Tíminn - 15.06.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.06.1962, Blaðsíða 13
SVAMPBLÚSSAN Fis-létt Heit í kulda * * * * Svöl í hita NÝTT FURÐUEFNI * ORLON JERSEY Vatnsþétt * * * Þolir Jivott Þolir hreinsun Söluumboð: * ‘ Solido Hverfisgötu 32 Sími 18950 — 18860 Hótel Bifröst opnar gistlngu og veitingasölu í dag Veitingar á landsmóti hestamannafélaga a3 Skógahólum við Þingvöll 13.—15. júlí n.k. Tilboð óskast í tjaldveitingaleyfi, og sé þeim skil- að fyrir 24. júní í skrifstofu Fáks að Klapparstíg 25—27, sem gefur allar nánari upplýsingar. -Trúlofunarhringar - Fljót aígreiösla. GUÐM ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12. Sími 14007 Sendum gegn póstkröfu. TRULOFUNAR R 1 N G A R ULRICH FALKNER AMTMANNSSTÍG 2 PILTAP. EFÞIÐ E/GIP UNHUSTUNA ÞÁ Á tO HRINOANA / Trúlofunar> hringar afgreiddir samdægurs Sendum um allt land HALLDOR SIGURÐSSON' Skólavörðustig 2 Messubók Framhald af 9. síðu. úr Messusöngbók Guðbrands biskups Þorlákssonar frá 1594 og Kollekturnar úr Handbók Mar- teins biskups Einarssonar frá 1555. Á þessu má sjá, að þessir liðir hafa löngu unnið sér tilveru- rétt í tilbeiðsluformi lúterskra og annarra kristinna manna bæði hér á landi og annars staðar, og ber því að fagna því, að þeim hefir nú aftur verið fengið það rúm í ís- lenzkri messu, er þeir áður höfðu og þeim ber. Eg vil sérstaklega minnast á Kollekturnar. Þær eru allar með tölu hreinir dýrgripir, þær eru það vegna þess, að þær era í „samhljóman við .Guðs orð og dýpstu þarfir og þrár manns- hjartans.“ (J. W. Doberstein). Þegsar bænir eru tærar í ein- faldleíka sínum, sannar og hlýj- ar. Eg tek hér sem dæmi Kollektu fyrir 3. sd. í Aðventu: „Drottinn, vér biðjum þig: Hneig eyra þitt að bænum vorum og lýs upp myrk ur hjarta vorra með vitjan þinn- ar náðar. Þú, sem lifir og ríkir með Guði Föður og Heilögum Anda. Einn Guð um aldir alda.“ Þegar þesar bænir eru bornar saman við Kollektur Helgisiða-, bókarinnar frá 1934, þá er það i auðsætt, að gömlu kollekturnar | standa hinum yngri miklu fram- ar. Eg hefi ekki borið Guðspjöll og Pistlaraðir saman við Helgi- siðabókin frá 1934, en mér sýn- ist fljótt á litið að mismunurinn sé ekki mikill þegar frá eru skild- ir textar fyrir miðvikudaga og föstudaga. í heild er það að segja um þenn an þátt bókarinnar, að hann er mikill fjársjóður. Því miður hafa slæðzt inn í þennan hluta bókar- innar nokkrar prentvillur, sem ég læt vera að tína fram. Þriðji þátt- ur bókarinnar inniheldur Messur á minningardögum. Eg geri ráð fyrir að þessum þætti verði lang minnstur gaumur gefinn í fram- tíðinni, þó vil ég ekki gerast neinn spámaður í þeim efnum. Artíð- ardagur, Þakkargjörð fyrir upp- skeru, Kristniboðsmessa og Kirkju dagsmessa eru þó liðir, sem vert er að gefa gaum. í sambandi við efni þessara tveggja þátta, Breyti- legu liði Messunnar og Messur á minningardögum er sérstaklega getið um liti á skrúða prestsins á hinum mismunandi tímum kirkjuársins. Hér er um sjálfsagð- an hlut að ræða. Kirkjur landsins hafa margar hverjar auðgazt af kirkjugripum á undanfömum ár- um, og er allt útlit fyrir að áfram hald verði á því í framtíðinni, og ætti að vera hægt að sjá til þess að kirkjurnar eignist fleiri en einn hökul og þeir verði þá ekki allir rauðir. Gaman væri að ræða um breytingar á íslenzkum prests- skrúða á öðrum vettvangi. Þeir hlutar bókarinnar, sem ótaldir eru, eru þessir: Kirkjuárs rímtal, þ.e. tafla yfir sunnudaga og hátíðir frá 1961—1981. Bókar- kynning, þar sem efni bókarinnar er kynnt mjög ýtarlega, og síðan gefnar ráðleggingar um notkun hennar. Allur ytri frágangur bókarinnar er mjög til fyrirmyndar. Hún er prentuð á kremgulan pappír í tveimur litum, svörtum og rauð- um, þar sem he^gisiðareglumar eru prentaðar í rauðum lit en ann- að í svörtum. Uppsetningin er öll hin greinilegasta. Á titilblaði er tákn Heilagrar þrenningar, tekin af silfurpatínu frá fyrri hluta 14. aldar, og er það vel viðeigandi. Ekki kann ég þó við efnið, sem bókin er bundin í, og gott hefði verið að hafa i henni bókmerk- isborða. En slíkt eru smáatriði. Þessi bók séra Sigurðar er mik- ið þrekvirki og veglegt verk til dýrðar Drottni vorum. Utgefend- urnir eiga einnig þakklæti skilið fyrir framtak sitt, og megi það verða þeim til blessunar. Þessi bók þarf að komast í hendur allra sóknarpresta íslenzkra sem fyrst, einnig sóknarnefndarformanna og annarra áhuga og áhrifamanna um íslenzk kirkjumál. Messuformið, sem bókin flytur, þarf þannig að komast rétta boðleið til safnað- anna, svo þeir geti farið að nota það í kirkjum sínum og læra með því að syngja Drottni sínum lof og gefa Guði alla dýrð'ina. Laufási, pálmasunnudag 19621 J. B. Ferðafólk Eins og að undanförnu, starfræki ég sumargisti- húsí Kvennaskólanum, Blönduósi. Matur og aðrar veitingar eru á boðstólum allan daginn. VeriS velkomin. Steinunn Hafstað. Aðalskoðun bifreiða í DALASÝSLU 1962 Aðalskoðun bifreiða í Dalasýslu fer fram sem hér segir: Búðardal miðvikudaginn 20. júní kl. 10—12 f.h. og 1—5,30 s.d. Búðardal fimmtudaginn 21. júní kl. 10—12 f.h. og 1—5,30 s.d. Skriðulandi i Saurbæ föstudaginn 22. júní kl. 10—12 f.h. og 1—4,30 s.d. . Allir eigendur eða umráðamenn bifreiða skulu færa þær til skoðunar á tilskildum tíma, greiða af þeim lögboðin gjöld, sýna gild ökuskírteini og skoðunarvottorð ennfremur kvittun fyrir greiðslu á afnotagjaidi útvarps.ef það er i bifreiðinni. Vanræki einhver að færa bifreið sína til skoðun- ar verður hann látinn sæta ábyrgð lögum sam- kvæmt. Skrifstofu Dalasýslu, 4. júní 1962. Sýslumaður Dalasýslu. T f MI N N , föstudaginn 15. júní 1962 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.