Tíminn - 02.08.1962, Blaðsíða 6
MINNSNG:
Bessabe Halldórsdóttir
Kirkjubóli í Bjarnardal
íslenzka þjóðin hefur átt marga,
kvenskörunga, bæði, að fornu og;
nýju, svo sem sögur og sagnir
herma. Margar ágætar og mætar
konur að mannkostum, mildi, gæð
um og dugnaði. Standa konurnar
í þessu tilliti sem öðru karlmönn-
unum fyllilega jafnfætis, og hafa
þær oft orðið að taka þyngri byrði
a sínar veiku herðar en líkur voru
til að þær fengju þeim valdið, en
leyst þær þrautir með ágætum.
Ein slík kona er nýlega horfin
til feðra sinna, yfir móðuna miklu.
Bessabe Halldórsdóttir, eða
Bessa á Kirkjubóli, eins og hún
jafnan var nefnd, þó að Kirkjuból-
in séu fjögur í Önundarfirði, var
fædd á Hóli á Hvilftarströnd 4.
desember 1877, var hún því á 85
aldursári er hún andaðist.
Foreldrar hennar voru hjónin
Halldór Halldórsson Vigfússonar
Eirikssonar prests Vigfússonar á
Stað í Súgandafirði, en sr. Eiríkur
átti svo marga afkomendur í Ön-
undarfirði, að um 1930 gat sjöundi
hver Önfirðingur rakið ætt sína til
hans í þriðja til sjöunda lið. Móðir
Bessu var Guðrún Jónsdóttir.
Hóll er einhver landminnsta og
rýrasta jörðin hér á Vestfjörðum,
og er þá mikið sagt, en börnin
voru mörg. Bessa var tekin til fóst-
urs á fyrsta aldursári af Eiriki
Halldórssyni hreppstjóra á Þor-
finnsstöðum, föðurbróður hennar.
Ólst hún þar upp á þvi góða mynd
arheimili, en Þorfinnsstaðir voru
með betri heimilum efnalega í
Önundarfirði í þá daga.
Snemma bar á dugnaði og ósér-
hlífni hennar og sagði móðir mín
mér, en hún var uppfóstruð á
næsta bæ, að snemma hafi Bessa
verið kjarkmikil og áræðin og órög
við hesta, þó að baldnir væru. En
þá voru unglingar vandir við vinnu
frá blautu barnsbeini, og var það
að vísu góður og gagnlegur skóli,
þegar góð aðbúð og ástríki aðstand
enda var fyrir hendi.
Árið 1901 giftist hún Kristjáni
Guðmundssyni frá Kirkjubóli í
Bjarnardal. Foreldrar Kristjáns
voru myndar og dugnaðarhjónin
Guðmundur Pálsson og Ingileif
Ólafsdóttir, er bjuggu. þar allan
sinn búskap. Voru þau af gömlum
og grónum önfirzkum ættstofnum
og fylgdist þar að góð búmenning
og þjóðleg menning sagna og sögu.
Ungu hjónin tóku fljótlega eftir
giftinguna við búsforráðum og
jörð á Kirkjubóli, sem að vísu var
kirkjujörð, og er svo enn, en jörð-
in sú hefur aldrei goldið þess,
heldur notið, því að þessir ættliðir,
er ég hef spurnir af, hafa skilið
það, að jörð og búpeningur eru
góðir viðskiptavinir, og borga ævin
lega vel það, seih við þau er gert.
Börn eignuðust þau fjögur: Ólaf
skólastjóra í Flensborg í Hafnar-
firði, Guðmund Inga skáld og
bónda á Kirkjubóli, Jóhönnu og
Halldór, er einnig stunda búskap
á fæðingarjörð sinni.
Öll eru þessi systkin óvenjulega
vel gefin, öll skáldmælt og ritfær
í bezta lagi. Segja má þar, að eplið
fellur sjaldan langt frá eikinni.
Kristján faðir þeirra var prýðilega
greindur maður og gerhugull og
orti mikið af ljóðum, einkum i
hinni löngu banalegu sinni.
Haustði 1910, skömmu eftir að
yngsta barnið, Halldór, fæddist,
lagðfst Kristján í rúmið og stóð
Útsvörin á Húsa-
vík 4,9 milljónir
SKRÁ um niðurjöfnuö útsvör
(aðalniðurjöfnun) 1962 var lögð
fram í dag. Alls var jafnað niður
kr. 4.884.100,00 á 508 gjaldendur.
Gjaldendum hafði fjölgað um 60
á árinu.
Lögð voru á tekju- og eignaút-
svör samkvæmt lögboðnum álagn-
ingastiga og lækkuð síðan um
15%. Þessi stigi er 16% lægrj en
lagt var á eftir 1961, en þá voru
útsvör lækkuð frá honum um 26%
og hefði verið hægt að, lækka nú
frá honum um 31% útsvör. Miðað
við sömu tekjur eru útsvör nú 5%
lægri en 1961.
Skrá um aðstöðugjöld, sem
koma í stað veltuútsvaranna áður,
fyrir 1962 var lögð fram í dag.
Alls námu aðstöðugjöld kr.
1.150.200,00 á 65 gjaldendur. —
Álagningastigi aðstöðugjalda var
í meginatriðum sami og endanleg
veltuútsvör voru 1961. Samanlögð
útsvör og aðstöðugjöld nema nú
kr. 6.035.100,00 en voru 1961 kr.
4.155.000,00 eða hafa hækkað um
1.880.000,00, þótt gjaldstigar hafi
ekki hækkað.
Hæstu gjaldendur eru (saman-
lögð útsvör og aðstöðugjöld):
Kaupfél. Þingeyinga kr. 501.400.00
Fiskiðjusaml. Húsav. — 234.500,00
Útg.fél. Barðinn h.f. — 90.800,00
Vélaverkst. Foss h.f. — 60.500,00
Gunnar Hvanndal,
stýrimaður — 58.100,00
Fataverksm. Fífa — 56.600,00
Sigurður Sigurðsson — 55.300,00
Útg.fél. Svanur h.f. — 52.100,00
Kristján Óskarsson,
vélstjóri — 49.600,00
Bjarni Þráinsson,
sjómaður — 49.000,00
ekki á fætur eftir það, en hann
andaðist eftir langa og stranga
legu 31. okt. 1920.
Þegar heimilisfaðir féll frá verk
um, var elzta barnið sex ára, en
hin á fyrsta, þriðja og fjórða ári,
gömlu hjónin foreldrar Kristjáns
gömul og lúin pg kgm þtí allur
þungi forsjár og fyrjrvinnú heim-
ilisins á móður^r^nrisi oj eigin-
konu hins sjúká rrianns.
En hún var vandanum vaxin,
hélt búskapnum áfram og stjórn-
aði úti og inni, og varð auk þess
að hjúkra og annast sjúklinginn í
bænum. Má því geta nærri, að
ekki hafa hvíldarstundirnar ætíð
verið margar eða langar eða svefn-
inn mikill eða vær, en ekki var
æðrazt eða kvartað og átti það ekki
síður við um hinn helsjúka mann,
því að þegar af honum bráði, var
hann með gamanyrði á vörum og
reyndi á þann hátt að létta byrði
konu sinnar og annarra ástvina.
Hann gaf ráð um verkstjórn og
vinnubrögð eftir því sem hann
mátti við koma og nágranna þeirra
heyrði ég segja frá því, að hún
hefði borið hey í svuntu sinni inn
að rúmstokknum til hans, svo að
hann gæti dæmt um hvort hirðandi
væri.
Eg sá Kristján Guðmndsson að-
eins einu sinni, fermingarvorið
mitt 1908. Var hann þá formaður
á báti og reri úr Valþjófsdal. Virt-
ist mér hann hæggerðhr og fas-
prúður maður.
Kynni mín af Kirkjubólsheimil-
inu byrjuðu ekki fyrr en nokkrum
árum eftir lát Kristjáns og hafði
ég aldrei séð Bessu, fyrr en ég fór
að eiga félagsleg samskipti víð
börn hennar, en síðar hafa kynn-
in verið óslitin og allnáin. Hef ég
marga góða næturhvíldina þegið
þar, oft ferðlúinn í ófærð að vetr-
arlagi frá ísafirði, og man ég hve
gott mér þótti að halla mér út af
á rúmi í hlýrri baðstofunm. og
notalegt var að hlusta á hljóm-
kviðu rokkhljóðs og kamba og
Fúfra viðræðna Slíkar minningar
tilheyra einungis baðstofunum
gömlu og nú horfnum. en ekki nú-
tíma stofum. hversu vel búnar og
vistlegar sem þær eru
Bessa Halldórsdóttir var merki-
leg kona, gáfuð, fróð og stálminn-
Pantið siálf
Með því að gerast áskrifendur að pöntunarlistunum
frá Hagkaup, fáið þér sendan nær mánaðarlega
nýjan lista með mjög ódýrum vörum, sem þér getið
sjálf pantað eftir.
Sendið okkur nafn og heimilisfang og ársgjald
kr. 10,—.
Póstverzlunin Miklatorgi, Reykjavík
Ferðir í Þjórsárdal
um verzlunarmannahelgina
Frá Reykjavík:
Föstudag kl. 18,30.
Laugardag kl. 14,00.
Til Reykjavíkur:
Sunnudag kl. 17,00.
Mánudag kl. 17.00.
Sætaferðir frá tjaldstæðum um Þjórsárdal.
Sætaferðir úr Reykjavík kl. 10,00 á sunnudag.
Njótið hinnar sérstæðu náttúrufegurðar
Þjórsárdalsins.
Upplýsingar á BSÍ, sími 18911.
LANDLEIÐIR.
STÓRAUKIN SALA SANNAR VINSÆLDIR VÖRUNNAR
ug, gestrisin og veitul með afbrigð-
um, vinmörg, vinföst og trygg.
Gott var ævinlega að eiga viðræð-
jrr við hana. Hún átti þessa léttu
og græskulausu gamansemi, sem
íslendingar eru taldir svo fátækir
af.
Auk eigin barna ól hún upp
fjóra fóstursym. og fjöldi barna
hefur dvalið þar árlega lengri eða
skemmri tima. Það hefur því ætíð
verig annasamt á því heimili, og
þó að bústjórnin væri síðustu árin
komin á hendur barna hennar var
hún sívinnandi innan húss. en fæt
urir voru farnir að bila, svo að
hún var að mestu hætt að taka til
hendi eða víkja fæti úti við
Hún andaðist á sjúkrahúsi í
Reykjavík 26 júni s. 1. Fór þangað
skömmú áður ti! að leita lækninga
við sjóndepru og sári á fæti Fór
hún suður mef Skjaldbreið og
hreppti vont veður. og er einhver
hafði orð á þv við hana. að hún
yrði óheppin með veður. sagðist
hún ekki trúa þvj ag hjn yrði sjó-
veik, enda var hún víst eini far-
þeginn, sem hafði fótavist og
mætti til borðs, eins og ekkert
væri. Það var lungnabólga. sem
varð henni að aldurtila, enda fyr
ir skömmu legið í þeim sjúkdómi.
Hún var jörðuð frá Holtskirkju
6 þ. m. að viðstöddu miklu fjöl-
menni.
Eg ætla að enda þessar línur
með því að tilfæra orð merks
manns um hina látnu. Var hún
honum ekki persónulega kunnug
eða nákomin Fyrir rúmum 30 ár-
um voru nokkrir Dýrfirðingar að
koma gangandi af þing- og héraðs-
málafundi Vestur-ísfirðinga frá
Flateyri. og vorum að fara fram
Rjarnardalinn á móti Kirkjubóii.
Þá bendir forseti fundarins, Jó-
hannes Ólafsson hreppstjóri á
Þingeyri yfir ána og segir: „Þarna
býr kona, sem ætti skilið að fá
kross"
Mér þykir alltaf vænt um þessi
orð, þau voru svo sönn.
17. 7. 1962.
Jóhannes Davíðsson.
6
TIMIN N , finrmtudaginn 2. ágúst 1962
/