Tíminn - 21.07.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.07.1962, Blaðsíða 14
 Karabíska hafið lá fyrir sjónum •hennar, glitrandi í sólskininu. Elenor lét allar áhyggjur lönd og leið meðan hún horfði á Jamaica hverfa sjónum. Það, sem eftir var dagsins var hún á þilfari, enginn veitti henni teljandi eftirtekt. Skipstjórinn skiptist á nokkrum orðum við hana, en þar sem hann talaði ekki ensku og hún skildi ekki mállýzku hans, lognuðust samræðurnar fljótlcga út af. Eng- lendingarnir tveir kinkuðu til hennar kolli, þegar hún gekk fram hjá en reyndu ekki að tala við hana. Hinir innfæddu, sem sveimuðu um þilfarið, komu ekki einu sinni nálægt hennj. Það var syfjuð og þreytt ung kona, sem gekk niður í litia klefann sinn um kvöldið og gætti a$ dyrnar væru læstar áður en hún háttaði. Um tíuleytið næsta morgun sást dökkur skuggi úti við sjón- deildarhring. Elenor stóð við borð stokkinn með sjónauka og horfðx á hann, meðan hann óx, kom nær og fékk á sig form. Santa Feliee var miklu stærri en hún hafði ímyndag sér, langur fjallgarður gnæfði við himin, blá og leyndar dómsfuil fjöll. Og ejnhvers staðar í þessum miklu fjöllum leyndist maðurinn, Clemente Castellon. Við tilhugsunina um að leita hans í fjöllunum, missti ævintýrið nokk uð af Ijómanum. Bráðlega mátti greina græn tré, einkum hávaxin pálmatré og langar breiður af hvítum sandi og hvítum klettum. En þegar þau komu inn í höfnina, varð hún fyr- ir vonbrigðum. Samanborið við hreinlegar götu'rnar í Kingston og reisulegar byggingar, sýndist allt hér óhreint og vanrækt. Og þá skildi hún, hversu mikla þýðingu það gæíi haft fyrir íbúana, ef olíu væri að finna á eynni. Meiri verzl un og velmegun, framfarir á öll- um sviðum. Elenor bar töskurnar sínar upp á þilfar, en var þar stöðvug af lágvöxnum manni, sem útskýrði fyrir hennj á bjagaðri ensku, að allir farþegar yrðu að fara gegn- um tollinn. Síðan voru töskurnar teknar frá hennj og bornar að skúrræfli, sem sýnilega var notað- ur í slíku skyni. Þar stóðu nokkr ir farþeganna og deildu hart, og þar sem hún skildi vel spænsku, heyrði hún, að þeir voru mjög gramir yfir að rannsaka átti far- angur þeirra, það hefði aldrei nokkru sinni verið gert fy?r. Englendingamir tveir virtust einnig hálfargir, og Elenor varð móðguð yfir ag farangur þeirva skyldi skoðaður á undan hennar. Hún veitti þvi eftirtekt, að ekki var leitað í töskum þeirra, lokun- um lyft og kíkt efst og síðan skeilt aftur. Meðan hún beið, stóg hún alein í miðjum skúrnum og var harla mædd. Hún skildi, að þessi tollskoðun var framkvænui eingöngu hennar vegna. Það væri of áberandi, ef aðeins hennar far angur væri skoðaður. Annar Englendingurmn kom nú til hennar. — Þetta er svei mér skemmti- legt, sagði hann og brosti til henn ar. — Eg hef aldrei vitað það fyrr, að tollþjónar hans hátignar hafi heimtað að ég borgaði toll af einni flösku af Jamaiea rommi. — Eg hélt ekki að þetta væri nokkurs staðar óþekkt fyrirbæri, sagðj hún rólega. — Og ég veit ekki til, að ég sé með nokkra bannvöru. — Afsakið, að ég segi það, cn er það ekki óvenjulegt, að ung kona ferðist til staðar sem þessa alein? sagði hann þýðlega. — Eg er í leyfi og langaði til að sjá mig um, sagði hún. — Mig hefur a’ltaf dreymt að komast til Vestur-Indía, og þegar ég fer héð- an, býst ég við að heimsækja aðr- ar eyjanna. Hinn Englendingurinn kallaðj eitthvað — Þeir eru víst búnir að skoða. Þá er röð n komin að yður. ung- frú ? — Petiny, kynnti hún sig — Eg heiti Robertson. — Eg ferðast fyrir rafmagnsfyrirtæki nokkurt og hef oft komið hingað áður. Eg vonast til að sjá yður aftur, ungfrú Penny. Á eyjunni er aðeins þessi borg, annars bara smáþorp. Hann gekk til vinar síns og ákafi litli tollþjónninn kom til hennar og krafðist þess að fá lykl ana að töskum hennar. Elenor opnaði þær og varð fjúkandi reið, þegar hún sá, að hvert ei'nasta plagg, sem hún hafði með sér, var tekig upp og hris't vel og vand- lega-, gramsað og grúskag og rót- að. Hún reyndi að mótmæla og segja, að hún tryði ekki, að þetta væri nauðsynlegt, hún skyldi með glöðu geði borga toll, ef hún hefði eitthvað með sér, sem ekkj væri leyfilegt. En hún var fullvissuð um, að það væri alveg bráðnauð- synlegt að leita vel hjá öllum. Hans hátign forsetinn hefði upp- götva-ð, að miklu var smyglað inn í borgina og hafði hvatt menn sína til að standa vel á verði. Elenor skildist, að hversu mikig sem hún andmælti, þá myndi þessi litli monthani halda áfram að gramsa. En það var ekkert í töskunum, sem Don Manuel hafði áhuga á, og smám saman rann það víst upp fyrir þjóninum. Hann bandaði út með höndunum og lýsti því yfir, ag rannsókn væri lökið og síðan hvarf ha-nn, og Elenor fór að pakka niður í tösk urnar aftur. Þegar því var lokið, leit hún í kringum sig til að vita, hvort einhver gæti ekki hjálpað henni að útvega bíl, þar eð hún hafði ekki hugmynd um, hvar gisti húsið var. Hópur mnfæddra stóð utan við dyrnar og gægðist inn til henn ar. Þeir höfðu fylgzt með því, sem fram fór af augljósum áhuga og þegar hún gekk hikandi skref í áttina til þeirra, hljómaði marg- 7 raddaður kór, sem spurði, hvort þeir mættu hjáipa henni. Hún leit óttaslegin á þá, en þeir ruddust hver um annan, pötuðu með hönd- unum og romsuðu reiðinnar býsn. Henni sýndist þeir líta út eins og þeir gætu með glöðum huga myrt ömmu sína fyrir nokkra pesosa, þeir voru skítugir og hor- aðir og illa til fara Einn hafði fyrir stórri fjöl- skyldu að sjá. hrópaði hann á bjagaðri ensku. Annar æpti, að hann hefði verið í brezka hernum og væri því afskaplcga áreiðan- legur. Enn einn rak fésið alveg að henni og skrækti ag hinir væru þjófar, en hann væri heiðarlegur maður, hún hlaut að sjá það. Elen or reyndi að færa sig frá þeim og hugsaði örvæntingarfull, hvern ig hún ætti að komast fram h.ia þeim með töskur sínar. — Bifreið! hrópaði hún biðj- andi og það var kökkur í hálsin- um á henni. Þessi dökkleitu, skít- ugu eyjarskeggjar skelfdu hana. Þá var það, að langur, brúnn handleggur ýtti hjnum til hliðar. — Eg er maðurinn, hrópaði hann ákveðinn. — Eg skal bera töskur sehoritu. Það lá vig að Elenor vorkenndi hinum. — En . . . byrjaði hún. — Eg er rétti maðurinn, endur tók hann. Er ég kannske ekki .ftærstur og sterkastur? — Hann þarf ekki peningana eins sárlega og ég, kveinaði ann- ar og Elenor leit örvæntingarfull í kringum sig. Engir aðrir voru í tollskúrnum, meira að segja lög- regluþjónninn var horfjnn, og hún var ofurseld þessum uppá- þrengjandi, málóðu eyjarskeggj- um, sem allir vildu vinna sér inn fáeina aura með því að bera tösk- urnar hennar. E'nginn þeirra virt- 112 fætur, þar eg herforingjaráðs- fundur átti að byrja klukkan 10 f. h. Ræddum um væntanlegar framtíðaraðgerðir á Miðjarðarhafs svæðinu. Klukkan 11,10 f. h. fór- um við allir til að vera við útför veslings Sikorskis i Westminster dómkirkjunni. Athöfnin var of leiksýningarleg til að hafa áhrif á tilfinningar mínar. En þegar ég sá auða pallinn, þar sem kist- an hafði staðið, þá fannst mér hann vera táknræn og dapurleg mynd af ástandinu í Póllandi. Bæði ríkið og herinn án foringja og leiðtoga, þegar umskipti virð- ast í vændum. Eg var persónulega mjög hrifinn af Sikorski og mun sakna ha-ns meira en orð fá lýst- Fór beint frá dómkirkjunni til Hendon til þess að fljúga til Nor- folk. Að vera við jarðarför manns, sem farizt hefur í flugslysi, er ekki sérlega hressandi fyrir taug ar manns, rétt áður en maður fer sjálfur í flugferð. Hitti Hobart og fór að skoða skriðdrekana hans. . . sem eru bæði láðs og lagar-tæki . . . Fór stutta sjóferð í einum þeirra . . . Flaug aftur til Hendon og vann af kappi eina klukkustund í her- málaráðuneytinu . . . Varð svo að fara klukkan 10,30 til Downing Street 10 til að sitja herforingja ráðsfund meg forsætisráðherran- um, Herbert Morrison og Cher- well lávarði . . . til að ræða kröfu Morrisons um auknar varnir vegna hættunnar frá eldflaugum Þjóðverja . . . Þegar ég gekk út, sa-gði forsæt- isráðherrann: „Þér eruð þreytu- legur, Alanbrooke. Vinnið þér of mikið? Þér verðið að reyna að hlífa yður svolítið". 14. KAFLI. Mánudagsmorguninn 2. ágúst hófu brezki og bandaríski herpm á Sikiley aftur árás til þess að hernema hafnarborgirnar Catania og Mes’sina og hreinsa það, sem eftir var af eyjunni. Á sama tfma ók Brooke eftir sunnudagsdvöl á Hartley Wintney, til London, en þaðan var svo ætlazt til að hann færi að þremur dögum liðnum til Quebec, til að taka þar þátt í fyr- irhugaðri ráðstefnu. 2. ágúst 1943. Fór snemma á fætur. Fann borðið fullt af skeyt. um og orðsendingum viðvíkjandi undirbúningi ítala að uppgjöf á Dodecanese, Crete, Balkan o. s. frv. Mjög langur herforingjarágs- fundur þar sem reynt var að taka ákvarðanir um aðgerðir á Azor- eyjum. Fundurinn stóð yfir til klukkan 1,30 e. h. ... Langar viðræður við fram- kvæmdastjóra hernaðarlegra fram kvæmda um það hvað við gætum gert í ítalíu. Klukkan 6 e. h. ráð- herrafundur, sem stóð yfir til klukkan 8,20 e. h. en þá varð ég ag flýta mér til Dorchester, til þess að snæða miðdegisverð með Devers (J. L. Devers hershöfð- ingi, yfirmaður ameríska hersins í Bretlandi) og nokkrum banda- rískum þingmönnum. Þaðan komst ég naumlega nógu snemma til að mæta á fundi vamarmálanefndar klukkan 10,30 e. h., sem stóð yfir til klukkan 1,30 e. m. . . Sel- boxrne krafðist þar fleiri flugvéla . . . Ræddum þvj næst um Portú- gal í sambandi við Azore-eyjar. Loks skeyti frá Ameríku, þar sem skýrt var frá því, að forsetinn hefði í hyggju að viðurkenna Róm sem „opna borg". 3. ágúst . . Langur herfoiúngja ráðsfundur, þar sem mættur var dr. Soong til þess að spyrja okkur fyrir hönd Chiang Kai-sheks um það, Tivernig undirbúningi að hern- aðaraðgerðum á Burma mjðaði áfram. Vandasamt viðfangsefni, þar sem dr. Soong var mjög spur- ull og margt, sem þurfti að leyna fyrir honum. Hann var hjá okkur í meira en eina klukkustund, til klukkan 1,45 e. h. Klukkan 3 e. h. kom Ralston, kanadiski varnarmálaráðherrann, ag hitta mig og stanzaði í næst- um tvær klukkustundir. Því næst kom Browning og færði mér frétt- ir frá Sikiley, sem flestar gátu talizt góðar. Undirbúningi að brottförinni til Quebec miðar vel áfram . . . Eg er mjög ófús til þeirrar ferð- ar og kvíði fyrir ráðstefnunni, sem við eigum í vændum . . 4. ágúst. Enn einn erfiður og annasamur dagur. F. E. Morgan kom á herforingjaráðsfundinn til að ræða um áform sín og áætlan- ir um innrás yfir sundið, sem báru undantekningarlaust Tnerki um of mikla bjartsýni. Klukkan 1 e. h. ráðherrafundur til að ræða um þá kröfu forsetans að yfirlýsa Róm sem „opna borg“ Herforihgjar og ráðherrar allir einróma andvígir því Um kvöldig langt og skemmtilegt samtal vjð Ramsay. sem veitti mér margar nýjar upplýsingar um rnenn og málefni á Sikiley. Loks heimsótti Wingate mig, sem kominn er heim frá Burma til þess að; ræða um hernaðaraðferðir sínar . . . “ Fáum dögum áður gat hann um samtal við: „Cook flugliðsforingja, sem barðist af mikilli hreysti í Túnis, var tekinn til fanga, fluttur til Ítalíu, gróf jarðgöng til að flýja eftir, var handsamaður, látinn í einmenningsklefa, barinn til óbóta, fluttur í sjúkrahús, tókst að flýja, komst inn í Vatíkanið og var loks sendur heim“. Hann hafðj hrifizt á svipaðan hátt, nokkrum vikum áður, af tali tveggja liðsforingja Wingates, sem voru alveg nýkomnir heim úr frumskógunum .á Burma og höfðu margar sögur að segja um hugrekki og þolgæði brezku her- mannanna þar. Nú fékk Brooke loks tækjfæri til að tala við sjálf- an foringja þeirra: „Eg hafði mjög gaman af að hitta Wingate", skrif aði hann. „Upphaflega hafði hann gegnt störfum í Abyssiníu. en varð að hætta þar sökum tauga- áfalls . . . Eg hafði þá verið spurð- ur að því, hvort ég teldi ráðlegt að senda hann til Burma, þar sem hann gæti kannske reynzt gagn- legur. Eg hringdi til Wavell og spurði hvort hann kærði sig um að fá Wingate og hann svaraði því játandi. Hann reyndist hinn ágætasti í starfi". Um kvöldið, þegar Wihgate fór frá Brooke, hélt hann beint til Downing Street 10. í sögu sinni hefur Churchill lýst því, hvernig hann lét hinn unga stórfylkis- stjóra borða með sér miðdegis- verð, enda þótt hann væri { sömu fötunum og þeim, er hann hafði komið í heim frá vígstöðvunum, hvernig honum hafi sjálfum lið- ið „í návist þessa frábæra „mann- kosta- og hæfileikamanns" og hvernig eftir að hafa ákveðið að taka hann með sér til Ameríku, hann hafi gefið skipanir um að ejginkona Wingates — sem enn hafðj enga hungmynd um heim- komu manns síns, skyldi vakin af værum blundi í rúminu sínu í Skotlandi og flutt til Edinborgar í veg fyrir einkalestina, sem flytja T í M I N N, laugardaguriun 21. júlí 1962. — 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.