Tíminn - 02.08.1962, Page 8

Tíminn - 02.08.1962, Page 8
höfiL sem býr í námunda viS heim- skautshauginn og stjórnar að minnsta kosti 5 stórfyrirtækjum í dag hittum við að máli Jón á Raufarhöfn. Einhver kynni að spyrja, hvort ekki-^væri nema einn Jón á RaufarhÖfn. Efalaust eru þeir jú fleiri, en þegar flotinn talar um Jón á Raufarhöfn, þá er það einn og ákveðinn Jén, sem sé Jón Þ.| Árnason, kaupfélagsstjóri.1 Þeir segja á Raufarhöfn, að hann sofi lítið, og hvenær sól- arhringsins sem er megi sjá hann, þar sem eitthvað sé um að vera. í höndum hans eru\ stjórnarþræðir hinna ólíkleg- ustu fyrirtækja og líklega er enginn á þessu annasama höf- uðbóli síldarinnar, sem þarf að taka fleiri og stærri ákvarð anir, en einmitt þessi marg- nefndi Jón á Raufarhöfn. Fyrstu 20 mínúturnar, sem ég er inni á skrifstofu Jóns talar hann þrjú löng landssímasamtöl, hvert á fætur öðru, og þau snúast öll um atvinnulífið á Raufarhöfn þessa( sólbjörtu sumardaga. Efalaust er það, að þessi um- svifamikli framkvæmdamaður á í pokahominu ýmislegt fróðlegt handa lesendum Tímans. Hitt er- annað, að ótal ljón urðu á vegin-j um, þar til búið var að lokka hann j á afskekktan stað, þar sem hvorki \ voru sími eða aðrir ónáðendur til að trufla okkur. Nú skulum við vita hvað Jón Þ. Árnason hefur að segja. — Hvað um uppruna þinn, Jón? — Eg er fæddur og upp’alinn hér á Sléttu, fæddur á Ásmundar- skyldfólk, því að Ásmundarstaðar ættin er geysifjölmenn líka. Þar; hafa menn átt mikið af börnum, feikna ættbálkur. Ungur til Raufarhafnar — Fluttist þú ungur til Raufar- j hafnar? — Hingað fluttu foreldrar mín- ir, þegar ég var líklega 9 ára gam- all. Þá gerðist faðir minn símstjóri hér. — Og var ekki Raufarhöfn þeirra daga ólík þeirri Raufarhöfn, sem gefur að líta í dag? — Jú. í þá tíð munu hafa verið j tvö íbúðarhús, þar sem nú er allt | athafnasvæðið hér „sunnan lækj-1 ar“ eins og við köllum það, sem1 hér búum. Á þessu svæði, þar sem þá stóðu aðeins húsin tvö, búa nú líklega 400 af 500 íbúum Raufar- hafnar. Þá var sárafátækt hér á Raufarhöfn, engin vinna nema tvo mánuði af árinu, en þá var vinna kringum Norðmennina, sem voru hér með síldarverksmiðju og sölt- un, hvort tveggja í smáum stíl. Eg minnist þess, að eitt það fyrsta, sem ég gerði til að afla veraldlegra auðæfa, var ag ég ásamt öðrum strákum dyntaðist JÓN ÁRNASON, framkvæmdastjóri stöðum á Sléttu 22. dag október- mánaðar 1915, sama dag og Jón Espolín sýslumaður, svo það er ekki að furða, þótt ég sé sterkur. Hefurðu heyrt, hvernig hann fór með eikarborðið? Viltu fá að vita nokkuð um foreldra mína? Nei, andskotakorniíj, þetta eiga ekki að fara að verða nein eftirmæli. — Foreldrar? — Nú, faðir minn var Arni Stefán Jónsson frá Ásmundarstöð- um á Sléttu og móðir mín Þórhild- ur Guðnadóttir frá Hóli á Sléttu. Ef þú vilt vita meira um þetta, þá var hún af Stöðvarættinni í Stöðvarfirði. Eg á mikið af skyld- fólki þar eystra. Eg á alls staðar Athafnamaður við yzta kringum Norðmenn, sem voru að benda með trésveigum tunnur. Ef j sveigar brotnuðu, fengum við strákarnir að hirða brotin, fórum! með þau heim, hjuggum í kurl og j geymdum sem eldivið til vetrarins.; | í þá tíð fengu ekki smástrákar i 15 til 30 krónur á klukkutímann,! j eins og strákurinn minn 10 ára og : aðrir jafnaldrar hans gera í dag, ! ef þeir stökkva út á plan. | Lærði til lýsisbræðslu — Fórstu ungur að vinna hér hjá kaupfélaginu? — Já, mitt fyrsta starf þar var j að kaupfélagið sendi mig til Húsa- ! víkur til að læra lifrarbræðslu. Síð- ÁSAH A0HIY3 an var ég hjá þeim eitt sumar og bræddi lifur. Það er í rauninni einasta starfjð, sem ég hef lært um dagana. — Síðan varð ég svo sím- stöðvarstjóri hér á Raufarhöfn um 14 ára skeið, tók við af föður mín- um. Síðan lá leiðin til kaupfélagsins aftur — Og síðan lentirðu aftur til kaupfélagsins? — Já, það var árið 1950, að ég gerðist útibússtjóri hér. Þetta var þá útibú frá Kaupfélagi Norður- Þingeyinga á Kópaskeii. Þannig var það til 1960, að skipti fóru Sildarsöltun í fullum gangi á Hafsilfursplaninu. fram og Kaupfélag Raufarhafnar var stofnað. — Og þá varð lifrarbræðslumað- urinn og simstjórinn einn góðan veðurdag orðinn kaupfélagsstjóri. — Eg hef nú ekki mikið setið á skplabekk um dagana, enda tel ég það ekki bráðnauðsynlegt til að geta brasað eitthvað í veröldinni. Eg var tvö ár á Laugarvatni, það var nú allt og sumt. Eg sé eftir öllum þeim árum, sem ungir strák- ar sitja á skólabekk, án þess í raun inni að hafa af þvi nokkurt gagn. Ekki máttu samt láta koma fram, að ég sé á móti menntun, því að það er ég ekki. Hitt er annag mál, að ég álít að í skólanám fari oft miklu lengri tími en nauðsynlegt og heppilegt sé. Menn eyða alltof löngum tíma í þetta margir hverj- ir. Hefur hlustað og horft á Raufarhöfn vaxa — Þú hefur horft á Raufarhöfn verða það, sem hún er í dag? — Já, ég nef vaxið upp með Raufarhöfn. Eg var að vísu ekk hér unglingsárin, og þannig stóð á því að ég var á ellefta árinu, þá brann ofan af foreldrum mínum hér. Þá fluttist ég til Leirhafnar og var þar til tvítugsaldurs hjá föðursystur minni og afabróður, Andreu og Helga í Leirhöfn, sem þar voru hjón. En þegar ég kom aftur hingað til Raufarhafnar, var hér kreppa og fátækt geysimikil. Húsin voru alger hreysi, atvjnnu- leysi gífurlegt og sárafátækt. Eg minnist þess trá æsku minni. að menn hér höfðu þá ekki kýr, held- ur höfðu menn hér fjórfættar geit ur. Faðir minn hafði sex slíkar. Eg var geitnahirðir í æsku. Já, þú gctur skrifað. að ég hef bæði hlust að og horft á Raufarhöfn vaxa. — Kaupfélagið hérna hefur auð- sjáanlega mjög mikið umleikis? — Já, já. — Hvað heldurðu í rauninni, að þú stjórnir mörgum fyrirtækjum? — Andskotinn, það er ekki neitt, maður. Þegar er komið út í að ræða um dótturfyrirtæki og hliðarfyrirtæki, þá vilja nú mörkin stundum verða óglögg. Fyrirtækin eru í sjálfu sér ekki nema kaup- félagið og söltunarstöðvarnar tvær, Hafsilfur og Borgir. — Á ekki kaupfélagið frystihús- ið? — Jú, það á bæði frystihúsin. annað algerlega, en 98 prósent I hinu. Eg hugsa, að ég sé skráður framkvæmdastjóri fyrir fjórum fyrirtækjum, ef þú flettir upp í Viðskiptaskránni. Það fimmta er nú í rauninni til líka, söltunarstöð á Vopnafirði, og það er það eina, sem ég hef fram hjá mínu aðal- starfi. Mér finnst ekki rétt að mað ur haldi fram hjá heima hjá sér, samanber gamla máltækið: „Sjald- an bítur refur nærri greni sínu“, og þess vegna hef ég mitt framhjá hald á Vopnafirði. Kaupfélagiö orðið stærsti atvinnurekandinn — Kaupfélagið er ekki svo lítill atvinnurekandi hér á Raufarhöfn. — Nei, ég hygg að nú sé einmitt ! svo komið, að kaupfélagið sé orðið I langsamlega stærsti atvinnurekand inn hér. Síldarverksmiðjurnar ! voru það, en nú hygg ég að svo ! sé komið, að við séum með lang- | stærstu vinnulaunaútborganirnar Eg mundi ekki hrökkva í kút, þótt við þurfum að borga um átta milljónir í vinnulaun, það sem af er þessu ári, miðað við það, sem hér hefur verið starfað. Raufarhöfn og síldin — síldin og Raufarhöfn — Hvað viltu svo segja um Rauf arhöfn og síldina? — Eg mundi kannske byrja á því að segja þér það, að frá því ég kom hingað aftur árið 1935, þá hefur mér verið ljóst, að Raufar- höfn lægi be-zt allra staða við Norð urlandssíldinni, og reynslan væri þar ólygnust. Því til skýringar skal sagt, að fyrirsvarsmenn rikisverk- smiðjanna hafa sagt mér, að Rauf- arhafnarverksmiðjan muni hafa skilað reksturságóða öll árin frá því er ríkisverksmiðjurnar keyptu hana árið 1935, nema eitt. Já, og meira en það, jafnvel haldið ríkis- verksmiðjunum uppi. Eða svo hef- ur einn af ráðamönnum ríkisverk- I smiðjanna sagt. Okkur er farið að langa í kaffi og skreppum upp í matsal Hafsilf- | urs. Og yfir bollunum rifjar Jón | upp ýmislegt frá fyrri tíð. svona utan dagskrár — Já, ég skal segja þér, að ég á eina minningu frá sumrinu 1935. Hún sýnir prýðilega muninn á at- vinnuöryggi verkamanna þá og nú. Eg réð mig þá fyrir akkorð, sem aðgerðarmann, átti að fá 5 krónur og 50 á skippundið. Þar var ákveð- ið, að ég skyldi taka fiskinn upp úr bátunum, gera að honum og verka hann til pökkunar. Þetta ár var kreppa og útgerðarmennirnir fóru í Skuldaskilasjóð vélbátaeig- enda. Útkoman hjá mér varð svo 67 króna sumarhýra. Strá.karnir á næstu bryggju fóru þð enn verr út úr þessu, því að þeir fengu ekki nema 2 prósent af sínu kaupi. Og Jón segir meira. Hann segir frá því, þegar hann og aðrir ungir menn hér á Raufarhöfn unnu um nætur við að lempa til í síldarþrón- um. Vinnulaunin notuðu þeir svo til að standa straum af böllum, sem þeir héldu. og vanalega skil- uðu engu nema tapi. „Þá var frítt fyrir dömur og menn ungir og fjörugir“, segir Jón. En nú er kaffið búið, og hefst nú aftur þráðurinn. Skammsýni á skammsýni ofan — Eg var að tala um Raufar- Framhald á 13 síðu 8 TIMIN N , fimmtvida.gSnn 2. ágvrst 1962

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.