Tíminn - 21.07.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.07.1962, Blaðsíða 15
Slegizt í Naustinu Framhald ai 1. síðu. sem Halldór hefur ekki rétt- indi til framreiðslu. Þeir skýrðu Halldóri Gröndal frá þessu, en hann tók máli þeirra ekki vel. Byrjaði þarna talsvert orðaskak, sem jókst stig af stigi og endaði með handalög- málum. En um þau eru frásagnir deiluaðila nokkuð skiptar. Þó er vitað, að Halldór og Jón, bar- þjónn á Borginni, toguðust á um súpudisk, rétt fyrir handalog- málin. Halldór lét hringja á lögreglu, sem kom von bráðar á staðinn. Fékk hún þjónana til að fara út fyrir húsið', og einn þeirra fór niður á lögreglustöð með lögreglu þjónunum. Hinir biðu fyrir utan húsið eftir einhverri niðurstöðu frá lögreglustöð'inni. Gestir Halldórs Gröndal luku við máltíð sína og fóru. Við og við rak Halldór höfuðið út um gættina og kallaði: „Kaffi til sölu!“ en frekari deilur urðu ekki á staðnum. I gærkveldi var reiknað með árekstrum vegna verkfallsins, en til þess kom ekki, og voru veit- ingahúsin lokuð í gærkveldi. — Hótel Saga og Hótel Borg hafa fengið undanþágu frá Félagi fram reiðslumanna um að mega veita hótelgestum beina. Orðsending veitingahúsa- eigenda Orðsending SVG til þjóna var svohljóðandi: „Samninganefnd S.V.G. lýsir því hér með yfir, að hún telur boðaða vinnustöðvun Félags fram- reiðslumanna frá og með 20. júlí ólöglega, þar sem ekki hefur ver- ið gætt ákv. 16. gr. laga nr. 80 frá 1938, þar sem sáttasemjara var ekki tilkynnt um vinnustöðv unina með 7 sólarhringa fyrir- vara. Samninganefnd S.V.G. lýsir samn inganefnd og stjórn Félags fram- reiðslumanna persónulega og f.h. félagsins ábyrga fyrir hinni ólög- legu vinnustöðvun, ef hún verður látin koma til framkvæmda frá og með 20. júlí 1962. Jafnsframt lýsir samninganefnd S.V.G. alla þjóna, er starfa hjá meðlimum S.V.G. persónulega á- úyrga fyrir því tjóni, sem þeir valda viðkomandi veitin.gahúsi, ef þeir fara í boðað verkfall frá og með 20. júlí.“ GreinargerS Félags fram- reiSslumanna var svohljóS- andi: „Vegna deilu Félags framreiðslu manna við Samband veitinga- manna vill félagið taka fram eft- irfarandi: Samningum félagsins við veit- ingamenn var sagt upp í lok apríl- mánaðar og féllu þeir úr gildi 1. júlí sl. 20. júlí sl. sendi Félag framreiðslumanan Sambandi veit- inga- og gisttfiúsaeigenda uppkast að nýjum samningum og óskaði eftir að samningaumleitanir yrðu hafnar hið fyrsta. Þessu svöruðu veitingamenn engu, hirtu ekki um að ræða samninga, fyrr en eftir að þeim barst verkfallstilkynning 11. þ-m. Mánudaginn 16. þ.m. var svo haldinn samningafundur, sem stóð í tvær stundir og endaði án nokk- vrs árangurs, þar sem veitinga- menn neituðu að ganga til samn- inga. Þá vísaði Félag framreiðslu- manna deilunni til sáttasemjara. 19- þ.m. boðaði sáttasemjari til sáttafundar og stóð sá fundur í 10 hlst., en árangur varð enginn, veit- ingamenn vildu ekki ræða samn- inga og höfnuðu öllum tillögum Fé- iags framreiðslumanna til mála- miðlunar. Báru veitingamenn það helzt fyrir sig að þeir hefðu „hús- bóndavald" á veitingahúsunum, sem þeir vildu ekki að væri rýrt að neinu. Þar sem sáttatilraunir fóru al- gjörlega út um þúfur, vegna ein- dæma stífni hinna miklu „hús- bænda“ var áður boðuð vinnustöðv un látin koma til framkvæmda að morgni föstudagsins 20. þ.m., þ.e. í dag. Veitingamenn hafa haldið því fram að vinnustöðvunin hafi ekki. verið boðuð með nægilegum fyr-j irvara. Um þetta formsatriði næg- j ir að upplýsa, að 11. þ.m. kvittuðu j Sambands veitinga- og gistihúsa- j eigenda fyrir tilkynningu um vinnu stöðvun, sem komið gæti til fram- kvæmda 20. júlí, eð'a eins og segir í bréfi Félags framreiðslumanna „Vér leyfum oss hér með að til- kynna yður, að vér munum frá og með föstudeginum 20. júlí 1962 stöðva alla vinnu meðlima félags vors hjá meðlimum félags yðar“. Með bréfi, dags. 12. júlí, ítreka veitingamenn ennþá, að' þeir hafi, 11. júlí móttekið tilkynningu um vinnustöðvun 20. júlí, og var bréf veitingamanna undirritað af fram kvæmdastjóra samtaka þeirra, Jóni Magnússyni, héraðsdómslögmanni. í sambandi við fullyrðingar veit- ingamanna um það að verkfallið s'é ólöglegt, skal á það bent, að sami mað'urinn — Jón Magnússon — sem ákafast hefur haldið fram | ólögmætu verkfallsins kom í dag. á fund framreiðslumanna að Hótel, Borg og krafðist þess að þeir legðu | þegar niður vinnu. En eins og kunnugt er þá veitti Félag fram- reiðslumanna Hótel Borg og Hótel Sögu undanþágu frá verkfallinu, að því er snertir þjónustu við dval- argesti hótelanna. Veitingamenn létu Morgunblaðið hafa það eftir sér, að tilgangurinn með verkfalli framreiðslumanna væri m. a. sá að torvelda fyrirgreiðslu við erlenda ferðamenn og vinna með því gegn því, að ferðamannastraumur til landsins örfaðist. En þegar Félag framreið'slumanna veitir undan- þágu fyrir hótelin til þess að skerða ekki þjónustu við dvalar- gesti hótelanna, erlenda og inn- lenda, þá bregðast veiíingamenn hinir verstu við og telja það ósvífni að veita slikar undanþágur, . og umhyggja þeirra fyrir erlendum ferðamönnum er ekki meiri en svo, að þeir reyna að hindra það, að hótelin geti veitt dvalargestum sinum eðlilega þjónustu". Ferð Gylfa Framba:'! ?1 16. síðu. ljóst, að íslendingar hafa mik- illa hagsmuna að gæta af því, að viðskiptatengsl íslands við Vestur- Evrópu rofni ekki og að viðskipta- aðstaða þeirra á því mikla markaðs I svæði, sem nú er þar í myndun, I versni ekki frá því, sem verið hef- j ur, heldur batni. Eg hygg mér sé | líka óhætt að fullyrða, að fullur | skilningur sé ríkjandi á því hjá I ríkisstjórnum Sex-veldanna og í stjórn Efnahagsbandalagsins í | Bruxelles, að ísland getur ekki j vegna smæðar sinnar og margvís- legrar sérstöðu tekið á sig þær kvaðir, sem fullri aðild mundu fylgja. Það 'er ríkjandi skilningur á því, að' Islendingar vilja varð- veita tengsl sín við V-Evrópu og góður vilji til þess að leysa þau vandamál, sém stofnun Efnahags- bandalagsins og stækkun þess hef- ur í för með sér fyrir íslendinga eins og raunar fjölmargar aðrar þjóðir á einhvern þann hátt, sem ekki leggur á íslendinga kvaðir, sem þeir treystast ekki til þess að takast á herðar. RíkisstjóiTiin mun nú á næstunni ráeða þær upplýsingar, sem fyrir liggja. Það verður að sjálfsögðu hlutverk Alþingis að taka allar á- kvarðanir í þessu máli. Það er þó ekki tímabært fyrr en fengin er í meginatriðum niðurstaða.i þeim viðræðum, sem nú eiga sér stað við þau ríki, sem sótt hafa um fulla að'ild og hin, sem sótt hafa um aukaaðild. Enn er of snemmt að segja, hvenær það getur orðið. En áfram burfa íslendingar að vera vel á verði og fylgjast með öllu því, sem gerist í þessum efn- um“. IVðesfi aflinn Framhri''l . t síðu. hafa fengið fullfermi út af Sléttu siðdegis í gær. Skip héldu þangað eftir að hafa landað á Siglufirði í gærkvöldi. Sólarhrings löndunarhió Löndunarbið er yfirleitt um einn sólarhringur við síldarbræðslurn- ar á Austfjörðum. Síldarverksmiðj an á Fáskrúðsfirði er nú farin að bræða af fullum krafti, en hún var stækkuð í sumar. Verksmiðjan á nú að geta afkastað um 1900 til 2000 málum á sólarhring. Á Eski- firði er aðeins hægt að taka við bræð'slusíld af heimabátum. Lítið var um síld inn á Reyðar- firði í gær, þar hafði verið salt- að í rúmar 1200 tunnur í gær. Á Fáskrúðsfirði var búið að salta í 1000 tunnur og síldarbræðslan hafð'i tekið á móti 4700 málum. í fyrrakvöld kom Ljósafell með full fermi inn til Fáskrúðsfjarðar, en hafði orðið að henda í sjóinn um 400 málum, sem komið höfðu í síð asta kasti. Á Eskifirði var búið að salta í 2400 tunnur, 1500 tunnur höfðu farið í frysti og síldarbræðsl an tekið á móti 17 þúsund málum. Til Eskifjarðar var togarinn Narfi kominn með farm af tómum tunn- um frá Noregi. í gær bárust 4600 mál síldar til Norð'fjarðar og hafði þá verið tek- ið á móti 78 þúsund málum þar. Saltað var í 300 tunnur, en heildar söltunin var röskar 2300 tunnur. Löndunarbið er fram á sunnudag á Norðfirði. Slsmt ástand á Astándið í síldarmálunum á Seyð isfirði var slæmt í gær. Þar var þá aðeins eitt síldarflutningaskip að lesta síld, en mikill fjöldi skipa beið þess að losna við síldina. Ekki hafði veiið hægt að salta nema lítinn hluta þess, sem borizt hafði. Á Vopnafirði var alls búið að salta í 4030 funnur í gær, og síld- arbræðslan hifði tekið á móti 67.000 málum. Smásíld í beitu Framhald af 16. síðu. vera um 1,6 milljónir. Mikil at- vinna hefur verið við vinnslu síld arinnar, og hún því verið til mik- illa hagsbóta fyrir sveitarfélagið. Aðalveiðitími smásíldarinnar hefur verið á tímanum frá miðj- um júní fram í miðjan júlí. Hún mun þó vera í firðinum allt árið, en er feitust á þessum tíma. Hef- ur veiðin verið með langmesta móti í sumar, enda sjaldan stund uð af jafn miklu kappi. Nokkuð mun hafa verið gert af því að veiða smásíld til beitu á Eyjafirði og Skagafirði og jafnvel Austfjörð um, en hún hefur ekki reynzt eins feit og því ekki eins góð og sú, sem Hólmavíkurbátar hafa fengið. ir nokkra áratugi. Myndatökumaðurinn heim sótti m.a. Macchu Picchu, hina týndu borg Inka-kven- prestanna, en hún stendur á háum tindi í Andes-fjall- garðinum. Borg þessi fannst ekki fyrr en árið 1911, og vakti það þá mikla undrun fól'ks, að næstum allar beina grindurnar, sem fundust voru af konum. Bitsch dvald ist einnig hjá Awatti-Indí- ánunum, en aðeins örfáir hvítir menn hafa heimsótt þá, og snúið þaða-n aftur í lifanda lífi. Jörgen Bitsch telur, að Awattarnir drepi ekki vegna löngunarinnar til þess að drepa, heldur sé orsakarinnar oftast að leita í því, að menn hafi brotið eitthvert boðorð eða tabú Indíánanna. Myndin Gull og grænir skógar verður sýnd í Stjörnubíói í dag og á sunnudag og mánudag kl. 5 og 7. Að þessum sýningum loknum hefur umboðsmað- ur myndarinnar hér á landi, Valgarður Runólfsson úr Hveragerði, ákveðið að fara í sýningarferð um landið — Ferðin mun að öllum líkind um taka 5 til 6 vikur, og hefst hún á Austfjörðum, en þaðan fer Valgarður norð ur og vestur um land. Gull og grænir skógar er litmynd með íslenzku tali. Hefur Valgarður Runólfs- son gert skýringar með myndinni, sem hann flytur Ræddust ekki við Frar hald af 1. síðu. þeirra verka, sem hún þarf að láta vinna. Að þessu sinni voru ráðnir þrír bílstjórar frá Húsavík og einn úr Reykjahverfi, þar eð fleiri bílar úr sveitinni voru ekki nægilega stórir að áliti vegamála s'tjórnarinnar. Bílstjórar úr Suður-Þingeyjar- sýslu hafa haldið því fram, að í framtíðinnj verði reyndin sú, að bílstjórar af Húsavík taki alla vinnu, sem í boði verður, og þeir verði skildir útundan. En vega- málastjórnin telur, að me^ vinnu ’Stöðvuninni hafi bílstjóramir brot ið samninginn, sem gerður hefur verið við Landssamband íslenzkra vörubifreiðastjóra. Fínir menn Framhald nf 16. siðu. veður af, að falsaðar ávísanir úr heftinu voru komnar í umferð. Við _ athugun kom í Ijós, að þarna voru j sömu menn að verki, en „Þórarinn j '■ frá Siglufirði" er tilbúið nafn. í Fimmtán blöð vantar í ávísana- j heftið frá Pundinu, þar af eru; þrjár ávísanir upp á 3200 krónur alls fundnar, en tólf hafa ekki; komið í leitir. Á þessum ávísunum ■ eru alls konar röng nöfn og inni- ■ stæðunúmer, en númer heftisins; er 15751 til 15800. F -'-"'d af 16. síðu að tilgangur ferðarinnar hafi ekki verið að leita gulls eða huldra fjársjóða, heldur festa á filmu lifnaðarhætti hinna frumstæðu þjóð- flokka, sem eru óþekktir í dag, en verða ef til vill horfnir af sjónarsviðinu eft- Utanborösmótorar frá Outboard Marine OUTBOARD MOTOR3 í eftirtöldum staerðum: 3ja, 5, 15, 25, 40 og 60 hestafla. ViðgerSa- og varahlutaþjónusta. Qunnar Ásgeirsson h/f Suðurlandsbraut 16 — Sími 35200. Maðurinn minn, JÓHANNES JÖRUNDSSON lézt í Landsspítalanum laugardaginn 14. þ.m — Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. þ.m. kl. 10,30 f.h. — Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. — Fyrir mína hönd, barna minna og annarra vandamanna, Þórey Skúladótfir. Konan min REBEKKA JÓNSDÓTTIR sem andaðist 11. þ. m., verður jarðsungin frá Dómklrkjunni þriðju daginn 24. þ.m. kl. 10,30 f.h, Árni Jóhannesson, Kambsveg 15. T f M I N N, laugardagurinn 21. júlí 1962. — 15 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.