Tíminn - 01.07.1962, Blaðsíða 6
Ríkisstjórnin tók loks rögg
á sig um seinustu helgi og
setti bráðabirgðalög um gerð-
ardóm í deilu útvegsmanna
og sjómanna um síldveiði-
kjörin.
Enginn mun áteija það,
þótt ríkisstjórnin skærist í
deiluna á þessu stigi, en það
breytir ekki þvl að framkoma
hennar hefur verið hin á-
mælisverðasta í þessu máli og
sýnt vel, hve svifasein og ráð-
lítil hún er.
í fyrsta lagi er það, að af-
skipti stjórnarinnar koma
alltof seint. Ríkisstjórnin átti
að beita sér fyrir þvi strax í
vetur, að reynt yrði að jafna
þessa deilu, en^ tækist það
ekki áður en til verkbanns út
gerðarmanna kæmi, átti hin
opinbera íhlutun stjórnarinn-
ar að koma þá strax. Það átti
ekki að ske, að síldveiðiflot
inn lægi aðgerðarlaus í þrjár
vikur meðan nóg síldveiði var
bæði suðvestan lands og norð
an. Þetta hefur valdið þjóð
inni gífurlegu tjóni.
í öðru lagi átti svo ríkis-
stjómin allt aðra og betri
leið til lausnar deilunni en
gerðardómslelðina, eins og
rakið verður hér á eftir.
Útgerðin féflett
í f yrra
í sambandi við gengls-
lækkunina í fyrrasumar,
gerði ríkisstjómin upptækan
allan gengishagnað v'egna út
flutningsbirgða ,er hafði ver-
ið aflað á tímabilinu 16. febr.
til 30. júlí 1961. Þessi gengis-
hagnaður, sem raunverulega
og ranglega var tekinn af út-
gerðinni, nam um 150 millj.
kr., samkvæmt áætlun Seðla-
bankans.
Jafnframt þessu, hækkaði
ríkisstjómin útflutningsgjöld
af sjávarafurðum úr 2,9% í
7,4%. Þessi hækkun útflutn-
ingsgjaldanna nemur 130—
140 millj. kr. á ári, miðað
við framleiðslu sjávarútvegs-
ins á s.l. ári.
Ríkisstjórnin hefur þann-
ig tekið af útgerðinni í sam-
bandi við gengisfellinguna í
fyrra um 220 millj. kr. á ár-
inu 1961 (upptækur gengis-
hagnaður og aukin útflutn-
ingsgjöld á hálfu árinu) og
um 130—140 millj. kr. á ár-
inu 1962 (aukin útflutnings-
gjöld), ef reiknað er með svip
uðu aflamágni í ár og i fyrra.
Það voru þessar auknu álög
ur, sem mestan þátt áttu í því
að útgerðarmenn töldu sig
tilneydda að fara tram á
kauplækkun hjá sjómönn-
um á þeim síldveiðiskipum,
sem eru búin hinum nýju
dýru tækjum.
Auðveld lausn
Eftir því, sem nánast verð-
ur komizt, munu fyllstu kröf-
ur útvegsmanna um kaup-
lækkun hjá sjómönnum ekki
fara samanlagt yfir 25—30
millj. krónur á sumarvertíð-
inni eða vera tæpur 1 /12
þess, sem tekið var af útgerð-
inni í fyrra í auknum útflutn
ingsgjöldum og rangri upp-
töku gengishagnaðarins.
Ríkisstjórnin gat því hæg-
leg leyst deilu útvegsmanna
og sjómanna með því að skila
aftur, þótt ekki væri nema
nokkrum hluta gengishagn-
aðarins og með lítilli lækkun
útflutningsgj aldanna. í stað
þess að gera þetta, lét hún
flotann liggja aðgerðarlaus-
án í þrjár vikur og setti sið
an gerðardómslög.
Enn er hægt að leysa þessa
deilu á framangreindan veg.
Samtök útvegsmanna og sjó-
manna eiga að sameinast um
að knýja ríkisstjórnina til
að skila útgerðinni aftur því,
sem tekið var ranglega af
henni í fyrra, og nota t.d.
þetta fé til að styrja skipin
til tækjakaupa, svo að ekki
þurfi kauplækkun vegna
þeirra, eins og nú er haldið
fram.
Ef þetta yrði gert myndi
aftur skapast góð sambúð
milli útvegsmanna og sjó-
manna, en hún er þjóðar-
nauðsyn.
Nauðsynlegu sam-
starfi spillt
Eins og rakið er hér að
framan eru helztu staðreynd-
irnar í síldveiðideilunni þess-
ar: Ríkisstjórnin bjó til þessa
deilu raunverulega, með upp-
töku gengishagnaðarins og
nýju útflutningsgjöldunum í
fyrra. Þær álögur neyddu út
vegsmenn til að fara fram á
kauplækkun hjá sjómönnum.
Rikisstjórnin gat leyst þessa
deilu með því að skila hinu
rangfengna fé aftur. Það lét
hún ógert og setti hins vegar
gerðardómslögin.
Öllum má vera Ijóst. að
það er nauðsynlegt, að stétt-
ir eins og útvegsmenn og sjó
menn vinni vel saman. Það
á að reyna að auka gagn-
kvæman samhug og góðvild
þessara stétta en ekki hið
gagnstæða. Núverandi ríkis-
stjórn hefur hér farið öfugt
að, þar sem hún hefur komið
af stað deilu milli þessara
stétta.
Glöggt dæmi þeirra óvild-
ar, sem þessi afskipti ríkis-
stjórnarinnar hafa skapað,
eru eftirfarandi ummæli, sem
Vísir hefur eftír sjómönnum
í Grindavík 25. þ.m.:
„Útgerðarmenn segja allt-
af, að þeir séu að tapa, en
þeir sýna annað með líferni
sínu, utanferðum og alls kyns
óhófi.“
Þannig hafa umrædd af-
skipti stjórnarinnar orðið til
að vekja meting milli þeirra,
sem saman eiga að vinna.
Enn er hægt að bæta úr
þessu. Það er hægt með því
að útvegsmenn og sjómenn
sameinist um þá lausn, sem
bent er á hér á undan. Það
væri að starfa i anda þessa
sttétarfriðar, sem þjóðin
þarfnast.
Það er ekki í þessu eina til
felli, heldur svo fjölrnörgum
öðrum, sem ríkisstjórnin hef-
ur komið illu af stað i sam-
búð þeirra stétta, er saman
þurfa að vinna. Raunar má
segja, að ríkisstj. geri þetta
með stefnu sinni, því að eng-
in stefna stuðlar meira að*1
misskiptingu og ríg milli
stétta en „viðreisnarstefnan",
sem stefnir að því að gera þá
ríku ríkari og hina fátæku
fátækari. En til v:ðbótar því
hafa svo komið ýmis sein-
heppileg afskipti ríkisstjórn-
arinnar.
/
Rafvirkjar semja
Eitt dæmið um þetta eru
afskipti hennar af deilu járn
smiða og atvinnurekenda.
Þessir aðilar voru búnir að
koma sér saman. Ríkisstjórn-
in bannaði þá atvinnurekend
um að semja á seinustu
stundu, því að ekki mætti
veita öðrum en lægstlaunuðu
stéttunum kauphækkun. Af-
leiðing þessa varð verkfall,
sem stóð á annan mánuð, og
tafði það m.a. nauðsynlegar
framkvæmd’r í bágu síld-
veiðanna. Þá leyfði ríkis-
stjórnin atvinnurekendum að
semja um miklu meiri kaup-
hækkun en upphaflega hafði
verið orðið samkomulag um,
því að járnsmiðir vildu fá
verkfalilð bætt og fengu það.
Járnsmiðir fengu raunveru-
lega miklu meiri kauphækk-
un en verkamenn voru bún-
ir að semja um.
Aðrir iðnaðarmannastéttir
fara nú í kjölfarið. Rafvirkj-
ar hafa þegar samið um svip-
aða kauphækkun og járn-
smiðir höfðu fengið Niður-
staða af þessum afskiptum
stjórnarinnar verður þannig
sú, að iðnaðarmenn fá mun
meiri kauphækkun en verka-
menn eða gagnstætt því, sem
ríkisstj órnin ætlaðist til!
Týndu skipin
Eins og áður hefur verið
sagt frá hér i blaðinu, berast
þær fregnir frá miðunum við
Grænland, að þar sé meiri
mokafli en áður séu dæmi
um. Þangað sækja nú togar-
ar víða að.
Úr þessum hópi, er saknað
þeirra togara, sem hafa þó
reynzt öðrum fengsælli á þess
um miðum
Sagt er að erlendir togara-
sjómenn á þessum slóðum
kalli nú íslenzku togarana sín
á milli týndu skipin.
Það er nú komið 4 fjórða
mánuð síðan erlendir togara-
menn hættu að verða varir
við islenzku togarana á mið-
unum. Allan þann tíma hafa
erlendir togarar aflað mjög
vel og verðið á afurðum
þeirra verið hagstætt. Af-
koma þeirra hefur ekki verið
betri um langt skeið.
íslenzku togararnir hafa
samt haldið áfram að vera
týndu skipin.
Sök „viðreisnar-
innar“
Hvað er það, sem veldur
því, að útlendir togaramenn
tala orðið í háði um Islenzku
togarana sem týndu skipin?
Því er fljótsvarað. Það er
„viðreisnarstefna" íslenzku
ríkisstj órnarinnar. Það hefur
verið talið brot á henni, ef
togurunum væri veitt nokk-
ur eftirgjöf á tollum og út-
flutningsgjöldum og aðrar
svipaðar tilhliðranir, er
tryggðu hagkvæman rekstur
þeira jafnhliða þvi og togara-
sjómönnum væri tryggð svip-
uð kjör og öðrum stéttar-
bræðrum þeirra.
Þessar uppbætur til tog-
araútgerðarinnar myndu
ekki verða nema örlítið brot
af þeirri upphæð, sem þeir
myndu afla, og geta að sjálf-
sögðu fallið niður, þegar afla
brögð batna, eins og nú eru
góðar horfur á að verði.
Það er búið að valda þjóð-
inni hundruðum millj. kr.
gjaldeyristapi, að togararnir
hafa verið látnir liggja að-
gerðarlausir undanfama
mánuði.
Furðulegt mætti það vera,
ef þjóðin í næstu þingkosning
um framlengdi þá stjórnar-
atefnu, \ sem lætur afkasta-
mestu fiskiskip heimsins
vera týnd mánuðum saman
meðan hliðstæð erlend skip
afla betur og hafa betri af-
komu en um langt skeið!
Svar bænda
Úrslitin í kosningu búnað-
arþingsfulltrúa á félagssvæði
Búnaðarsambands Suður-
lands eru vissulega nin at-
hyglisverðustu.
í kosningunum nú fékk listi
Framsóknarmanna 742 atkv.
í næstu kosningum á undan,
sem fóru fram 1958, fékk
hann 563 atkvæði, Hann hef-
ur þvi\bætt við sig um 180
atkv. eða um 32%.
Listi Sjálfstæðismanna
fékk nú 453 atkvæði, en fékk
seinast 446 atkv. Hann bætir
við sig sjö atkvæðum
Kosningaþátttakan hefur
orðið miklu meiri en seinast,
en samt bæta Sjálfstæðis-
menn ekki við sig nema 7
atkvæðum meðan Framsókn-
armenn bæta við sig 180 at-
kvæðum.
Þetta er myndarlegt svar
sunnlenzkra bænda við ólög-
um „viðreisnarinnar" þótt
enn séu þeir bændur of marg
ir, er láta-blekkjast til fylg-
is við Sjálfstæðisflokkinn.
T f M I N N, sunnudagurinn 1. Júlí 1ÖG2,
í
6