Tíminn - 01.07.1962, Side 15

Tíminn - 01.07.1962, Side 15
L E I K I R í D A G : II. D E I L D Hafnarfirði kl. 4 Reynir — Hafnarf jörður Melavelli kl. 4 Breiðablik — Víkingur Melavelli kl. 8,30 Þróttur — Keflavík Þar mætast efstu liðin. Ferðafólk athugið Seljum kalda gosdrykki og öl, ís, tóbak, sælgæti, ávexti, kex í úrvali, blöð, tímarit og margt fleira. Benzín og olíuafgreiðsla. Stillum verði í hóf. Verzlunln BRÚ, Hrútafirði. \ HETJUSÖGUR / íslenzkt myndablað fyrir börn 8 - 80 ára HRÓI HÖTTUR M og kappar hans hefti komið í blaðsölur og kostar aðejns 10 krónur. JarSarför Þorgerðar Árnadóttur fer fram frá Fossvogskapellu, þriSjudaginn 3 júli n.k. kl. 10,30 f.h. Jaröarförinni veröur útvarpaS. . Stefán Þóröarson og börn. Kal á Héraði Framhald af 16. síðu. nógu sterkt. Hvað segir þú um það? - — Þeir kenna því nú um, en það er ekki alls kostar rétt. Það verður aldrei hægt að fyrirbyggja kal algerlega, jafnvel jurtir, sem alla tið hafa vaxig hér villtar get ur kalið. En því er ekki að synja að grastegundir eru mismunandi harðgerðar og mikil nauðsyn er að finna og útvega bændum fræ af þolnum og heppilegum afbrigð um fyrir íslenzka staðhætti. — Þetta veldur miklu heytjóni, er það ekki? — Jú, það er enginn vafi á því. Það eru margir, sem hræddir eru um að þeir fái ekki hey eins og þeir þurfi, einmitt af þessum sök- 15% arður hjá Loft- leidum Framhhld af 1. síðu. er um mikla veltu að ræða, og er félagið nú vissulega í röð al- stærstu atvinnufyrirtækja lands- ins. Skrúfuvélar betri en þotur Öll erlend samkeppnisfélög Loftleiða, með einni eða tveimur undantekningum þó, hafa átt við fjárhagserfiðleika ag stríða. Veld ur þar mestu kaup á dýrum þot- um, sem ekki hafa reynzt eins hagkvæmar og búizt var við. Stað reyndin er sú, að hægt er að flytja farþega ódýrara með skrúfuvélum en meg þotum og verður svo enn um tíma. um. — Hvað er hægt að gera við þessar kalsléttur? — Ekkert annað en vinna þær upp aftur og sá í þær, þar sem verst er. Annars eru öll stig á þessu. Sums staðar blettir, en ann ars staðar annað hvert og aUt upp í hvert strá. — Hvar telur þú að ástandið Sé verst? —- Verstu túnin, sem ég hef séð, eru ag því er ég tel í Laufási í Hjaltastaðaþinghá og Flúðum, sem eru fremsti bær í Hróars- tungu. Nú, þá er líka mjög slæmt ástand á Skipalæk í Fellum. Þetta eru allt nýbýli, svo að þar sannast það, að þag eru nýju túnin, sem þola þetta verst. — Hvað er hægt að gera í fram tíðinni til að fyrirbyggja að þetta endurtaki s'ig? — Það er ekki hægt að fyrir- byggja þetta, en það má mikið draga úr því. — Á hvern hátt? — Til dæmis með því að vanda betur til nýræktarinnar, sjá um að hún verðj alveg slétt, svo að hvergi geti staðið vatn uppi. Svo í sambandi við fræið, reyna ag fá harðgerðari afbrigði. Við verðum hins' vegar að halda okkur við tegundirnar nokkurn veginn. K.I. Skák Framhald af 12. síðu. Dxe7 16. exd4, Dh4 71. g3, Dh3 18. d5, Rd4 (18. —, Dg2 mundi hvítur svara með 19. Hfl, Rd4 20. Rxd4, exd4 21. De4 og hvítur sleppur úr! klemmunni án mikillar fyrirhafn- ar.) 19. Rxd4i, exd4 20. Hxd4, Dg2 (Hér missti svartur áreiðanlega bezta möguleika sinn, sem var 20. j —, He8. Hvítur á þá miklu erfið-j ara með ag vinna bug á sókn svarts I en nú verður raunin á) 21. De4!, (Með þessum leik gerir hvítur út um allar sóknargrillur svarts. Hvíta stað'an er svo traust, að hvíti kóng- urínn á sér öruggt skjól á mið- borðinu) 21. —, Dxf2 22. Kd2, Rf6 (Mannstap hlýzt af eftir 22. —, Bd7 23. Rdl) 23. De3, Dg2 (Svartur þolir að sjálfsögðu ekki drottn- ingarkaup. Hvítur notfærir sér þetta og hrekur drottninguna á brott í örfáum leikjum) 24. Dgl, Dh3 25. Hhl, Dd7 26. Dd4, Hel 27. Bd3, b6 28. Hfl, og svartur gafst upp. Hótanir hvíts á kóngsvængn- um eru svo geigvænlegar, að svart ur sér ekki fram á, að hann sleppi lifandi úr þeirri raun. Lippmann Framhald af 7. síðu. orðs — sem er í húfi„ held- ur tilvera hinna fornu og mikilvægu miðstöðva vest- rænnar menningar Þegar borin hafa verið saman ráð- in til hins ýtrasta, allar sam- komulagsumleitanir reyndar til hlítar og allra sameigin- legra ráða verið leitað, þá verður valdið til að þrýsta á örlagahnappinn að vera’ þar, sem lokaábyrgðin hvílir. Tillögur aðalfundar Á aðalfundinum voru eftir- greindar tillögur samþykktar með öllum greiddum atkvæðum: 1. að heimila stjórninni að greiða hluthöfum 15% arð vegna ársins 1962. 2. að fela stjórn félagsins að hefjast handa um húshyggingu, er miðuð sé að stærð við fyrir- sjáanlegar þarfir félagsins, strax að lóðarleyfi fengnu. 3. Aðalfundur Loftleiða h.f. haldinn 29. 6. 1962 lítur svo á, að meta og þakka beri góðan skiln- ing starfsliðs félagsins á þörfum þess, og eðlilegt sé að vel sé við það gert, er vel gengur í rekstri. Fyrir því heimilar fundurinn stjórninni að greiða starfsmönn- um nokkra uppbót á þessu ári sem þakklætisvott fyrir vel ujinin störf á liðnu starfsári. 4. Aðalfundur Loftleiða h.f. tel- ur að íslenzk stjórnarvöld ættu að verja mjög auknu fé til landkynn ingar erlendis, sem m.a. tryggði það, að ísland gæti orðið virkur aðili í samtökum Evrópuþjóðanna um sameiginlega landkynningu i Bandaríkjunum. Reisa þarf með löggjöf skorður tií* tryggingar því, að fyrirgreiðslu erlendra ferðamanna á íslandi ann izt þeir einir, sem færir eru um að inna hana sómasamlega af hendi, en að öðru leyti sé hún öllum jafn heimil, og verði FerSa- skrifstofu ríkisins falið að einbeita orku sinni að landkynningarstarf- seminni erlendis og þeim verkefn- um hér heima, sem leysa þarf ís- lenzkum ferðamálum til eflingar. 5. Að fela stjórn félagsins að leita samvinnu við stjórn Flug- félags íslands h.f. um að félögin beiti sér sameiginlega fyrir því að opinher stjórnarvöld skapi félög- unum aðstöðu til að safna veruleg- um sjóðum til endurnýjunar fl’ig- flotans. Verði það gert með því að heimila miklu rýmri afskriftir en nú eru samkvæmt gildandi lögum, enda verði þá miðað við endurnýj unarverð þ.e. líklegt verð þeirra flugvéla sem kaupa þarf siðar vegna örrar þróunar. 6. Aðalfundur Loftleiða h.f. hald- inn 29. júni 1962, lýsir yfir því 8.ð hann álítur þá stefnu félagsstjórn- arinnar rétta að flytja beri alla þá vinnu inn í landið sem unnt er hér að vinna, en unnin er nú í þágu félagsins erlendis. Heimilar fundurinn stjórninni að stefna félaginu markvisst að þessu ein eða með stuðningi við aðra aðila, eftir því sem stjórnin telur hagkvæmt hverju sinni. Stjórn félagsins var einróma end urkjörin, en hana skipa Kristján Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður, Sigurður Helgason framkv.stj., Al- freð Elíasson framkv.stj., E. K. Olsen flugdeildarstjóri og Einar Árnason flugstjóri, en í varastjórn Dagfinnur Stefánsson flugstjóri og Sveinn Benediktsson framkvæmda stjóri. Endurskoðendur voru kjörn ir hinir sömu og fyrr. Stefán Björns son skrifstofustj. og Þorleifur Guð mundsson skrifstofustjóri. Fundarmenn þökkuðu stjórninni farsæla forustu en formaður starfs mönnum, hluthöfum og samstjórn armönnum góða samvinnu, árnaði félaginu allra heilla í framtíðinni og lauk svo aðalfundi Loftleiða h.f. vegna reikningsársins 1961. (Úr fréttatilkynningu Loftleiða) Fréttabréf Framhald af 8. síðu. næsta takmarkaðri fjárhagsgetu þó styrkj til ýmissar menningar- starfsemi. Þannig var ungmenna- sambandi Skagafjarðar veittar kr? 10 þús., blaðinu Tindastóli kr. 2 þús. og til byggingar bókhlöðu yfir héraðsbóka- og skjalasafn Skagfirðinga kr. 20 þús. Baráttan við refi og mink var háð með viðunandi árangri og voru alls unnir í héraðinu 105 ref ir og 272 minkar á árinu 1961. Fjárhagsáætlun Tekjur sýslusjóðs Skagafjarðar- sýslu árið 1962 voru áætlaðar kr. 991.756.87 en gjöld nokkru lægri. Helzti tekjuliður er ag sjálfsögðu sýslusjóðsgjöldin, kr. 962.100,00, en helztu gjaldaliðir: til heilbrigð ismála kr. 678 þús., þar af til hér- aðssjúkrahússins kr. 610 þús., til atvinnumála kr. 116.761 þús., kostnaður við stjórn sýslúmála kr. 75 þús., til menntamála kr. 57 þús. og löggæzlukostnaður kr. 23 þús. Kosningar Tilnefndir voru í fasteignamats nefnd sýslunnar þeir Jón Jónsson á Hofi og Gunnsteinn Steinsson í Ketu, og varamenn þeirra: Her- mann Jónsson á Yztamói og Bessi Gíslason i Kýrholti. Kosnir voru til að mæta á fundi um raforku- mál fyrir Norður- og Austurland Gísli Magnússon í Eyhildarholti, Jón Jónsson, Hofi og sr. Gunnar Gíslason í Glaumbæ. Á fjórðungs- þing Norðlendinga voru kjörnir: Gísli Magnússon, Eyhildarholti, og Bjarni Halldórsson, Uppsölum, og til vara: Jón Jónsson á Hofi og Jón Sigurðsson, Reynistað. — mhg Til sölu % Einbýlishús við Hlégerði í Kópavogi. Húsið er 2 hæð ir 97 ferm. hvor hæð. bíl- skúr og lítill kjallari. — Mætti nota sem 2ja herb. íbúðir. Hagstæð kjör. Lóð í Silfurtúni ásamt teikn ingu og gluggum. | HÚSA OG SKIPASALAN, Laugavegi 18, III. hæð. Símar 18429 og 18783. Jón Skaftason hrl. Jón Grétar Sigurðsson, lögfr. 10 T f M I N N, sunnudagurinn 1. júlí 1962.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.