Tíminn - 21.07.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.07.1962, Blaðsíða 2
 Hvers vegna synda hvalir á land upp, oft hundruðum saman til þess eins að bíða þar köfnunardauða. Skýring- ar á þessu hafa margar kom- ið fram, og ekki hefur þeim fækkað við það, að margir telja, að hvalir hafi greind á við mannapa og líklegast jafn þróað tilfinningalíf. Of- traust á villtum foringja, sjúklegt fjöldabrjálæði eða sjálfsmorðsæði eru sumar þessara skýringa. En rétta skýringin er þó allt önnur og kemur fram í doktors- ritgerð, sem Hollendingur einn hefur nýlega látiS frá sér fara, um þýöingu hljóðanna í heimi hvalanna. Öllum kenningum um sjúk- dóma er þar vísað á bug vegna þess góða ásigkomulags, mm strandaðir hvalir yfirleitt eni í. Sjálfsmorðskenningin er hins vegar einum um of mannleg til að hægt sé að taka hana alvar- lega. Einhver mesti hvalreki í ver- aldarsögunni átti sér stað við Mamre í Suður-Afríku, þegar um það bil 300 stórhveli komu þar á land i einu. Hugmyndarílcir menn bjuggu þá til stórkostlega skýringu: Hvalirnir höfðu verið á leið til tndlandshafsins og ætl- að að leggja leið sína um sund, sem hafð'i verið þarna endur fyr- ir löngu og þeir varðveitt minn- inguna um, en hvalir verða allra skepna elztir! HvaHrnir heyra það sem fer fram kringum þá. Þeir átta sig á bergmáli hljóða, sem þeir sjálfir gefa frá sér. Bygging eyrna þeirra og háttalag, og samræmið milli þeirra hljóða, sem hvalir gefa frá sér, og þeirra merkja, sem nútíma neðansjávarathugun manna byggist á, bendir til þess, að hvalir hafi þróað með sér eigin asdic-tæki. Það ætti að vera óþarfi að út- skýra hér nákvæmlega, hvernig tæki af þessu tagi starfa. Þau senda hljóðmerki í ákveðna átt, og er hægt að ákveða hæð merkj- anna og tíðni. Rekist hljóðbylgjurnar á eitt- hvað, varpast þær til baka, og koma fram á móttökutækinu. Þar sést bæði stefna og fjarlægð, og- hreyfing á hindruninni, ef ein- hver er. Bergmálsdýptarmælirinn bygg- ir á þessari reglu og sömuleiðis önnur mælitæki, sem senda hljóð merkin ekki lóðrétt niður, held- ur lárétt fram á við, og gefa merki, rekist bylgjurnar á kletta strönd, skip, hvali, ísjaka eða annað slíkt. En þótt t. d. klettur og skip gefi greinilegt bergmál, er end- urvarpið frá lágri leirströnd lít- ið sem ekkert. Og það á sinn þátt í að skýra, hvers vegna hvalirnir, sem eru jafnvel útbúnir, láta svo oft blekkjast af eigin heyrnar- skyni. Hollendingurinn fékk kafbáta- eiði til afnota til rannsóknanna, svo að hann gæti gert athugan- ir við strönd landsins. Hann komst að því, að lág, aðhallandi strönd gefur mjög slæmt berg- mál, sem erfitt er að skilja frá ýmsum aukahljóðum, sem öldu- gangur og óhreinn sjór valda. Nálæga sandfjöru er oft ógern- ingur að fá fram með asdic- tæki. Og á grynningum geta villi- bergmálshljóð algerlega falið, hvar leiðina út er að finna. Sand- ur og leir á botninum á og þátt í að gera bergmálið ógreinilegra. Bandarískir vísindamenn hafa rannsakað,hvernig höfrungar, marsvín og aðrar hvalategundir gefa frá sér ýmiss konar hljóð. Þessi dýr flauta, skrækja, stynja, baula o. s. frv. Ekki ósjaldan er hljóðið í þeim eins og ískur í ryðguðum hjörum. Svo virðist sem hvalirnir flauti til að halda sambandi hver við annan, bauli í reiði og stynji við sársauka. En sum hin 'nljóðin, t. d. hjaraískr- ið virðast gegna öðru hlutverki. Það eru þessi hljóð, sem hafa sömu eiginleika og asdic-hljóð- bylgjurnar. 1958 færðu Banda- ríkjamenn fram líkur fyrir því, að höfrungurinn notaði hljóð- bylgjur, og síðari rannsóknir hafa sannað þá tilgátu. Hljóðbylgjur höfrungsins virð- ast vera með hárri tíðni og er bylgjugeislinn þess vegna mjór. Af þeim sökum hreyfir hann höf- uðið fram og aftur til hliðanpa, þegar hann syndir, til að víkka út fjarsviðið, og getur á þann hátt miðað út áttir með undraverðri nákvæmni. Við tilraunir hefur einnig komið í Ijós, að höfrung- urinn getur greint að, hvort berg málið er endurvarp af fiski eða eftirlíkingu af fiski, gerðri í sömu mynd og með sama efnis- þéttleika og raunverulegur fisk- ur. En heyrist ekkert bergmál, t. d. þar sem aðlíðandi fjara varpar bergmálinu frá sér í rangar stefn ur, svíkja skynfærin hvalinn og hann heldur ferðinni áfram. Og sé hann kominn inn á' grynning- ar, yfirgnæfa bergmálsbylgjurn- ar frá botninum allar aðrar, og tii viljun ein fær úr þvi skorið, hvort hann sleppur út á rúmsjó aftur eða rekst á land. Áhugi Holleridingsins á þessu vaknaði fyrir alvöru, þegar hann komst að því, að Færeyingar við grindadráp leitast við að reka vöðurnar upp í sand- eða leir- fjörur, og að bezti drápstaður þeirra, Kvalvig, e.mkennist af mjúkum aðhallandi botni. Hollendingurinn byrjaði þá að safna öllum upplýsingum um hvali, sem hafa orðið landfastir og hefur sannanlega ekki rekið dauða í land. Hann tók heldur ekki með þá sem væru reknir upp af mannavöldum. Þegar hann hafði safnað saman 130 dæmum víðs vegar að, leitaði hann til kunnugra manna á hverjum stað og bað þá að lýsa strandstaðnum nánar. Og þá kom í ljós, að næstum því alls staðar hagaði svo til, að þar var aðlíðandi strönd og oft með sand- eða leirbotni úti fyrir. Og þetta átti jafnt við um djúphveli, sem stundum stranda einstök eða minni strandhveli, sem oft vaða á land í vöðum, en fjöldamunurinn stafar auðvitað af öðrum lifnaðarháttum'. Hvalir, sem lifa nær eingöngu á grunnu vatni, standa auðvitað betur að vígi en hinir í þessu tilliti. Þar verða samt landfastir öðru hverju og er það þá að kenna, að út fjarar undir þeim eða þeir gæta sín ekki sem skyldi í veiðiáhuganum. í skýrslunni kemur greinilega fram, að á vissum stöðum eru fastar hvalagildrur. Hættulegast- ir eru staðir, þar sem lág sand- strönd liggur á milli kletta. Þegar bergmálsskyn hvalanna bregzt á þessum stöðum. halda þeir að á tilliti. Þeir verða samt landfastir lenda þess vegna á grynningum.. Og sé bergmálsskynið einu sinni farið úr skorðum, er afar eðli- legt að hvalirnir verði með öllu ruglaðir. Sjónarvottar við hvalavöðuna í Suður-Afríku' skýra svo frá, að hvalirnir komu skyndilega æð- andi gegnum brimgarðinn og stukku á ;and, eins og þeir væru á flótta undan einhverju. Þeir sem lifðu af árekstrana við fjöru grjótið, tóku nýtt stökk alveg upp úr briminu, en enginn gerði tilraun til að snúa við. Félagslífið getur hér átt hlut að máli að gera illt verra. Menn hafa fært strandaða hvali út á dýpri sjó, en þeir snúið til lands aftur til hinna. En hér getur líka verið að kenna endurtek- inni skynvillu. Hvalströndin eru sem sé því áð kenna, að hvalirnir hafa enn ekki lært, að stundum er vara- samt að treysta eigin eyrum. ISkýrasti votfurinn um breyffa gijóðfélagshætti Húsnæðismálin eru einhvcr ‘kýrastj votturi.nn um það>, livert „viðreisnin" stefnir, Þrátt fyrir óhemju aflia, sem bor'izt hefur 'á land í sjávar- plássum úti um Iand oig mikla atvinnu og sums staðar mann- eklu vegna hins igífurlega afla, byggjast sjávarplássin ekki i'ipp. Húsnæðisleysi stendur þeim fyrir þrifum Oig kemur í veg fyrir að fó'Ik taki sér þar fiasta búsetu. Framkvæmdir iiafa verið gerðar svo dýrar, að þa'ð er áðeins á fárra færi að’ lcggja í þær. Framtak hinna mörgu einstakl'imga hcfur ver- ið brotið á bak aftur — við á að íiaka forsj'á fárra stórra og útvalinna í anda hinna „gömlu 'góðu daga“. Knýjandi þörf stefnubreytingar Núverandi ríkisstjórn hefur komjð húsnæðismálunum í al- geran hnút. Efnahagskerfið hefur veri'ð fært svo úr Jagi, a'3 mönnum er orðið ofvMTa að eignast þiak yfir höfuðið, sem er þó frumþörf manna. Úr þessu verður að' bæta. Þa'ð vei’ð ur að endurskoða húsnæðis- málin frá rótum, bæta láns- kjörin, leggja inn á nýjar leið- ir í húsbygigingum og iækka byggimgarkostnaðinn. Stutt á milli þeirra Óhrekjaniegt er, að Sjálf- stæ'ðismenn og kommúnistar eiga me'ð sér siamstarf í hrepps nefnd Stokkseyrar nú að ný- loknum hreppsnefndarkosning- um. Morgunblaðið birti athuga semdalaust grein eftir forystu mann flokksins á Stokkseyri, þar sem sagði, að „Sj'á'lfstæð- ismenn megi vel við una“, því að kommúnjstar bu'ðu svo vel. Óhrekjanlegt er, að Eimar Oigeirsson var kjörinn í Sogs- virkjunarstjórn nú fyrir skömmu út á lánsatkvæði frá Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Bencdiktsson lét í haust breyta fyrirkomulagi kosninga í Norðurlandaráð fil að tryggja Einari Olgeirssyni setu í því áfram og senda hann ti'l Helsingfors, skömmu eftir níðgrein Þjóðviljians á örlaga- tímum finnsku þjó'ðarinnar. Örskammt er síðan Sj'álf- stæðisflokkurinn bauð komm- únistum upp á kosningasam vinnu í bæjarstjórn Akraness. Lýsing Alþýðubl. Athygli hefur vakið lýsing Alþýðublaðsins, málgagns ann- ars stjórnarflokkrins, á sam- bandi og samstiarfi Sjálfstæðis- flokksins og kommúnista. Þar sagði m. a„ að Sjálfstæðisflokk urinn æli kommúnista við brjóst sér til að koma Alþýðu- flokknum á kné ó" sliana ring- ulreið í íslenzkuni sijórnmál- um. Kratar hafa alveg sérstak- Iega góða aðstöðn til að fytgj- ast náið með ahErli Bjilfstæð- isma.nna núna, svo r.ð það má telja Alþbl. sæm'ilega heimild í þessu sambandi. Tlbl. ásakar Tímann óspart fvrir fréttafals- anir. Mbl. hcfar hins vegar ekki enn miim?; 4 AJþýðublað- ið í þessn samb:ndi. Það er nú skiljanlegt rcyndar. Það má ekki eyða píðrinu íil ónýtis. Mbl. hefur vict e:-iga ástæðu tfl að óttast kratsgreyln Iengur. 2 T I M I N N, Iaugardagurinn 21. júlí 1962,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.