Tíminn - 23.06.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.06.1962, Blaðsíða 8
Fáar nafngiftir segja betur til um persónuleika manna og mann- gildi en nafngiftin brautryðjandi. Þykir hún jafnan mikill heiður á veraldlegum vettvangi, og þar eru margir kallaðir og mar'gir útvald- ir, en að ná þeirri nafngift á and- legu brautinni er aðeins fært fá- um. Þegar litið er yfir þann flokk manna, sem segja má, að rutt hafi farveg nýri'a, andlegra strauma á fslandi á fyrri hluta þessarar ald- ar, ber tvímælalaust hæst braut- rj’ðjendur 'SPRITITISMA og GUÐ- SPEKI (THEOSO'PHY). Þeir miklu andans menn, séra Haraldur Níelsson og Einar Kvar- an, munu þeir íslendingar, er öðr- um fremur vöktu SPÍRITISMA- HREYFINGUNA hér á landi, en þeir, sem GUÐSPEKINNI unnu farveg fyrstir, voru þeir Sigurður Kristófer Pétursson, Jón Árnason, séra Jakob Kristinsson o. fl. og þá hinn ungi lögfræðikandidat, sem gerði þó ekki lögfræði að lífsstarfi, Gretar FeUp, er ég hef hugsað mér að tileinka að mestu eftirfarandi línur. Þessar tvær hreyfingar urðu samtímis virkar í andlegu lífi fjölda fólks og gripu fyrst í stað að einhverju leyti hvor inn í aðra hjá mörgum, þar sem allir þessir menn boðuðu vísindagreinar þess- ar samtímis, enda þótt fljótt skipt- ust leiðir, þar eð spíritistinn kemst fljótlega á leiðarenda í leit sinni að staðfestingu á framhalds- lífinu, meðan guðspekineminn sér óendanleg rannsóknaretfni. Guðspekineminn þarf aldrei á spíritisma að halda (hér er átt við sálarrannsóknir með miðlum). Hann getur tekið upp þráðinn frá öllum hærri trijárbrögðum, þegar spíritisttnn hefur ekki nág öðr- um árangri en þeim, að fá stað- festingu á því, sem trúarbrögðin höfðu fullyrt áður — lífi eftir dauðann. Þannig getur sá, er leggur á braut andlegra vísinda sleppt sipíritisma, jafnvel er við því var- að í dulspekinn'i, eins og í trúar- brögðunum, að leita frétta af fram- liðnum. En SPÍRITISMINN verður aldrei skilinn rétt, án DULSPEK- INNAR. Ekki skal hér fullyrt, að aUar miðils-sálar-rannsóknir séu til- gangslausar og ámælisverðar, ef þær eru framkvæmdar á vísinda- legan hátt, og vel má sættast á, að þær hafi á síðari tímum átt róti að rekja til hinnar siðlausu útskúf-' unarkenninga þröngsýnna trúar-; bragða og trúflokka og skorts kirkj unnar á heimspekilegri og vísinda- legri fræðslu um framhaldslífið, og mörg munu þess dæmi, að syrgj-| endur hafa sótt til þessara rann-; sókna huggun og frið — báðum; megin grafar —, en á það skal bent, að þessa er ekki þörf, þegar| liærri sjónarsvið hafa opnazt, og eykur Utið persónulegan þros'ka I þeirra, er við þessar rannsóknir! fást, því að allrar sannrar andlegr-j ar þekkingar er aðeins að leita inn á við, — til síns æðsta sjálfs, því| að í djúpi hins innsta eðlis hvers manns býr allur leyndardómur lífs- ins, — að þekkja sjálfan sig er að þekkja GUÐ og allífið. Dulspeki- neminn, sem kynnzt hefur spíri- tisma þekkir þetta fljótt, og slepp- ir honum því venjulega á fyrstu tröppum dulspekinnar. Gretar Fells á því fljótt spíritis- mann að baki sem staðreynd um framhalds'lífið, en mjög takmark-j aða fræðslu um hin torráðnu rök lífsins. Hann leggur á hærri braut- ir andlegra rannsókna til heima, er trúarbrögðin segja frá, en segja of lítið um. Sautján ára gamall mun Gretar hafa kynnzt fyrstu bókinni um GUÐSPEKI, — hún var í bóka-j , safni föður hans, séra Ófeigs Vig-j , fússonar, prófasts að Fellsmúla í Landssveit. Þessi bók heillaði svo huga hins unga manns, að á skóla- árum sínum í Reykjavík las hann samhliða náminu allar þær bækur um iguðspeki og hvers konar dul- speki, er hann gat hönd á fest. Og brátt komst hinn gáfaði ungi menntamaður í raðir þeirra manna er ég hef nefnt hér að framan, sem forgöngumenn GUÐSPEK- j INNAR á íslandi. Flestir hinna fyrstu guðspeki- nema voru orðnir fullorðnir menn, er þeir kynntus't GUÐSPEKINNI fyrst. — Þeir eru nú flestir horfn- ! ir af sjónarsviðinu. Gretar var þeii'ra langyngstur. Hann tók upp ! merkið og hefur borið það lengst 1 og hæst allra íslendinga. ! Hann varð forseti GUÐSPEKl- j FÉLAGSINS 1935 og þar til 1956, I eða 21 ár samfleytt. Áður voru |forsetar félagsins, þau séra Jakob : Iíristinsson og frú Itristín Matthí- asson, en 1920 var GUÐSPEKIFE- LAGIÐ stofnað. Ritstjóri og ábyrgðarmaður tímarits GUÐSPEKIFÉLAGSINS, GANGLERA, hefir Gretar verið frá 1935. Fleiri trúnaðarstörfum í félögum hefur hann gegnt. Umsjá meg dýrmætu dulspeki-bókasafni, — sem hann hefur með ærinni fyr- irhöfn haldið saman og safnað til handa GUÐSPEKIFÉLAGINU, hef- 1 ur hann haft um langt skeið. Safn j þetta er meðlimum félagsins til meiri og minni afnota. Einhverjir kunna að spyrja: Hvað er GUÐSPEKI? Þér neitið því að hún sé trúarbrögð. Hver er tilgangur hennar, og hver er hlut- GRETAR FELLS Hin jákvæða andlega þróun á tslandi tuttugustn aldarinnar og Gretar Fells ur hennar í andlegri uppbyggingu á íslandi tuttugustu aldarinnar? | Til að svara þessu tæmandi þarf; meira rúm en hér er. Eg vil þó segja: Hún er fögur hugsjón, hún er heimspeki og vísindi, tvinnuð úr margþættum þráðum austrænn- ar Yoga-heimspeki og annarra dul- vísinda. Heimspeki sú, er hún er reist á er sterkasta brjóstvörn gegn hinum neikvæðu andlegu öflum, er á öllum tímum knýja á huga mannkynsins, en þó aldrei meira en nú, og ein þess megnug, að breyta þeim til jákvæðrar þróun- ar. Leiðir hennar eru: .Sjálfsþekk- ; sjálfsafneitun, 'umburðar-; mg, lyndi, fórnfýsi, bræðralag og sam- vitund við allífið. En oft liggur svarið við hinum erfiðustu spurn- ingum í einfaldri setningu, jafn- vel einu orði. Eg held að Gretar hafi svarað kjarna þessara spurn- inga — betur en hægt er ag gera í langri greinagerð — með einu orði, er hann notar oft í fræðslu- erindum sínum: MANNRÆKT. Tilkoma GUÐSPEKINNAR á ár- unum kring um 1920, er sannköll- uð dögun nýs dags í andlegum málum á íslandi. Kirkjan var ekki lengur fersk, lifandi uppspretta j andlegra linda, heldur stöðuvatn, er engir nýir straumar runnu að né frá. Hún var þröngsýn, treg og löt. Fylgdist ekki með auknum þroska kynslóðanna og kröfum um andleg verðmæti. En GUÐSPEKIN kom, leiftur- björt og hrífandi vængjuð háfleyg- um hugsjónum — með GUÐ, sem er voldugur — góður — sem brenn ir ekki börnin sín, — GUÐ, sem getur allt, — og KRIST, eins stór- an eða stærri en kirkjan hefur nokkru sinni kynnt hann. KRIST „með alla heimsins konunga og drottna fólgna í sér.“ < Matthías Jochumsson lýsir dög- un í þýðingu á einu Ijóði FRIÐ- ÞJÓFS þannig: „Skinfaxi skundar skínandi um síðir sunnan úr blíðheimi bjartari en fyr“ .... Aldrei hefur dagur — konungur verið kynntur í meiri tign né fegurra skrúði en í þessum Ijóð- línum Matthíasar, og svo skýr og myndræn er myndin, að blindir sjá liti og ljós. En hversu miklu fegurra glóir þó ekki hið gullna fax morgunroð- ans frá „blíðheimum" hærri ver- alda, — við myrkan hadd mann- lífsins. Enginn íslendingur hefur kynnt þennan morgunroða með meiri í alúð og sannfæringu en Gretar j Fells. Hann hefur boðað hann í óteljandi erindum í GUÐSPEKI-j FÉLAGINU o. fl. félögum i rík-1 isútvarpinu, — í bókum í bundnu máli og óbundnu, — frumsömd- um og þýddum — og fjölda Ht- gerða. Öll þessi verk eru rík að fegurð og dulúðgu djúpsæi dul- spekinnar. — Hliðstæð hug- tök og hrynjandi djúpsærra ljóða hefi ég heyrt Gretar nefna ljóðúð, mun hann höfundur þessa orðs. En hvergi á þetta fagra hug-| tak betur við en einmitt um hans eigin verk, því að ekki aðeins ljpð sín, heldur og einnig hin fjöl- mörgu fræðsluerindi og ritgerðir „úðar“ hann þessari gróðurdögg, svo að þau anga ilmi ,,rósa“-lífs og Ijóss. , Þegar þess er gætt, að allt hefur þetta verið unnið eftir venjuleg- an vinnudag brauðstritsins, verður séð. hvílíkt afrek það er. Eins og að líkum lætur, hefur þessi langa þjónusta fyrir hárri hugsjón borið ríkulegan ávöxt. i Fullvíst má telja, að hvergi muni jafnlítið gæta trúarlegs ofstækis kristihnar kirkju eins og í þjóð- kirkju íslands, og skal þag sagt gestlegu-stéttinni hér til verðugs lofs, að hún mun frjálslyndari í þeim efnum en sú s'tétt er í ná- lægum löndum. Mun hér tvennt koma til. Ómetanlegt framlag hins mikla kirkjuhöfðingja, séra Har- aldar Níelssonar, til þessara þró- unar og þrotlaus langvinn við- leitni GUÐSPEKIHRE YFIN G AR- INNAR að kynna dulvísindalegar og heimspekilegar niðurstöðu.r um margs konar torráðin rök lífsins, með þeim ríka árangri, að andleg- ur þroski fólksins — mat og kröf- ur um andleg verðmæti — hefur vaxið svo, að allt of mikil þröng- sýni í trúarkenningum kirkjunnar hefur orðið að þoka. En GUB- SPEKIN er ekki andstæða trúar- bragðanna, hún er félagi þeirra, verndari þeirra og vinur — hún kennir mönnum að skilja þau, hún metur þau að verðleikum, hvern- ig sem þau eru, hún þekkir til- gang þeirra, nauðsyn þeirra og tak markanir, jafhvel skurðgoðadýrk- un veit hún, að hefur sinn góða tilgang. Aðalsmerki GUÐSPEK- INNAR er meðal annars það; /a5 hún rifur aldrei niður, hún byggir alltaf upp. Hún veit að skurðgoða- dýrkun er aðferð þeirra til að til- biðja hinn eina sanna GUÐ, sem ekki hafa náð á, hærri sjónarhól. GUÐSPEKIN (áður hefi ég reynt að gera grein fyrir, hver hennar siðferðilegi, vísindalegi og heim- spekilegi grundvöllur er) er þess megnug, að lyfta öllum trúarbrögð- um á stöðugt hæraa stig, því að takmark hennar er óendanlegt á óendanlegri þroskabraut mann- anna í skauti allífsins. Að enginn hefur boðað þessi fræði jafnlengi, jafnoft og jafnvel, né átt jafnmikinn þátt í áhrifum þeirra og Gretai Fells, er alþjóð kunnugt. Fyrir utan dýrmætar bókmenntir frá eigin hendi og þýð- ingar og söfnun guðspekilegra og dulvísindalegra dýrgripa á erlend- um tungum, hefur þessi siðfágaði fulltrúi GUÐSPEKINNAR og DULVÍSINDALEGRA fræða um tugi ára „guðað á glugga“ hvers einasta heimilis á fslandi, er það menningartæki á, sem kallag er útvarp, og gefið þar myndríkar lýsingar á mikilvægi GUÐSPEKI og DULVÍSINDA og túlkun þeirra á tilgangi lífsins og fegurð þess með öryggi þess manns, sem með innra jafnvægi og hugrænni inn- lifun hefir gert fræðin að persónu- legri reynslu, er hann segir öðr- um frá svo sannfærandi og lát- laus't, ag hvert mannsbarn getur skilið það. Svo oft hefur maður heyrt um þessi útvarpserindi rætt, að fullyrða má, að enginn fyrirles- ari útvarpsins eigi slíkri þjóðar- hylli ag fagna sem hann. — Þó er alltaf svo hljótt úm hann. Það er eins og hlustandinn verð'i fyrir áhrifum frá þeirri kyrrð og virðu- leik, sem er yfir flutningi þessara erinda engu síður en fræðilegu gildi þeirra. Kannske er ég með þessum hug- leiðingum að rjúfa hefðbundna höfga kyrrð? Víst er um það, að aðdáendum hans get ég ekkert nýtt sagt um hann, og sjálfur hef- ur hann hvor'ki gagn af þessum hugleiðingum né ánægju, og ekki er þetta skrifað í tilefni afmælis eða útkomu bóka og hefur því engan sjáanlegan tilgang, — en þó. ef ég gæti gefið einhverjum hugmynd um, hvers þeir fara á mis, er ekki njóta þeirrar and- legu uppbyggingar, er dulspekileg fræði veita, en vegna þessara hug- leiðinga leituðu inn á þau svið, þá er myndin mótívsins verðug. GUÐSP EKIHRE YFIN GIN hef- rar markað dýpri spor í andlega menningu á fslandi sl. 40 ár en nokkug annað. Engum blandast hugur um að Gretar FeUs er hinn krýndi brautrygjandi hennar á Islandi — hefur veitt henni forystu lengst, og verig mik- ilvirkastur allra. GUÐSPEKI- FELAGIÐ hefur vaxið jafnt og 1 þétt og telur nú fleiri félaga ,en nokkru sinni fyrr. Kona hans, frú Svava Fells, hefur verið hon- um til ómetanlegrar aðstoðar og stjórnað starfseminni með honum, enda flestum færari til þess, gáfuð og menntuð sem hún er og guð- spekinemi um langt skeið. Jafn- , farsællega og hann hefur stjórnað i GUBSPEKIFÉLAGINU, sem for- seti þess, hefur honum tekizt val eftirmanns síns og þannig tryggt félaginu örugga framtíð. Hinn at- orkumikli, nýi forseti, Sigvaldi Hjálmarsson, sem verið hefur for- seti félagsins sl. 6 ár, hefur þeg- ar unnið hylli og aðdáun allra fé- lagsmanna fyrir frábæra hæfileika sem foringi, fyrirlesari og óvenju starfsorku. Undir forustu svo hæfs manns er ekki að efa, að framtíð félagsins er borgið. Það mun halda áfram að vera ein mesta menning- arstofnun þessa lands. Það mun stöðugt vaxa og veita meiri og rneiri þekkingu, öllum þeim, er bera gæfu til að taka á móti henni. — Því að GUÐSPEKIN er þekk- ing, en ekki trú. — Tugþúsundir íslendinga þakka og meta þennan skerf Gretars Fells til menningar og andlegs vaxtar þjóðarinnar, þótt hinna ver- aldlegu verðlauna hafi lítið gætt, — sem ekki er vanzalaust, en sem er þjóðarsiður, þegar beztu synir hennar eiga í hlut. „Leitið, og þér munuð finna. Knýið á, og fyrir yður mun upp- lokið verða“; Gretar Fells hefur fundið flest það, er hann hefur leitað að. Hann hefur knúið dyra og þeim hefur verið lokið upp. Hann hefur gef- ið öðrum ríkulegan hlut af því sem honuni hefur sjálfum hlotnazt af fegurð lífsins Hann ber öðrum fremur vitni um, hvað felst í hug- takinu MANNRÆKT. Reykjavík í júní 1962 Jóhann M. Kristjánsson T í M I N N, Iaugardagurinn 23. júní 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.