Tíminn - 02.08.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.08.1962, Blaðsíða 9
☆ Þar ríkir ekki stórbrotin náttúrufegurð, en frá sér- hverju grasi og blómi og steini andar hlýju og vin- semd. Lágar, gróSri vafSar heiSarnar, sem liggja aS dalnum á alla vegu, seiSa til sín, og litla, lygna áin, sem liSast eftir miSjum dalnum, niSar lágvært: vertu velkominn! Sveitabýl- in sitt hvoru megin árinnar brosa hvert mót öSru, og túnin kyssast. Slíkur er Reykjadalur í SuSur-Þing- eyjarsýslu. í norðvestri gnæfa Kinnar- Ifjöll við himin, fönnum prýdd, og minna á ríki Vetrar kon ungs. Syðst í dalnum er veiði- sælt vatn, Másvatn, yzt í daln- um er Vestmannsvatn, og aust- an þess Vatnshlíðin, skógi vax- HÚSMÆÐRASKÓLINN AÐ LAUGUM YNDISREITUR - OSKABARN in. Víða um sveitina má sjá af- girta reiti, sem plantaðir hafa verið skógi, því að Reykdæling- ar eru áhugasamir um skóg- rækt. ★ „HEIM AÐ LAUGUM '. Miðsveitis er byggðin þétt ust. Og þar sézt, að Þingeying- ar kunna að mæta vetrarríkinu á réttan hátt, því, að hér risu á þriðja tug aldarinnar tveir fjöl- mennir skólar í sama túni, hér- aðsskóli og húsmæðraskóli, fyr- ir atbeina félagssamtaka sýsl- unnar, ungmennafélagasamT bandsins og kvenfélagasam- bandsins. „Heim að Laugum“, segja Þingeyingar og gamlir nemend- ur skólanna, enda er Laugar samnefni þessa skólahverfis. Nafnið dregur það af heitum laugunum, sem eru á víð og dreif í hlíðinni að austan. Þær Ieru lífæð íbúa Laugahverfisins. Laugaból, Laugafell, Litlu- Laugar, Varmahlíð, Langa- brekka, Laugavellir, Stóru- Laugar — svo mörg eru þau bæjamöfn, sem til eru orðin vegna lauganna. Og hver veit, nema fleiri slík eigi eftir að bætast í hópinn, því að Lauga- hverfið er í vexti, þar er árlega unnið að byggingum og öðrum framkvæmdum. Þar er ekki auðnarlegt um að lítast. Yfir sumarmánuðina liggur leið margra um Laugar, og þar verður líka mörgum dvölin lengri en þeir e. t. v. höfðu ætl- að. í héraðsskólanum á Lau,g- um er rekið sumargistihús, og þaðan er skammt upp í Mý- vatnssveit, út að Laxárvirkjun og að byggðarsafninu á Grenj- aðarstað, að Goðafossi í Skjálf- andafljóti, inn í Vaglaskóg og til fleiri staða, sem kunnir eru fyrir náttúrufegurð. Og lax- veiðimennirnir dveljast hópum saman að Laugum. Bílarnir þeirra standa hlið við hlið á hlaðinu að kvöldi, en í býtið að morgni renna þeir, einn af öðr- um, út dalinn í átt að paradís laxveiðimanna: Laxá. Við skulum ekki trufla þá við veiðiskapinn, og við skulum leyfa hinum, sem leið sína leggja suður dalinn, að skoða náttrúufegurð Mývatnssveitar í friði. Við skulum heimsækja aðra paradís, sem ekki lætur eins mikið yfir sér, en er eigi að síður fýsileg til fróðleiks — húsmæðraskólann að Laug- um. ★ SKILJA EFTIR LIFANDI MINNISVARÐA. Hann stendur þarna apst- an tjarnarinnar, hljóður og hlýr. Umhverfis hann er ekki ys og þys. Þar styðja fulltrúar fyrri og síðari tíma hvor ann- an gegn veðrum og vindi. Full- trúi fyrri t.íma er reisulegt tveggja bursta hús, reist á þriðja tug aldarinnar. en full- trúi síðari tíma er reistur í kassastíi á fimmta tug aldar- innar. Svo ólíkur sem bygg- ingarstíll þessara tveggja húsa er, þá fara þau hvort öðru furðu vel- Umhverfis skólann er allstór. afgirt lóð, og þegar gengið er um hana. dylst manni ekki, að fegrun hennar ber að þakka mörgum, mjúklátum meyjar- höndum. Eins og skólahúsin, skiptist lóðin í tvö aldursskeið. Holtið ofan við skólann tilheyr- ir gamla tímanum. Þar ægir saman há.vöxnum birkitrjám, reynivið og lágvöxnu víðikjarri. Hér og þar sézt mosavaxinn steinn. Blágresisbreiðurnar vefja sig að rótum trjánna. Gróðurilmur og fuglasöngur kitla vitin. Þar er Meyjar- skemman, lítil skemma með torfþaki, í felum á milli trjánna. Og þar er líka Meyjar- sæti svolítill grasbolli í jaðri holtsins. Eftir miðju holtinu liggur leiðslugarðurinn, hleðsl- an utan um pípurnar. sem flytja ylinn.frá laugunum í hlíðinni tii námsmeyjanna. Á grasflötunum ofan holtsins skilur hver árgangur eftir sig nýjar raðir trjáplantna. sem eiga eftir að dafna og standa þar saman til minja um vetrar- langa samvinnu námsmeyja. löngu eftir að þær hafa tvístr- azt um allt land. Á grasflötmni s'únnan skólans er trjágróður dreifður, og þar skiptast á birki og reyhiviður, greni — og læ- virkjatré. Meðfram girðingunni að framan eru rifsberjarunnar. Kringum fánastöngina er hlað- in steinhæð með burnirót, steinbrjót, fjalladalafifli og mörgum öðrum tegundum blóma. Sunnan undir húsveggn um stendur bóndarósin stolt, og svo er þarna ein dýrðarinn- ar litablanda af morgunfrúm, stjúpum, túlípönum og alla vega sumarblómum. ÖÉKABAÍtN ÞING- EYINGA. í anddyri skólans býður okkur velkomin forstöðukonan, Halldóra Sigurjónsdóttir. Og jafnframt því sem hún sýnir okkur þessi fallegu híbýli, allt frá setustofu til ræstitækja- skápa, fræðir hún okkur um sögu skólans og leysir fúslega úr spurningum okkar. Við för- um fyrst um gamla skólann. Ekkert herbergjanna þar er eins að búnaði, og þegar við komum inn í eitt þeirra, fyll- umst við undarlegri lotningu. Birtan er dauf, angan gamalla húsgagna, bóka og teppa er höfugur, og það er slíkur andi í herberginu, að maður yrði ekki undrandi, þótt lítill búálf- ur styngi kollinum fram á milli lokrekkjutjaldanna. Við spyrj- um í hálfum hljóðum, hvar við séum stödd. —Þetta er herbergi Kristj- önu heitinnar. Kristjana Pét- ursdóttir frá Gautlöndum í Mý- vatnssveit var fyrsta forstöðu- kona skólans, gegndi störfum hér í 17 ár, eða til dauðadags í janúar 1946. Hún var mikil- hæf og vinsæl kona, sem á.tti sinn stóra þátt í þvi að móta skólann og skapa þann þjóð- lega blæ, sem skólinn leitast við að veita inn á heimili verð- andi húsmæðra. Herbergið er varðveitt óbreytt frá hennar tíð tii minningar um þessa mætu konu. — Hvenær tók skólinn til starfa? — Haustið 1929 Hann var þá eínn af fjórum fyrstu hús- mæðraskólum landsins. Skóla- málinu var fyrst hreyft rétt eft- ir aldamótin, og síðan börðust þingeyskar konur ötullega fyr- ir því, unz þær leiddu það far- sællega í höfn með góðu full- tingi ráðamanna héraðsins og raunar alls almennings, sem þá var að vakna til aukins skiln- ings á menntunarþörf kvenna. Enda hefur skólinn oft verið nefndur óskabarn Þingeyinga. ★ LIGGUR VEL VIÐ SAMGÖNGUM. — Skólinn var upphaflega byggður og skipulagður sem fyrirmyndarheimili, og var í fyrtsu aðeins rúm fyrir 12—15 nemendur, eða álíka margt og var á mörgum heimiium í þá daga. Þá var kennd matseld og annað, sem viðkemur almenn- um heimilisstörfum, og auk þess fatasaumur, vefnaður og hannyrðir. Bóklegar greinar voru nánast engar aðrar en ís- lenzka. — Fyrstu árin voru vissulega að ýmsu leyti nokkuð erfið. Skólinn varð þá, eins og mörg önnur heimili, að byggja mest á heimafengnum efnum, þar sem samgöngur voru þá allt aðr ar, oft ekki kaupstaðarferðir nema einu sinni til tvisvar á vetri. En nemendur voru líka eldri og þroskaðri þá en nú, sumir jafnvel eldri okkur kenn urunum. og höfðu þroska til að taka námið réttum tökum og samlaga það aðstæðum heimil- anna. — Fyrstu árin voru náms- meyjar líka flestar frá þing- eyskum sveitaheimilum, og að- stæður skólans því svipaðar því, sem þær höfðu vanizt heima fyrir. Nú hefur þetta allt breytzt, námsmeyjar koma hvaðanæva af landinu og eru niiklu yngri. allt niður í 16-17 ára, og oft lítt vanar heimilis- störfum. En aðstæður hafa einn ig batnað tii muna. Staðurinn liggur nú vel við samgöngum. og tæknin hefur haldið innreið sína hér, eins og annars staðar, í sambandi við rafmagn og önn- ur nútíma þægindi. — Hvenær var skólinn stækk aður? — Viðbótarbyggingin var hafin 1947 og tekin í notkun að fullu haustið 1949. Um leið var námstími lengdur úr sjö mánuðum í 8V2—9 mánuði og kennsluhættir samræmdir nýju fræðslulöggjöfinni. ★ TAKA DAGINN SNEMMA. — Helztu breytingar voru þær, að hússtjórnarnáminu eru nú gerð fyllri skil en áður og er nú ætlaður helmingur náms- tímans í stað þriðjungs hans áður, enda veitir ekki af þeim tíma, þar sem námsmeyjar koma meir fákunnandi í heim- ilisstörfum en áður var. Er hús stjórnarná.minu ætlað að stuðla að meiri vinnutækni tii að vega upp á móti þverrandi vinnu- krafti heimilanna. Algengt mun nú, að húsmóðrin anni ein störf um, sem áður voru í höndum tveggja til þriggja kvenna, og þarf hún því að vera sannkall- aður þúsundþjalasmiður. Góð vinnutækni ætti líka að gera húsmóðurinni kleift að sinna fleiri hugðarefnum sínum inn- an hemilis og utan og verða þannig í æ ríkara mæli virk- ur þátttakandi í uppbyggingu þjóðfélagsins i heild. f hús- stjórnarnáminu er ^gott tæki- færi til að þroska með nem- endum samvinnuhæfni, tillits- semi og hjálpfýsi. — í vefnaðar- og sauma- kennslunni er einnig stefnt að þvi að gera námið sem hag- nýtast, gera námsmeyjar fær- ar um að sauma allan algengan fatnað og búa verðandi heimili sín visGega. Bókleg kennsla hefur verið aukin. Auk ís- lenzkunnar er nú kennd matar- efnafræði, heilsufræði, heimil- ishagfræði. vefnaðarfræði og uppeldisfræði. Inn í námstíma stúlknanna falla svo venjuleg haust- og vorverk, eins og slát- (Framhald á 13. síðu' Húsmæðraskólinn að Laugum TfMINN, fimmtudaginn 2. ágúst 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.