Tíminn - 20.06.1962, Page 6

Tíminn - 20.06.1962, Page 6
/ Þeir vita betur i. f sögum og ævintýrum fyrir börn er mjög algengt, að sögu- persónurnar séu aðeins af tvennum toga spunnar, annað- hvort mjög góðir menn eða mjög vondir. Þessi skilgreining á mönnum er lientug börnum, á meðan skilningur þeirra er lítið þroskaður og ómótaður af lífsreynslu og þekkingu. Fyrir mjög vanþroska fólk, sem kom- ið er á kosningaaldur, hentar einnig þessi skilgreining, en aðra ekki. Þessi barnalega skipting í góða menn og vonda, er notuð af skammsýnum mönnum, sem skrifa um stjórnmál. f Morgun- blaðinu gætir þessara sjónar- miða mjög, þegar um er að ræða samvinnumenn og þann hluta stuðnihgsmanna blaðsins og annarra, sem ekki eru sam- vinnumenn. Ár eftir ár reyna leiðara- og staksteinahöfundar blaðsins að telja lesendum sinum trú um það, að leiðtogar Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, séu ó- tíndir bófar og samsærismenn, en ríkisstjómin og stuðnings- menn hennar góðu mennirnir í sögunni, sem bjargi öllu af hetjulund, vitsmunum pg fórn- arvilja á síðustu stundu, en nógu snemma til þess, að allt endi vel og sé í ágætu Iagi. Á sama tíma og aðalfundur Sambandsins stóð I fyrra, var sagt, að leiðtogar samvinnu- mannanna hefðu svikizt. að góðu mönnunum, reynt að koll- varpa efnahagslegu öryggi borg aranna og lcggja björgunarstarf velgerðamanna í rúst. Þá var á- stæðan sú, að samvinnumenn áttu hátt í að aflétta vinnustöðv un, láta skipin sigla, síldarver- tíðina hafa sinn gang, verk- smiðjur halda áfram iðnaðar- framleiðslu, og Iífskjör venju- legra borgara batna frá því sem áður var og allir vissu að ekki varð lengur unað við. Þá voru „SÍS-herrarnir“ bófar og svik- arar, þeir, sem lækkuðu geng- ið, hetjur og ævintýraprinsar. Á sama tíma og 63 húsmæður af öllu landinu dvöldu við hvfld og leik og andlega vinnu á heim ili samvinnumanna að Bifröst í maí sl., var þjóðinni sagt, að samvinnusteflnan sæti á svik- ráðum við höfuðborgina, sem góða fólkinu þykir svo vænt um og leiðtogar kaupfélaganna og Sambandsins stefndu að því, að setja „SÍS merkið“ á sem allra flesta staði í borginni og vildu jafnvel fá lóðir undir hús! Um sama leyti og aðalfund- ur Sambandsins stóð í Bifröst nú í vor sögðu góðu mennirn- ir, að leiðtogar Samfmndsins sætu á svikráðum við þjóðina og hefðu ætlað að taka þátt í aðför, „sem ryðja átti veginn til algjörrar upplaiu I ar í kjara- málum“, en hefði svo brostið kjark til að leggja út í óhæfu- verkið og átt þátt í samning- um um kaup og kjör. Og nú voru samningar þeir, sem gerð- ir voru nákvæn’Jega eins og góðu mennirnir vildu, en í fyrra voru sams konar samningar landráð. Fr.h. — PHJ JAFNAN FYRIRLIGGJANDI Til söSu Einbýlishús við Skipasnnd gæti verið 2 íbúðir, 2 og 3 herb. Bílskúr fylgir. Ræktuð lóð. 4 herb. risíbúð við Mávahlíð. 4 herb. mjög ódýr risíbúð við Nýbýlaveg, Kópavogi. Lítil útborgun. HÚSA OG SKIPASALAN, Laugavegi 18, III. hæð. Símar 18429 og 18783. Jón Skaftason hrl. Jón Grétar Sigurðsson, lögfr. SKOLASLIT Gagnfræðaskólanum á Akra nesi var slitið í kirkjunni þar sl. föstudag. Sr. Jón M. Guð- jónsson flutti bæn, skólastjóri ræðu, og nemendur sungu undir stjórn söngkennara skólans, Magnúsar Jónssonar. ( Skráðir voru 248 nemendur í skólann í vetur, og skiptust þeir í 11 deildir. Unglingaprófi luku 76 nemendur, og hlaut Jóhanna M. Guðjónsdóttir hæsta einkunn í því prófi 9,21, og var það jafn- framt hæsta einkunn í skólanum á þessu vori. Miðskólaprófi lauk 51 nemandi, þar af 10 landsprófi miðskóla. Hæsta einkunn hlaut Ingveldur Sverrisdóttir, 8,88 í mið skólaprófi og 8,46 í landsprófi mið skóla. 36 gagnfræðingar voru brautskráðir frá skólanum. Hæsta einkunn í gagnfræðaprófi hlaut Þuríður M. Jónsdóttir 8,73. — í fyrsta bekk hlaut hæsta einkunn Steinunn Jóhannesdóttir 9,06. — Við skólann störfuðu 11 fastir kennarar auk skólastjóra, og 6 stundakennarar. Fjölmörgum nemendum voru veitt verðlaun og viðurkenningar við skólaslit m.a. fyrir ágæti í námi, háthúsi, stundvísi og félags störf. Gefendur voru bæði einstakl ingar, félög og fyrirtæki. — Gagn fræðingar, er brautskráðust frá skólanum fyrir 10 árum, mættu við skólaslit, og færðu þeir skólan um að gjöf þýzkt hljómplötunám- skeið, en þýzka hefur verið val- frjáls kennslugrein i fjórða bekk skólans undanfarna tvo vetur. Orð fyrir gefendum hafði Narfi Sigur þórsson. — Hið nýja skólahús við Vallholt hefur nú að mestu verið tekið í notkun, og standa vonir til, að fyrsta áfanga þeirrar miklu byggingar verði að fullu lokið í haust, og húsið þá allt tilbúið til notkunar, svo og leikvellir og öll lóð skólans. Réttarholtsskóla var slitiS 30. maí sl. í vetur voru 435 nemendur í skólanum í 14 bekkjardeildum. Við skólann ráðnir. Unglingapróf þreyttu 188 nem- endur og hlaut hæstu meðaleink- unn Hólmfríður Árnadóttir 9,68, en það var jafnframt hæsta meðal einkunn í skólanum í vor og hæsta meðaleinkunn á unglingaprófi í skólanum frá upphafi. Gunnlaugur Pálmi Kristinsson hlaut 9,22 og Kristján Arinbjarnar son 9,21. í 3. bekk hlaut hæstu meðal- einkunn Harpa Jósefsdóttir 8,95. Hanna Herbertsdóttir hlaut 8,64. Hæstu meðaleinkunn í 1. bekk hlaut Sigurður Guðmundfcson 9.05. Oddný Óskarsdóttir hlaut 8.95. — Bókaverðlaun fengu þeir nemend- ur. sem beztum nám,?árangri náðu, svo og þeir, sem gegnt höfðu trún aðarstörfum — Þá höfðu nokkrir nemendur skólans hlotið ritgerða- verðlaun fræðslunefndar tannlækn ingafélagsins og afhenti skólastjór inn bókaverðlaun þessi við skóla- slit. — Dagana 19. og 20. f.m. var haldin sýning í skólanum i vinnu nemenda (handavinnu og teikn- ingu) og var hún mjög vel sótt. Gagnfræðaskólanum við Lindargötu var slitið 30. maí. Við skólann störfuðu 16 fasta- kennarar og 6 stundakennar- ar. Innritaðir höfðu verið 303 nem | endur í 12 bekkjardeildum. 209 í unglingadeildum, 60 í 3. bekk og 34 í 4. bekk. Gagnfræðaprófi luku 34. — Að prófi loknu fóru nem- endur 2. bekkjar 1 dagsferð „út í bláinn“ (um Árnessýslu), en gagn fræðingar 3 daga ferð um Suður- land. Við skólaslit hlutu þessir bóka- verðlaun fyrir góða frammistöðu: Sigrún Guðnadóttir 1. bekk Hannes Pétursson 2. — Ingibjörg Briem 2. — Erna Matthíasdóttir 3. — Guðmundur Óskarsson 3. — Helga Þórhallsdóttir 4. — Jóhanna Sigsteinsdóttir 4. — Svala Þórhallsdóttir 4. — Auk þess afhenti skólastjóri all mörg verðlaun frá Tannlæknafél. íslands, sem veitt höfðu verið fyrir samkeppnisritgerð í vetur. Skólastjóri er Jón Á. Gissurar- son. t / Barnaskóla Akraness var slitið miðvikudaginn 30. maí. Skólastjóri Njáll Guðmunds- son hélt ræðu og lýsti starf- inu á sl. vetri. Skólinn starf- aði í 22 bekkjardeildum, sem í voru 572 börn. Við skólann starfa 15 fastir kennarar, auk skólastjóra, þar af 2 kennar- Nýtt félagsheimili í Reynishverfi Laugardaginn 2. júní fór fram vígsla á nýju félagsh'eimili, er hlaut nafnið Eyrarland. Það stendur hér um bil í miðju Reynishverfi, skammt frá Reyn- iskirkju, á fagurri flöt rétt við rætur Reynisfjalls. Félagsheimilið er reist af ung- mannafélaginu „Reyni“ og er eign þess að mestu. En félags- svæði þess hefmr verið Reynis- hverfi og og Fossbæir alls 11 býli, en nú hafa félaginu bætzt nokkr- ir góðir starfskraftar frá nær- liggjandi bæjum. Húsið er 575 rúmmetrar að stærð. Hafist var handa haustið 1955 og var gert fokhelt árið eft- ir. Því hefur miðað hægt áfram er. farsællega. Yfirsmiður var Jón Valmunds- son í Vík en margir góðir smið- ir lögðu þar hönd að verki. Éins þeirra vil ég minnast hér, Þor- steins Ólafssonar frá Lækjar- bakka. Hann var gjaldkeri ung- mennafélagsins og vann að smiði hússins með kappi og óbilandi áhuga meðan heilsa og líf entist. Rafgeisli h.f. á Selfossi annaðist raflagnir. Bygging þessa félagsheimilis á sér nokkurn aðdraganda. Á sama stað og húsið stendur| stóð áður barnaskóli er byggður, var rétt eftir síðustu aldamót Skól ann notuðu menn einnig fyrir samkomur sínar og var þar oft fjörilgt félagslíf. Þar var starfandi góðtemplararegla, bæði fyrir börn og fullorðna, þar starfaði Umf. Reynir, er nú hefur reist þetta nýja félagsheimili. Þar voru æfð- ar íþróttir og leikfimi af miklu '-:appi, sundlaugar byggðar og kennt sund í köldu vatni, öllum! til mikillar ánægju og tvímæla ! j laust til mikils ávinnings og þroska. En svo kom óhappið. Húsið i brann. Skólinn var horfinn og rústirnar einar blöstu við. Eg hygg að okkur hafi öllum orðið þannig innanbrjósts eins og 'við hefðum misst hluta af okkur sjálfum. Öll- um kom saman um, að við svo fcúið mætti ekki standa. Var þá skammt að bíða að hafinn var nauðsynlegur undirbúningur á ýmsum sviðum, kosin byggingar- nefnd, en hana skipa: Gísli Skafta son, form., Einar Kjartansson og Einar Klemenzson af hálfu ung- mennafélagsins, og Oddur Sigur- bergsson, er annaðist reiknishald og séra Jónas Gíslason af hálfu hreppsnefndar. Það er einróma álit okkar að byggingarnefnd hafi unnið sitt starf af mikilli prýði. Öll almenn verkamannavinna var unnin af ungmennafélögum án kaups og þar að auki tóku þeir á sig, 'með frjálsum samskotum all- háar upphæðir til efniskaupa. Þess er bæði ljúft og skylt að geta að ýmsir utanfélagsmenn ar að hálfu við gagnfræðaskól- ann. Barnaprófi luku að þessu sinni 94 börn. Fyrstu einkunn hlutu 63 börn. Aðra einkunn 28 og þriðju einkunn 3 börn. Sjö nemendur hlutu ág. eink- unn. Þeirra hæst var Helga Viðarsdóttir og fékk hún 9,46, sem er hæsta einkunn í 'skól- snum á þessu skólaári. Veitt voru mörg verðlaun, svo j sem fyrir hæstu ei.nkunnir í handa vinnu og teikningu og fl. komu með framréttar vinnuhend- ur og margir bæði hér í nágrenn- inu og héðan burt fluttir hafa glatt okkur með mjög myndarleg- um peningagjöfum. Öllum þessum mönnum þakkar félagið af alhug. Alls mun félagsheimilið kosta nú nálægt hálfri milljón kr. auk húsgagna. Skuldir eru nokkiar, en vel viðráðanlegar. Það var í vor í lok sauðburðar, er qll náttúran var að leysast úr vetrarviðjunum, vaxandi gróður og birta vornæturinnar ól bjart- sýni og þor, að ungmennafélagið ákvað á fundi sínum að félags- heimilið skyldi vígja laugardaginn 2. júní. Þó var margt eftir sem ljúka þurfti og fresturinn því í naumara lagi. Það mátti segja að hér varð uppi fótur og fit. Allir sem vetl- ingi gátu valdið bæði karlar og konur lögðu sitt lið fram, svo að áætlunin stæðist, og það tókst. Öllu var lokið í tæka tíð. Hinn þráði vigsludagur 2. júní rann upp. Reynt hafði veiið að bjóða til þessa móts öllum velgerðarmönn- um okkar hér í nágrenni og burt fluttum félögum og venzla- fólki þeirra. Þó sjáum við nú að fleiri voru verðugir. Nú voru allir er mót þetta sóttu setztir til borðs. Þá gekk í salinn séra Jónas Gislason og bað þess að sunginn yrði sálmurinn Faðir andanna. Kirkjukór Reyniskirkju stjórnaði og allir tóku undir. Að sálminum loknum flutti séra Jón- as vígsluræðuna, og sungið á eft- ir Son guðs ertu með sanni. Þetta var indæl stund. Að vígslunni sjálfri lokinni setti Sveinn Einarsson samkomuna og bauð alla velkomna. Hófst þá borð ! hald er þótti fara ánægjulega j íram, fjölmargar ræður voru flutt ! ar og ættjarðarljóð -sungin á milli. j Gísli Skaftason sagði í stórum 1 dráttum sögu byggingarinnar. For maður kvenfél. Þórný Jónsdóttir flutti ávarp. Oddviti Hvamms- hrepps sr. Jónas Gíslason afhenti form. byggingarnefndar 10 þús. kr. að gjöf frá hreppnum. Frú Bergþóra Gunnarsdóttir, kona Kjartans Sveinssonar frá Fossi gaf fyrirheit um stóra trjáplantna sendingu frá þeim hjónum, sem nú er komin og þegar gróðursett. Margir fleiri glöddu félagið mjög myndarlega þótt ekki sé getið hér og skal þeim öllum fluttar hjart- ans þakkir. Að borðhaldinu loknu voru borð upp tekin og s-tiginn dans sleitu- laust fram undir morgun. Vigsluhátíð þessi^finnst okkur ungmennafélögunum hafa tekizt mjög ánægjulega og vonum að okkar kæru gestum sé svipað inn- anbrjósts. Mér finnst að á þess- ari samkomu hafi ríkt sá hugljúfi andi. er seint gleymist, andi, sem aðeins fæst þegar allir loggja frarn sitt bezta. s E íVliííat5 viti útbrei'ðslu og auglýsingaverð er hagkvæmast að aug- !ýsa í Tímanum Tímin.n 6 T f M I N N, miðvikudagur 20. juní 1962.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.