Tíminn - 15.06.1962, Page 14
Fyrri hluti: Undanhald, ettir
Arthur Bryunt Heimildir eru
STRIÐSDAGBÆKUR
ALANBROOKE
urvígstöðvar á árinu 1943. „Við
verðum að mynda vesturvígstögv-
ar eins fljótt og við getum“, sagði
hann á þessum síðdegisfundi, —
„enda hétum við Stalín að gera
það, þegar við vorum í Moskvu“.
Þessu svaraði ég: „Nei, við hétum
því ekki“. Hann starði þá á mig
nokkur andartök og hefur þá
sennilega minnzt þess, að hafi
nokkurt loforg verið gefið, þá
hafi það verið síðasta kvöldið, þeg
ar hann fór til að kveðja Stalin
og þegar ég var ekki viðstaddur.
Hann sagði ekkert meira og virt-
ist, samkvæmt dagbókinni, fús til
að veita Miðjarðarhafsstefnunni
fylgi sitt að nýju.
Eg þekki hann samt nógu vel
til þess að vita, að engin vissa
væri fyrir því, að hann ætti ekki
eftir að skipta enn um skoðun.
Það voru nú þegar of margir,
sem hvöttu til myndunar vestur-
vfgstöðva. Stalin, að sjálfsögðu,
Marshall, Stimson, BeaJverbrook
og fleiri.
9. desember: Clark Kerr, am-
bassador í Moskvu, kom að finna
mig í kvöld og við ræddumst lengi
við. Ifann staðfesti allt það, sem
ég hef mest ótíazt, sérstaklega
það hve erfitt okkur muni veitast
að komast undan því að efna þau
loforð, sem Winston gaf Stalín,
þ. e. um stofnun vesturvígstöðva
á árinu 1943. Auk þess óttast
Clark Kerr þann möguleika, að
þeir Hitler og Stalín kunni að
gera með sér friðarsamning, ef
við bregðumst hinum síðarnefnda.
Persónulega gæti ég ekki hugsað
mér slíkt samkomulag. Stalín
myndi krefjast endurnýjunar
gamalla landamæra, auk baltisku
ríkjanna, hluta af Balkanskaga og
margvíslegra trygginga, sem Þjóð
verjar geta ekki látjð af hendi.
Hvað Þjóðverja snertir, þá geta
þeir ekki haldið áfram án korns
frá Ukrainu og olíu frá Kákasus
og Rúmeníu. Eg held því, að mjög
lítil hætta sé á friðarsamningum
milli Rússlands og Þýzkalands í
náinni framtíð
4. desember 1942: Iierforingja-
fundur þar sem við athuguðum
aftur tilmæli foisætisráðherrans
um innrás í Frakkland í stað hern
aðaraðgerða á Miðjarðarhafssvæð-
inu . . . Fréttir frá Túnis ekki sem
beztar og mér lízt ekki á stefnu
atburðarásarinnar þar . . .
7. desember: Rólegri mánudag-
ur en venjulega. Ástandið í Norð-
ur-Afríku ekki sem bezt. Eisen-
hower alltof upptekinn af pólitísk
um málum f sambandi við Darlan
og Boissan; og fylgist ekki nægi-
lega vel með framsókn Þjóðverja
í Túnis og Bizerta. Ráðherrafund-
ur klukkan 5,30 e. m. . . .
8. desember: Herforingjafundi
lokið tiltölulega snemma. Rætt
var um rág til þess að fá forsætis-
ráðherrann til að hafna hugmynd
inni um innrás í Frakkland 1943,
vegna nauðsynlegri og vænlegri
aðgerða á Miðjarðarhafi . . .
11. desember . . . Fékk í kvöld
símskeyti frá Dill, með nánari
skýringum á skoðunum Marshalls.
Bersýnilega er skoðun hans sú,
að við ættum að hætta öllum að-
gerðum á Miðjarðarhafi, þegar
Þjóðverjar hafa verið hraktir það
an, og einbeita okkur því næst við
undirbúning að innrás í Frakk-
land. Eg held, að þett.a sé rangt
hjá honum og as Miðjarðarhafið
31
veiti okkur langtum meiri mögu-
leika til að sigra Þjóðverja bæði
á sjó og í lofti . . .
15. desember: . . . Clark Kcrr,
ambassador í. Moskvu lýsti því
fyrir okkur, hvernig hann byggist
við, að viðbrögð Stalíns yrðu, ef
við gerðum engar tilraunir til inn
rásar í Frakkland. Hann tók það
fram, ag slíkt kynni að leiða til
þess að Stalín gerði sérstaka frið
arsamninga við Hitler. Eg neita
algerlega að trúa á slíkan mögu-
leika . . .
16. desember . . .Sátum fund
með forsætisráðherranum klukk-
an 6 e. m. Anthony Eden var þar
líka. Winston mælti með nýjum
vesturvígstöðvum, en við vorum
eindregið fylgjandi hernaðarað-
gerðum á Miðjarðarhafssvæðinu.
Eg óttaðist það versta. Fundur-
inn fór samt vel fram og mér
tókst að telja honum hughvarf.
Eg býst vig að hann sé nú orðinn
nokkurn veginn öruggur, en ég á
enn eftir að sannfæra Bandaríkja
menn fyrst og því næst Stalín“.
„Þetta“, skrifaði Brooke, „var
mikill sigur og við höfðum komið
i veg fyrir þann alvarlega mögu-
leika, að Winston styddi Banda-
ríkjamenn. Það gat auðvitað allt-
af komið fyrir, að hann skipti
aftur um skoðun, en ég var til-
tölulega óhræddur um það. Af
skrifum Dills til min var mér
Ijóst, að það myndi verða mér
mjög torvelt að telja Marshall frá
fylgi hans við nýjar vesturvíg-
stöðvar. Eg gerði mér heldur ekki
sérlega glæstar vonir um mögu-
leikann á að sannfæra Stalín, þar
sem það myndi ekki samrýmast
stjórnarstefnu hans að láta sann-
færast ..."
Samt vildi Marshall ekki láta
yfirgefa Þjóðverja í Túnis. Þrem-
ur dögum fyrir jól, þegar allir
vegir voru orðnir að botnlausum
fenjum og birgðaflutningar urðu
fyrir sí-endurteknum töfum vegna
loftárása á alsírskar hafnarborgir,
byrjuðu Bandamenn árásir sínar
á hálendi Túnis. En nú hafði 50
þús. manna her Öxulveldanna
skagann á valdi sínu og hinir jlla
samræmdu herir Breta, Banda-
ríkjamanna og Frakka gátu ekk-
ert aðhafzt. Eftir þriggja sólar-
hringa lát.lausar rigningar ákvað
Eisenhower að fresta öllum frek-
ari aðgerðum. Alger stöðvun var
nú óumflýjanleg, þangað til aftur
kæmi þurrviðri meg vorinu eða
Montgomery gæti hertekið Tripoli
og gert árás á Túnis úr suðaustri.
Frá því í enduðum nóvember
hafði sú tillaga verið til athugun-
ar, að hinir stjómmálalegu og
hernaðarlegu leiðtogar lýðræðis-
ríkjanna tveggja og Sovétríkjanna
hittust á nýja árinu, ef slfkt reynd
ist gerlegt. En Stalín neitaði al-
gerlega að yfirgefa Moskvu og
Roosevelt, sem hafnaði þeirri til-
lögu Churchills að velja fsland
sem fundarstað, féllst loks á það,
að hitta brezka leiðtogann og ráð-
gjafa hans á einhverjum vel vörð
um stað í franska ríkinu.
Þann 22. desember skrifaðj
Brooke í dagbókina:
„Roosevelt hefur sent vVinston
orðsendingu, þar sem hann legg-
ur til að þeir hitt.ist í Norður-
Afríku, einhvers staðar nálægt
Casablanca, þann 15. janúar. Þess
verður því ekki langt að bíða, að
við leggjum aftur af stað í ferða-
lag . . . “
11. knfl'i.
Alla fyrstu vikuna voru bæði
Bretar og Bandaríkjamenn að
fullgera þær áætlanir, sem þejr
hugðust leggja fram á sameigin-
legum fundi í Casablanca. Bret-
um var fullkomlega ljóst, hvað
þeir vildu. Þeir lögðu það til, að
strax, þegar búið væri ag sigra
her Möndulríkjanna i Afríku og
enduropna Miðjarðarhafið fyrir
skip Bandamanna, skyldi brezkur
og bandarískur land-, sjó- og flug-
her gera árás á Suður-Evrópu —
þar sem Möndulríkin væru veik-
ust fyrir. Það mundi brjóta niður
71
Þag sáu líka allir. Og því var
það, að innan stundar var hún
orðin gleði ættarinnar og stolt
Þeirri reisn hélt hún til æviloka.
Það vakt.i athygli og umtal, er
Jónas kom að Aurum með aðra
heitmey en ætlað var. Marga
fýsti að sjá Sólveigu. Og allir,
sem sáu hana, luku upp einum
munni. Sólveig væri með falleg-
ustu stúlkum, snmir sögðu falleg
asta stúlkan, sem þeir höfðu aug
um litið. Hafi Guðrún í Ási verið
svona falleg, þá var ekki að furða,
að margir yrðu til þess að biðja
hennar, sagði fólkið. Saga Guð-
rúnar í Ási hafði spurzt um öll
nálæg héruð. Og var enn í fersku
minni. Það var kirkja að Aurum.
Var það forn kirkja, sterk viðuð
og vel vig haldið. Séra Tómas var
sóknarpresturinn. Næst er hann
messaði, var kirkjan fjölsótt, var
þó skammt til hvítasunnu og ferm
ingar. Hefur það óefað dregið
, margan til kirkjunnar, fréttin um
hina ungu, efnilegu mey, sem
Jónas hafði fastnað sér gegn vilja
stjúpföðurins, héraðshöfðingjans
Sigurðar dannebrogsmanns. Þótti
sá stutti, eins og sveitungar Jór.-
asar kölluðu hann nú í gamni,
hafa skotið margföldum skjólstæð
ingi, stjúpa, frænda og fjárhalds-
•manni, ref fyrir rass. Margir
hældu Jónasi óspart, þótti dugur
hans, einurð og þor ganga ævin-.
týri næst. Það var álit flestra, að
gegn Sigurði þyrði enginn að
rísa. Nú hafði Jónas hafið sókn
og sigrað.
Séra Tómas var í Aurum hina
næstu viku við spurningar ferm-
ingarbarna. Var þá oft glatt á
hjalla; sungið, spilað og jafnvel
riðið út sum kvöldin, er vel viðr-
aði. Tók Sólveig þátt í gleðskap
þessum og þótti þó jafnvel stund
um um of, enda óvön slíku heim-
an að. Seinna er séra Tómas
fermdi á heimakirkju sinni, fóru
þau þangað Jónas og Sólveig,
gistu hjá presíi og nutu hinnar
beztu risnu.
Þá var það eitt sinn, að séra
Tómas sagði við vin sinn Jónas:
— Nú fer ég í Hvamm og bið
mér Valgerðar, fyrst þú fórst
svona að ráði þínu.
— Já, gerðu það vinur, sagði
Jónas. — Þar færð þú góða konu
sem Valgerður er.
— Nei, vinur minn. Eg sagði
þetta í gamni, til þess að sjá
hvort þér brygði. Eg hef þegar
horft í aðra átt. En vel má vera,
að ég hefði hugsað mig um, ef
ég hefði vitað, að Valgerður var
laus.
— Nú var það Jónasi sem brá
lítilsháttar.
— Eg hélt ekki að prestar legðu
það í vana sinn að gaspra eins og
almúginn, sagði hann.
— Við prestarnir erum menn
eins og þið. En ég þakka þér þó
fyrir vitnisburðinn, sem fólst í
orðum þínum. Það er vel, að prest
arnir skuli njóta almennrar virð-
ingar. Þeir hafa, vona ég, almennt
staðið sig sómasamlega.
Þeir þögðu um stund Líklega
ætlaðist prestur til þess að sam-
talinu væri þar með lokið. Þessu
samtali. En Jó'nas tók upp þráð-
inn að nýju.
— Þú sagðir, að þú hefðir horft
í aðra átt. Ef þar er, átt við sjón-
skynjan eina, þá segi ég við þig
eins og Abraham: „Liggur ekki
allt landið opið fyrir þér?“
Prestur brosti. — Kannske, vin
ur.
Féll svo talið niður.
XXXV.
Á sólstöðum um vorið var brúð
kaupsveizlan í Hvammi. Stóð hún
í þrjá daga.
Voru brúðhjónin gefin saman
á kirkjustaðnum, en veizlan hald-
rn í Hvammi. Þar var saman kom-
ið margt slórmenni, frænd-, vina-
og venzlafólk beggja aðila. Auk
þess var ýmsum helztu bændum
héraðsins boðið með húsfreyjum
sínum. Meðal þeirra voru báðir
bændurnir í Ási. Frú Sólveigu var
einnig boðið, en hún kom ekki.
Eins var um Guðmund Björnsson
á Teigi og konu hans Sigþrúði.
Hvorugt þeirra kom. Sýslumanns-
hjónin tóku boðsgestum öllum
með miklum innilegheitum, eink--
um frú Ragnheiður. Sumir töldu
líklegt, að henni hefðu þótt van-
höldin úr nágrenninu lakari.
Feður brúðhjónanna höfðu
hitzt nálægt sumarmálum á
ákveðnum stað og komið sér sam
an um boðsgestina.
Jónasi og Sólveigu var og
boðið, en hvorugt kom. Þau komu
frá Aurum rétt fyrir brúðkaupið
og riðu í Ás.
Jónas var löngum í Ási hin
næstu misseri. Gömlu frúnni gazt
eftir því betur að honum sem þau!
kynntust meira. Hún vildi fá!
hann til að taka við_ þeirrj hálf-
lendu jarðarinnar í Ási, sem enn
var talin í hennar umsjá, og láta
ráðsmanninn fara. Það vildi Jónas
ekki Hann vildi reisa bú á föður-
leifð sinni í átthögunum. Þar
kunni hann bezt vig sig. Enda var
jörð sú, er faðir hans átti og bjó
á úrvalsjörð. Landkostir miklir
og góðir og lax og silungsveiði
í ánni. En áður en Jónas settist
þar að lét hann reisa bæ.iarhús
öll og vanda hvað eina.
Er þau Jónas höfðu verið tvö ár
BJARNI UR FIRÐI:
Stúdentinn
í Hvammi
í festum, voru þau gefin saman í
sóknarkirkju Áss og veizlan hald-
in í Ási. Ekki var sú veizla fjöl-
menn miðað vig það, sem brúð-í
kaupsveizlan í Hvammi. Og nokk|
ur vanhöld urðu þar einnig á boðsj
gestum. Sigurður dannebrogsmað
ur, stjúpi Jónasar og föðurbróðir,
sat ekki þá veizlu. Ekki heldur
sýslumannshjónin í Hvammi né
dætur þeirra. En móðir Jónasat
kom og eins Jóhann frændi hans
og stjúpbróðir.
Frú Sólveig, gamla frúin í Ási
eins og hún var almennt kölluð,
var þrátt fyrir háan aldur, hin
virðulegasta í veizlunni. Sat hún
á aðra hönd brúðinni og virtist
una sér vel. Gaf hún nöfnu sinni
í brúðargjöf fornan silfurborð-
búnað, hið mesta gersemi og
ánafnaði henni allt kvensilfur
sitt, að sér látinni. Þar var margt
stórágætra muna.
Hannesi, bróður Sólveigar,
ánafnaði hún þá muni úr eigu
sýslumanns, sem töldust skartgrip
ir hans En þeir voru orðnir fáir
og verðminni en hennar gripir.
Hafði Sveinn fóstursonur hennar
fengið áður þá gripi úr eigu fóst-
urföðurins, sem verðmestir voru.
Frúin geymdi að vísu tvo þeirra.
Hún hafði óskað þess, að varð-
veita þá meðan hún lifði, en við
þá hafði hún fest spjöld, er helg
uðu þá Sveini.
Er Solveig bjóst frá Ási, var
gömlu frúnni ákaflega brugðið.
Grét hún þá með svo miklum sár-
indum, að Sólveig gat meg naum-
indum horfið frá henni. Bauð
Jónas henni að koma með þeim
og eyða þar ævikvöldinu. En hún
gat ekki slitið sig frá Ási. Loks
var þag ráðsmaðurinn gamli, sem
tók frúna tali. Og enn sefaðist
hún við fortölur hans, og gat
kvatt nöfnu sína nokkurn veginn
hress og mælt blessunarorð skiln
aðarins með þeirri rödd, er henni
var lagin, er hún hafði fullt vald
á skapsmunum sínum.
Sólveig naut sín vel á nýja heim
ilinu. Hún náði þegar tökum á
hússtjórninni og þótti hin myndar
legastá húsmóðir og hjúum sínum
góð. Hnjúkur hét jörðin, sem hún
bjó á. Var hún í sömu sveit og
Aurar, nokkuð innar f dalnum.
Jóhann og Signý bjuggu á þriðj-
ungi Aura. Var heimili þeirra all
stórt og hjónabandið farsælt. Þau
eignuðust einn son. sem Sigurður
hét. Var það efnisdrengur, en eft
irlætisbarn svo mikið, að það
T I M I N N , föstudaginn 15. júní 1962
14