Tíminn - 02.08.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.08.1962, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu vandlátra blaða- i lesenda um allt land. 174. tbl. — Fimmtudagur 2. ágúst 1962 — 46. árg, Tekið er á móti auglýsingum frá kl. 9—5 í Banka- stræfi 7, sími 19523 ÁSiGLING ÞBGAR m/s Fiskaklettur lagðist að bryggju í Hafnarfirði í gær, varð Guðbjörg GK 6 fyrir því óláni að vera í veginum, með þeim afleiðingum, að Fiskaklettur keyrði hana undir bryggju, og brotn- aði við það frammastrið og grindin á Guðbjörgu, en auk þess kom skarð í hana að aftan. Slysið mun hafa orðið með þeim hætti að skipstjórinn á Fiskakletti kallaði á ferð aftur á bak, en síminn niður í vélarrúmið virkaði ekki, og því fór sem fór. Ekki sér á Fiskakletti eftir áreksturinn, en á meðfylgjandi myndum sést hvernig Guðbjörg er útleikin. T. v. sést skarðið, sem kom í skutinn, og sér aðeins á stefnið á Fiskakletti. T. h. sést brotin grindin og frammastrið á Guðbjörgu. — (Ljósm.: RE). Heyskapur hefur geng- ið með afbrigðum illa það sem af er sumri um allt Suðurland. Þar hefur vart komið þurr dagur, og þrátt fyrir það, að vel hafi litiö út að morgni, hafa bændur fengið rign- ingardembur niður í flekk ina, þegar líða fekur á daginn. Telja sumir lán í óláni, að spretta var frem ur treg framan af, því að öðrum kosti væri grasið nú orðið ónýtt vegna þess hversu það hefði ver ið úr sér sprottið. Það, sem helzt bjargar bændum I þessari hrakningatíð, er, að mik- ill meiri hluti þeirra hefur nú fengið súrheysturna, enda kemur það sér-JMLáatíðarfari eins og því, sem verið hefur að undanförnu. Muna ekki þvilíkt regn Svo virðist sem heyskapur hafi gengið einna bezt í neðanverðum Gaulverjabæjarhreppi, og á bæj- unum næst Suðurströndinni. Ofar í Gaulverjabæjarhrepp hefur veð- urfar verið afleitt allan júlí «>g ekki komið einn einasti þurrk- dagur- Flestir bændur hafa þo náð einhverju inn, en heyskapur er mjög misjafnlega langt kominn í hreppnum. Kal var ekki í stórum stíl í túnum í vor, en sláttur hófst þar þó með seinna móti. Svo mik- ið rigndi í Gaulverjabæjarhreppi 1 fyrradag, að menn muna vart annað eins. í Gnúpverjahreppi hefur eng- inn dagur verið þurr í lengri tíma. Einst.aka bóndi hefur náð þar ein- Guðleg ríkisstjórn viö völd á Islandi!! f GÆR geröist sá merkisat- burður, að aðalmálgagn ríkis- stjórnarinnar kvaS upp úr með það, að við höfum ekki mann- iega ríkisstjóm lieldur njótum guðlegrar liandlei'ðslu úr ráð- herrastóiunum. Þar sitji menn, sem hafi á hendi vald og mátt skaparans og séu þeim vanda og valdi vaxnir. Eins og myndin sýnir hét forystugrein Mbl í gær „GÓÐÆRI ER AFLEIÐ ING VEDREISNARINNAR*. Minna má ekki gagn gera. f greininni segir meðal ann- ars: „Það er nú ölium lands- lýð Ijóst . . . að viðreisnar- stefna núverandi ríkisstjómar hefur Ieitt góðæri yfir fslend- inga“. Margt er fleira „guð- legt“ í grein þessari. Næsta sunnudag munu prest ar því vafalaust ekki lengur biðja fyrir ríkisstjórninni vi'ð messu, heldur biðja til hennar. Ríkisstjórnin hefur ekki aðeins stjórnað valdalegum málum af vísdómi, heldur einnig leitt sfldina að landinu, gefið okk- ur veðurblíðuna og þorskafl- ann. En hvers vegna var hún þá að setja á söltunarbann? Og binda togaraflotann? Og svo Framhald á 15 siðu hverju af heyi í súgþurrkun, en ástandið er mjög erfitt hjá öllum fjöldanum. Spretta var treg framan af á SkeiSum, en má nú teljast viðun- andi, þar var nokkurt kal j túnum, og hófst því sláttur í seinna lagi. Tíð hefur veriff ómöguleg að und- anförnu, og ekkert hægt við hey að eiga, nema þá helzt að láta það í vothey. Þar hefur ekki konuð þurrkdagur síðustu vikurnar. — Menn eru langt komnir með að fylla turna sína, og vita ekki hvað tekur við eftir það. Lítið mun yfir ieitt vera um fyrningar frá vetr- inum, og fjöldinn á ekki neitt sem heitir. Ástandið mun vera svipað þessu bæði í Hreppunum og Tung- unum. Sama hörmungarástandið virðist vera í Holtunum. Þar gengur hey- skapurinn illa, og lítið hefur ver- ið um þurrk. Oft þornar heyið fram eftir degi, en rignir svo í það seinnipartinn. Spretta var sæmi- leg, þar sem ekki var kal í túnum. í Hvolhreppi, Fljótshlið og Land e.vjum telja sumir það lán í óláni hversu seint spratt því annars væri gras orðið gjörónýtt. Sumir bænd ur eru ekki enn farnir að slá, og gera það ekki fyrr en útlit er fyr- ir, að þurrkur haldizt eitthvað. — Töluvert er komið af súrheyi. Bóndi undir Eyjafjöllum sagðist muna eftir einum þurrkdegi frá því sláttur hófst þar. Grasspretta e.r yfirleitt góð í Mýrdal og undir Eyjafjöllum, og ekkert kal í tún- um Rosatíð hefur verið, hey ligg- ur lengi og hrekst, og er því mjög slæmt Bændur umhverfis Vík í Mýrdal hafa verið að slá að undanförnu, enda máttu þeir til vegna sprett- unnar. Veður hefur verið slæmt þar eins og annars staðar. Sömu sögu er að segja af svæð- mu milli Mýrdalssands og Skeið- arársanda. Þar hafa aðeins komið tveir sæmilegir þurrkdagar frá sláttarbyrjun. Hey hefur legið allt á aðra viku, og er bæði hrakið og sJæmt. Spretta var fremur hæg framan af, en er nú orðin sæmi- leg Á Klaustri var ágætis veður fram undir kl. 11 í fyrradag, þá gerði rigningu og á tveimur tímum liafði dembt niður 30 mm. f gáer Framh. á 15. síðu. 1 Fþlls árbrú stéSst hlaupii Nú er nýafstaðið hlaup í Fjallsá, en það kom úr lóni við Breiðamerkur- fjall. Ekki var annað að sjá en nýja brúin á ánni, sem vígð var fyrir skömmu stæðist þessa eldskírn með prýði. Hlaupiðt kemur úr lóni vig Breiðamerkurfjall, sem myndast j dalbotni. Það er 2 km á lengd, en hálfur á breidd og er alldjúpt. Lónið mjókkar inn til dalsins, og þar lokar skri'ðjökull fyrir w dalinn og stíflar fram- rennsli vatnsins. Þegar lónið er orðið fullt, lyftir vatnið jöklinum, og fær þaff þá framrás. Gerjst þetta venjulega, á hverju sumri í júlí eða ágúst. Hlaupin valda því, að þá losnar um jaka í lóninu við nýju Fjallsárbrúna, en eins og fyrr segir, stóð brúin af sér allan vatnsflauminn með sóma. SÁ \ J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.