Tíminn - 01.07.1962, Síða 9

Tíminn - 01.07.1962, Síða 9
 1 Við höfum áður vakið máls á því hér í Tímanum, hversu mikill bagi það er íbúum nýju hverfanna í Reykja- vík, ef verzlanir fylgja ekki í kjölfar íbúðarhúsanna, sem reisf eru. Þá nefndum við sem dæmi Háaleitis- hverfið, og það er einmitt það hverfi, sem nú er til- efni nýrra skrifa um þessi mál. Þar hefur á örskömmum tíma risið upp fjölbýlt hverfi, og er það sífellt að vaxa og færast út. En. þó að þarna hafi verið byggð í u. þ. b. tvö ár, eru þar enn engar verzlanir, og verða íbúar hverfisins að sækja nauðsynjar alla leið niður á Grensásveg, eða enn lengra. Verzlun eftir árið? Þegar við vikum að þessu máli í vetur, leituðum við vitneskju hjá lóðarskrárritara um það, hvort ekki væri gert ráð fyrir lóðum undir verzlan- ir í Háaleitishverfinu, og feng- um þá þau svör, að a. m. k. fvær lóðir væru ætlaðar undir verzlanir, en enginn hefði sótt 'im þær. Litlu síðan gerðist svo það, :ið Sigurður Magnússon, kaup maður, tók sér skóflu í hönd og stakk fyrstu stunguna í grunni undir glæsilegt verzlunarhús. sem standa á ýestan Háaleitis brautar nokkru sunnar en þar sem hún sker Miklubrautina, Væstu kvöld var svo unnið þat af kappi við að róta upp jörð ?n að kosningum loknum dofn aði eitthvað yfir framkvæmd um. Þegar blaðamaður og ljós myndari Tímans skutust þang að inn eftir nýlega, voru þrír menn þar að vinnu sem svör uðu: Ja, við vitum það varla. þegar við spurðum, hvað þeir væru að gera. En Sigurður Jóns son, bakarameistari, sem ætlar að starfrækja brauðbúð í þessu væntanlega verzlunarhúsi, var þarna staddur, og fræddi hann okkur á því, að byggingafram- kvæmdir ættu að hefjast von bráðar. Sagði hann, að hlut- aðeigendur vonuðust til að verzl un á helztu nauðsynjum gæti hafizt þar eftir árið. Galli á gjöf NjarSar Þetta eru að sínu leyti góð- ar fréttir, fyrir íbúa Háaleitis- hverfis, en þeim óar þó við að þurfa eitt árið enn að þramma niður áí Grensásveg til að kaupa i matinn og eltast við mjólkur- bílinn, sem Mjólkursamsalan gerir út í Hvassaleitið. Bíllinn sá er á vissum stað’ í Hvassa- leiti milli kl. 1 og 2 á daginn, og er þar alltaf löng biðröð fólks. Þama á leitinu, skammt það- an sem verzlunarhöllin á að rísa, er nú verið að reisa skúr- tötur,' sem mun eiga að vera „sjoppa“, og fékk eigandinn leyfi til að’ reisa hana út á að veita þar húsaskjól fólki, með- an það biði eftir strætisvagni. Sá er þó galli á gjöf Njarðar, að skúrinn er öfugu megin við götuna til að gegna hlutverki strætisvagnabið’skýlis því að báðir vagnarnir, sem þarna hafa viðkomu, stanza austan Háa- leitisbrautar, en skúrinn stend- ur vestan við hana. Háaleitis- brautina er tveggja akreina og verður í framtíðinni mikil um- ferðaræð, svo að' þetta er á all- an hátt klaufalegt fyrirkomu- lag. Er lítil hrifning meðal íbúa hverfisins yfir þvi að fá þarna „sjoppu", og finnst þeim að vonum, að nær hefði verið að reisa þama einhverjar bráða- birgðaverzlanir, þar sem seld væri mjólk og aðrar nauðsynja- vörur. IVAjólk eða „kók". Það er annars furð’ulegt, hví- lik ósköp af „sjoppum“ þríf- ast í Reykjavík og raunar um land allt. Það er miklu minni vandkvæðum bundið að ná í „kók og prins póló“ heldur en mjólk og fisk. Sem dæmi um vitleysuna má nefna það, að fisksalinn sem rekur fiskbúð’ina Laxá, var spurður að því ný- lega hvort hann vildi láta hús- næði það, sem hann hefur við Grensásveg, undir „sjoppu". Er þetta þó eina fiskbúðin á stóru svæði, en tvær „sjoppur“ eru þarna á stað'num með nokkurra metra millibili. Og nú er sem sagt verið að reisa þá þriðju á Háaleitinu, svo að „loksins" fá þá íbúar hverfisins „sjoppu", þó að þeir verði að bíða eftir matvöruverzlunum enn um sinn. 'iV í M I N N, sunnudagurinn 1. júlí 1962. 9

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.