Tíminn - 11.08.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.08.1962, Blaðsíða 13
Kaupfélögin eru vopn í Framhald af 9. síðu Sauðf járbændur afskiftir — Segðu 'Uiér, er það ekki aðallega sauðfjárbúskapur, sem bændur reka hér um slóðir? — Sauðfjárbúskapur er aðal- atvinnuvegurinn hér, þag er rétt. Hér á Kópaskeri er lítil- lega að byrja útgerð, en það er nú aðeins votturinn enn þá. En það er erfitt að fá hingað fólk vant útgerð, og erfitt að fá fólk, sem getur beitt sér við þettá, það er svo stopult og lítið. — En hvernig er hagur bænda? — Hagur bænda hér á þessu svæði? Ég býst við að hann sé svona i meðallagi, en búskapur er nokkug jafn í þessu héraði. -j— Er hægt nú orðið að tala um ríka bændur? — Ja, hvað er ríkidæmi? Það er sjálfsagt erfitt að tala um ríka bændur. En þeir, sem voru búnir að byggja upp fyrir síðustu og verstu tíma og hafa getað haldið vel í horfinu, þeir mega teljast sæmilega efnað- ir. Annars er allt verðgildi á slíku hverfanda hveli, að eng- inn veit í rauninni lengur hvað •maður þarf ag eiga til að geta kallast ríkur. — Hvernig una sauðfjár- bændur hér sínum hlut? — Sauðfjárbændur eru af- skiptir hvað verðlag snertir. Skiptingin milli mjólkur- og sauðfjárafurða er neikvæg fyr- ir sauðfjárbændur. Viðreisnar- vextirnir koma harðar niður á sauðfjárbændum en hinum, þeir eru að framleiða allt ár- ið, en leggja bara inn einu sinni á ári. Tökum dæmi: Vorið 1962 kaupir bóndinn áburð, og í sumar vinnur hann að heyöfl- un. Síðan kemur vetur og hann verður að kaupa fóðurbæti til viðbótar við heyin. Næsta vor 1963 fæðast lömb, og að hausti eru þau orðin frálagsdilkar. Þá er komig á annað ár frá þvf er bóndinn hóf ag vinna fyrir þessum dilkahópi og þar til er hann fær fyrstu greiðslu fyrir erfiði sitt. Lokagreiðsluna fær hann svo ekki fyrr en 1964, sem sagt að tveimur árum liðnum. Auk þess, sem sauðtíárbænd- ur töldu sig afskipta áður, þá leggst mjög hart á þá þessi misskipting í verðlagningu mjólkur- og sauðfjárafurða, og leiðir af sér að þeir, bændur, sem hingað til hafa stundað sauðfjárrækt, sjá sér nú ekki lengur unnt að halda áfram bú- skap nema með því að fara út lífsbaráffu fólksins í mjólkurframleiðslu. En frum- skilyrðið fyrir mjólkurfram- leiðslu eru góðar samgöngur. Vegirnir verða að batna — Og hvernig eru þá sam- göngurnar hér um slóðir? — Við höfum góðar bifreiða- samgöngur yfir sumarið, en mikið af vegunum er óupphlað- ið og lokast fljótt. Það er hins vegar mikið atriði fyrir okkur að fá vegina upphlaðna, svo að þeir verði færir yfir vetur- I inn, en hér er alls ekki svo mjög snjóþungt. Vegna þess arna þá kusum við nefnd á að- alfundi kaupfélagsins hér í vor og fólum henni að afla láns- fjár til aðgerða í veginum í sumar. Við buðum Vegagerð- inni 600 þúsund króna lán. En þetta lán verður náttúrlega að endurgreiðast nokkuð fljótt, svo að hægt verði að halda á- fram að lána. Ég býst við að við reynum að -halda áfram að lána. Ég býst við að við reyn- um að halda áfram að lána til þess arna, svo framarlega sem við höfum tök á. — Hvað um flugsamgöng- ur? — Við erum nú svo heppnir, ag hér höfum við flugvöil sjálf- gerðan frá nátfúrunnar hendi. Þess vegna höfum við haft flug samgöngur hingað árum saman yfir sumarið, en gallinn er þara sá, að hann fer nokkuð snemma undir snjó. Við höfum sótt það hart að fá ýtt upp braut, sem yrði fær yfir vetur- inn. Nú í ár voru veittar til þess tvö hundruð þúsund krón- ur. Þær ná nú að vísu ekki langt, en gæti þó orðið tii þess að hér yrði nothæf braut fyrir sjúkravélar í vetur. Við höfum sem ég góðar sum arsamgöngur, en mjög slæmar yfir vetrarmánuðina. Þá verða viðbrigðin mikil. Yfir vetur- inn eru samgöngur héðan hing- að, engar nema á sjó, og ekki einu sinni alla tíð traustar þá leiðina. Höfnin hér á Kópa- skeri er ekki nógu örugg. — Má ekki bæta úr því? — Jú, og það ex nú gert. Hér er nefnilega um að ræða grynningar. Grettir hefur ver- ið hér tyisvar, og síðan var byggð bryggja fram í það dýpi. Síðan komast 1000 tonna skip hér að bryggju. Önnur skip verður að afgreiða með bátum, og eru í þeiip hópi bæði Esja og Hekla. Við hljótum alla- vega a-ð leggja mikla áherzlu á áframhaldandi hafnargerð hér á komandi árum. — Við höfum minnzt hér á vegi, flugvöll og höfn, en segðu mér, eru brúarmálin hér ekkert vandræðaefni? -— Nei, brúarmálin hérna eru j nokkuð góðu lagi má segja, í heild í góðu lagi. Hér hafa verið byggðar þrjár ndkk- uð stórar brýr á fáum árum. Jökulsárbrúin var endurbyggð, og sama er að segja um brúna á Brunná. Nú, og svo var byggð brú á Sandá. Þetta eru allt nokkrar brýr, sérstaklega þó Jökulsárbrúin. Nei, brúar- málin eru eiginlega orðin í lagi má segja. Enn þá höfum vig lítið minnzt á Kópasker, Þórhallur. Hvag er nú margt íbúa hér? — Það er tæplega 90 íbúar. — Og þetta er fyrst og fremst verzlunarmiðstöð? — Já, verzlunar- og þjón- ustumiðstöð fyrir héraðið. Hér ■situr læknirinn, hér er síma- stöð og hér er aðsetur kaup- félagsins. — Og kaupfélagið hefur á sínum vegum auk verzlunar- innar? — Það rekur frystihús, véla- og bílaverkstæði, sláturhús og auk þess bifreiðarekstur, bæði áætlunarferðir og vöruflutn- inga. — Það hefur ekki farig fyrir Kópaskeri eins og sums staðar, að verzlunarstaðurinn hafi gleypt sveitirnar í kringum sig? — Nei, það má segja svo. Þó verðum við ag leita til sveit anna í sambandi vig vinnu yfir- leitt. Við fáum ekki fólk til vinnu annars staðar að. Menn vilja ekki setjast að hér á þess- um útkjálka. Akureyrarfundurinn — dreifbýlið — framtíðin — Þú varst á Akureyrar- fundinum um raforkumálin. Hvað segirðu um þau mál, Þór- hallur? — Ég segi, að það sé alveg voðalegt hvernig öllu sé beint á einn punkt, kringum Faxa- flóann. Sú stefna hlýtur að leiða til landauðnar víða um land. Vig skulum minnast aðeins á rafmagnsmálin. Samkvæmt raf- væðingaráætluninni frá 1952 þá átti 1963 að vera lokið að leggja línu frá Laxá um Kópa- sker og Raufarhöfn og til Þórs- hafnar. Nú er hætt við fram- kvæmd þessarar áætlunar, og á nýrri áætlun mun þessi lína ekki finnast. Samkvæmt gömlu áætluninni átti Kelduhverfi allt að fá rafmagn á þessari línu. — Og Ríkisrafveiturnar hafa þá bara alveg gefig ykkur upp á bátinn? — Já og nei, ætli þeir þyk- ist nú hafa gert það. Þeir keyptu sem sé rafstöðvar sveit- arfélaganna á Þórshöfn og Raufarhöfn og rafstöð Kaupfé- lagsins hér, og reka þær nú. Þetta þýðir þó ekki að nokkrir, sem ekki höfðu rafmagn, hafi nú fengið það vig þessar að- gerðir. Alls ekki. Hins vegar fróar það kannski samvizku ráðamannanna að geta sýnt það á pappírnum að Ríkisraf- veiturnar veiti Norður-Þingey- ingum rafmagn. Já, hver veit nema svo sé. KI Slæm reynsla Framhald af 7 siðu. andinn verið duglegri en hann reyndist. Kviðdómendur áttu í raun og veru aðeins um tvennt að velja, eins og á stóð. Annað hvort urðu þeir að viðurkenna sönn- unina með skilyrðislausum sektardómi eða vísa henni frá með úrskurði um sakleysi. Það kom því mjög á óvart, þegar þeir kvá.ðu upp þann úrskurð, — sem næsta erfitt var að rök- styðja, — að sakborningur skyldi teljast „sekur, en meiri hluti mæltist til náðunar". Sam kvæmt réttarvenjum í Florida þýddi þetta ævilangt fangelsi í stað dauðadóms. Málið hafði aðeins fjallað um morð dómar- ans og þess vegna var hægt að taka upp annað mál vegna morðs á konu hans, auk ák^ru um misferli í embætti og beit- ingu svika En saksóknarinn lét sér þetta nægja, svo að dómaririn fyrrverandi getur því gert sér vonir um að verða frjáls maður aftur á.ður en hann er orðinn fimmtugur Vonir þær, sem hægt er að gera sér um hugarfarslega fram för hans í fangelsinu verða hér látnar liggja milli hluta. Hinn væri miklu mikilvægara, ef mál hans leiddi til þess, að breytt yrði til um val manna í dómarastöður í þeim fylkj- um, sem enn viðhafa kosningu. í bókinni kemur hvergi neitt fram um þessa hlið málsins og ^verður því að ætla að mála- reksturinn hafi ekki leitt til neinna opinberra umræðna um þetta efni. (Þýtt úr Berlingske Tidende). Stækkun gistihússins Framhotri ,i f u gið;. legasta smíði, en innbú allt er frá trésmiðjunni Víði í Reykjavík. Með endurbót þessari á sam- komuhúsinu í Hveragerði, er bætt úr brýnni þörf og húsið nú orðið fyrirmyndar veitinga- og gistihús. Þar eru og sköpuð beztu skilyrði fyrir hvers konar fundi og sam- komur, auk gistiaðstöðunuar, sem er í bezta lagi, samboðin hverjum sem að garði ber. Var þetta hin þarfasta framkvæmd, því varla hef ur verið um góða gistiaðstöðu að ræða við þjóðveginn hér austan Heiðar í Ölfusi eða í Flóanum og þó lengra væri haldið, sem oft hefur komið sér illa, ekki sízt á vetrum í vondri færð og tvísýnum veðrum. Öll þessi endurbót hefur kostað mikið fé. Er í mikið ráðizt af þeim hjónum, Eiríki og Sigríði Björns- dóttur, að koma upp þessu ágæta gistihúsi, en þau hafa rekið veit ingahúsið af mikilli hagsýni og dugnaði, við mjög erfið skilyrði síðan 1947, en þá keyptu þau hálft húsið, af Ölfushreppi, hinn helm inginn á Hveragerðishreppur, af eldra húsinu. Má segja að þetta framtak sé menningarafrek, þeim hjónum til mikils sóma, sem er vonandi að beri með sér aukna hagsæld þeim til handa og auki hróður byggðarlagsins. Eiríkur frá Bóli, eins og hann var oft nefndur hér áður, er bjart sýnismaður, er ann byggðarlagi sínu og hyggur gott til framtíðar þess. Hann hefur alla ævina, þrátt fyrir blindu frá 17 ára aldri verið í lífrænu sambandi við hið unga líf í landinu, fyrst sem harmoniku snillingur, þá sem umferðabíó stjóri og hin síðari ár vinsæll veit inga og samkomuhússtjóri. Allt hefur honum farizt þetta vel. — Hann hefur þrátt fyrir allt verið athafnamaður, enda studdur dyggi lega af sinni ágætu konu. Ég óska þeim og Hvergerðingum til ham ingju með þetta þarfa fyrirtæki sitt. Óskar Jónsson. 2. síSan munu glæpsamlegar fóstureyðing ar halda áfram að verða stór meinsemd í réttarfars- og heil- brigðiskerfi landsins. Ólöglegar fóstureyðingar eru til í hverri borg og hverju þorpi í landinu. Fús a8 reyna aftur Finkbine-hjónin vita vel af and stöðu margra manna gegn fyrir- ætlun þeirra, en þau láta hana ekki hafa áhrif á sig. Og þau finna ekki til beiskju gagnvprt yfirvöldum í Bandaríkjunum sem synjuðu leyfis til fóstureyðingar heima né gagnvart kirkjunni, sem telur þau vera að fremja dauðasynd. Sherri Finkbine seg- ir einungis um þetta: — Eg veit að mörgu fólki finnst það sem ég ætla mér, vera rangt. Ef það er þeim til einhverrar huggunar, erum við fús að byrja aftur í næsta mánuði og reyna að eign- ast heilbrigt barfi. SUMARAUKI eftir Stefán Júlíusson er nútímasaga, sem gerist í sveit og er að meginuppistoðu um kynni og samband miðaldra skálds, sem nýkomið er til æskustöðvanna eftir langdvalir erlendis, og 17 ára Reykja- víkurstúlku. SUMAR AUKI BRAUÐIÐ OG ÁSTIN eftir Gísla J. Ástþórsson er fyndin og skemmtileg saga úr Reykjavíkurlífinu og þó einkum blaðaheiminum, sem höfundurinn þekkir harla vel. Ódýrar skáldsögur í sumarleyfið. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ. TÍMINN, laugardaginn 11. ágúst 1962 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.