Tíminn - 21.07.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.07.1962, Blaðsíða 8
r Um síðustu aldamót var fólks straumurinn úr sveitum til iðn aðarborganna og í kolanámurn ar eitt mesta vandamál Eng lands. Lét þá einn af forustu- mönnum þjóðarinnar svo -um mælt: „Sá tími kemur fyrr eða síðar, að fólkið streymir burt frá kolareyk og þröngum götum borganna og sezt að út á guðs- grænni jörðinni“. Þetta reynd- ist of mikil bjartsýni. Straumn um hefur ekki verið snúið við. Hjá flestum þjóðum vestur- ianda mun sömu sögu að segja. Þeir munu lýðir löndum ráða. Forustumenn okkar íslend- inga vita þetta, um það er ekki hægt að efast. Þeir vita líka, að við vorum bændaþjóð á tím- um örbirgðar og allsleysis. í skjóli lágreistra torfbæja lifði vonin um bættan hag, og bók- menntir geymdust en gleymd- ust, ekki. Allir hljóta að þekkja þá miklu þakkarskuld, sem al- þjóð stendur í við hina dreifðu byggð. Lang mestur hluti hins eldra fólks sem nú byggir borg irnar er kominn frá bændum afdala og útnesja, þar sem lífs baráttan var hörð. í einni af fornkviðum okkar segir: „Þeir munu lýðir löndum ráða, sem útskaga áður byggðu.“ Þurfa að búa til sinn sjó. Nú á öld tækni og vélvæðing ar sækja hraustir drengir sjó- Sigurður Jónsson. Borgin og bóndinn Sigurður Jónsson, Stafafellss inn á vélknúnum skipum og bátum. Bændur afla líka heyja með vélum að meira eða minna leyti.. En hér er mjög ólíkt á- komig eins og Árni G. Eylands sagði er hann var ritstjóri Freys: Bóndinn þarf að búa til sinn sjó áður en heyjanna er aflað með vélum". Landið var ekki véltækt nema að mjög litlu leyti. Bóndinn lagði því oft sitt ævistarf í að slétta það og rækta, og þannig er það með fjölda bænda enn í dag. Kolareykurinn er horfinn. Það er ekki mjög langt síðan að mökkur kolareyks lá yfir Reykjavík, þótt sól skini í heiði. Sá sorti sést ekki lengur. Hita veita og rafmagn nær til flestra íbúanna, skraut og skemmtan- ir eru á næsta leiti, svo skilyrði virðast til þess að hægt sé að lifa „hvern dag í dýrðlegum fagnaði", eins og þar stendur. Hitaveitan veitir jafnvel meiri lífsþægindi en títt er í öðrum höfuðborgum nágrannaland- anna. Slíkt hlýtur að hafa sín áhrif á það fólk, sem byggir kalda staði. Við heita vatnið hefur bil lífsþægindanna breikkað, þegar borin er sam- an borg og sveit. Straumnum verður ekki snúið. Hvernig verður þá þjóðfélags meinið bætt. Það virðist liggja Ijóst fyrir. Það á að búa þannig að því fólki sem enn er í sveit- um landsins að lífskjör þess nálgist sem mest kjör þeirra sem fluttir eru í þéttbýlið. Þetta hefur verið rætt um, og að nokkru reynt, með þvi að miða kaup bóndans við almennt verkamannakaup. Vissulega má þakka það. En þegar athugað er að bóndinn á allt sitt undir sól og regni. Hann er veðrátt- unni háður, að minnsta kosti þar til að hann hefur getað keypt nauðsynlegustu áhöld og vélar til að létta og tryggja af- komu sína. Nú eru þessl tæki svo dýr að flestum er um megn að eignast þau. Horfurnar eru því ekki glæsilegar. Bændur fá styrlci. Bændur hafa verið styrktir til jarðræktar og fleiri umbóta af opinberu fé. En hver sann- gjarn maður hlýtur að fallast á réttmæti þess, af þeirri ein- földu ástæðu, að ræktun jarðar nær lengra en að vera til hags fyrir þann sem verkið vinnur Það er einnig unnið fyrir kom- andi kynslóðir, ef þær vilja nota jarðirnar. Einnig gerir það okkar fagra land enn þá fegurra. Jöfnun í byggð landsins Þegar Sléttuhreppur í ísa- fjarðarsýslu var allur f eyði lagður, mátti heyra í þingfrétt um, að á Alþingi væri farið að tala um þörf á jöfnun í byggð landsins. En fremur lítið mun hafa orðið úr ráðstöfunum tii úrbóta. Þó mun málið ekki hafa valdið deilum milli flokka, svo fréttir bærust af. Sennilega hef ur málið þótt erfitt úrlausnar. Bændasamtökin. Lcngi var Búnaðarfélag ís- lands eini félagsskapur bænda, sem náði til alls landsinF Þeg- ar árin liðu. fór hver stétt og starfshópúr að mynda sitt félag. sem í aðalatriðum voru hags- munasamtök og kaupkröfufé- lög, þótt fleira væri nefnt í stefnuskrá. Bændur íslands voru að eðli og uppruna ein- staklingshyggjumenn, sem Frarnhald á 13 síðu Fimmtugur: Kristján Friðriksson forstjóri í dag er Kristján í Ultíma fimm- j tugur. Kristján er fæddur á Efri-j Hólum í Presthólahreppi, sonur j hjónanna Friðriks Sæmundssonar ■ og Guðrúnar Halldórsdóttur. Þau Friðrik og Guðrún bjuggu lengi á Efri-Hólum og gerðu þann garð frægan svo að af bar. Kristján ólst upp með stórum; sys-tkinahóp. Öll bera þau systkin-j in þess merki, að þau eiu af mik-: ilhæfum foreldrum komin, því öll mega þau teljast með hinum nýt- ustu þj óðfélagsþegnum, og ekki hika ég við að telja Kristján Frið- riksson eða Kristján í Ultíma eins og hann er venjulega kallaður, einn sérstæðasta og um margt einn af hinum merkustu persónuleikum, j sem ég hef kynnzt Kristján fór ungur í Gagnfræða-; skólann á Akureyri, en eftir skóla- nám þar stundaði hann nám er- ■ lendis um skeið. gerð'ist siðan far- andkennari einn vetur í Reykdæla- hreppi, en settist siðan í Kennara- skólann, tók burtfaraipróf eftir; eins vetrar nám og byrjaði síðan kennslu í Vestmannaeyjum. En starfsorka Kristjáns var slík, að hann gat ekki unað við það eitt að uppfræða börn og unglinga, þó: honum léti það ágætlega. Hann i hætti fljótlega kennslu, fluttist til Reykjavíkur og stofnað'i fljótlega þar fyriitækið ,,Ultíma“. Það reyndist svo að Kristján hafði i ríkum mipli fqjpjájni og Hýdstnái forélpra srnná,- því- f höndum hans hefúr 'fyrírtækið Ultíma vaxið frá svo að segja engu í risafyrirtæki, þar sem dúkar eru ofnir og klæði saumuð auk margs annars verzlunar- og iðn- reksturs. Sá, sem þessar línur ritar, kynnt ist Kristjáni fyrst fyrir 20 árum. Þá bjó ég i húsi hans um nokkur ár og hafði því margt saman við' hann að sælda. Mér finnst Kristján vinur minn ávallt með hinum furðulegustu mönnum. Það er eins og hann hafi alltaf tima til alls og kunni skil á öllum mögulegum hlutum. Hafi brennandi áhuga fyrir hinum ó- skyldustu málefnum og ausi sifellt af brunm otæmandi starfsorku. Þó fésýsla og rekstur fyrirtækja sé kannski ríkasti þátturinn í starfs ferli Kristjáns, þá gefur hann srig mikið að listum. Fæst við að mála og teikna, ef hann á einhverja tómstund. Lætur sig uppeldismál miklu skipta og i margs konar fé- lagsmálastarfsemi er hann ávallt i fremstu víglínu. Hvar sem hann fer er hann einnig hrókur alls fagnaðar og hinn glæsilegasti gest- gjafi. Kristján í Ultíma hefur ekki farizt eins og flestum þeim, er jsafna miklu af fjársjóðum, sem I mölur og ryð fær grandað. Hann j hefur aldrei gerzt þröngsýnn eigin- I hyggjumaður, er aðeins berst fyr- ; ir aukningu sinna fjársjóða. ■ Kristján hefur þvert á móti á- jvallt staðið í fylkingarbrjósti I þeirra, er berjast fyrir bættum | kjörum fjöldans. í Farmsóknarfl. á Kristjáni , mikla þakkarskuld að gjalda, j bæði fyrir hugmyndaauðgi hans og Framhald á 13. síðu. „Setjið talíu í gdssið" Nokkur orð unt öryggísmál sjómanna í dagblöðum borgarinnar hafa birzt greinar um öryggismál sjómanna, eftir tvo ágætismenn, þá Baldvin Þ. Kristjánsson forstjóra og Hjálmar R. Bárðarson skipaskoðunarstjóra. Báðum þessum mönnum vil ég þakka, og þá sérstaklega Baldvin Þ. Kristjánssyni fyrir hans greinar, sem sjáan- lega eru skrifaðar í þeim tilgangi að reyna að ráða bót á því ástandi, er ríkir I þessum málum, og EKKI er hægt að una lengur án endurbóta. Báðum þessum mönnum hcfur orðið tíðrætt um öryggi skips, og þá aðallega stöðugleikaút- reikninga á fiskiskipum. Ég get verið sammála Baldvin Þ. Kristjánssyni, að sjálfsagt sé að láta fylgja hverju skipi stöðugleikaútreikninga, þetta er gott, svo langt sem það nær. En þegar um endurbætur og breytingar á skipum er að ræða, þá er lítið gagn í þessum útreikningum og geta þá orðið sem punthandrit liggjandi niðri í skúffu. Til þcss að prófa sjóhæfni skips, sem endur- byggt hefur verið eða fengið aukna yfirvigt af krastblökk, nót eða öðru, sem gfcrir sjó- hæfni skipsins verri, þarf að nota allt aðra aðferð en skúffu-útreikninga (stöðugleikaútreikninga). Þegar skip hefur verið endurbyggt, þá má :>kki leyfa því að fara úr höfn fyrr en að loknu sjóhæfnisprófi, sem tekur aðeins 2—3 klukku- tíma að framkvæma. Aðferðin er þessi: Skálkið vel allar lestarlúgur, svo sjór komizt ekki niður í skipið. Lokið vel öllum hurðum að herbergjum og stýrishúsi. Setjið svo talíu í „góss- ið“ og dragið skipið niður að sjávarfleti, þannig að það liggi 80—90 gráður. Ef skipið réttir sig ekki strax hjálparlaust, þá vantar kjölfestu í skipi, sem skipaskoðunarstjóri getur ákveðið, hversu mikil skuli vera. Um dekklest skips má eflaust finna út með sömu aðferð. Hjá mér er þessi aðferð orðin 60 ára gömul. Þegar ég var 12 ára drengur, þá átti ég 18 báta og skip, cr ég hafði smíðað sjálfur, frá 10—40 cm. löng, með rá og reiða. Þessa aðferð, sem er skrásett hér að framan, notaði ég við kútterana. Ef þeir ekki réttu sig á vatninu, þá bætti ég blýi á kjölinn, enda kom ekki fyrir, að hægt væri að kollsigla þá. Með þessari aðferð geta sjómennirnir sjálfir staðið á bryggjunni og horft á skip sitt rétta sig á sjónum og því glaðir stigið um borð með þá tilfinningu, að þeir komu heilir í höfn. - Reykjavík, 16. júlí 1962. Páll Kristjánsson. T í M I N N, Iaugardagurinn 21. júlí 1962. — 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.