Tíminn - 05.08.1962, Qupperneq 6

Tíminn - 05.08.1962, Qupperneq 6
OG SKRAFAÐ OG SKRAFAÐ „Ótuktarskapur“ og „illhvitni“. í vikunni sem leið hafa st]órnarblöðin kvartað und- an Tímanum, eins og reynd- ar oft áður. Aiþýðublaðið hef- ur ásakað Tímann fyrir ótukt arskap og Mbl. hefur ásakað hann fyrir illkvitni, • í hverju hefur svo þessi ótuktarskapur og illkvitni ver ið fólgin? í fyrsta lagi í því að skýra frá þeirri staðreynd, að fram leiðslutjón þjóðarinnar nem- ur orðið mörgum hundruð- um milljóna króna vegna þess, að togararnir hafa ver- ið stöðvaðir i fimm mánuði á þessu ári, síldveiðiflotinn verið stöðvaður í þrjár vikur, vanreékt hefur verið að auka nægilega móttökuskilyrði fyr ir síld á Austfjörðum, verk- falli hefur verið haldið uppi hjá járnsmiðum á annan mánuð og við þetta allt bæt- ist svo stöðvun síldarsöltun- arinnar. í öðru lagi í því, að Tíminn hefur sýnt fram á, að ríkis- .*. stjórnin hefði hæglega getað komið í veg fyrir allar þess- ar stöcivanir, ef hún hefði kært sig um, og gert eitthvað til að afstýra þeim. Þvert á móti lét hún sér þær vel líka, sumpart vegna slóðaskapar síns og stífni og sumpart vegna þeirrar grundvallar- reglu stjórnarstefnunnar, að afstýra verði mikilli eftir- spurn eftir vinnuafli, því að þá aukizt kaupgeta almenn- ings. Þjóðarframleiðslan megi því ekki vera svo mikil, að hún skapi mikla eftirspurn eftir vinnuafli. Stjórnarblöðin hafa ekki getað haggað neinu af þess um frásögnum Tímans, enda eru þessar staðreyndir öllum kunnar. Þau hafa því bara hrópað ótuktarskapur. ill- kvitni! Svo herfilega er nú málstað ríkisstjórnarinnar komið, að fylgismenn henn- ar kalla það ótuktarskap og illkvitni að sagt er rétt frá verkum hennar! Ríkisstjórnin og fram- leiðslustöðvanirnar Enginn dregur í efa hið mikla tjón, sem hefur orðið af þeim framleiðslustöðvun- um, sem nefndar eru hér að framan. Það skiptir áreiðan- lega orðið hundruðum millj. króna. Fyrir þá fjármuni, sem hér hafa glatazt, hefði, vissu- lega mátt gera margt og mik ið til umbóta í þjóðfélaginu. Þáttur ríkisstjómarinnar í þessum framleiðslustöðvun- um dylst ekki heldur neinum, sem vill sjá hið rétta. Rlkisstjórnin gat leyst tog aradeiluna strax, ef hún hefði viljað veita togaraút- gerðinni fyrirheit um eðlilega fyrirgreiðslu. Ríkisstjórnin | dró þetta hins vegar á fimmta mánuð, sumpart vegna slóða skapar og sumpart vegna þess að hún og hagfræðingar henn ar létu sér það vel líka, að B.jArnasftn frá-Vigur, Mtttthlaa Jtihíianessen, KyjáUur Konráð SCvtm Aujdýsingarí Arni öarðar .KrísUruwsun. ÚibmðsiustjÓr'í: Svvrrir Þúrðarson. Ritstjdm: Aðalatmti 6.. „ , Augtýsingar or afgrtúðsla: Að.dslmti 6. Sími 254SÖ, Morgunblaðið 1. ágúst 1962 Hverju reiddist viíreisnin, þegar aflalítitS vartS hjá togurunum? stjórnin liðkar eitthvað til á þeirri stefnu, að við eigum helzt ekki að eiga viðskipti annars staðar en í Vestur- Evrópu. Því var alveg óhætt að halda nokkurri söltun á- fram vegna væntanlegrar sölu. Þetta stöðvaði stjórnin með því að neita síldarsalt- endum um ábyrgð, Þetta mál er annars gott dsemi þess, að v,ið þurfum að reyna að tryggja okkur mark aði, sem allra víðast, en ein- skorða ekki viðskipti okkar við Vestur-Evrópu, eins og ýmsa virðist dreyma um. Vit- anlega þurfum við að auka viðskipti okkar þar, en það má ekki verða til þess, að við vanrækjum framtíðarmark- aðina, sem eru að skapast í hinum vanþróuðu löndum, eða viðskiptin við Bandaríkin og Austur-Evrópu. framleiðslan drægist hér sam an, af ótta við, að góðæri myndi annars valda of- þenslu. Rikisstjórnin gat á sama hátt leyst síldveiðideiluna strax með því að endurgreiða útgerðinni aðeins hluta af því, sem var tekið r^nglega af henni í fyrra. Hér fór enn saman slóðaskapur ríkis- stjórnarinnar og hræðsla hennar og hagfræðinga hejip ar við ofþenslu, ef síldveið- arnar yrðu miklar. Ríkisstjórnin gat auðveld- lega látið stórbæta síldarmót- tökuna á Austfjörðum, ef hún hefði farið eftir tillögum stjórr.ar rikisverksmiðjanna og látið hefjast fyrr handa um byggingu síldarverksmiðj anna á Seyðisfirði og Reyðar- firði. Enn á ný var það slóða- skapurinn og óttinn við of- þensluna, sem drógu mátt- inn úr athöfnum stjórnarinn ar. Verkfall járnsmiða var beinlínis framkallað af stjórn inni af hreinum asnaskap eft ir að jámsmiðirnir og at- vinnurekendur voru búnir að ná samkomulagi. Þeirri staðreynd verður því ekki haggað, að ríkisstjórnin á meginsök á framangreind- um framleiðslustöðvunum. Stöðvun síldarsöltun- arinnar Ofan á allar þær fram- leiðslustöðvanir, sem eru greindar hér að framan, bæt- ist svo stöðvun síldarsöltun- arinnar, er nú stendur yfir. Stjórnin ber því við. að ekki sé búið að selja fyrirfram meiri síld en búið er að salta. Vitanlega á að vera óhætt að salta nokkuð meira en búið er að selja fyrirfram, einkum ef Óttinn við kaupgetu almennings Hvað er það, sem annars veldur því, að ríkisstjómin og hagfræðingar hennar hafa látið sér framannefndar fram leiðslustöðvanir vel líka og eru nú alltaf að klifa á því, að hætt sé við ofþensiu? Þetta stafar af því, að aðal kjami núv. stjórnarstefnu, viðreisnarstefnunnar, er þessi: Kaupgeta almennings má ekki verða mikil, eftirspurn eftir vinnuafli má ekki vera mikil, þá dreifast þjóðartekj- urnar á of margar hendur og hér rísa þá ekki upp þau stór- fyrirtæki og stórkapítalistar, sem koma eiga. Ef þjóðar- framleiðslan verður mikil, eykst eftirspurnin eftir vinnu afli og almenningur fær aukn ar tekjur og „viðreisnin" er horfin út í veður og vind. Þess vegna verður að halda þjóðar framleiðslunni innan hæfi- legra marka— láta hana ekki verða of mikla. „Viðreisnarstefnan" hefði vissulega náð því marki sínu ag skerða kaupgetuna og tak marka eftirspurn efídr vinnu afli, ef skaparinn ht^ði ekki tekið upp á því að láta koma til sögu hið rnikla góðæri við sjávarsíðuna, fyrst sumarsíld ina í fyrra, síðan vetrarsíld- ina og svo aftur sumarsíldina nú, auk ágætis afla bátanna á öðrum veiðum. Þetta hefur gert alvarlegt strik í útreikninga hjá feðr- um „viðreisnarinnar“. Þess vegna eru þeir nú eins og í striði við góðærið — þ.e. að láta það ekki auka þjóðar- tekjurnar of mikið! Stefnurnar tvær Afstaðan til þeirra fram- leiðslustöðvana, sem greind- ar eru hér ag framan, varpar skýru ljósi á þær tvær megin stefnur, sem nú takast á í landinu, stefnu stjórnarflokk anna og stefnu Framsóknar- flokksins. Stefna ríkisstjórn- arinnar er sú, að halda verði kaupmætti almennings niðri, svo að þjóðartekjurnar kom- ist meira en átt hefur sér stað á fáar hendur og hér rísi upp stórfyrirtæki og stór kapítalistar. Mikill vöxtur þjóðarteknanna getur sett þessa stefnu úr böndum og því verður að koma í veg fyr- ir það. Trú forráðamanna stjórnarflokkanna er sú, að fá stórfyrirtæki og fáir fjár- sterkir einstaklingar munu reynast þjóðinni bezt forsjón. Framsóknarflokkurinn trú- ir hins vegar á einstaklingana almennt. Hann vill stefna að því, að þjóðartekjurnar séu eins miklar og framast er unnt á hverjum tíma og þeim skipt þannig, að sem allra flestir einstaklingar verði efnalega sjálfbjarga og geti notið framtaks síns Þannig telur hann það bezt tryggt, að haldið verði uppi mark- vissri framfarasókn á öllum sviðum. Framleiðslustöðvan- ir, eins og þær, sem átt hafa sér stað á þessu ári, eru alger lega andstæðar stefnu hans. Frá sjónarmiði hans er ekk- ert fjarstæðara en strið við góðærið. Frysta féð og bænda- skatturinn Nokkurt dæmi um það, hvernig ríkisstjómin vinnur að því, ag takmarka kaupgetu almennings úr hófi fram og algerlega að þarflausu, er skatturinn, sem lagður var á bændur á seinasta þingi og látin er renna í lánasjóði landbúnaðarins. Skattur þessi svarar til 2% kauplækk unar og skerðir kaupgetu bænda sem því svarar. Hve algerlega óþarfur þessi skatt ur er, sést bezt á því, að á mma tíma nemur ,.frysta“ spariféð í seðlabankanum orðið mörgum hundruðum milljóna króna. Það var því hægt að sjá lánasjóðum bænda fyrir nægu fé, án þess að skattleggja bændur. Það var fyrst og fremst sú stefna að skerða kaupgetu almenn- ings, er réði þessari skatt- lagningu. Gengislækkun eða vaxtahækkun? Úr stjórnarherbúðunum berast nú þær fréttir, að þar sitji ráðherrar og sérfræðing ar á ráðstefnum og þykist sjá fram á mikla ofþenslu, þrátt fyrir þær framleiðslustöðvan ir, sem orðið hafa og raktir eru hér að framan. Góðærið er þannig mesta vandhmál ríkisstjórnarinnar. Meðal þess, er rætt hefur verið um ,er að lækka gengið enn á ný eða hækka vexti. Hið eina sem þegar hefur ver ið ákveðið, er að fyrirskipa viðskiptabönkum að draga úr útlánum. — Hagfræðingar stjórnarinnar telja það þó alveg ónóg. Hvað meira verð ur gert, er enn óráðið Annar ótti gerir nefnilega ekki minna vart við sig en óttinn við ofþensluna. Það er ótt- inn við kjósendur. Efling Framsóknarflokksins í bæj- ar- og sveitarstjómarkosning unum síðastl. vor er aðvörun, sem gerir stjórnarherrana varkárari en í fyrrasumar. Ef ekki kemur til nýrrar gengisisekkunar eða vaxta- hækkunar nú, er það ein- göngu að þakka þessum kosn ingasigrí Fnamsóknarflokks- ins. Friáls verzlun í tilefni af hátíðahöldum verzlunarmanna nú um helg- ina, er vert að minnast þess, að frjáls verzlun er bezt trygg ing hagstæðra- viðskiptakjara fyrir almenning, en frjáls er verzlunin þvUaðeins, að kaupfélög og kaupmenn geti háð samkeppni á jafnréttis- grundvelli. Margs konar höft .einkum lánsfjárhöft, standa enn í vegi þess, að hægt sé ag tala um fullkomlega frjálsa verzl- un á íslandi. Með atbeina lánsfjárhafta er hægt að hafa mikil áhrif á verzlun- ina og beina henni meira og minna þangaö, er síður skyldi. Langvarandi verðlagshöft geta líka oft staðið heilbrigð- um viðgangi verzlunarinnar fyrir þrifum og það orðið til að gera hlut neytenda verri en ella. Þess vegna má aldrei halda í verðlagshöft, nema hægt sé að færa full rök fyr- ir réttmæti þeirra. UM MENN OG MÁLEFNS TÍMINN, sunnudaginn 5. ágúst 1962 .iu: II!

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.