Tíminn - 15.06.1962, Qupperneq 15

Tíminn - 15.06.1962, Qupperneq 15
Annar hver bíll Framhald af 1. síðu. selst talsver t af öllum gerðum þeirra, en mest af Consul 315 og Zephyr 4. Sennilega hafa yfir 200 bílar verið fluttir inn af þeim á árinu. Frá Þýzkalandi er Opelinn langvinsælastur, en bifreiðadeild SÍS hefur flutt inn tæplega 70 slíka þessa mánuði. Mercedes Benz hefur einnig selzt vel, eða yfir 40 samtals af hinum ýmsn geiðum hans. Af öðrum vel seldum tegund um má nefna Vauxhall og Hill- man, sem báðar eru enskar teg- undir. Dragnótaveiðin Framhald af 3. síðu. línu úr Hafnarnesvita að sunnan í Vattarnes að norðan, 3) inn- fjarða á Vestfjörðum. Þá hefur ráðuneytið ákvarðað, að bátum innan lögmætra stærðarmarka, sem skráðir eru og gerðir hafa verið út frá verstöðvum á þess- um svæðum, skuli veitt leyfi til an veiða hvar sem er á svæðun- um. Brennslugas Framhald af 16. síðu. mynd. Gasknúning er talin vera bæði ódýrari og tækin endingar- betri en við venjulegan benzínkún- ing. Einkum kemur þetta fram við akstur í stórborgum, þar sem farið er stuttar vegalengdir í einu. Oktavatal gassins er 110. Það er litar- og lyktarlaust, en til þess að hægt sé að verða vart við það, hef- ur lytarefni verið bætt í það. Það efni brennur ekki, og kemur því sama lykt fram í úrgangsefnunum, en hún er á engan hátt óþægileg. Gasið er ekki eitrað, og eldhætta í sambandi við notkun þess er tal- in vera um fjórðungi minni en í sambandi við benzínnotkun. Blað'ið hefur frétt á skotspónum, að einhverjir íslendingar hafi sótt um umboð fyrir gasútbúnað fyrir bíla, og enn fremur, að einn bíll hérlendis hafi þegar útbúnað til að brenna gasi. Nýr Kiljan Framhald af 16. síðu. Vort land er í dögun, útdrættir úr ritgerðum eftir Einar Olgeirs- son. Ræður og riss, eftir Sverri Kristjánsso11. Andlit Asíu, en það er ferðasaga eftir Rannveigu Tómasdóttur, myndskreytt af Bar böru Árnason. Elztu hetjukvæði Eddu með inngangi og skýring- um eftir Jón Helgason prófessor, og loks tólfta bókin, sem ekki er enn fyllilega ákveðin. Bridge Framhald af 12. síðu. um eftirmiödaginn. — Mótið mun standa yfir í fimm daga — og er mjög erfitt, einkum í opna flokkn- um, þar sem spilaðar eru tvær um- ferðir á dag flesta dagana. Margir kunnir bridgespilarar taka þátt í mótinu og má þar til dæmis nefna Jan Wohlin, sem spilar i A-sveit Svíþjóðar, en hann er einn kunn- asti bridgespilari heimsins. Félagi hans í sveitinni er Per Lundell, en einnig spilar í A-sveitinni hinn kunni spilari Lars Zachrison. — Norsku spilararnir eru flestir ný- liðar í keppni erlendis, en þó má nefna þar Stang-Wollf og Per Enge bretssen, sem spila í B-sveitinni. í dönsku A-sveitinni eru tvær konur. þær Otti Dam og Rigmor Frænckel — en í B-sveitinni Werde lin-bræðurnir. Sítja alþjóðajjing Framhald af 3. síðu. mun verða haldið áfram, ef vel tekst til. Fararstjóri erlendu stú- dentanna hefur verið ráðinn Árni Stefánsson, skólastjóri. Stúdentablaðið, sem stúdentaráð gefur út, hefur nú breytt um bún- ing og er léttari blær yfir því en áður. Næsta hefti blaðsins mun koma út 17. júní og verður þá selt á götum borgarinnar. Ritstjórar Stúdentablaðsins eru nú Steingrim ur Gautur Kristjánsson, stud. jur., og Þorvaldur G. Einarsson, stud. jur. Stúdentaráð hefur að nokkru tek ið þátt í aðstoð til vanþróaðra landa heims. Hefur nokkurt fram- lag frá því verið veitt til baráttu gegn ólæsi í Bólívíu. Þá hefur ráð- ið í hyggju að bjóða hingað til lands einhverjum stúdentaleiðtoga frá Afríku til þriggja mánaða dval ar, og skal hann kynna sér þjóð- félagsmál, menntamál og félagslíf háskólastúdenta og annað slíkt. Þetta er þó enn á undirbúnings- stigi, en vonir standa til að af þessu megi verða. Annars háir húsnæðisleysi mjög starfsemi ráðsins og telja forráða- menn þess byggingu félagsheimilis vera eitt brýnasta verkefnið á næst unni. Formaður stúdentaráðs er eins og áður segir Jón E. Ragnars- son og framkvæmdastjóri þess Ás- laug Qttesen, stud. jur. Alsír Framhald af 1. síðu. OAS-samtökin í Alsír gáfu í dag út áskorun til allra Evrópumanna í Alsír þess efnis, að þeir flytjist til fimm ákveðinna bæja í Alsír, sem yrðu eins konar bækistöðvar Evrópumanna, verndaðar með her afla OAS-manna. Áskorun þessi var lesin upp í leynilegri útvarpsstöð samtakanna, og var þar sagt, að bæirnir Oran, Mostaganem, Perregaux, Arzew og Sidi Bel Abbes, hefðu orðið fyrir valinu. í áskoruninni var sagt, að ef fólk vildi fara að þessum ráðum samtakanna, myndu verða stofn- aðar þarna eins konar Evrópu- mannanýlendur, sem yrðu tryggi- lega varðar árásum utanaðkomandi aðila. Skólar brenndir OAS-menn héldu áfram hryðju- verkum sínum í dag og er kunnugt um 11 Serki, sem myrtir hafa ver- ið, og sex særðust hættulega í ár- ásum grímuklæddra nianna í út- jaðri smábæjar, skammt frá Sidi Bel Abbes. í Mostaganem og Sidi Bel Abb- es voru sjö skólar brenndir til grunna og í Oran mátti heyra sprengjudyn og skothríð nær lát- laust fyrri part dagsins. Fólksflótti Frá Túnis berast þær fréttir, að alsírskir þjóðernissinnar, sem þar hafast við í útlegð, séu nú farnir að hugsa sér til hreyfings og und- irbúi af kappi ferð sína til Alsír, er þjóðaratkvæðagreiðslan er um garð gengin. Fréttir herma, að ekkert lát sé á fólksstraumnum U1 Frakklands, og í dag mátti sjá biðraðir fólks fyrir utan skrifstofur franska flug- félagsins Air France, en flugfélag ið byrjar nú reglulegar flugferðir frá Alsír að nýju, en starfsemi flugfélagsins í Alsír hefur legið niðri síðan 1. apríl, að skrifstofun- um var lokað, vegna endurtekinna hótana OAS-manna. Erlent yfirlit Framhald af 7. síðu. átt þar sæti síðan. Ilann hélt þá málflutningsstörfum sínum áfram allt til ársins 1958, er hann gerðist innanríkisráðherra stjórnarinnar í Nordrhein-West falen. Á seinustu árum hefur hann látið stjórnmálin í vaxandi mæli til sín taka og unnið sér slíkt álit, að hann hefur nú ver ið settur í eitt vandasamasta embætti flokksins. Þetta á hann ekki cízt að þakka því, að hann er ræðumaður góður, laginn samningamaður og snjall skipu leggjari. Það mun og ekki heldur hafa spillt fyrir honum, að hann hef- ur sýnt við ýmis tækifæri, að hann þorir að segja Adenauer meiningu sína. Þ. Þ. Ný andatjörn Framhald af 8. síðu. Eru það ákafir eggjasafnarar, sem þannig fara að ráði sínu, en einnig leikur grunur á, að menn fari á „andafund" í morg unsárið til þess eins að afla sér eggja í morgunmatinn. — Svo langt er nú gengið í sparnaðin- um. Vel aldir fuglar Þegar andaflutningar miklu urðu árið 1956, var ráðinn um- sjónarmaður við Tjörnina. Hann heitir Sigurður Samúels- son. Fréttamenn voru beðnir að leiðrétta þann leiða misskilning, sem virðist ríkjandi meðal þorra fólks, að fuglarnir á Tjörninni séu vannærðir. Raun- in er sú, að þeir eru allt að þrisvar sinnum feitari en frænd ur þeirra, sem annars sttðar búa. Umsjónarmenn sjá þeim allt- af fyrir nægum mat, fiskúr- gangi, korni, brauði og krækl- ingi. Æðarfuglinn er sérstak- lega hrifinn af kræklingnum, og er hann sóttur inn í Grafar- vog á sumrin, en alla leið upp í Hvalfjörð á veturna. Má af því marka, að nokkuð er fyrir þeim haft. Starf þessara ágætu manna við Tjörnina er þakkarvert. Það er ánægjuauki öllum þeim mörgu, sem unna fögru um- hverfi og fjölbreyttu fuglalífi. — k. Snjór á Austurlandi Framhald af 16. síðu. un. Nokkur beygur er nú í fjáreig- endum, að lömb krókni, ef þessu hrakviðri heldur áfram. — V.S. Eskif jörSur Hér hefur verið stórrigning og stormur í sólarhring, en miklu verra í dag en í nótt. Mikill vöxtur er í lækjum. Vegaskemmdir eru ókannaðar enda fáir á ferli. Má gera ráð 'fyrir, að talsvert hafi runn ið úr vegum. — Á.J. ReyðarfjörSur Vatnsveðrið hefur s-taðið í dag og nótt, aurskriður hafa fallið á vegi og Oddsskarð lokaðist vegna snjókomu. Þá er farið að renna úr vegum, en um stórskemmdir er þó varla að ræða enn sem komið er. — M.S. Djúpivogur Óveðrið skall yfir um klukkan 1 í nótt. Síðan hefur verið látlaus vatnskoma. í dag hefur verið ófært upp á Hérað, strax á Berufjarðar- ströndinni er slíkur vöxtur i óbrú- uðum lækjum, að bílar komast ekki yfir þá Nýbornar ær eru heima við hjá flestum bændum, , svo að ekki er gert ráð fyrir lamba- í dauða vegna illveðurs. — Þ.S. Þökkum hjartanlega auðsýnda vinsemd og virðlngu vi3 and- lát og jarSarför Bergsteins Sveinssonar, Brennu, Eyrarbakka. Einnig þakkir til þeirra, er auðsýndu ómetanlega hjálp í veikindum hans. Aðstandendur. Frá A-Berlín Framhald af 4. síðu. að hið bezta er selt til útianda. Auk þess er langur biðtími eft- ir þeim flestum, kæliskápum, sjónvarpstækjum, þvottavélum o.f. Stundum er heldur alls ekki tekið á móti pöntunum. Þeir fáu, sem hafa efni á að kaupa sér bíla, verða að bíða í um tvö ár eftir afhendingu og er auðvitað ekki um aðra bíla að ræða en austur-evrópska, er þykja misjafnir að gæðum. Svipuð laun en minni kaupmáttur — Hvernig eru launin? — Satt að segja veit ég það ekki svo vel af eigin reynd, enda lítið reynt að kynna mér þau mál nákvæmlega. Þó veit ég, að iðnaðarmenn í þungaiðr,- aði og prentsmiðjum eru launa- hæstir. Sonur minn er prent- ari og f.ær hann eitthvað á fimmta hundrað mörk að greidd um tryggingagjöldum og skatti. í iðnaðinum tíðkast mjög á- kvæðisvinna, sem menn revr.d- ar kenna að sumu leyti um slæm vörugæði, og er því erf- itt að segja nákvæmlega til urn laun. Annars munu laun hér vera að jafnaði eitthvað lægri að markafjölda en í Vescur- Þýzkalandi. Aðalmunur lífskjar anna er fólginn í því, hve kaup- máttur marksins er raunveru- lega mun lægri hérna, oæði vegna vöruskorts og minni vö'u gæða. Meðan eðlilegt samband var milli borgarhlutanna, var eitt vestur-þýzkt mark selt íyrir fjögur austur-þýzk á frjálsum markaði. Mikill flóttamanna- straumur kann að einhverju leyti að hafa valdið þessu lága gengi austurjþýzka marksins, en þetta gengi gefur samt nokkra hugmynd um hlutfallið milli hins raunverulega kaupmáUsr markanna. — Hvernig er sjúkraþjón- usta hcr og tryggingar, sem alls staðar er mesta ágæti hinna sósíalistísku ríkja? — Eitt verð ég að fá að segja gott um austur-þýzka ríkið. Læknaþjónusta er hér með á- gætum og öll ókeypis, lyf, sjúkrahúsvist og allt, sem að læknismeðferð lýtur. Einnig gleraugu getum við fengið, ef þörf_ er á, ókeypis þriðja hvert ár. Á tveggja ára fresti er hér líka ókeypis röntgenskoðun, sem allir fara til, og fleira er gert af slíku tagi, sem til fyrir- myndar er. — Og ellilaun? — Ellistyrkur er lágur miðað við Iaun, venjulega aðeins 125 mörk á mánuði. Karlar fá elli- styrk eftir 65 ára aldur, en kon- ur eftir sextugt. En vinni menn fram yfir þann aldur, fá þeir full laun og ellistyrk að auki, greiða skatt af vinnulaun- um sínum, en þurfa ekki að borga þann 10% tryggingaskatt, sem allir borga annars af laun- um sínum. Geti menn ekki sótt vinnu vegna veikinda, fá menn fyrst í stað 90% launa, en hve lengi veit ég satt að segja ekki. Hermannaekkjur frá síðasta stríði, en fjöldi þeirra er mikill, fá hins vegar engan styrk, sem þær fá vestan megin, hvort sem þær vinna úti eða ekki, og þyk- ir mörgum ekkjum þetta slæmt hér. Ekkjur fallinna kommún- ista eða manna úr andspyrnu- hreyfingunni fá hins vegar há- an ekknastyrk. Sá, sem er réttum megin i stjórnmálunum og vinnur vel fyrir flokkinn, hann nýtur allt- af einhverra beinna eða óbeinna forréttinda og hjá þjóð minni virðast því miður alltaf vera nokkuð margir, sem vilja nota sér slík tækifæri. Hitlerstíminn sýndi það, þótt nú þykist auðvit að enginn hafa nálægt þeim fé- lögum komið. Framhald í næsta blaði. TRIUMPH HERÁLD • Brezkur bíll • 93% útsýni • Kraftmikill • Ryðvarinn • Sérbyggð grind • Standard gæði Almenna I verzlunarfélagið Laugavegi 168 Sími 10199. h.f. Akið AKIÐ nýjjum bíl SJÁLF Almenna bifreiðaleigan h.t. Hringbraut 106 — Sími 1513 NÝJUM BÍL ALM. BIFREIÐALEIGAN KLAPPARSTÍS 40 KEFLAVIK SÍMI 13776 Kaaherskaffi Braga — Santons — Rydens — Frimacokaffi Kvikk — Nescafe — Maxvell — Sími 20270 lt> T í M I N N , föstudaginn 15. júní 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.