Tíminn - 21.07.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.07.1962, Blaðsíða 9
Ulf SERDARMAÐURINH ER KOKKUR UM BORD & Ef þið þurfiS aS hitfa reiSarann á Seley, þá spyrj- iS eftir kokknum. Af hverju? Af því aS reiSarinn og kokkurinn er einn og sami maSurinn. Hyer er sá? Hann heitir Kristmann Jónsson, maSm*inn sá, EskfirSingur aS ætt og upp- runa og búsettur þar. Seley liggur viS bryggjuna á EskifirSi og bíSur löndunar og viS vindum okkur um borS. ÞaS stendur ekki á því aS Kristmann býður okkur upp á kaffisopa, og meðan kjötið sýður á kabis- unni gefur hann sér tóm til að ræða málin við einn að- vífandi fréttasnápa. Þessi útgerðarmaður er enginn gervisjómaður, heldur hert- ur margri vetrarvertíð og sumarsíld. Það er bví óhætt að spyrja hann tíðinda af síldinni. — Það gengur vel hjá ykkur í sumar. Það veit á langa vertíð hvað síld in er mögur Haldið til Siglufjarðar að austan með hlaðið skip. Eijin yngsti skipverja um borð i Seley í önnum löndunarinnar Hendurnar eru uppteknar og mega ekki vera að sinna síga- rettunni. — Já, alveg prýð'ilega. Við erum búnir að fá um 8000 mál og tunnur. — Það mun mega teljast vel- gengni i fyrsta flokki. Hverju er þetta að þakka? — Það er margt, sem kemur til greina, góður skipstjóri, góð nót og góður mannskapur. — Er Jónas enn skipsrtjóri hér? — Já, Jónas Jónsson frá Eyri er skipstjóri. Hann varð hæst- ur Eskifjarðarskipstjóra á ver- tíð sl. vetur, fiskaði tæp 700 tonn, miðað við slægðan fisk með haus. — Þú þakkar nótinni, það er nú miklu oftar, sem maður heyr ir hinn tóninn kveðinn í sam- bandi við hana. — Já, þessi nót er frá Neta- gerð Jóhanns Klausen hér á Eskifirði og hefur reyn2t alveg prýðilega. Þess. má geta, að þetta er fyrsta nótin, sem Jó- hann setur upp og hægt er að fullyrða a'ð hann fer vel af stað. Mögur síld veit á langa síldarvertfð — H"að finnst þér einkum einkennandi fyrir síldarvertíð- ina í sumar? — Það má segja að það sé einkennandi hvað síldin hér eystra er mögur. Það finnst okk ur góðs viti. Má vera að það bendi einmitt til þess, að hún standi lengur en verið hefur undanfarin ár. — Finnst þér síldargengdin meiri hér eystra í sumar, en verið hefur? -y Hún er kannski ekki meiri. en undanfarin ár, en það hefur verið meira leitað að henni hér, sem meðal annars kemur til af því að nú eru fleiri skip við leitina. Við vlljum meina að síldin hafi verið hérna í haf- inu undanfarna áratugi, það hafi bara verið þessir gömlu for dómar, að það væri ekki hægt að veiða síld fyrir Austfjörðum. sem stað'ið hafi í veginum. — Það hefur löngum verið sagt að straumarnir fyrir Aust- fjörðum væru anzi erfiðir. — Það virðist nú ekki koma rnikið að sök með þeirri tækni. sömu nú er notuð' við þetta. Við höfum til dæmis fengið meiri- partinn af okkar síld hérna í Reyðarfjarðardýpinu í sumar, og þar hefur okkur gengið bezt að vei'ða hana. Norðmaður en enginn Rússi “^■-Er - ekkr thikill erlendur $kípafloE/"á j¥i$tinum? — Jú, norski flotinn er all- ur héma fyrir Austurlandinu, og búinn að vera hér að minnsta kosti hálfan roanuð. — Rússinn? — Rússann höfum við ekki séð, og heldur ekki mikið af annara þjóða skipum. — Eru Norðmennirnir hlut- fallslega eins margir með blökk og íslenzku skipin? — Nei. þeir eru yfirleitt með snurpu, eitthvað 4 eða 5 skip, sem ég hefi heyrt getið um með blökk. En yfirleitt held ég að Norðmennirnir hafi veitt vel. Verksmiðjuskcrturinn eystra kostar milljónatugi — Hver mundir þú nú segja að væru aðalvandamál síldveiði flotans við Austurland? — Það eru tvímælalaust af- setningarerfiðleikarnir. Flotinn gæti verið búinn að veiða óhemjumagn, ef hægt væri að koma síldinni frá sér með sæmi- legu móti. — Hvað á að gera? — Það þarf að bæta úr þessu, þetta skaðar þjóðina um mili- jónatugi. — Fleiri verksmiðjur? — Já, fleiri og stærri. — SÍgðu mér eitt Kristmann, heldurðu ekki að hann fari að láta undan sá hugsunarháttur hjá ráðamönnum þjóðarinnar. að síldveiðar við Austurland séu ekki annað en sport? — Jú. ég held nú að hann hljóti að fara að láta undan. En enn er Austurlandsmiðun- um ekki sýndur nægur sómi Við viljum fá aðalstöðvar Síld arieitarinnar fluttar austar, en þær eru nú á Siglufirði. Okkur finnst að Síldarleitin reki á- róður fyrir Norðurlandsmið- unum, og að alltaf sé gert meira úr þeirri síld, sem vart verði við norðan Langaness en sunn an. Þetta hefur sín áhrif. — En þrátt fyrir allt leitar flotinn á Austursvæðið? — Já, vegna þeirra vandræða, sem eru á að losna við síldina hér eystra, þá leggja margir ekki út í það, að koma hingað austur, heldur hanga þeir fyrir norðan Langanes í von um, að fá síld þar. Þessi skip verða eðli lega af afla, þegar sildin er öll sunnar en þau hætta sér. Þetta er staðreynd, sem aftur leiðir það af sér, að minna veiðist en ella. Einsdæmið í flotanum? — Og hvernig fer það nú sam an, að vera útgerðarmað'ur og kokkur? — Ágætlega. — Veiztu um fleiri í flotan- um, sem líkt er á komið og með þig? — Nei, ég veit ekki um neinn. — Líður ekki reiðaranum bet- ur að vera með um borð, en að bíða í landi? — Jú, miklu betur. — Og þetta hefur gengið' vel, það sem af er? — Já, og gerir það vonandi það, sem eftir er. — KI Kristmann Jónsson — útgerðarmaður og kokkur Skroppið um borð í Seleyju, o g drukkið kaffi og spjallað við Kristmann Jöns son, útgerðar- manninn, sem eldar ofan í mannskapinn Byrjað að háfa úr góðu kasti. Það glampar á silfur hafslns í nótlnnl. T f M I N N, laugardagurinn 21. júli 1962. — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.