Tíminn - 23.06.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.06.1962, Blaðsíða 4
 ar»»»wBg-,Kr3!-iait^ii|>ynianffiawaiiii* n i wtn Bxsazsm ^s^ssf.rsaemst&t^essmí^ Fimm daga bændaför Eyfellinga lauk miSviku- daginn 20. júní meS sam- sæti, sem Mosfellingar héldu þeim að Hlégarði í Mosfellssveit. Var þar glatt á hjalla og engin þreytu- merki að sjá á ferðalöngun- um, þrátt fyrir mikinn akst- ur og viðburði undanfarn- inna daga. Ánægju þeirra verður vart með orðum lýst. Gunnar Ámason, skrifstofu- stjóri Búnaðarfélags íslands var fararstjóri Eyfellinga í þess ari för, og sagði hann Tíman- um ferðasöguna í stórum drátt um. Að morgni laugardags 16. júní var !agt af stað og ekið þann dag norður í Vestur- Húnavatnssýslu, þar sem gist var á ýmsum bæjum í Miðfirði og Víðidal. Næsta dag var ekið um Skagafjörð og Eyjafjörð, og um kvöldið var ekið til Suð ur-Þingeyjarsýslu og gist á bæj um í Aðaldal og Reykjadal. — Þriðja daginn var farið um Tjömes til Kelduhverfis, þar sem tekið var á móti hópnum í Skúlagarði. Síðan var haldið til Ásbyrgis, Dettifoss og fleiri fagurra staða, en um kvöldið var—--ferðalöngunum haldin veizla.. að Reynihlíð í Mývatns- sveit af Búnaðarfélagi íslands. Um nóttina gistu Eyfellingar á bæjum í Mývatnssvfeit. Þá var haldið til Akureyrar, þar sem setin var veizla á KEA og svo mikið var um dýrðir í w w• ■ • au • #-»■ •au^waa/ ■«• ui -■ |Vi • höfuðborg Norðurlands, að sleppa varð heimsókn, sem á- kveðin hafði verið að Hólum í Hjaltadal þann dag. Þess í stað var móttaka í Húnaveri, en síð- an var fólkinu dreift til gist- ingar á bæi í Bólstaðahliðar- hreppi, Svínavatnshreppi og Engihlíðarhreppi. Fimmta og síðasta daginn var svo farið í Vatnsdal og þaðan til Borgarfjarðar, þar sem setin var veizla í Hreðavatnsskála í boði Búnaðarsamibands Borg- firðinga. Þaðan lá leiðin til Hvanneyrar og síðan til Hlé- garðs, þar sem bændaförinni lauk, eins og fyrr var sagt. — Þátttakendur í förinni voru 66 talsins. Lét Gunnar mjög vel yfir allri ferðinni, fólkið hefði alltaf verið glatt og ánægt, og litlir erfiðleikar orðið á að halda alla áætlun. Mótttökur héfðu hvar- vetna verið framúrskarandi, og hefðu bændur viðkomandi hér- aða komið á móti Eyfellingum upp á heiðar og fylgt þeim aft- ur að sýslumörkum. Ólafur Kristjánsson, bóndi á Seljalandi, sem var einn þátt- takanda í þessari för, var hrif- inn af öllu, sem fyrir augu hafði bórið. — Þetta var í stuttu máli af- skaplega ánægjuleg ferð, farar- stjórn var með ágætum, fyrir- greiðsla hvarvetna mjög góð og alls staðar höfðinglegar' viðtök ur. Oftast komum við seint til Ólafur Kristjánsson gististaðanna, en þar var ekki spöruð fyrirhöfn og rausn. Vil ég nota þetta tækifæri td að senda beztu kveðjur og þakkir fyrir hönd okkar allra inn á öll heimili, þar sem við nutum gest risni í þessari ferð. — Hefurðu farið í slíka ferð áður? — Nei, þetta er í fyrsta sinn, sem Vestur-Skaftfellingar fara í bændaför, og það er óhætt að fullyrða, að ekkert okkar mun gleyma henni. Að vísu var veðr- ið ekki alveg upp á það bezta, en það er skömm að kvarta út af slíkurn smámunum, þegar allt annað var eins og bezt verð ur á kosið. — Hvað er þér nú minnis- stæðast úr þessari ferð? í bændaför Eyfelli Eyfellingarnir komnir a3 HlegarSi eftir fimm daga ferð um Norðurland. (Ljósmyndir: TIMINN. RE) Guðlaug Slgurðardóttir — Því er erfitt að svara. FSestir höfðu komið til Mývatns sveitar áður, og vorum við mjög hrifin af öllu þar. En ég vil ekki taka neinn stað fram yfir annan, þetta var allt í einu orði sagt: dásamlegt. Guðrún Auðunsdóttir frá Stóru-Mörk átti engin orð til að lýsa hrifningu sinni. — Það munaði litlu, að ég kæmist ékki í þessa ferð, en svo var bóndi minn, blessaður, svo vænn að sitja heima í þetta sinn og annast búið. Það er tals vert að hugsa um 14 kýr og allt annað, með aðeins tvo drengi sér til hjálpar. Sumir fengu fólk úr Reykjavík til að koma og annast búskapinn þessa daga til að geta lyft sér upp. — Og þetta hefur verið upp- lyfting, sem um munar? — Ég er nú hrædd um það. Það var ánægjulegt að gleyma dagsins önn um sinn, og þessi för verður okkur öllum áreiðan lega ógleymanleg. Vonandi eiga þau, sem nú sátu heima, eftir að fá tækifæri til að lyfta sér jafn rækilega upp og við höfum nú gert. Og ekki skal standa á okkur að gera þeim það kleift. Guðlaug Slgurðardóttir, Selja landsseli, var aldursforsetinn í þessari för, 72 ára gömul. — Ertu ekki þreytt eftir all- an þennan akstur? — Ég held nú ekki, ég finn bara ekki til þreytu. Þetta var rétt eins og að skreppa bæjar- leið, nema það var bara miklu skemmtilegra. Þetta var allt svo yndislegt, allir vildu allt fyrir okkur gera. En þó að fólk ið væri gott, þá er ég sannfærð um, að það var drottinn sem leiddi þessa ferð svo gæfusam- lega. Hjá öllum kvað við það sama, að þetta hefði verið dásamleg og ógleymanleg ferð, og allir báðu fyrir kveðjur og þakkir til þeirra, sem greitt höfðu för þeirra um landið. Og einn þeirra; Árni Kr. Sig- urðsson frá Bjarkalandi, bað fyrir þessa fallegu kveðju til Norðurlands: Hjartans yl og sólarsýn sveipar um mitt hjarta. Daga og nætur nýt ég þin, Norðurlandið bjarta. —k. [augardagurírin 23rjuní 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.