Tíminn - 02.08.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.08.1962, Blaðsíða 16
SAU ELDHNOTT • ER ÞRIR BÆNDUR úr Biskupstungum voru að veiðum í Hvítá eystri um miðnætti 25. júlí s. 1., urðu þeir varir við eldhnött, sem féll til jarðar suður af Tungufelli í Hrunamannahreppi. Segja sjónarvott- ar, að hnötturinn hafi verið hvífcglóandi og um meter í þvermál. Hann kom úr norðausturátt, féll skáhallt til jarðar og tvístraðist í allar áttir. Enga eldrák skildi hann eftir sig. Bændurnir, sem urðu vitni að atburði þessum, heita Jón Guðlaugsson, Ólafur Þór Jónasson og Karl Þórir Jónasson. Senni- lega hefur hér verið um loftstein að ræða.____________________________________________________ Fimmtudagur 2. ágúst 1962 174. tbl. 46. árg. Fundn heilt stefni! ■Jt STÖÐUGT er unnið aS uppgreftri víkingaskipanna í Hróaskeldufirði í Danmörku. í fyrradag fannsf heillegt og mjög vel fariS stefnl af elnu hinna sex sklpa, sem þarna eru. Ole Crumlin Pedersen og Olaf Olafsen, sem stjórna uppgreftrinum, segja, aS þetta sé í fyrsta skipti, sem heillegt stefnl frá víkingaöldlnni finnst í Danmörku. Myndin sýnir elnn þelrra, sem taka þátt í uppgreftrinum, losa, af varfærni um þessar aldagömlu spýtur, sem i dag eru svo mlkils virSi. Náðaður eftir 9 ár í dauiaklefa NTB-Springfield, Illinois, 1. ág. Ríkisstjórinn í lllinois í Bandaríkjunum náSaði í dag negrann Paul Crump, sem setið hefur níu ár í San Quintin-fangelsinu, dæmdur til dauða fyrir morð. Líflátsdómnum yfir Crump átti að fullnægja á föstudagsmorgun, en var nú breytt í ævilangt fang elsi. Ferill hins 32 ár gamla negra var rakinn hér í Tímanum á þriðju daginn, en máli hans hefur helzt verið líkt við Chessman-málið fræga. Fjörutíu og einu sinni hefur Cnimp fengið máli sínu fres-tað og 14 sinnum hefur aftökustund hans verið breytt og nýr frestur gefinn. Paul Crump var dæmdur til dauða fyrir manndráp í sambandi við til- raun hans og nokkurra félaga hans til ráns. Einn félaga Crumps bar það fyr- ir rétti, að Crump hefð'i skotið vaktmann til bana, en Crump hef- ur ætíð fyrir rétti haldið fram sakleysi sínu. Aðalástæðan fyrir náðun Crumps er talin vera sú mikla breyting til góðs, sem á honum hefur orð'ið þau níu ár, sem hann hefur gist fangelsið í næsta klefa við raf- magnsstólinn alræmda. Um síðustu helgi kom Crump fram í sjónvarpi, þar sem hann bað ráðamenn að þyrma lífi sínu, en oft og mörgum sinnum áð'ur hefur mál hans verið rakið í dag-1 blöðum, útvarpi, sjónvarpi og tíma ritum, þar sem alls staðar hefur, verið lögg áherzla á góða hegðun fangans í fangelsinu, frábæran (Framhald a 15 síðui PAUL CRUMP Fimm Swíar sýna Síldar- stúlkur að fara á brott Fólk mun nú nokkuð vera farið að hverfa á brott frá helztu síldarbæjunum, þar eð ekki lítur vel út með að söltun verði haldið áfram. Síldarstúlkur eru 'yfirleitt ráðn- ar t'l loka ágústmánaðar. Þær eru ráðnar upp á kauptryggingu, og verða að hafa saltað meira en 100 tunnur til þess að komast af trygg- ingunni. Salti þær undir hundrað' Framh. á 15. síðu. | ÍSLENZKT KAFFI! Eins og þegar hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, var minnzt 10 ára afmælis elli- og dvalarheimilisins Áss í Hvera- gerði á laugardaginn. Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri heimilisins, bauð fréttamönnum til Hveragerðis að þessu tilefni í gær, sýndi þeim húsakynni stofn- unarinnar og gróðurhús, en þau eru 12 talsins, 4 eign Árnessýslu og 8, sem eru eign elliheimilisins Grundar. Meðal annars, sem Gísli sýndi fréttamönnum voru nokkur kaffitré, og kvaðst hann bjóða upp á íslenzkt kaffi innan tíðar. Þá sýndi Gísli uppdrættina að 100 manna baðhóteli, sem þegar hefur verið minnzt á í fréttum. Uppdrættirnir eru gerðir af Guð- mundi Samúelssyni frá Akranesi, sem er við nám í arkítektúr í Hannover, og í • samráði við próf- essor Ott, sérfræðing í gigtlækn- ingum, frá Bad-Nauheim, en hann hefur komið hér á vegum Gísla. Gísli tjáði fréttamönnum, að eini staðurinn fyrir baðhótelið, sem nú kemur til greina í Hvera- gerði, væri landspildan undir hlíð- inni milli aarðyrkjuskólans^ og væntanlegs felagsheimilis ASÍ. - Hann kvaðst nýlega hafa rætt þetta við landlækni og viðskipta- málaráðherra og bent á nauðsyn þess, að þetta land yrði ekki tekið til annars. Gísli sagði, að 15 erlendir sér- fræðingar hefðu komið til sín til skrafs og ráðagerða um framtíðar möguleika í Hveragerði s 1. 8 ár. Einn þeirra, prófessor Richard Framh. á 15. síðu. ■ ... . . > .... ... . ■ -. .-.•.•-vavíw;*.*: :-:-: :•.<•:•:•:•:•.<•;■;•> ★ í KVÖLD, kl. 8,30, verður opnuð í Ásmundarsal á Freyjugötu mynd listarsýning fimm vestur-sænskra listamanna, þelrra Lennart Ason, Lar Drouage, Valter Gibson, Wilgot Lind og Jens Mattiasson. Til sýnis eri 70—80 listaverk, olíumálverk, vatnslitamyndir, svartlistarmyndir og högg myndir. Listamennlrnir fimm stunduðu nám við sama listaskóla ( Gauta borg og hafa síðan haldið sýningar saman. Sýningin, sem hér er á ferð kom frá Oslo, þangað kom hún frá Danmörku, en héðan fer hún til Finn lands. Stjórn Ásmundarsalar annast sýninguna, og er í sambandl vii hana tekln í notkun nýr salur niðri, sem gerir kleift að sýna svo mörj listaverk í einu. betta er stærsta sýning, sem Svíar hafa sent hingað tl lands. Hún verður opln til 12. ágúst n. k. Myndin er af höggmynd og eini málverkanna á sýningunnl. — (Ljósm.: RE).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.