hvort sem það gerist í þessum áfanga eða ekki, er hitt víst, að ekki ber að líta á EBE sem orsök þeirra umbyltinga, sem eru að verða í viðskiptalífi heimsins. Orsökin er hin öra iðnaðarþró un, sem sífellt heldur áfram, og þau þjóðfélagslegu og efnahags legu vandamál, sem hún skap- ar. Hvernig sem afstaða okkar er til EBE, þá komumst við ekki hjá því að horfast í augu við þessi vandamál. EBE er að- eins tilraun til að leysa þessi vandamál fyrir takmarkaðan hluta heimsins. Takist hún ekki verður önnur gerð, því að vanda málin verður að leysa, og auð- vitað verða þau leyst á einhvern veg. Efnahagslífið og þjóðfé- lagshættirnir hljóta auðvitað að þróast í samræmi við tæknilega framvindu. Það er af þessum á- stæðum, sem við íslendingar höfum lifandi áhuga á þeim at- burðum, sem nú eru að gerast í þessum efnum. Af ástæðum, sem ég hef að nokkru leyti rakið, getur fs- land ekki gerzt aðili áð EBE eins og það nú er formað. En jafnóhugsandi er það, að við getu i einangrað okkur og kom izt hjá að taka þátt í þeirri sögu legu þróun, sem hér á sér stað, þrátt fyrir alla okkar sérstöðu í margvíslegum efnum. Hér er ekki tóm til að rekja efnahagslegar og viðskiptalegar ástæður til þess, að ísland má til að halda viðskiptatengslum sínum við Vestur-Evrópu. en ég vil slá því föstu, að takist okk- ur ekki að tíðka hér jafngóð lífs kjör og gerast í löndunum í kringum okkur, þá er þjóðlíf okkar í hættu. Þjóðlegt sjálfstæði verður ekki varið með einangrun og það verður því aðeins varið. að okkur takist að ná efnahagsleg- um árangri á borð við aðrar þjóðir. Skilningur okkar á efnisleg- um, félagslegum og menningar- legum hugtökum og verðmæt- um er síbreytilegur og breytist nú örar en áður með örari at- burðarás. Á fáum áratugum hafa framfarir í vísindum ger- breytt þeim heimi, sem við lif- um í, og um leið hafa skapazt skilyrði fyrir mjög örri fram- þróun á sviði stjórnmála og fé- lagsmála. Hin sögulega fram- vinda hefur tekið á sig þann hraða, sem einkennir vélaöld nú tímans. Af þessum sökum er lítilli þjóð meiri vandi á höndum að gæta mikillar menningararf- leifðar, en jafnframt verður hún að gæta þess að fylgja kalli hinnar sögulegu framvindu. Eg hef hér að framan rakið ýmsar ástæður til þess að við íslendingar munum ekki ganga í EBE. En ég hef einnig leitt að því nokkur rök, að það er alger nauðsyn að finna leiðir til að koma í veg fyrir að fsland slitni úr tengslum við efnahags- þróun Evrópu. Um þetta virðist vera víðtæk samvinna í landinu, þó að sjálf- sagt muni verða deilt um leiðir að þessu marki. Þó að við að sinni getum ekki annað gert en sjá til og bíða, þá er ástæða til að ætla, að gangi England, Danmörk, Nor- egur o.fl. lönd í EBE, þá mun- um við íslendingar, þegar tími þykir til kominn leita samninga um tengsl eða tollasamninga á grundvelli GATT við bandalag- ið, með það fyrir augum að tryggja sem bezt hagsmuni fs- lands í þessu umróti. Aðalefni þessarar ráðstefnu er að ræða þróun næstu 10 ára. í þeim efnum, sem ég hef fjall- að hér um, er framtíðin of ó- ráðin til að ég vilji nokkuð um hana spá. Fyrsta spurningin, sem vakn- ar í þessu sambandi, er auðvit- að, hver verða endalok þeirra samninga, sem nú standa yfir milli EBE annars vegar og Bret lands, Danmerkur og Noregs hins vegar. Flestir gera ráð fyrir að samn ingar takist. Geri þeir það ekki tefst sú þróun, sem í gangi er, en hún stöðvast ekki. Vanda- málin, sem reka á eftir, hverfa ekki og nýjar tilraunir verða þá von bráðar gerðar til að leysa þau, og þær lausnir hljóta að verða byggjast samtökum margra þjóða. Eigi slík samtök, hvort sem þau heita EBE eða annað, að eiga bjarta framtíð og heilla- drjúga, verða þau að afla sér trausts og tiltrúar hins almenna borgara og vinnandi fólks. Hags munir hinna stóru iðjuhölda, sem mörgum virðast setja um of svip sinn á EBE, verða að þoka fyrir hagsmunum hins al- menna manns. íhaldsöflunum má ekki takast að koma á í bandalaginu þeim viðskiptalög- málum frumskógarins, þar sem sá sterki gleypir þann smærri. Þær breytingar. sem nauðsyn- legar eru í efnahagslífinu, verða að ráðast af frjálslyndum og mannlegum sjónarmiðum. Mannhelgi og félagslegt öryggi verður að tryggja, og stefna að því marki fyrst og fremst að bæta og jafna kjör allra starf- andi manna. Fjöldahreyfingar almennings svo sem verkalýðsfélög og sam- vinnufélög, verða að hafa tæki- færi til að starfa innan þess- rtek HELGI BERGS ara vébanda, og gegna þar hlut verkum sínum. Annars er stefnt út í stórfelid ari stéttabaráttu en við höfum áður séð, jarðvegur skapaður að nýju fyrir kommúnismann, sem þá mundi ógna þjóðunum ini>- an frá jafnt sem utan frá. En slík tiltrú almennings, sem nauðsynleg er, skapast ekki nemq samtökum þjóðanna sé stjórnað eftir þeim meginregl- um, sem okkur eru hjartfolgn- astar, meginreglum frelsis og lýðræðis. Embættismanna- cg skrifstofuveldi leysir ekld þeita hlutverk. Þess vegna verða seinustu orð mín hér, þegar ég tala til ykk- ar, ungra stjórnmálaleiðcoga vestrænna lýðræðisríkja: Hér er ykkar hlutverk og ykkar ábyrgð fólgin. Þið eigið að tryggja hagsmuni þess fóiks, sem þið eruð full- trúar fyrir, í samfélagi þjóð anna. Þið eigið að tryggja að það frelsi og lýðræði nái einnig út fyrir landamærin inn í samfé lag þjóðanna. Þið eigið að tryggja efnahagslegt öryggi þess fólks, sem stendur í sinni daglegu Þ'fsbaráttu í sinni heimabyggð. Þið eigið að tryggja frjáls- lynda, mannúðlega og Ideallst- iska pólitík í því samfélagi þjóða, sem er að byrja að verða til. Á því, hvernig vkkur tekst að leysa þetta hlutverk, veltur friður og farsæld nieðal þeirra þjóða, sem þið eruð fulltrúar fyrir. speglaður boðskapur Pistilsins og litið fram til Guðspjalls. Graduale inniheldur þrefalt Halleluja, he- brezku hvatninguna um að lofa Guð. í kirkjum þeim, sem ég kynntist var Graduale yfirleitt sleppt, en þrefalt Halleluja ævin- lega sungið. í þessari bók er einn- ig gert ráð fyrir því að syngja megi sálm úr sálmabók í stað' Graduale. Eftir Graduale kemur svo Guðspjallið í sinm vanalegu umgerð. Þegar í stað eftir að Guð- spjallið hefir verið lesið kemur svo trúarjátningin, lesin sameig- inlega af söfnuð'i og presti. Eftir trúarjátninguna er svo gert ráð fyrir því að söfnuðurinn syngi sálmvers meðan presturinn af- skrýðist og stígur í stól. Prédik- unin og sá rammi, sem hún er í, er að mestu óbreytt frá því. sem nú er venja og endar með post- ullegri blessan. Eftir prédikun kemur svo fórnarsálmur, Offer- torium. Þar er gert ráð fyrir að söfnuð'ur beri fram fórn sína. Einnig skal þá djákni bera fram vín og brauð, ef um altarisgöngu er að ræða. Sá skilningur er hér á messunni, að hún sé í engu fullkomin nema kvöldmáltíðarinn- ar sé neytt, og er það réttur skiln- ingur. Þess vegna eru hér engin skil gerð á milli fyrri hluta mess- unnar (liturgiu orðsins) og kvöld- máltíðarinar (iturgiu loftsalar- ins). Þessir eru liðir síðari hluta messunnar: Prefazia (þakkarbæn), Sanctus (Heilagur), Canon (Helg- unarbæn). Pax Vobiscum (Frið- arkveðja), Faðir vor, Agnus Dei (Guðs lamb). útdeiling sakrament- isins, Lokabæn og Blessan, og þar með lýkur messunni. Allir þessir liðir samsvara því, sem ég kynnt- ist vestanhafs, nema Canon (Helg- unarbænin), sem er í raun og veru umgerð utan um innsetn- ingarorðin. Þó er samsvarandi bæn í „Service Book and Hymnal“, nýjustu lútersku messubókinni, og má þar velja á milli hennar og innsetningarorðanna. Höfundur Messubókarinanr bendir einnig á þann möguleika. Mér er kunnugt um að enska kirkjan og kalvínsk- ar kirkjur hafa við sínar kvöldmál tíðarguðsþjónustur bænir sama eðlis (Prayer of Consecration). Hið eina, sem ég sakna úr þess- um hluta messunnar er Nunc Dimittis, lofsöngur Simeons, sem sunginn er að lokinni útdeilingu. Eg hefi nú fjölyrt nokkuð um fyrsta hluta þessarar bókar, sjálft messuformið. Með þessari messu hefir séra Sigurður unnið mikið stórvirki og merkt brautryðjenda- starf, hann hefir gefið íslenzkri kirkju það aftur, sem af henni var tekið á mestu niðurlægingartím- um hennar og þjóðarinnar, og hann hefur ekki látið sér nægja neitt minna en að gefa henni allt aftur. Tilgangi sínum lýsir hann með þessum orðum: „Þrjú megin- sjónarmið hafa ráðið við samn- ingu þessarar bókar. Hið fyrsta er, að færa aftur inn í messuna þá liði. sem sameiginlegir eru mess- um annarra Iútherskra kirkna. Hið annað að gera þátttöku safn- aðarins eðlilegri og fjörmeiri en hún er í gildandi formi. Og hið þriðja að gefa messunni meiri fjölbreytni í framkvæmd en nú er.“ Séra Sigurði hefur tekizt þetta giftusamlega. Einu athugasemd- irnar, sem ég geri við sjálft messu formið eru þessar: ég hefði kosið að hafa bæði Postullega trúarjátn- ingu og Niceujátninguna í messu- forminu, svo hægt væri að velja á milli þeirra í messugjörð'inni. Þó skil ég fyllilega rökin, sem liggja á bak ‘við það val, að hafa aðeins Niceujátninguna. Einnig hefði ég viljað hafa Nunc Dimittis með, eins og fyrr var á minnzt. Þá vil ég snúa mér að öðrum þætti bókarinnar, sem inniheldur breytilega liði messunnar. Nokkuð hefur verið minnzt á þessa lið'i, þar sem þeir koma fyrir í sjálfu messuforminu. Hér er þeim raðað upp eftir kirkjuárinu. þ e. Intro- itus, Kollektur. Pistlar, þrjár rað- ir, Graduale. og Guðspjöll, þrjár raðir. Einnig eru gefnir textar fyr- ii miðvikudaga og föstudaga hverr ar viku. Introitus, Kollektur og Graduale eru hér þeir sömu og í ilútersku messunni amerísku, sem ! ég vandist, „The Common Ser- vice“, og finnst mér stórfenglegt að kynnast þeim í íslenzkum bún- ingi. Til að sýna hve þessir liðir standa traustum fótum innan kirkjunnar, vil ég tilgreina tilvitn- un úr formála fyrir „The Common Service“ frá 1911. Þar segir eitt- hvað á þessa leið: „Þessi röð af Introitus, Kollektum, Pistlum og Guðspjöllum var fullkomnuð á dögum Karlamagnúsar, eftir að hafa verið í myndun um aldarað- ir, þó að hún hafi í ýmsu verið frábrugðin því, sem var í Róm- versku Messusöngbókinni þá var hún í stöðugri notkun í Þýzkalandi allt fram til siðabótartímanna, eða þar til hún var lögð til hliðar af rómversku kirkjunni á kirkju- fundinum í Trident. (1554—1563)“ (Church Book, Philadelphia 1911 bls. vi og vii). Um þessa sömu hluti segir séra Sigurður, að hann hafi tekið Introitus og Graduale (Framhald á 13. síðu) IPIMINN, föstudaginn 15. júní 1962 9

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.