Tíminn - 02.08.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.08.1962, Blaðsíða 12
’WWOTWKWJ! RITSTJORI HALLUR SIMONARSON Úrvalslið Reykjavíkur sýndi ágætan leik að Hálogalandi í fyrrakvöld og sigraði þýzka liðið Esslingen örugglega með átján möi’kum gegn; fjórtán. Eins og í fyrri leikjum þoldu Þjóðverjarnir illa tapið og 4,6 milljarðir til eriendra ríkja NTB-Washington, 1. ágúst. í dag varð að lögum í Banda ríkjunum frumvarp Kenn- edys forseta um aðstoð við erlend ríki. Samkvæmt hin- um nýju lögum má forset- inn ráðstafa af fjárlögum allt að 4,6 milljörðum doll- ara til styrktar erlendum ríkjum. Verkfallsóeir 8ir I Argentínu NTB-Buenos Aires, 1. ág. Til alvarlegra árekstra kom í Buenos Aires í Argentínu í dag í sambandi við 48 klst. verkfall þar í borg. Einn maður særðist alvar- lega og nokkrir aðrir urðu fyrir hnjaski. Margir hátt- settir menn hafa verið hand teknir, grunaðir um að hafa staðið að óeirðunum, sem hófust með sprengjukasti. léku oft gróflega. Dómarinn, Axel Sigurðsson, dæmdi ágæt lega og lét hina skapstóru Þjóðverja engin áhrif hafa á sig. Vísaði hann þremur þeirra af leikvelli um stundar- sakir — og einum leikmanni Reyk j avíkur úr valsliðsins. Reykjavikurliðið kom talsvert á óvart með því að hafa yfirtökin allan leikinn. Uppistaða liðsins var úr unglingalandsliðinu, Ár- menningarnir Árni Hörður og Þor- steinn, Víkingarnir Rósmundur og Sigurður Hauksson og Sigurður Einarsson, Fram. Með þeim léku svo KR-ingarnir Karl Jóhanns- son, Sigurður Óskarsson og Guð- jón Ólafsson, og Karl Benedikts- son, Fram. Þó að liðig væri þann ig’ skipað leikmönnum úr fjórum félögum, féll það mjög vel saman og sýndi virkan og árangursríkan leik. Liðið kom Þjóðverjunum á óvart með því að skora þrjú fyrstu mörk in í leiknum og voru Karl Ben., Sigurður Ósk. og Sigurður Hauks- son þar að verki. Þýzku leikmenn- irnir skoruðu næstu tvö mörk — og var staðan efiir það mjög svip- uð allan fyrri hálfleikinn, en hon j um lauk þó með eins marks mun ! fyrir Reykjavíkurliðið, 7—6. Úrvalið byrjaði einnig mjög vel í síðari hálfleiknum og skoraði fyrstu fjögur mörkin þannig að staðan var orðin 11—6 og sígurinn blasti því við. Guðjón Jónsson, Karl Ben. 2 og Hörður skoruðu. Var leikur liðsins á þessu tímabili mjög góður, léttur og leikandi, og Guðjón Ólafsson varði allt, sem á markið kom. Þjóðverjarnir voru nokkuð grófir, en leikur þeirra lagaðist, þegar dómarinn gaf hvergj eftir og vísaði einum leik- manni þeirra af leikvelli. Innan stundar var staðan orðin 14—8 — eða sex marka munur, og var það mest í leiknum. Þýzka- liðið náði ágætum leikkafla og minnkaði biHð mjög — svo að um tíma var aðeins orðin neins marks munur 15—14. Síðustu minúturnar tóku Þjóðverjarnir upp á því að leika maður gegn manni — en sú leik- aðferð heppnaðist ekki hjá þdim heldur varð til þess að breikka bilið aftur. Reykvíska liðið skor- aði þrjú síðustu mörkin f leiknum — og skoraði Karl Jóhannsson tvö þeirra og nafni hans Benediktsson eitt úr vítakasti. Eins og áður segir, kom Reykja- víkurliðið mjög á óvart með góð- um og samstilltum leik, en fyrir fram var ekki búizt við því, þar sem leikmenn eru í lítilli æfingu í handknattleik. Guðjón Ólafsson áttj ágætan leik í marki og komst í gott „stuð“ í síðari hálfleiknum. Þá vakti Rósmundur Jónsson mikla athygli — og er í rhann: mú að verða einn albezti leikmaður okkar. Karl Jóhannsson -var að venju mjög skemmtilegur, og sama er að segja um Guðjón Jóns- son. Karl Ben. átti drjúgan leik og yfirleitt má segja, as allir leik- mennirnir hafi verið nálægt sínu bezta. Á SUNNUDAGINN lék 2. flokkur Þróttar í Vestmannaeyjum í lands móti 2, flokks. Heimamenn eiga mjög sterkum flokk á að skipa, eins og kunnugt er af fréttum hér á síSunni. Má til dæmis geta þess, að 2. flokk- ur Vestmannaeyinga vann Holbæk tvívegis á dögunum. Og ekki fengu Þróttarar rönd við reyst gegn Eyjamönnum, sem sigruðu með fimm mörkum gegn engu. Hér er mynd frá einu marki Eyjaskeggja. (Ljósmynd: HE). Færeyingar í boíi Víkings í GÆRMQRGUN kom hingað til Iands meS strandferðaskip- inu Heklu 3. flokkur úr Havn- ar Boldfélag í Þórshöfn. Dreng- irnir koma hingað á veguni knattspyrnufélagsins Víkingur — en 3. flokkur Víkings var í Færeyjum fyrir rúmum mán- uði. Færeyingarnir verða hér til 17. ágúst og munu leika á noklcrum stöðum úti á landi t. d. ísafir'ði og í Vestmannaeyj- um og ef til vill víðar. Fyrsti leikurinn verffiur í kvöld og mæta þeir þá Færeyjaförum Víkings. Leikið verður á Vík- ingsvellinum og verður sérstök móttaka fyrir leikinn, sem hefst kl. 8,30. Víkingur heitir á alla íbúa Bústaðahverfis að fjölmenna á lcikinn. Myndin hér að ofan er af Færeyingun- um og var tekin af Svcini Þor- móðssyni á Víkingssvæðinu. Síðasti leikur þýzka hand- knattleiksliðsins Esslingin hér á landi verður í kvöld og þar sem útlit er fyrir gott veður hefur verið ákveðið, að leik- urinn fari fram á Melavellin- um í Reykjavík og hefst hann klukkan 8,30 Esslingen leikur þá gegn gestgjöfum sínum FH og verður enginn forleikur á undan. Eins og kunnugt er léku Þjóð- verjarnir sinn fvrsta leik gegn FH og fór hann einnig fram úti, á i Hörðuvöllum í Hafnarfirði. Hafn- firðingarnir sigruðu með nokkrum mun. Eins og komið hefur fram í frétt um hafa Þjóðverjarnir oft Ieikið ! allharkalega og ýmislegt fundið að liinum íslenzku dómurum, sem dæmt hafa leikina hingað til. Vilja þeir halda því fram, að nokkuð önnur túlkun sé hér á feglunum en í Þýzkalándi. Og til að þóknast öllum hafa FH-ingar ákveðið að láta einn þýzka fararstjórann, Man fred Kienler, dæma leikinn í kvöld og ætti þá að koma vel í Ijós þessi munur á túlkun regln- anna. ^ I FYRRAKVÖLD fór fram síðasta æfingin hjá B-landsliðinu í knattspyrnu, sem leika á við Færeyinga á morgun. Allir B- liðs mennirnir mættu til leiks — og átti llðið að leika fullan leik gegn A-landsliðinu, en margir A-liðsmenn hundsuðu æfinguna og' þar með landsliðsnefnd, sem til hennar boðaði, því aðeins fimm leikmenn mætlu Lagt var í mikinn kostnað vegna æfingarinnar, t. d. kom flugvél með akureysku landsliðsmennina að norðan og beið eftir þeim meðan æfingin stóð yfir og er þvi anzi hart til þess að vita, að leikmenn, sem eiga heima rétt hjá Laugardalsvell- inum skuli ekki mæta. Æfingin hafði litla þýðingu fyrir B-liðið, því mótstaðan var lítil sem engin. Einar Helgason lék fyrst í marki A-liðsins, en meiddlst, og fór Geir Krlstiánsson þá úr marki B- liðsins í hitt markið Fékk hann nóg að gera og sýndi frábæran leik. Þesslr Aliðsmenn mættu á æfinguna: Árni N>álsson, Bjarni i=elixsen, Hörður Felixson, Ríkharður Jónsson og Kári Árnason Sveinn Jónsson boðaði forföll vegna meiðsla. 12 T í MI N N , fimmtudaginn 2. ágúst 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.