Tíminn - 11.08.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.08.1962, Blaðsíða 3
NTB— AlgCirsborg, 10. ágúst. Frönsk yfirvöld skýrðu frá því í dag, að fjórir hermenn úr frönsku út- lendingahersveítunum í Ai sír, h®f®u falliö í alvarleg- um átökum, sem urðu miili franskrar herdeildar og herflokks þjóðfrelsis- ins (ALN) rétt hjá Lag- houat í S.-Alsír. f skýrslu yfirvaldanna um at- burðinn segir m.a. að hér sé um að ræða alvarlegt brot á Evian- 'Sáttmálanum af hálfu ALN-her- deildarinTiar. Nánari tildrög atburðarins voru þau, að serkneskir hermenn höfðu stöðvað herflokk úr útlendinga- deildinni, sem var á æfingu. Voru frönsku hermennjrnir bundnir og settir upp á vörubíl. Hinum hand- teknu tókst að losa böndin, og lögðu á flótta. Serkirnir höfðu snör handtök, þrifu vélbyssur sinar og létu skot- in dynja á flóttamönnunum, með þeirn afleiðingum, að foringi þeirra féll og þrir aðrir. Tveimur tókst að komast undan, og kærðu þeir atburðinn. Skipst á skotum NTB — Haag, lff. ágúst. Hollenzk yfirvöld hafa skýrt op- inberlega frá því, að enn haldi Indónesar áfram herflutningum til vesturhluta N-Guineu. Hollenzku I hernaðaryfirvöldin fylgjast vel með þessum flutningum, en hefur þó ekki tekizt að komast að, hvar stór herflokkur, sem þangað var fluttur í gær heldur sig. Framh. á 15. síðu. _________________________________ Enn segir Zorin nei NTB — Genf, 10. ágúst. Fulltrúi Sovétríkjanna á afvopnunarráöstefnunni í Genf, Valerijan Zorin, vís- a9i i dag algerlega á bug málamiðlunartillög- um Bandaríkjanna um svæóabundid eftirlit meS því, að bann við kjarn- orkutilraunum væri hald- ið, eftir að samningur um slíkt bánn hefði náðst. í gær hafði Zorin einnig vísað á bug tillögum Bandaríkjamanna um fækkun eftirlltsstöðva með því að bann við tilraunum væri haldið. Sagði Zorin, að tillögurn- ar væru ekki einasta óaðgengileg- ar, heldur beinlínis hættulegar. Arthur Dean, fulltrúi Bandaríkj anna, hóf umræður á ráðstefn- unni í dag og gerði ítarlega grein fyrir tillögum USA, og benti á tvær leiðir til að skipta hverju landi í eftirlitssvæði, sem alþjóð leg eftirlitsnefnd hefði yfirum- sjón með. Samkvæmt tillögunum er hvert land skyldugt til að gefa alþjóðlegu nefndinni upplýsingar, Telur tillögur Bandaríkjamanna óað gengilegar og hættulegar svo sem um herstyrk á svæðinu og varnarvopn. Zorin hélt því hins vegar fram í ræðu, að svæðisbundið eftirlit fæli ekki í sér fullkomið öryggi, en myndi einungis gefa þeirri þjóð sem hyggði á árás, tækifæri til að komast að upplýsingum um hern- aðarleyndarmál varnarþjóðarmn- ar. Talsmaður bandaríska utanríkis ráðuneytisins í Washington sagði í dag, að ráðuneytið liti svo á, að Sovétríkin hefðu ekki sagt sitt síð asta orð í þessu máJi, þrátt fj’rir neikvæða afstöðu nú. HERTOGINN / SJÁ VARHÁSKA NTB — Cowes — Isles of Wight, 10. ágúst. Er hertoginn af Edinborg var á skemmtisiglingu fyrir utan Wichteyju í dag, henti hann og félaga hans óhapp, sem vel hefði getaS haft al- varlegar afleiðingar. > Hundruð áhorfenda á strand- lengjunni urðu vitni að því, er SÆNSK ELDFLAU6 Á LOFTI Eftir að veður hafði hamlað að senda eina á loft og er mynd tilraunum Svía með eldflauga- in tekin við það tækifæri. skot í marga daga, tókst loks (Polfoto) skútu hertogans hvolfdi skyndilega og hann og aðstoðarmaður hans Uffa Fox, sem er sérfræðingur í siglingaíþróttinni, hurfu í djúpið. skútu hertogans hvolfdi skyndilega aftur og hertoginn var dreginn um borð. Báur kom til aðstoðar og var skútan dregin tii hafnar. Er\ sjaldan er ein báran stök, því að þegar draga átti skútuna Coweslip, á land, bilaði skyndi- lega festing á dráttarkrananum og féll kraninn um koll. Ein álma kranans sveiflaðist til í fallinu og stefndi beint á hertogann, en féll rétt við hlið hans og munaði að- eins hársbreidd. að hún lenti á handlegg hans. Var nú hætt við frekari lending- artilraunir á þessum stað og far- ið að öðrum krana og tóksft loks að komta snekkjunni á iand og lauk þ.*,r með ævintyri hertogans. Mikið tjón af skógareldum í Frakklandi NTB— St Maxime, 10. ág. Snarpur norð-aushan vind ur á frönsku Rivierunni varð þess valdandi, að skóg- areldarnir á þessu svæði brutust út á nýjan lejk, en í morgun héldu brúnaliðs- menn að þeim hefði tekizt að hefta frekari útbrciðsiu e'idsins. Síðu.stu dagana hafia mörg hús á svæðinu orðið' eldin- um að bráð, tjaldbúðir ferða fólks hafa eyðilagzt og ein kirkja brunnið til grunna. Vel undirbúinn flótti NTB— Bonn, 10, ágúst. Átta af 37 austur-þýzkum ungmennum, sem sótt hafa í um pólitískt hæli í Vestur- - Þýzkalandi, sögðu á blaða- mannafundi f Bonn í dag, að á'ður en þau héldu á heimsmótið í Helsingfors, hefði þeim verið f.agt, að yfirvö'id þar myndu senda alla þá, sem gerðu tilraun til flótta, öfuga heim aftur. Rússar sprengja og USA hyggur á sprengingar NTB— Stokkhólmi, 10. ág. Sovétríkin sprcngdu enn e'iiiia kj.arnorkusprengju í háloftunum yfir Novaja Semlja í dag, og var sprengj an af meðalstærð. f dag var haft eftir á- reiðanlegum heimildum í Washington, að Kennedy, forseti, ' myndi sennilega gefa skipun um, að nýjar kjaruorkutilraunir ver@i hafnar af hálfu USA í næsta mánuði á tilrau.nasvæðinu við Johnston-eyju. Mynd þessl er tekln aðfaranótt 7. ágúst og sýnir franska hermenn flýtja brott líkneski af Jeanne D'Arc sem hópur Serkja hafði steypt af ctallS í AlnoSrcKnrn nótHna áAnr ___ TÍMINN, laugardaginn 11. ágúst 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.