Tíminn - 05.08.1962, Side 14
engar. Hún ók hægt um göturnar.
Mario horfði á hverja hennar
hreyfingu fullur aðdáunar og taut
aði allan tímann við sjálfan sig,
að enginn væri jafningi senor-
itunnar hans, sem hafði kjark og
kunnáttu til að láta þetta farar-
tæki aka hvert, sem hún vildi.
— Þetta virðist einfalt, sagði
hann.
— Það er heldur ekki erfitt,
þegar maður er búi'nn að læra
það, sagði hún — Ætli ég þurfi að
fá annað ökuskírteini, meðan ég
er hér, eða ætli mitt, sem ég fékk
heima, gildi hér einnig?
— Verður fólk að fá leyfi til að
stýra bíl í yðar landi? hrópaði
Mario hissa og hún kinkaði kolli.
— En hérna, senorita. Það eru svo
fáir bílar. Forsetinn, hann ekur,
ég hef séð hann. Líka lögreglu-
stjórinn! Eg vildi óska, að ég
kynni það!
Það gæti komift sér vel, að eitt-
hvert hinna gæti ekið líka, svo
að Eienor sagði ósjálfrátt:
— Kannske ætti ég að kenna
þér það.
— Þá hef ég náð hátindi frægð
ar minnar og upphefðar. Augu
Marios ljómuðu af hrifningu. —
Þá á ég, Mario, að aka gegnum
þessar götur, og ég skal fá þessar
lágkúrulegu, aumu persónur til að
víkja úr vegi snarlegar en senor-
ita getur. Ef þau koma sér ekki
undan í tíma, skal ég keyra
beint . . .
— Þetta er nóg, hrópaði Elenor
hvasst, og hann féll aftur í sætið.
— Ef þú ætlar a?j hegða þér
þannig, kenni ég þér ekki að
aka . . .
— En senorita var að segja . . .
— Eg sagði kannski, ekki, að ég
ætlaði.
Fimm mínútum síðar leit hún
uppgefin á móðgaðan leiðsögu-
mann sinn og hrópaði ákveðin: —
Og ef þú móðgast, vegna þess að
ég ávítaði þig, Mario, leyfi ég þér
ekki að koma með, þegar við för-
um út að aka.
— Ef ég kem ekki með, finnið
þið heldur ekki staðinn, þar sem
orkídeurnar vaxa, heldur ekki
leiðina upp í fjöllin, svaraði hann
og var enn móðgaður.
— Það getur enginn nema ég
vísað veginn þangað.
— Ó, Mario, það, sem þú gort-
ar, sagði hún mæðulega.
— Ég gorta ekki, andmælti
hann, — ég segi bara satt.
Hún hló enn þegar þau óku
upp að hótelinu og sagði hótel-
stjóranum, að hún væri mjög á-
nægð með bifreið hans. Mario sat
kyrr í framsætinu, og eftir að
hafa skipað honum að snerta ekki
við neinu, en 'gæta aðeins bifreið-
arinnar, fór hún inn. Hún hafði
tekið bílinn á leigu í viku, kannski
tvær, og hún vonaði af öllu hjarta,
að að þeim tíma liðnum, hefði
h.ún komið fram áformum sínum
og gæti farið héðan.
Um eftirmjðdaginn óku þau
fjögur meðfram höfninni. Mario
sat við hlið Elenor, og hin tvö í
aftursætinu. Terry lét í ljós, að
það væri skömm, að þeim hefði
ekki dottið þetta í hug fyrr, þar
eð það væri ólikt notalega en
ramba um á tveimur jafnfijótum.
um.
Elenor ók niður að strönd, sem
þau höfðu ekki séð fyrr, þar fengu
þau sér bað. Elenor buslaði dálít-
ið, þar sem grynnst var, undir
vernd Marios.
Jeffrey Greene drakk kaffi með
þeim um eftirmiðdaginn, og siðar
stakk Rose upp á að skreppa út á
tangann. Henni fannst skemmti-
legt að sitja fremst á honum með
arma eiginmannsins um sig og
stara út í nóttina. Hún og Terry
gengu á undan og leiddust, og
hin komu á eftir. Elenor vonaði,
að Jeffrey myndi nú gefa sig til
kynna, þegar þau voru ein og eng-
inn heyrði á tal þeirra. Allt í einu
fór hann að hlæja, og hún leit
undrandi upp á hann.
— Þetta gæti sannarlega ekki
betra verið, útskýrði hann. — Tvö
pör, sem fá sér göngt i :rð og
njóta hitabeltisnæturinnar. Hvað
er eðlilegra? Við skulum láta þau
fara út á end-t tangans, ef þér
haf'ið ekkert á inóti því, þá skul-
um við stanza hér.
Hann lát i kringum sig cg gekk
að nokkrurn flötum steinum.
— Við getum setzt hér, héðan
sést í allar áttir, svo að enginn
getur læðzt að okkur og heyrt,
hvað við tölum um.
Hún brosti, þegar hún tyllti sér
niður. Hann settist við hlið henn-
ar, dró pípu úr pússi sínu, svo
leit hann glaðlega á hana:
— Jæja, ungfrá Penny?
— Já?
— Eg býst við, ,að þér séuð
hissa á þvi, hvað ég kem seint?
— Hví skyldi ég vera það?
spurði hún gætnislega.
Hann leit á andlit hennar.
— Vegna þess, að þér hafið
átt von á mér, staðhæfði hann
rólega. — Sagði Ray Evans yður
ekki, að ég myndi koma? Leyfið
mér að kynna mig, ég er John
Graham.
— Eg vonaði það, sagði Elen-
or og varp feginsamlega öndinni.
— Eg hafði það á tilfinningunni,
frá því að ég sá yður á gistihús-
inu, og yður er óhætt að trúa, að
ég er fegin, að þér komuð loksins.
Hann andvarpaði innra með sér.
Don Manuel hafði getið sér rétt
til, hún hafði fengið boð um að
bíða þessa Johns Graham. Það
gerði hans eigið verk mun ein-
faldara, en hann varð að fara
gætilega af stað.
— Mér þykir leitt, að ég skyldi
ekki koma fyrr, en það var svo
margt, sem þurfti að koma í kring
. . útvega myndavélar, leyfi og
allt því um líkt. Bakgrunnur minn
varð að sýnast réttur gagnvart
þeim, sem ef til vill myndu rann-
saka hann nánar.
— Svo að þér kunnið þá að taka
myndir?
— Eg myr.di ekki vera hér, ef
ég kynnj það ekki, svaraði hann.
— Maður verður að taka þetta
föstum tökum. Eg hef eytt öllum
deginum í dag að taka myndir af
litlu börnunum og mömmum
þeirri niðri ; borgirmi.
Hún dró kjóiinn betur yfjr
hnén og leit á hann.
— Hversu lengi þurfið þér að
halda því áfram?
— Eg get byrjað að fara í smá-
ferðir, hvenær sem er, um fjöllin
og ekrurnar — hvað sem mér
dettur i hug, en í hreinskilni sagt,
því fyrr, sem óg kémst út úr bæn-
um, því öruggári verði ég. Það er
ein af á:stæðunuin fýrif Því, að
ég er feginn, að yður tókst að ná
í bifreið.
Hún leit spyrjandi á hann.
— Hafið þér nokkra hugmynd
um, hvar mannsins er að leita,
sem við þurfum að finna?
— Því miður ekki, svaraði hann
dapurlega. — Það verður erfiðast
af öllu. Fjöllin ná yfir mestan
hluta þessarar eyju, og í þeim eru
óteljandi hellar og 'Sprungur, þar
sem gull fannst í gamla daga.
Vinur vor getur verið hvar sem
er .Þér hafig ekkert heyrt?
— Nei, og ég hef ekki þorað
að spyrja. Eg hef bara verið hér
sem skemmtiferðamaður, en nú
vil ég helzt reyna að ljúka þessu
sem fyrst. Eg veit, að það er stöð-
ugt fylgzt með mér — Don Manu-
el veit, að ég er hér. Hann veit
líka um yður.
Elenor rétti sig upp skyndilega.
— Hann bauð mér upp í höll-
ina einn morgun og kom því að í
samræðunum, hvort ég þekkti
mann að nafni John Graham.
Hann blístraði.
— Fóruð þér aleinar?
— Með Mario, sem var frá sér
numinn að fá að sjá forsetann.
125
Harbour, til þess að hefja hern-
aðaraðgerðir, sem að afrekum og
afli jöfnuðust á vig þær, er kennd-
ar eru við Trafalgar. Herskipa-
floti, stærri og öflugri, en nokk-
ur annar á evrópskum höfum, var
þegar samankominn út fyrir Marc
us-eyju og Tarawa Atoll, sem
fyrirvari þess er í vændum var.
Samtímis sótti her Mac Arthurs,
mörg þúsund mílum sunnar, hratt
fram vestur á bóginn, meðfram
strönd Nýju-Guineu. Salamaua
var tekin þann 11. september, Loe
2. október. Samanlagt tóku nítján
þann 16. s.s. og Finchhafen, þann
bandarískar og ástralskar her-
deildir, 12 orrustuskip og næstum
fjörutíu móðurskip þátt í þessum
árásaraðgerðum . . .
Skoðun Brookes var sú, að án
miklu meiri flugvélakosts og fleiri
innrásarskipa, en Bretar eða
Bandaríkjamenn gátu sent til Ind-
lands, yrðu hvorki aðgerðirnar á
Burma, sem forsætisráðherrann
sá í hillingum, né í fjöllunum og
frumskógunum, sem Bandaríkja-
menn mæltu með, framkvæman-
legar. Hann fullyrti að Banda-
ríkjamenn myndu ekki geta fram-
kvæmt nógu öflugar árásarað-
gerðir til að endurtaka Rangoon
pg mynni Irravaddy — lykilinn
að stjórn Burma — fyrr en árið
1945. Það, sem ef'tir væri ársins
1943, átti að nota allt, sem ekki
væri beinlínis bráðnauðsynlegt til
eflingar þess hers, er gera skyldi
árásina yfir sundið til að viðhalda
árásarþunganum á Þjóðverjum í
ítalíu og halda varaliðssveitum
þeirra dreifðum meðfram öllu
Miðjarðarhafi, Adríahafi og Aeg-
ean-strandlengjunni, eins fjarri
rússnesku vígstöðvunum og strönd
Ermarsunds og mögulegt væri.
Rússar gátu ekki fremur en
Bandaríkjamenn skilig mikilvægi
þess takmarks, sem Brooke keppti
eftir. Að dómi hershöfðingja
Rauða hersins var eina hjálpin,
sem hinir vestrænu bandamenn
þeirra gátu veitt þeim, sú, að
senda sem fjölmennastan her til
árásar yfir sundið, eins fljótt og
frekast mætti. Það virtist aldrei
hvarfla að þeim, ag slík herferð
yfir sundið væri meiri erfiðleik-
um bundin en ferð yfir Volgu eða
Dnieper. Enda þótt þeir væru nú
lausir undan árásarþunga tveggja
þriðju hluta þýzka flughers'ins og
þriðjungs þýzka ríkisher.sins, þá
héldu þeir áfram að þvinga Breta
og Bandaríkjamenn með því að
gefa það í skyn að „þeir myndu
ekki geta haldið stríðinu áfram,
nema því aðeins að nýjar víg-
stöðvar yrðu myndaðar í Frakk-
landi sem skjótast. Jafnframt
kröfðust þeir hluta af ítalska
flotanum, enda þótt þeir hefðu
enga hlutdeiLd átt f hertöku
hans og heimtuðu loks, án minnsta
tillits til áhætunnar, að hafnar
yrðu aftur sendingar skipalesta
yfir Norður-íshafið. Til allrar
hamingju var þetta síðasttalda nú
ekki lengur jafn áhættusamt og
það hafði verið, þar eð brezkir
kafbátar höfðu gert árás á orr-
ustuskipið Tirpitz, seint í sept-
ember og gert það ónothæft í all-
imarga mánuði. Þess vegna var
því hægt að senda skip umhverfis
North Cape, án fylgdar herskipa-
flota.
Þrátt fyrir hina áberandi sigra
sumarsins, var Brooke þannig
hvarvetna fyrir hjndrunum, þeg-
ar hann hugðist notfæra sér
hina hernaðarlegu möguleika,
sem hin langa strandlína ítalíu
hafði að bjóða. í byrjun októbers,
þegar herir Eisenhowers og Al-
exanders komu til Napoli og þeir
vonuðust enn til að geta hernum-
ið Róm innan fárra vikna, tókst
Kesselring, þýzka yíirflotaforingj-
anum, ekki aðeins að flytja her
síns burt frá Sardiníu og Korsíku,
án mikils mannfalls, heldur hafði
hann líka næstuim alveg unnið
bug á ótta sínum, sem til þessa
hafði háð honum^ við landgöngu
á Mið- og Norður-Ítalíu. Um miðj-
an mánuðinn sáust þess merki, að
Þjóðverjar höfðu í hyggju að nota
hinar sterku, náttúrlegu hindr-
anir frá austri til vesturs, yfir
fjallshrygg Ítalíu, til þess að tefja
fyrir framsókn Bandamanna, eins
lengi og þess yrði nokkur kostur.
Á þeim tíma voru nítján þýzkar
herdeildir á skaganum, enda þótt
þær væru ekki allar vopnfærar, á
móti aðeins sex brezkum og fimm
amerískum herdeildum. Enda þótt
það áform Brookes hefði til þessa
heppnazt, að draga varalið óvin-
anna suður á bóginn, þá var samt
vaxandi hætta á því, ag Þjóðverj-
ar kynnu, ef ekki væri hægt að
senda Alexander liðsauka til
ítaliu hið bráðasta, að hefja gagn-
sókn, sem hrekti bandamenn aft-
ur úr landi og umturna öllum
næs!a-árs-áformurrr þeirra.
TIL ALLRAR óhamingju hafði
forsætisráðherrann síðasta mán-
uðinn hvatt Bandaríkjamenn til
stefnu í Miðjarðarhafs'miálumum,
sem einungis gerði þá enn tor-
tryggnari en ella, um áform
þeirra á þeim slóðum. Menn höfðu
vonað, að meg uppgjöf ítalíu,
myndu allar eyjar, er ítalir réðu
yfir, lenda undir stjórn Banda-
manna. En meðan Sardinfa og
Korsíka hlutu sömu örlög og Sikil-
ey, þá yfirbuguðu Þjóðverjar
fljótlega hina stríðsþreyttu for-
félaga sína á eyjunum í Grikk-
áður en brezkur her frá Mið-
Austurlöndum, sem skorti bæði
landshafi og náðu yfirráðum þar
skip og flugvélar, gat komizt
þangað. Þrátt fyrir landgöngu fá-
menns brezks herflokks, þá var
Rhodes, helzta eyjan í Grikklands-
hafi i höndum Þjóðverja, þremur
dögum eftir uppgjöf Badoglio-
stjórnarinnar. Aðeins á smáeyj-
unum Cos, Seros og Samos, var
nokkrum hundruðum brt^-kra her-
manna komið á land ur litlum
strandferðabátum og seglskipum.
Að dómi forsætisráðherralis
virtist svo sem ágætu tækifæri
hefði verið sleppt. Þetta var svæð-
ið, sem hann hafði ávallt litig á
sem lykilinn að Austur-Evrópu og
Litlu-Asíu.
„Þetta er tíminn“, sagði hann
þann 13. september — „til að
hugsa um Clive og Peterborough
og töku Gíbraltar“. Því að þegar
staðsettur hefði verið brezkur flug
her á Rhodes, var flotinn fær um
að ná aftur stjórn yfir Grikklands
hafj og 'Siglingaleiðunum til Tyrk
lands, og það land, sem þá væri
laust undan ógnun Luftwaffe,
gæti farið í stríðið sem bandalags-
ríki Breta og Ameríkumanna.
Brátt, fullyrti Churchill, yrði all-
ur Balkanskaginn „örugg siglinga
leið opin til Rússlands og her
vesturveldanna gæti gert áhlaup
á fylkingarhlið þýzka hersins og
fylgifiska þeirra, sem börðust
gegn sókn Rauða hersins.
En, enda þótt ákvarðanirnar,
sem teknar höfðu verið í Quebeck
um að takmarka árásaraðgerðir á
Miðjarðarhafi, drægju á engan
hátt úr áformum forsætisráðherr-
ans um árás á eyjarnar þar, þá
höfðu þær þó gert þau ófram-
14
T f MI N N, sunnudaginn 5. ágúst 196?