Tíminn - 02.08.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.08.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdast.jóri- Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson fáb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu: afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka. stræti 7. Simar: 18300- 18305 Auglýsingasími: 19523 Af. greiðslusími 12323 - Áskriítargjald kr 55 á mánuði innan. lands. f lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Málgagn brezkra togaraeigenda Margt sést furðulegt í stjórnmálaskrifura Mbl. þessa dagana, en þó fátt furðulegra en þegar Mbl. er að hæla Sjálfstæðisflokknum fyrir „ábyrga afstöðu í utanríkis- málum“ fyrr og síðar. Hér skal aðeins nefnt eitt dæmi af fjölmörgum sams konar um þessa „ábyrgu afstöðu“ Sjálfstæðisflokksins. Útfærsla fiskveiðilandhelginnar 1958 í 12 mílur var ákveðin í maí, en frestað að láta hana taka gildi fyrr en 1. september. Þennan frest átti að nota til að afla skiln- ings annarra þjóða á útfærslunni. . Allt reið á, að íslendingar stæðu vel saman um út- færsluna þennan tíma þótt þeir væru ósammála um önnur mál, og útlendingar fengju því ekki það álit, að hægt væri að sundra röðum þeirra um sjálfa útfærsluna. Mbl. brást hins vegar ekki við á þann veg. Hinn 28. ágúst 1958 lýsti Alþýðubl. skrifum Mbl. undanfarnar vik- ur á eftirfarandi hátt: „En fyrst Mbl. er meS þennan sífellda hráskinnaleik í landhelgismálinu, er rétt að spyrja blaðið, hver sé stefna þess í málinu. Hver er stefna stærsta stjórnmála- flokksins í landinu í þessu höfuðmáli þjóðarinnar? Af Mbl. verður ekkert ráðið í þessum efnum. Það er svo önnum kafið við pólitískan loddaraskap og neikvæðan hráskinnaleik, að það virðist alveg gleyma því hlutverki að hafa einhverja skoðun sjálft. Miklu rúmi er á hverj- um degi eytt í æsifregnir utan úr löndum, helzt þær, sem eru fjandsamlegar íslendingum, og eins og áður eru þær yfirleitt birtar athugasemda- og andúðarlaust. Sama verður uppi á teningnum með umræður á íslenzk- um vettvangi. Þar virðist Mbl. helzt gegna því hlut- verki að kljúfa, spilla milli flokka og vekja sem mesta tortryggni í málinu". Forkólfar Sjálfstæðisflokksins létu sér ekki aðeins nægja að leika þennan .neikvæða hráskinnaleik“ í Mbl.'. heldur létu og óspart í ljós, að þjóðin væri klofin í málinu. Þann 5. ágúst 1958 sagði Mbl. frá móti, sem Sjálfstæðis- menn hefðu haldið á Egilsstöðum 3. ágúst. Blaðið birt’ eftirfarandi útdrátt úr ræðu, sem Ólaíur Thors flutti þar: „Allir landsmenn vonuðu, af heilum huga, að ís- lendingar sigruðu í þessu máli. en verði sá sigur ekki heill, þá er það fyrst og fremst pví að kenna, að Lúðvík Jósefsson setti það ofar öðru að kveikja ófriðareld milli Islendinga oa vestrænna vina þeirra og Framsóknar- menn voru 'irts oo bundnir fangar aftan í stríðsvagni kommúnista". Þannig var það ólvírætt látið Koma fram, að íslend- ingar væru klofnir í málinu og í -aun og veru væru bað kommúnistar einir sem hefðu hér forustu. Það varð vit- anlega ekki til að greiða fvrir viðurkenningu málsins á erlendum vettvangi, þegar þessu var haldið fram af for- ingjum stærsta íslenzka stiórnmálaflokksins. Vafasamt er. hvort Bretar hefðu gripið til ofbeldis ef bað hefði ekki verið gert í trausti bess. að íslenzka þjóðin væri klofin. og því væri hægt að neyða vissa forustumenn hennar til undanhalds. eins oe líka kom á daginn. þegar kosningarn- ar 1959 voru afstaðnar Af framkomu Mbl sumarið 1958 mátti vissulega miklu fremur draga þá álvktun. að það væri málgagn brezkra togaraeigenda en málgagn ísknzks stiórnmálaflokks. Svo fullkomlega voru skrif Mbl eins og miðuð við bað. sem brezkum togaraeígendum og öðruni brezkum ný- lendusinnum kæmi bezt. Þjóðin getur vel dæmt af þessu hina „ábyrgu af- tHLi mr- Landbúnaðurinn er mesta vanda málið í kommúnistaríkjumim Erfidleikarnir siafa af ófreisi bænda' og ónógri fjárfestingu Susloff og Krústjoff skoSuSu nýlega kornakra í nágrenni Moskvu. TVEIR atburðir gerðust um síðastliðna helgi, er varpa nýju ljósi á mesta vandamál kom- múnistaríkjanna. Annar þessara atburða var sá, að búlgarska stjórnin tilkynnti, að verðlag yrði hækkað veru- Iega á landbúnaðarvörum og væri það bæði gert til að bæta 3 kjör bænda og auka fjárfest- ingu í landbúnaðinum. Búlgar- ía verður þannig fyrsta fylgi- ríki Sovétríkjanna, er fer í slóð þeirra og hækkar verulega verð á landbúnaðarvörum. — Stjórn Sovétríkjanna lét slíka hækkun ganga í gildi í byrjun júnímánaðar sl. Hinn atburðurinn var ræða, sem Krústjoff hélt á fundi raf- orkufræðinga. Hann deildi þar hart á þá stefnu Stalíns að hafa látið útiloka landbúnaðinn frá því að fá raforku frá stórum orkuverum. Stalin vildi ein- göngu nota þá orku til að efla og auka stóriðnaðinn. Afleiðing þessa varð sú, sagði Krústjoff, að landbúnaðurinn rafvæddist ýmist of lítið eða varð að not- ast við dýrt rafmagn frá litlum raforkustöðvum. Bæði á þenn- an og margan annan hátt mis- skildi Stalín þýðingu landbún- aðarins. ÞAÐ keinur nú alltaf betur og betur í Ijós, að landbúnaö- ur Sovétríkjanna var í hinu mesta hörmungarástandi, þeg- ar Stalín féll frá. Miklu fremur * mátti segja, að þar hefði átt _ sér stað afturför en framför frá því í stjórnartíð keisaranna. þótt landbúnaður vestrænna landa tæki mjög miklum stakaskiptum og framförum á þessum tíma. Stalín lagði allt kapp í að efla stóriðjuna og lét því Iandbúnaðinn vera algera hornreku. Hann lét verkafólk flytja í stórum stíl úr sveitun- um, án þess að sjá þeim fyrir vélum í staðinn. Nær ekkert var gert til að bæta úr áburð- arþörf landbúnaðarins. Við frá fall Stalíns var rússneski land- búnaðurinn meira vélvana og áburðarvana en landbúnaður nokkurrar þjóðar annarar vest- an Úralfjalla. Það bætti svo ekki úr, að með lögþvinguðum rikisbúskap og samyrkjubúskap, er komið hafði verið á með eindæma harðræði, var framtak bænda dregið í dróma. Jafnframt var þeim gert ómögulegt að koma við nokkrum stéttarsamtökum til að halda fram hlut atvinnu- vegar síns. Hann var að öllu leyti háður valdboði einræðis- herrans í Moskvu, er hugsaði um nær flest meira en landbún- aðinn. Þess vegna komst hann í sívaxandi niðurníðslu og sveitafólkið b.ió við hin lök- ustu kjör. ÞAÐ má Krústjoff eiga, að hann virðist vera sá valdamað- ur Rússa, er bezt hefur komið auga á þá staðreynd, að land- búnaðurinn bjó við óviðunandi kjör. Það rak líka á eftir, að landbúnaðarframleiðslan varð meira og meira ónóg til að mæta þörfum ört vaxandi þjóð ar, er jafnframt bjó við held- ur batnandi lífskjör. Því fer hins vegar fjarri, að Krústjoff hafi enn náð þvi marki að koma aðstöðu landbún aðarins í viðunandi horf, þótt sumu hafi miðað í rétta átt. Þar veldur enn miklu, að enn er iðnaðurinn látinn sitja í fyr- irrúmi og vígbúnaðurinn krefst mikilla framlaga, en það bitn ar svo bæði beint og óbeint á landbúnaðinum. Þá hefur og Krústjoff að verulegu leyti ætl að að ná því marki að auka land búnaðarframleið'luna í stórum stökkum, sem hafa meira og minna misheppnast. eins og t.d að taka stórar óræktar-sléttur í Asíu til ræktunar. og er enn allt í tvísýnu með árangur þe.ss. m.a. vegna óhentugs veðurfars Vafalítið hefðj verið betur farið að snúa sér að eflingu þe.ss landbúnaðar sem fvrir var, t d búa hann betur að vélum os áburði. Enn er rússneski land- búnaðurinn miklu minná vél- væddur en landbúnaðurinn i Vestur-Evrópu og Bandaríkjun um og miklu minna gert til að fullnægja áburðarbörf hans. Síðast, en ekki sizt, hefur svo lítið verið gert aö því að auka frjálsræði bænda og fram tak þeirra. Þó mun frjálsræði þeirra vera orðið heldur meira en á Stalínstímanum. Með verð- hækkunum þeim, sem áður er getið um, er svo stefnt að því að auka framtak þeirra og hvetja þá til að framleiða meira. Athyglisveit 'er, að Pólland og Júgóslavía eru þau komm- únistaríkin, þar sem landbún- aðinum virðist vegna bezt, en þar er minnst um ríkisbú og lögþvinguð samyrkjubú. AÐ ÁLITI þeirra, sem kunn- ugir eru, hefur Krústjoff hvergi nærri gengið eins vel að auka landbúnaðarframleiðsluna og áætlað hefur verið, öfugt við það, sem virðist eiga sér stað á sviði iðnaðarins. Landbúnaðurinn er tvimæla laust veikasti hlekkurinn í eínahagskerfi kommúnistaríkj- anna. Ef vel á að fara', munu því valdhafar þeirra neyðast til að gera hvort tveggja. að auka frjálsræði bænda og auka hlut- deild hans í fjárfestingunni. — Rússar verða hér að læra af Bandarík.jamönnum, sem árlega verja stórfeidustu upphæðum úr ríkissjóði til uppbóta í þá.gu landbúnaðarins. Ilið bá.ga ástand landbúnað- arins í kommúnistaríkjunum sýnir ótvírætt, að það er heimskuleg stefna að skerða frjálsræði og framtak bænda og fjársvelta landbúnaðinn. — Landbúnaðurinn þarfnast fram- taks og fjármagns, ef hann á að geta rækt hið mikilvæga hlutverk sitt, svo að vel sé. Þ.Þ. stöðu“ Mbl. og forkólfa Sjálfstæðisflokksins í utanríkis- málum. Þeir, sem viljandi eða óviljandi gengu erinda brezkra togaraeigenda sumarið 1958 og síðar. geta vel átt eflir að bregðast á svipaðan hátt þegar ný sókn verður hafin af erlendum fiskhringum til að ná nýjum forréttindum við ísland eða á íslandi. T í M IN N , fimmtudaginn 2. ágúst 1962 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.