Tíminn - 23.06.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.06.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fullfcrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur í Eddu husinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka. stræti 7. Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Af- greiðslusími 12323. — Áskriftargjald kr. 55 á mánuði innan- lanas. í láusasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — í Eskihlíðinni er hægt að gera einn fegursta blett á Islandi Ræöa Björns Guðmundssonar á borgarstjérnarfundí í fyrradag Afleiðing járnsmiða- verkfalisins Fátt sýnir betur fálm og ráSleysi ríkísstjórnarinnar, þegar hún tekur sér fyrir hendur að hafa afskipti af kaupgjaldsmálum en lausn járnsmiðaverkfallsins. Járnsmiðir og atvinnurekendur voru búnir að ná full- komnu samkomulagi um mjög hóflega aldursuppbót, þegar ríkisstjórnin skarst í málið og bannaði atvinnurek- endum að semja, þar sem þetta samkomulag væri brot á þeirri stefnu stjórnarinnar að veita aðeins láglauna- mönnum launabætur umfram fjögur prósentin, er áður hafði verið samið um. Atvinnurekendur hlýddu þessu og hófst því verkfall járnsmiða í Reykjavík, er stóð á annan mánuð. Á Selfossi afstýrði Kaupfélag Árnesinga verkfalli með því að semja um þau kjör, sem atvinnurekendur og járn- smiðir í Reykjavík voru búnir að koma sér saman um áð- ur en ríkisstjórnin skarst í leikinn. Þegar verkfallið var búið að standa á annan mánuð í Reykjavík, töldu atvinnurekendur ekki hægt að halda því áfram lengur. Þegar höfðu hlotizt af því miklar tafir á nauðsynlegum framkvæmdum í þágu síldveiðanna. Rík- isstjórnin lét þá undan og gaf atvinnurekendum heimild til að semja. Járnsmiðir vildu nú hins vegar ekki sætta sig við það, sem samkomulag hafði náðst um upphaflega. Þeir töldu sig þurfa að fá bætur vegna verkfallsins. Nið- urstaðan varð sú, að þeir fengu auk aldursuppbótanna, sem áður hafði verið samkomulag um, 10% almenna kauphækkun í stað 4% almennrar kauphækkunar, sem áður hafði verið samkomulag um. Kauphækkunin, sem þeir fengu, er því raunverulega frá 10—18%. Þetta er miklu meiri hækkun en upphaflega hafði verið samkomulag um og og þá líka að sama skapi meiri hækk- un en samið hafði verið um á Selfossi. Þetta er líka í mörgum tilfellum allt að því helmingi meiri hækkun en félög verkamanna, verþakvenna, iðnverkafólks og verzl- unarmenn hafa verið acS semja um undanfarið. Síðan samið var þannig við járnsmiðina. hafa önnur fé- lög iðnaðarmanna, eins og rafvirkjar, hafið samningsum- leitanir við Vinnuveitendasambandið og mun það að sjálfsögðu ekki treysta sér til að veita þeim minni hækk- anir en járnsmiðirnir hafa fengið. Afskipti ríkisstjórnarinnar af járnsmiðadeilunni verða því þessi: 1. Það er hindrað samkomulag, sem orðið var, og með því stofnað til langs verkfalls, sem veldur miklum töfum á nauðsynlegum framkvæmdum í þágu síld- veiðanna, t.d. við byggingu og endurbætur allmargra síldarverksmiðja. 2. Eftir að verkfallið hefur staðið á annan mánuð, er samið við járnsmiðina um miklu meiri kauphækkun en upphaflega hafði verið orðið samkomulag milli þeirra og atvinnurekenda. Ég flyt hér litla tillögu um skemmti- og hvíldargarð í Eski- hlíðinni, svohljóðandi: „Borgarstjórn Reykjavíkur sam þykkir, að gerður skuli hvildar- og skemmtigarður í sunnanverðri Eskihlíðinni, frá hitaveitugeym- unum og allt niður að sjó. Efra skal til hugmyndasamkeppni um gerð garðsins og vanda allan undirbúning sem bezt.“ Samkvæmt venju mun ég nú tala nokkur orð fyrir tillögunni. Ég hef áður, fyrir tæpum 8 ár- um, flutt efn.islega sömu tillögu í bæjarstjórn Reykjavíkur, en sem þá hlaut ekki fylgi meiri- hlutans'. En ég er sannfærður um að málið er gott og ber þá von í brjósti, að menn hafi vax- ið að skilningi og víðsýni á fram tíðarþörfum fbúa borgannnar um útivist í nágrenni heimila þeirra. En það mun eklci ofmælt, að eitt hið nauðsynlegasta í hverri borg, séu skemmti- og hvíldar- garðar, sem laði fólk til útiveru. Reykjavík hefur um'eða yfir 20 opin svæði eða garða, sem borg- in ber kostnað af. Á s.l. ári hef- ur kostnaður við alla þessa garða og grasbletti numið krónum 2 millj. og 340 þús. En þrátt fyrir allríflegt fjár- framlag og snyrtilega umönnun garðyrkjustjóra, hefur enn ekki tekizt að koma hér upp skemmti garði, sem sé fjölsóttur og eldri og yngri uni sér í til lengri dval- ar. Sennileg skýring á því er, að 1 flestir garðarnir eru á sléttlendi En það á ekki við okkur íslend- inga. — Þetta sjónarmið styður tilraun, sem gerð var fyrir nokkr um árum, að búa til eða skapa grjót og moldarhrygg í Tiarnar garðinum. Eg skil þá viðleitni, en kann ekki að meta árangur- inn, sem ekki fer vel á sléttri grasflötinni. Ég hef áður bent á, og held að' höfuðborginni sé ekki óréttur ger, þótt sagt sé, að nú komi fáJr eða engir utan af landsbyggð- inni eða úr öðrum kaupstöðum til að sjá skemmtigarða Reykja- víkur. En það eru ekki fáir Reyk víkingar, sem fara suður í Hafnar fjörð, til að sjá Hellisgerði og hvílast þar. Og það eru heldur ekki fáir Reykvíkingar, sem á hverju sumri skoða Lystigarð- inn á Akureyri. Þessar staðreynd ir tala sínu máli! En í höfuðborginni eru þó möguleikarnir mestir, skilyrðin hagstæð og þörfin meiri en ann- ars staðar. Við eyðum nú nokkuð á þriðju milljón árlega í okkar takmörk uðu skemmtigarða, sem flestir ná ekki lengra en að vera augna yndi fyrir vegfarendur af göt- unni. En við þurfum meira. Okk ur vantar hvíldar- og skemmti- stað fyrir unga og aldna. Þörfin er brýn og á ekki að valda deil- 3. Önnur félög iðnaðakmanna fylgja nú í kjölfarið með þeim afleiðingum, að iðnaðarmenn munu fá hlutfalls- lega meiri hækkun en láglaunamenn hafa fengið, enda þótt það væri einmitt þetta, sem ríkisstjórnin taldi sig vilja forðast. Þannig hefur fálm og ráðleysi ríkisstjórnarinar í járn- smiðadeilunni haft öfug áhrif við það. sem hún hefur ætlazt til. Þetta sannar okkur áþreifanlega. að stjórnin er framtakssöm í því að skapa vandamál, en jafn léleg og ráðlaus, þegar að því kemur að leysa þau. um. Tillagan, sem hér liggur fyrir, mælir svo upi, að gerður skuli hvíldar- og skemmtigarður í sunnanverðri Eskihlíðinni. Hún byggir á þeirri skoðun, að þar sé auðvelt, með hjálp heita vatns ins. að koma upp sérkennilegum og dásamlegum skemmtistað fyr ir borgarbúa að sumarlagi. Eskihlíðin er eins og menn þekkja, gróðurlítið og sums stað pr gróðurlaust óræktað land. En BJÖRN GUÐMUNDSSON hún liggur vel við sól og útsýn úr henni er með ágætum. — Inn til landsins, fjöll í margbreyti- legum myndum. í suðri og suð- vestri Reykjanesfjöll og skagi, sem rennur út í hið ósýnilega, — móðu hafsins. Nær eru nes og vogar og forsetabústaðurinn í grónu umhverfi. í vestri spégl ast sjórinn, ómælisvídd hafsins. Og ef menn leggja á sig, að ganga á hæðina að kvöldlagi, getur að líta eitt glæsilegasta út sýni, sem völ er á hér á landi: SnæfellsjökuH og Snæfellsnes- fjöll í gullrauðum loga og geisla baði frá miðnætursólinni. Hlíðin sjálf er ekki mikið frá- brugðin mörgum öðrum gróður- litlum holtum eða hálsum hér á landi. En hefur þó eitt fram yfir þá alla, dem er legan við mið- bik Reykjavíkur. Það skiptir máli og géfur hlíðinni gildi. Enda er það sannast sagna, að þetta gróðurvana holt er mikill fjár- sjóður fyrir höfuðborgina. Því þarna í hlíðinni er hægt að gera einn fegursta blett á fs- landi. Þarna geta orðið trjálund ir og skógarbelti, grasflatir, brekkur og bollar. blómreitir og beð, leikvellir og grunnar smá- laugar fyrir börn að leika sér í og steypiböð fyrir yngri og eldri — Vel má hugsa sér, að hafa smá tjarnir með sjó og sjávardýrum og koma upp vísi að dýragarði, í fyrstu með öll innlend dýr. Heita vatnið gefur möguleika til að rækta svo að segja allt, sem hugvitssamir áhugamenn láta sig dreyipa um. Og smám- saman má gera skýli svo mögu- Ieikar séu til að vera þar, þótt veður sé misjafnt — Og að síð- ustu má geyma nokkra reiti ó- snortna af mannshöndinni, eins og þeir eru um miðja 20. öldina Verði nú hnigið að því ráði, að gera hvíldar- og skemmtigarð í Eskihlíðinni, er fyrst fyrir hendi að fá kunnáttu- og listamenn til þess að gera tillögur að framtíð- arskipulagi hlíðarinnar. Er það mikið verkefni og merkilegt og fer vel á að efna til hugmynda- samkeppni og veita allhá verð- laun fyrir beztu úrlausnirnar — En allt verður auðvelt með undir búning og framkvæmd verksins, ef borgarstjórnin hefur áhuga fyrir málinu. Ljóst er, að þegar ráðizt ver- ur í þessa framkvæmd, skapast mikil vinna, vor og sumar, og hefur mér frá fyrstu tíð fundizt sjálfsagt að tengja saman þörf unglinga fyrir útivinnu og verk efni, sem þarf að vinna í hlið- inni. Sé hægt að ieysa tvö að- kallandi verkefni í einu, er það mikill kostur. Og hér er það hægt, sé áhugi og vilji fyrir hendi. Um kostnað við gerð garðsins er ekki mikið hægt að segja á þessu stigi málsins. Hann fer eftir þeim kröfum, sem borgar búar á hverjum tíma gera til framkvæmda og fegrunar í garð inum. Einnig er auðvelt að vinna verkið í áföngum og taka smám saman fyrir vissa hluta garðsins. Ég lýk senn máli mínu. Ég vænti, að borgarstj.fulltrúarnir taki tillögunni vinsamlega. Hér er ekki um pólitískt mál að ræða. Mér er raunar Ijóst, að meiri- hluta er oft ekki um að sam- þykkja tillögur frá minnihluta mönnum. En forsætisráðherra sagði í hátíðarræðu sinni 17. þ.m., að menn ættu aldrei að láta góð mál gjalda málflytjand ans. Mér fannst þeíta vel mælt. Og ég held aP hér sé gullió tækifæri til að sýna sai-.nle;ksgjldi þoirra í verki. T í M I N N, Iaugardagurinn 23. júní 1962. t 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.