Tíminn - 21.07.1962, Blaðsíða 3
Róbert White varð 5.
geimfari USA- óvart!
Eins og skýrt hefur verið
frá hér í blaðinu setti banda-J
ríski reynsluflugmaðurinn,
Robert White, nýtt hæðamet íj
flugi. Komst hann í eldflaug-
arþotu sinni, X-15, upp í rúm-
lega 94 þúsund metra hæð, en(
svo hátt hefur enginn maður
áður komizt með vængjuðu1
loftfarartæki. Fyrir þennan ár-J
angur hlaut 'White heiðurs-j
orðu og var tekinn í hóp „vænt
anlegra geimfara."
Nú er hins vegar kom-
ið í Ijós, að með þessu
flugí er White raunveru-
lega orðinn geimfari
(astronaut), samkvæmt
þeim skilningi, sem lagður
er í það orð — og það
fyrir tóman misskilning.
Hann komst nefnilega rúm-
lega 14 km. inn fyrir hið svo-
nefnda ytra loftrúm jarðar og
var í þrjár mínútur í þyngdar-
lausu loftrúmi. Hann fékk því
að reyna þyngdarleysið, eins
og hinir „raunverulegu geim-
farar", en það sem gerir afrek
hann stórkostlegast er, að hing
að til hefur enginn maður
komizt svona langt í eldflaug-
arþotu, sem flugmaðurinn
stjórnar algerlega sjálfur —
og það sem meira er, hrein til-
viljun varð þess valdandi, að
White getur nú með sanni kall
að sig 5. geimfara Bandaríkj-
anna.
Nánari tildrög þessa einstæða at-
burðar eru þau, að White hafði
verið sendur á loft með vélinni
X-15 og átti hann að framkvæma
alls konar tilraunir á leiðinni aft-
ur til jarðarinnar, en White er,
eins og áður segir, major í flug-
hernum og reynsluflugmaður. En
þegar til kom, reyndist X-15 hafa
mun meiri flugkraft en ráð hafði
verið.fyrir gert og sú var einmitt
ástæðan til þess, að hæðarmetið
var sett.
X-15 flaug með 6090 km hraða á
klst. og sá hraði nægði til þess,
að White komst í nákvæmlega
94,488 km hæð.
Bæð'i sovézkir og bandarískir
geimfarar hafa farið mörgum sinn
um hærra. Þeir voru hins vegar
lokaðir inni í geimskipum, sem
vængjalausar eldflaugar báru upp
í háloftin, og höfðu það takmark-
aða stjórn á farartæki sínu. X-15
vél Whites, er hins vegar með
stuttum vængjum og algerlega
stjórnað af flugmanninum sjálfum.
í þrjár mínútur fékk White að
kynnast þeirri tilfinningu, sem al-
gert þyngdarleysi veldur og þá
náði flugferð hans hámarki, varð
raunveruleg geimferð.
Svo er nefnilega mál með vexti,
að vísindamenn hafa ákveðið tak-
mörk hins ytra lofthjúps 50 mílur
eða um 80 km. Samkvæmt þessu
komst White major, rúma 14 km
út fyrir þessi takmörk, og getur
því kallað sig geimfara alveg eins
og þeir fjórmenningarnir, Alan
Shepard, Virgil Grissom, John
Glenn og Scott Carpenter.
X-15 er lítil flugvél, búin þrýsti
loftshreyflum og með stutta vængi,
Er hún því eins konar vængjuð
eldflaug, þar sem hreyflarnir eru
mjög svipaðir þeim, sem eru í
venjulegum eldflaugum.
Með þessum eldflaugarhreyflum,
sem eru geysi öflugir hefur tekizt
að koma X-15 vél á 7202 km hraða
á klst. Ferðin til jarðar að loknu
slíku flugi fer fram með dálítið
óvenjulegum hætti. Þegar allt eld-
sneyti er þrotið bregður flugmað-
urinn yfir í svifflugi og lendir að
síðustu á sérstöku lendingarskíði.
Þegar White hóf sitt svifflug
til jarðar, lét hann flugvélinna
falla öfuga fyrst í stað, þ. e. með
stélið á undan. Með þessu gat hann
komið í veg fyrir, að flugvélin
hitnaði of mikið af núningsmót-
stöðunni og komst hitinn á yfir-
borði vélarinnar „ekki í meira en“
454 stig á Celsíus. Á svipuðum
flugferðum áður, hefur hittinn
komizt allt upp í 760 stig.
Þessi nýbakaði geimfari Banda-
ríkjanna, sem að vísu er ekki form
lega viðurkenndur sem slíkur,
hafði frá mörgu að segja, er til
jarðarinnar kom úr þessu ævin-
týralega flugi.
Gegnum vinstri rúðuna á stjórn-
klefanum sá ég eitthvað, sem eina
helzt líkist bréfsneplum að lófa-
stærð. Sneplar þessir ftögruðu til
og frá skammt frá vélinni og sá
ég þá í um það bil fimm sekúndur,
sagði White m. a. Þetta fannst
mér furðulegt fyrirbæri og veit ég
ekki hvað það hefur verið, sagði
hinn frækni flugmaður að lokinni
5. geimferð Bandaríkjamanns!
Á myndinni sjáum við Robert Whlte, major, standa við hlið x-lS vélar-
innar, sem bar hann ( 94 km, hœð, en svo hátt hefur enginn maður komizt
áður með vængjuðu loftfarartæki.
26 FARAST MED
ARABÍSKRI ÞOTU
NTB-Bankok, 20. júlí
í dag tókst hjálparsveít
um að komast að flaki
arabísku farþegaþotunn-
ar, sem fórst seint í gær-
kveldi um 100 km. fyrir
norðan Bankok. Flugvél-
arflakið liggur í þéttum
frumskógi og hafði þyrla
fyrst komið auga á brak
úr henni og vísaði leitar-
mönnum leiðina. Með flug
vélinni voru 26 manns og
hafa allír farizt.
Norstad
biöst
iausnar
NTB—Washington, 20. júlí. —
í tilkynningunni, sem send var
frá Hvíta húsinu í Washington
í dag segir, að Lauris Norstad,
yfirmaður NATO-herjanna í
Evrópu, muni láta af þeim
störfum þann 1. nóvember næst
komandi. Einnig mun hann
hætta störfum sem æðsti mað
ur bandarísku herjanna í Ev
rópu. Kennedy, Bandaríkjafor-
seti hefur samþykkt afsagnar
beiðni Norstad. Pierre Saling-
er, blaðafulltrúi forsetans vildi
í dag ekki láta hafa neitt eftir
sér um það, hver yrði eftirmað
ur Norstads. Það var í janúar
sem Norstad tilkynnti Kenne-
dy, forseta, að hann myndi
sennilega láta af störfum, áður
en langt um liði. í bréfi til for
setans sagði Norstað, að hann
hefði nú gegnt ýmsum störfum
innan Atlantshafshandalagsins
í 12 ár, þar af verið æðsti mað
ur NATO-herjanna i sex ár. og
væri það lengri iími heldur
en venjulegt væri um menn i
slíkri stöðu. Sagt er, að Nor-
stad hafi verið óánægðu’- með
stefnu Kennedys í kjarnorku-
málum, og hafi hann vitjað
sameinaðan kjarnorkuafla Ev
rópuríkjanna.
J
Flugvélin var á leið til Kairo
og hafði haft skamma viðkomu
í Hongkong. '
i Mikill stormur geisaði á þess-
- um slóðum um það leyti, sem slys
ið mun hafa orðið. Mjög þéttur
frumskógur er í nágrenni Bankok
og gerði það leit erfiðari.
Ekki er enn með vissu vitað,
hvað valdið hefur slysinu.
Flugvélin, sem er af Comet 4
gerð hafði samband við flugvöll-
inn hjá Korat í Thailandi seint
í gærkveldi og bað um leyfi til
nauðlendingar. En aðeins fjórum
mínútum seinna rofnaði allt tal-
samband vifs flugvélina.
Flugvélin átti samkvæmt áætl
un að lenda á Donmuang-flugvell-
inum í Bankok í gærkveldi og
hafðj flugturninn þar samband
við vélina 10 mínútum áður en
hún átti að lenda.
Frakkland og Túnís
taka upp stjórnmála-
samband
NTB—Paríg, 2. júlí.
Stjómir Frakklands og
Túnis ákváðu í dag að taka
upp að nýju stjórnmálasam
band sín á milii. Var þetta
opinberlega tilkynnt, eftir
að forsætis- og varnarmála
ráðherra Túnis hafði átt við
ræður við de Gaulle forseta,
og Pompidou forsætisráð-
herra Frakklands. Frakkar
slitu stjórnmálasainbandi
við Túnis í fyrra, er her-
sveit Túnis réðust á frönsku
flotahöfnina Bizerte.
Rannsóknarnefnd
skipuð í Katanga
NTB-ElísabethviHe, 20. júlí.
Frá Elísabethville hafa
þær fréttir borizt, að Robert
Gardiner, yfirmaður S.þ.-
herjanna í Kongó, hafi skip
að þriggja manna nefnd,
sem rannsaka skai atburð-
ina, sem urðu í Elísabeth-
ville á þriðjudaginn var.
Yfirvöld í Katanga hafa
fallizt' á að aðstoða nefnd-
ina vig störf sín.
Blóðugir bardagar
í Vietnam
NTB—Saigon, 20. júlí.
Stjórnarhersveitir 1 Viet-
nam gerðu í dag árás á her
monn kommúnista nálægt
landamærunum við Kam-
bodja um 110 km. frá Sai-
gon, og felldi 85 menn. —
Samkvæmt upplýsingum
varnarmálaráðuneytisins í
Suður-Vietnam féllu 2 úr
stjórnarhernum og 7 særð-
ust í viðureign þessari. —
Flugher um um 30 banda-
riskar þyrlur, ásamt föt-
gönguliði, tók þátt í bardög
um þessum. Varnarmála-
ráðuneytið sagði í dag, að
þetta væri einn mesti sigur
stjórnarherjanna yfir her-
mönnum kommúnista til
þessa í Vietnam.
Fares í óvæntri
heimsókn í Tiemcen
NTB-Tlemcen, 20. júlí
Abderrahmane Fares, for
maður bráðabirgðastjórnar-
ncfndarinnar í Alsír kom f
dag óvænt til Tlemcen í
vesturhluta Alsír, þar sem
hann átti langar viðræður
við Ben Bella, varaforsætis-
ráðherra útlagastjórnar
Serkja, og Ferhat Abbas,
fyrrverandi forsætisráðhcrra
útlagastjórnarinnar.
Opinber talsmaður full-
yrti í dag, að þeir hefðu rætt
væntanlegar þingkosningar f
Alsír, sem munu fara fram
þann 12. ágúst
Sleppa ekki við að
borga sinn hlut
NTB-Haag, 20. júlí
Alþjóðadómstóllinn í
Haag kvað upp í dag úr-
skurð þess cfnis, að útgjöld
Sameinuðu þjóðanna í sam-
bandi við Suez- og Kongó-
deiluna skyldu greiðast af
meðlimal. S.þ. Það var alls
herjarþing SÞ, sem óskaði
eftir ráðgefandi úrskurði
dómstólsins, þar sem Sovét-
ríkin og Suður-Afríkusam-
bandið höfðu haldið þvf
fram, að útgjöld sem þessi
ættu ekki að greiðast af öll-
um meðlimaríkjunum, en
báðir þessir aðilar skulda
samanlagt um 87 milljónir
norskra króna vegna þessara
aðgerða, sem f allt kostuðu
1,2 milljarð n. króna.
T í M I N N, laugardagurinn 21. júlí 1962. —
3