Tíminn - 05.08.1962, Blaðsíða 2
ALDREI ÓHULTER
UM LÍF SITT
Hvaða menn í heiminum
eru í mestri lífshættu? AuS-
vitað hefur verið búinn til
listi yfir þá, alveg eins og
gert er við metsölubækur og
óskalög. Tíu efstu menn á
þeim lista eru allir vel þekkt-
ir, og þeim er raðað á list-
ann eftir óvinsældum þeirra
hjá atvinnumorðingjum.
Allir á listanum geta hvenær
sem er átt von á að reynt verði
að ráða þg af dögu^m með sprengj
um eða skothríð. Þeir tíu, sem
eru mest í hættu, eru taldir vera
þessir:
1. de Gaulle forseti Frakklands.
2. Konungurinn (Imam) í
Jemen.
3. Hussein Jórdaníukonungur.
4. gaud Arabíukonungur.
5. Sukarno, foiseti Indónesíu.
6. Dr. Adenauer, kanzlari
Vestur-Þýzkalands.
7. Ikeda, forsætisráðherra
Japans.
8. Krustjoff, forsætisráðherra
Sovétríkjanna.
9. Castro, forseti Kúbu.
10. Kennedy Bandaríkjaforseti.
Þessir tíu menn eru enn á lífi,
einungis vegna stöðugra öryggis-
ráðstafana og árvekni gæzlumann
anna, sem meðal annars beita
stuttbylgjutalstöðvum, gegnum-
lýsingartækjum til að rannsaka
pakka og bréf og fleira af því
tagi. Faldar myndavélar taka
myndir af grunsamlegum mönn-
um og rafeindakerfi eiga að geta
komið upp um væntanlegan morð
ingja á svipstundu.
En aðferðir morðingjanna taka
líka framförum. I fyrra var gerð
morðlilraun á de Gaulle, þegar
hann var á leið til sveitaseturs
síns. Sprengju var komið fyrir,
sem átti að eyðileggja bíl hans,
qg önnur átti að kveikja í öllu
saman um leið, svo að undan-
koma eð'a björgun yrði ógerleg.
Áætíunin mistókst þó sakir þess
að þræðir höfðu farið úr skorð-
um í útbúnaðinum.
Síðas-ta tilraunip til að ráða
forsetann af dögum fpr þannig
fram, að hundar voru látnir bera
sprengjurnar. Ætlunin var að
koma þeim í bil hans meðan
hann stæði við einhvers staðar
á ferð sinni um Frakkland. Þijá-
tíu og einn OAS maður, þar á
meðal tvær konur, voru handtek-
in vegna þessa samsæris, en
tuttugu sem voru við málið riðn-
ir, tókst að komast undan.
De Gaulle er eftur á listanum
af þvi að menn vilja hann feig-
an af stjórnmálaástæðum, — en
stjórnmálamorðingjar eru að
jafnaði ofstækisfullir og miskunn
arlausir. Forsetinn er þar að
auki í séríega mikilli hættu
vegna stærðar/ sinnar og frjáls-
iegrar framkomu á ferðalögum,
þegar hann á það til að hlaupa
út í mannþröngina til að faðma
föðurlandselskandi kerlingar og
annað gott fólk. En hann á yfir
höfði sér m. a. OAS-hreyfinguna
vegna afstöðu sinnar i Alsírmál-
inu.
Krustjoff kemur neðarlega á
listann, ekki þó vegna þess að
hann eigi færri stjórnmálalega
fjandmenn. En öryggiskerfið um
hann er svo gott, að líkurnar eru
litlar að hugsanlegur morðingi
nái markmiði sínu.i
Stjórnandi Jemenríkis getur
aldrei verið öruggur um sig.
Hann er miðdepill blóðugra fjöl-
skylduátaka. Faðir hans var myrt
ur af tengdasyni sínum árið 1948.
Morðinginn var hálshöggvinn að
skipan hins nýja Imams, sem var
Moröinginn lætur tíl skarar skriða — og dagar Asanuma, foringja jafn-
aðarmanna í Japan, eru taldir.
elíitur fjórtán bræðra. Síðan hafa
tveir biæðranna verið teknir af
lifi fyrir ráðabrugg um að myrða
koniinginn, einn hefur verið
myrtur, og annar er horfinn, og
nokkrír bræðranna hafa verið
reknir j útlegð. Síðasta tilraunin
til að syipta Imaminn lífi var
nærri því að takast í fyrra, þegar
hann var særður á fjórum stöð-
um, enda hefur hann ekki náð
sér til fulls eftir þá árás.
Konungar nágrannaríkjanna,
Saudi-Arabíu og Jórdaníu, hafa
báðir orðið fyrir mörgum morð-
tilraunum. Hussein konungur er
skotspónn ofstækismanna, sem
eru fjandsamlegir Bretum, en
hliðhollir Nasser. Saud konungur
er á svörtum lista þeirra afla,
sem hafa hug á að komast yfir
olíuveldi hans.
Sukarno Indónesíuforseti á yf-
ir höfði sér Darul Islam hreyfing
una, ofstækisfullan séitrúar-
flokk, sem fýsir að ýta af stað
vopnaðrí uppreisn. Síðasta árás
þeirra á Sukarno átti sér stað,
þegar forsetinn gekk til bæna-
halds, og var það fimmta tilraun-
in til að svipta hann lífi.
Adenauer gamli i Þýzkalandi
er hataður bæði af ofstækisfull-
um nazistum og kommúnistum. í
september komst upp um
sprengju, sem var send til hans
í pakka í pósti.
Fasistaflokkur einn, andsnúinn
samvinnu við Bandaríkin, hefur
dæmt forsætisráðherra Japans til
dauð'a. Sömu aðilar stóðu að
morðinu á Asanuma, foringja
jafnaðaimanna í Japan fyrir
tveimur árum.
Castro er með á listanum, þar
eð morð er algengur dauðdagi
valdamanpa í Suður- og Mið-
Ameríku, ekki sízt þeirra, sem
komizt hafa til valda með ofbeldi.
Kennedy forseti ,er vinsæll
stjórnmálamaður, en samt hafa
þegar verið gerðar á honum tvær
morðtilraunir. Forseti Bandaríkj
anna getur alltaf átt von á slíku
í landi, þar sem allt veður uppi
í sértrúarflokkum og minnihluta-
hreyfingum. Flestar tilraunirnar
eru þó hættulitlar. En kúla getur
drepið, hver sem heldur um gikk
inn.
Og fari svo, að einhver þessara
tíu falli út af listanum áður en
varir, eru nógir til að bætast í
skarðið. Fleiri en þessir tíu hafa
nefnilega orðið fyrir árásum ný-
lega, t. d. Ngo Dinh Diem í Suður
Viet Nam, Nasser forseti Egypta
lands og Ulhricht í Austur-Þýzka-
landi, svo að einhverjir séu
nefndir.
Verzlunarmannahelgin
Nú er verzlunarmannahelg-
in upip runnin. Hún er óum-
deilanlega orðin ein mesta
ferða- og skemmtanahelgi árs-
ins. Sú gleði hefur þó óneitan-
lega ærið oft haft sínar skugga
hliðar hin síðari ár, því að
menn hafa ekki kunnað sér hóf
í þeim Ieik. Unga fólkinu er
a'ð verulegu leyti um kennt og
sagt, að það sleppi fram af sér
beizlinu þcnnan dag. Sá dóm-
ur er ekki með öllu réttmæt-
ur. Þar kemur fleira til en
óstýrilæti æskunnar.
Um þessa hclgi hafa undan-
farin sumur oftast orðið ýmsir
geigvænlegir atburðir, svo að
nú er svo komi'ð, að fólk híður
þess með öndina í hálsi, hvort
lielgin líði hjá, án þess að slys
verði og stórskemmdir. Við
vonum hið bezta í þessu efni
núna og væntum þess, að hver
og einn stuðli að því, a'ð við
lifum gleðilega verzlunar-
mannahelgi. .
Samkomubann
Frá því hefur verið skýrt í
fréttum, að sýslumaður Þing
Ieyinga hafi gripið til þess ráðs
að setja á sainkoinubann í hér-
aðinu. Það er ekki skemmti-
legt að setja á samkomubann
í heilu héraði um þá helgi,
sem menn vilja helzt skemmta
sér, en til þess eru vítin að
varast þau. f fyrra urðu áflog, ,
meiðingar og skemmdir á ein-
um fegursta samkomustað sýsl
unnar, Vaglaskógi, og ef til vill
Ivíðar, og samkomuba,nnið nú er
réttmætt svar við því. Sýslu-
maður Þingeyinga á þakkir
skilið fyrir röggsemina, og ef
til vill verður þetta til þess, að
unt verður að leyfa samkomur
um vcrzlunarmannahelgi síðar,
og menn kunna sér þá betri
brag.
Það er venjan, að ólæti þessi
og spjöll stafi ekki af heima-
mönnum nema að Jitlu leyti,
heldur aðkomufólki, sem virð-
ist ekki hafa eins góða gát á
sér, af því að það er í óbunnu
umhverfi.
Hvar er fólkið?
Menn vona, að Þingvöllur
sleppi vel að þessu sinni.
Hvort tveggja er, að almennar
samkomur eru þar ekki, og þótt
vafalaust verði þar mannmargt,
eru skát-ar þar fyrfr á fjöl-
mennu þingi, og munu gæta
staðarins. Öllum ber saman um,
að skátamótið sé alveg til sér-
stakrar fyrirmyndar, eins og
von cr og vísa þeirrar miklu
og ágætu hreyfingar, sem þjóð
in ætti að efla að miklpm mun.
Vafalaust verður nokkur mann
fjöldi á Hreðavatni, en þó mun
straumurinn beinast einkum
inn í Þórsmörk og i Vestmanna
eyja á þjóðhátíð'ina. Er von-
andi, að Þórsmörk verði ckki
illa úti, en erfjðam mun um
gæzlu þar en í Vestmannaeyj-
um.
Meiri héfstillingu
En löggæzla og hart eftirlit
kemur aldrei fyllilega að haldi,
og skemmtana-'Og útilíf I þeim
viðjurn er allt annað en ánægju
legt. Það, sem við verðum að
stefna að, er hófstilling fólks-
ins sjálfs, •umgengnismenning
þess og sem allra minnst á-
fengi í förinni. Það cr þetta,
sem um er beðið. Það er þetta,
sein er skemmtanamenning en
|j ekkl fast spenntar greipar lög-
E regluvalds, sem þó er sjálf-
1 sagt að spenna fast að því fólki,
B sem gengur úr mannlegum
ham og aðra. Við óskum öllum
W gleðilegra verzlunannanna-
l hclgi, góðrar skemmtunar án
B slysa, tjóns og mannskemmda.
2
TÍMINN, sunnudaginn 5. ágúst 1962