Tíminn - 15.06.1962, Qupperneq 16

Tíminn - 15.06.1962, Qupperneq 16
1 • Á myndinni getor að líta langa biðröð fólks fyrir utan heilsuverndarstöðina í Kaupmannahöfn, en fólkið bíður eftir bólusetningu. Eins og kunnugt er af fréttum, var fjögurra ára gamall drengur, sem nýkominn var frá Nigeríu með foreldrum sínum, lagður inn á sjúkrahús í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum dögum, þar sem grunur lék á, að hann vaeri með bólusótt. — VKSbrögð fólks urðu mjög svipuð þeim, sem urðu hér á landi, þegar fréttirnar um bólusótt i Þýzkalandi bárust til landsins, þ.e. nokkurs konar bólusetningaræði greip fólkið. \ 133. tbl. Föstudagur 15. júní 1962 46. árg. | I NÝR KILJAN OG ÞÚRBERG- UR Á 25 ÁRA AFMÆLINU BrennsJugas í bifreiðar Volvoverksmiðjurnar í Sví- þjóð hafa nú hafið framleiðslu á tækjum til gasknúningar bifreiða. Kallast tæki þetta „landi", og er komið fyrir í bifreiðum jafnhliða benzin- kerfi. Bílar með þessum út- búnaði hafa þannig tvöfalt brennslukerfi, og er hægt að flytja milli þeirra með hand- taki I mælaborðinu. Skiptin gerast svo liðlega, að þeirra verður naumast vart í bílnum. Gasið, sem notað er til að knýja bifreiðir, er blanda úr pro- pan og butan, en þau efni eru úr hópi hinna s.k. mettuðu kolvetna eða votu gasa. Alþjóðleg skamm- stöfun gassins er LPG (liquefied Petroleum Gas), en meginkostur þess er, að tiltölulega lítill þrýst- ingur kemur því í fljótandi form, og er það flutt og geymt í þeirri Framhald á 15. síðu. í tilefni af 25 ára afmæli bókmenntafélagsins Máls og menningar. 17. júní næstkom andi, hefur verið ákveðið að stofna til afmælisútgáfu 12 bóka eftir nokkra helztu rit- höfunda og skáld þjóðarinnar. Allar bækurnar eru frumsamin verk íslenzkra höfunda, og er ætl unin að vanda sérstaklega til bókagerðarinnar. Má nefna, a'ð 12 listamenn verða fengnir til að gera kápurnar og sjá um útlit bókanna. 70 seld af 100 árituðum Ákveðið hefur verið, að afmæl isútgáfan verði aðeins í 500 ein- tökum og verða allar 12 bækurn ar seldar í einu lagi. 100 eintök verða i sérstaklega vönduðum búningi, tölusett og árituð af höf undum, og verða þau dýrust. Hin 400 eintökin verða seld öll inn- bundin í shirting á 2400,— krón- uj samtals, en þær munu einnig fást í skinni og óbundin. Nú er hafin söfnun á kaupendum að þessum bókum, og má nefna, að rúmlega 70 af 100 árituðu bókun um eru þegar seldar. Bækurnar munu sennilega koma allar út í einu í haust. Jafnframt verður gefið út sérstakt afmælis hefti af tímariti Máls og menn- ingar og einnig ag öllum líkind um haldin bókasýning. Bækurnar í afmælisútgáfuni verða þessar: Minningar úr Unu- húsi, sem Þorbergur Þórðarsson hefur skráð eftir Stefáni frá Hvíta dal, og eru þessar minningar frá þriðja og fjórða tug aldarinnar. Skriftamál uppgjafaprests eftir Gunnar Benediktsso11, en það er safn elztu fyrirleslra og ritgerða hans. Prjónastofan Sólin eftir Kalldór Kiljan Laxness, en það er nýtt leikrit, sem lýsir öldinni í grímubúningi. Tuttugu erlend kvæði, þýdd og stæld af Jóni Helgasyni prófessor. Ný ljóðabók eftir Jóhannes úr Kötlum. Blakk- ar rúnir, smásögur eftir Hal'ldór Stefá«sson. Vegurinn að brúnni, skáldsaga eftir Stefán Jónsson. (Framhald á 15 síðu) SNJ0R TEPPIR A Ganga til Reykja- víkur ofan úr Kjós Blaðinu barst í gær fréttatil- kynning frá samtökum hernáms- andstæð'inga, þar sem segir að mið- nefnd samtakanna hafi á fundi s.l. miðvikudag ákveðið að hefja sum- arstarfið með mótmælagöngu úr Hvalfirði til Reykjavíkur um Jóns- messuna, og „er gangan farin í því skyni að' vekja athygli landsmanna á fyrirætlunum Bandaríkjamanna um kafbátastöð og flotalægi í Hval firði,“ segir í tilkynningunni. Fyr- irhugað er, að leggja af stað frá Reykjavík nokkru eftir hádegi, laugardaginn 23. júní, og ,aka að Hvítíinesi í Kjós og halda þar fund. Að lokum verð'ur gengið suð- ur á Kjalarnes, þar reistar tjald- búðir, en síðan gengið það sem eftir er til Reykjavíkur daginn eft- ir. Öll leiðin er tæpir 70 kílómetr. ar. Á miðvikudagsnóttina snjó- aði í fjöll á Austurlandi, og á miðvikudaginn gekk á með krapaéljum allt niður í byggð á fjörðunum. Nóttina eftir byrjaði að rigna með hvass- viðri af aust-norðaustri, og í gær færðist veðrið í aukana með stórfelldri vatnskomu. Oddsskarð tepptist af snjó og Fjarðarheiði var aðeins fær bílum með drifi á öllum hjólum. Mikill vöxtur er hlaupinn í ár og læki, aurskriður afa fallið á vegi, en skemmdir eru víða lítt kannaðar, enda fáförult milli byggðarlaga í þessari veðráttu. Flugferðir til Þórshafnar og Kópaskers féllu nið ur í gær og flugvöllurinn á Egils- stöðum var lokaður fram eftir deg- inum. Áætlunarvélin, sem átti að fara til Egilsstaða klukkan þrjú, lagði upp klukkan hálf sex. Blaðið hafði tal af fréttariturum í nokkrum kaupstöð'um á Austur- landi í gær, og fer umsögn þeirra hér á eftir: Þórshöfn Hé: hefur verið austan ruddaveð ur með vatnskomu og krapa til heiða í fyrradag. Upp úr hádegi í gær fór að rigna á láglendi, og í Siglufjarðarskarð lokaðist í gær Hofsósi, 14. júnl. Siglufjarðarskarð lokaðist um tíma í gær vegna fannkomu. Komst þá ekk. nema annar áætl- unarbíllinn út fyrir skarðið. I morgun hafði færð batnað, og fóru þá jeppar um skarðið. I dag er varið að moka þar og ýta. 20 tonna þilfarsbátur var keypt- ur hingað nýlega, og verður hann gerður út á handfæri. Eigendur bátsins eru Jóhann Eiríksson og Einar Jóhannsson. N.H. dag hefur vatnskoma haldizt með 6—7 vindstigum af aust-norðaustri. Tjáreigendur eru smeykir um lörrib í þessu veðurlagi. — H. G. Vopnaf jörður Austlægt vonzkuveður hefur staðið hér yfir í nær tvo sólar- hringa. Allar ár eru í hrokavexti, en spjöll hafa ekki orðið. Gera má ráð fyrir, að unglömbum sé hætt, ef veðrinu fer ekki að slota. — KV. Seyöisf jörður Austan stórviðri með geypilegri vatnskomu hefur staðið hér yfir í nótt og dag. Enn hafa ekki orðið íkemmdir, en hér eru fjórar nýjar bryggjur i smíðum, og vita menn ekki, hvað kann að gerast á næsta flóði. í fyrrinótt og í gær snjóaði í fjöll, og var Fjarðarheiði þá að- eins fær bílum með drifi á öllum hjólum. — I.H. Neskaupstaður Úrfellið er nú meira en í morg- (Framhald á 15. síðu) STOKKHOLMUR - REYKJAVÍK Svart: F. Ekströni Svartur lék síðast 40. .. a5—a4. Hvítur svarar með 41. Hdl—al

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.