Tíminn - 21.07.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.07.1962, Blaðsíða 7
STímÍtm Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson Fuiltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Ðavíðsson ftitstjórnarskrifstofur i EMdu- húsinu; afgreiðsia. auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523. Af- greiðslusimi 12323 — Áskriftargjald kr 55 á mánuði innan- iands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Milljónaíjón BlaðiS Vísir birti í gær svohljóðandi greinr „Ein einu sinni birtist landsmönnum hörmuleg af* leiðing verkfalla á atvinnulíf þjóðarinnar. Fyrir Aust* fjörðum er nú svartur sjór af síld. Elztu sjómenn muna vart eftir öðrum eins síldartorfum, En þá gerist það, að löndunarstöðvun er orðin á Rauf- arhöfn. Skipin verða að sigla alla leið til Siglufjarðar með aflann sem er 15—20 tíma sigling af miðunum. Flutningaskip eru tekin í notkun með ærnum kostnaði. En örstutta siglingu af miðunum eru tvær síldar- verksmiðjur, sem áttu að vera tilbúnar að taka á móti síld í byrjun júlí. En verksmiðjur þessar eru ekki til- búnar enn. Orsök dráttarinns er einfaldlega járnsmiðaverkfall- ið í sumar, sem stóð á annan mánuð og lauk sem kunn- ugt er með því að járnsmiðir gengu loksins að því til- boði sem þeim hafði verið gert í byrjun. Seyðisfjarðarverksmiðjan á að geta brætt 4—5 þús- und mál þegar hún kemst af stað og Reyðarfjarðar- verksmiðjan um 1500 mál. Ef þær væru komnar af stað, gætu þær tekið aflann af skipunum og þau haldið þegar út á miðin aftur til að fyila sig. Tjónið af járnsmiðaverkfallinu nemur því, þó það komi seint fram yfir milljón krónum á dag á þessum stöðum einum. Menn vona nú að Seyðisfjarðarverk- smiðjan taki til starfa í næstu viku, en Reyðarfjarðar- verksmiðjan ekki fyrr en í lok ágúst." öll er þessi frásögn Vísis rétt, að undanskildu því, sem hann segir um orsök verkfallsins. Það rétta er, að járn- smiðir og atvinnurekendur voru búnir að ná fullu sam- komulagi áður en verkfallið hófst, en ríkisstjórnin kom í veg fyrir á seinustu stundu, að atvinnurekendur undirrituðu það. Þess vegna hófst verkfallið og stóð á annan mánuð, en þá sömdu atvinnurekendur um verulega meiri kauphækkun en upphaflega hafði verið samkomu- lag um. Ríkisstjórnin ein bar þannig ábyrgð á þessu verkfalli, þar sem aldrei hefði komið til þess, án afskipta hennar Með því hefur hún ekki aðeins valdið því tjóni, sem Vísir segir frá, heldur miklu meiru, því að vitanlega hlutust tafir af verkfallinu á mörgum öðrum aðkallandi fram- kvæmdum en síldarverksmiðjunum eystra. En þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum þess, hve dýr þessi ríkisstjórn hefur reynzt þjóðinni vegna rangrar stefnu sinnar og klaufalegrar íhlutunar af ýmsum málum. Dýrt tómlæti Það er fleira en tafir af járnsmiðaverkfallinu, er veld- tir nú tjóni vegna ófullnægjandi sildarmóttöku austan- lands. Þar lcoma einnig tii greina eftirtaldar ástæður: Ríkisstjórnin hafnaði á síðastliðnu hausti þeim til- lögum stjórnar síldarverksmiðja ríkisins að komið yrði upp stórum móttöku- og umhleðslustöðvum á Seyðis- firði og Eskifirði. Ríkisstjórnin féllst ekki á það fyrr en alltof seint, að hafizt yrði handa um stækkun síldarverksmiðjunnar á Seyðisfirði og byggingu nýrrar síldarverksmiðju á Reyðarfirði. Hér hefur miklu ráðið sú stefna stiórnarinnar að vera treg til allr" framkvæmda í dreifbýlinu Samkvæmt kenn ingum hagfræðinga hennar og höfunda .,viðreisnarinnar“ Walter Lippmann ritar um alþjóðamáf:' Er rétt að veita kommúnista- ríkjum efnahagslega aðstoð? Er rétt að binda adstoð við Indland pólitískum skilyrðum? HÖFUÐGALLINN við fjár- hagsaðstoð við lönd eins og Júgóslavíu, Pólland og Indland er sá, að fremur erfitt er að skilja tilganginn með henni og enn erfiðara að útskýra hann. Eg hef fylgzt með baráttunni um þetta ár eftir ár og oft spurt sjálfan mig, hvað það væri í raun og veru, sem and- stæðinga aðstoðarinnar greindi á um við stjómir þeirra Eisen howers og Kennedys. Báðir hafa þessir forsetar ráðið stefn unni í utanríkismálum. En hvernig stendur á því, að þeir hafa báðir viljað hafa rétt til að veita aðstoð þeim þjóðum, sem játa sig fylgja kommúnism anum, og einnig hlutlausum þjóðum, sem oft eru okkur mjög ósammála? Þetta er ekki ágreiningsefni miUi demókrata og republik- ana. Það væri þvaður eitt, að segja að báðir forsetarnir hafi verið og séu minni andstæðing- ar kommúnista en andstæðing- ar aðstoðarinnar eru. Þó er einn greinilegur munur á forset unum tveimur annars vegar og andstæðingum aðstoðarinnar hins vegar. Forsetamir hafa verið í þeirri aðstöðu, að þeir hafa orðið að velja milli þess, sem gareatrkynni, ef þeir veittu aðstoðina, og hins, sem yrði, ef þeir veittu hana ekki. And- stæðingar aðstoðarinnar hafa ekki verið í ábyrgðarstöðu gagn vart valinu og því frjálsir að því að fara eftir tilfinningum sínum. ÉG HEF oft spurt sjálfan mig ,hvers vegna báðir forset- arnir hafi átt svo bágt með að koma sannfæringu sinni á fram færi við andstæðinga aðstoðar innar i þinginu og einnig al- menning, sem er þeim fylgj- andi. Mig grunar, að erfiðleik- arnir við útskýringamar séu sama eðlis og munurinn á því, að kaupa hest og veðja á hest í veðreiðum. Ég legg þann skilning í ræð ur andstæðinga aðstoðarinnar, að þeir telji okkur ekki fá fyr- ir aðstoðina það, sem við emm að greiða með henni, nema Júgóslavar, Pólverjar og Ind- verjar taki upp bandarískan hugsunarhátt og bandaríska stefnu. Andstæðingar aðstoðar- innar berjast ekki gegn styrkj- um og lánum sem sUkum. Þeir virðast ekki geta fellt sig við það, að við skulum ekki geta ákveðið Iagið, úr því að við greiðum hljóðfæraleikurunum. Andstæðingar aðstoðarinnar lita því ekki einungis á hana sem fjárbruðl, heldur óskyn- samlega viðurkenningu óbanda Dean Rusk heilsar Krishna Menon rískra lífsvenja og andbanda- rískrar stefnu í utanríkismál- um. FORSETARNIR tveir, helztu stuðningsmenn þeirra og ráð- gjafar hafa vitað og vita, að mögulegt getur verið — og stundum nauðsynlegt — að kaupa spilltar og veikar stjórn ir smáríkja. En þjóðir eins og Júgóslavar, Pólverjar og Ind- verjar hafa til að bera næmar þjóðernistilfinningar og stolt í ríkum mæli. Þær eru fullar viðkvæmrar ættjarðarástar eins og sakir standa og eru því alls ekki falar til káups. Það eitt, að gefa í skyn, að tilgang- ur fjárhagsaðstoðar Bandaríkj- anna væri að kaupa þær, hlyti að valda mjög sterkum þjóðern isviðhrögðum. Forsetarnir hafa því ekki sagt, geta ekki sagt og mega ekki segja, að þeir séu að reyna að kaupa áhrif með aðstoð sinni. Þetta veikir auðvitað víg stöðu þeirra gagnvart andstæð- ingum aðstoðarinnar, sem geta ekki skilið skynsemina í því að greiða fé, án þess að fá þegar í stað eitthvað áþreifanlegt fyrir það. Aðstöðu forsetanna er þannig háttað, að þeir þurfa að hafa rétt til að veðja lík- lega verulegum fjárhæðum. sem geta tapaztj en myndu — ef vel tækist til — borga sig afar vel í auknum líkum á friði og bættum horfum yfirleitt. eru framkvæmclir þar >yfirleitt „pólitísk fjárfesting", sem ekki á rétt á sér. Má í þessum efnum vel minna á þær ásakanir. sem Framsóknarmenn urðu fyrir, þegar þeir voru að vinna að bættum skilyrðum til síldarmóttöku á Austurlandi. Þessar framkvæmdir hafa þó bjargað síld- arvertíðinni. að verulegu leyti undanfarin ár. Af þessu og fleiru má vel læra, að það væri þjóðinm lítill hagur að framlengja í næstu kosningum líf þessarar ríkisstjórnar. ' EN HVERS EÐLIS eru þá þessi veðmál? í raun og veru velta vinnings horfurnar á því, að þjóðir eins og Júgóslavar, Pólverjar og Indverjar eru — eins og flest- ar aðrar þjóðir — samsettar af mörgum stríðandi flokkum, hóp um og einstaklingum. Enginn. sem heimsótt hefur þessar þjóð ir, getur efazt um, að þær eru í örri þróun og skipan þeirra og örlög engan veginn ráðin. Allar þurfa þær á aðsioð að halda frá þjóffum, sem standa á hærra þróunarstigi, ef þeim á að takast að bæta ástandið heima fyrir. Það hefur verið stefna bæði Eisenhowers og Kennedys að gefa þeim kost á vestrænni aðstoð. Það styrkir aðstöðu þeirra Júgóslava og Pói verja, sem vilja efla Sjálfstæði þjóða sinna og aukin alþjóðleg sambönd. Það styrkir einnig aðstöðu þeirra Indverja, sem vilja samvinnu við vestræn lýð ræðisríki, þó að þeir vilji, að Indland haldi áfram að vera óbundið. Okklir væri ákaflega mildls virði ef þessi veðmál vnnúst. Þetta eru ágæt veðmáí. Við vinnum mjög mikið, ef við vinn um á annað borð. En ef við töp um, þá eru hinar misstu fjár- hæðir hreinn hégómi móti því. sem í húfi er að öðru leyt: KOMI til þess, að við töp- um veðmálinu á Indlandi, þ.e. a s. ef þessu eina frjálsa lýð- ræðisríki í Asíu, tekst ekki að. dafna og þrífast, þá verður það heimssögulegt áfall. Við meg- um því ekki láta undan óá- nægju okkar. Ef Indverjar yrðu stjórnleysinu að bráð. bá vær það næsta lítil huggun fyri? okkur að segja. að okkur hefði aldrei gefizt að Krishna Menor og hann hafi bvi aðelhs hiotið þau örlög. s(»in hann át.ti <kilið T f M I N N, laugardagurinn 21. júlí 19fi2. — /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.