Tíminn - 11.08.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.08.1962, Blaðsíða 16
Laugardagur 11. ágúst 1962 181. tbl. 46. árg. STOR SILD VEÐUR ÚT AF SKRÚD Klukkan þrjú í fyrri- nótt byrjaði ný ganga stórrar síldar aS vaða syðst á Austfjörðum, og s.l. sólarhring voru skip- in að kasfa fyrir öllum Austfjöröum. Veiði var góð í heild, en misjöfn eftir skipum. S.l. sólarhring var gott veður á síldarmiðunum, og voru skipin einkum að veiðum á austursvæð- inu, og fengu ágæta síld út af Skrúð. Á norðursvæðinu er nokk uð mikil síld, en óvíða í þéttum torfum. 30 mílur út af Sléttu Síldin, sem byrjaði að vaða á austursvæðinu í fyrrinótt, er feit og góð, ekki blönduð smásíld að ráði. Síldar varð vart aðeins uin 30 mílur út af Sléttu, og er það mjög óvenjulegt. Óvíst er, hvað úr þeirri sild verður. Á norðursvæðinu eiga menn von á nýrri göngu síldar austan að, sumargotsíldinni en það er horuð og léleg síld og óvíst hvað orðið getur úr henni. Bezt út af Skrúð S.l. sólarhring var vitað um veiði 55 skipa með samtals 34.350 mál og tunnur. Bezta sildin veidd ist 25—30 mílur SA af Skrúð. — Annars veiddist síldin um 24 míl ur A af Glettingi, út af Gerpi og á Héraðsflóa. Enn fremur veidd- ist nokkuð um 50 mílur NA af Langanesi og um 25 mílur SA af Kolbeinsey. Veiði í fyrradag og í fyrrinótt var þessi: Frá sfldarleitinni á Siglufirði: Eldborg 700 tn., Þórsnes 150, Reynir VE 90, Hrafn Sveinbjarn- arson 350, Ásgeir Torfason 700. Frá síldarleitinni á Raufarhöfn: Áskell 550 mál, Fagriklettur 600, Jón Finnsson 500, Þorleifur Rögnvaldsson 550, Helgi Flóvents- son 800, Húni 670, Hringsjá 1400, Héðinn 600, Guðný 350, Baldur 350, Súlan 600, Snæfell 900. Frá síldaileitinni á Seyðisfirði: Arnkell 700 mál, Dofri 800 mál Framh. á 15. síðu. KOSTUR UM BORÐ ÍSKIP „Kokkurinn við kabyssuna stóð“, segir í gamankvæðinu um þá stétt sjómanna, sem gjarnan fær flest hnýfilyrðin frá félögum sínum, vei'ði hon- um eitthvað smávegis á í starfi. Nú eru skipin búin betri eld- unartækjum én á þeim dögum þegar kabyssuljóðið varð til, en starf kokksins en enn það sama, að metta skipshöfnina. Þessi mynd er tekin af einum, þar sem hann er að bera stórt kjöt- læri um borð í skip sitt. Þetta er algeng sjón við Reykjavíkur höfn. Þar er alltaf mikið um at- hafnir, skip koma og fara, og kokkurinn verður að byrgja sig fyrir næstu ferð. Nú er það ekki skonrok, heldur steikur og annað góðmeti, sem kokk- arnir bera á borð, og þeir ættu því að vera orðnir vinsælari en á skútuöldinni. Sem betur fer er matur orðinn mikill og góð- ur á skipum, og sé ekki allt eins og á bezta matsölustað, ætlar allt vitlaust áð verða. Við birtum þessa mynd til að minna á, að kokkurinn er góður mað- ur, cinhver sá bezti um borð — þegar hann er búinn að steikja Iærið. (Ljósm. Tíminn—RE). Lyfið verður ekki bannað hér í bráð Komið hefur upp grun- ur, að gefnaðarvarnalyf- iö Enavid, sem selt er víða um heim og meðal annars hér á landi, geti haft skaðleg áhrif, og hef- ur norska heilbrigðismáia stjórnin tekið þá ákvörö- un að stööva sölu á því í Noregi. Stúdentasnekkja Myndin hér tll hliðar er af þýzku snekkjunni Peter von Danzig, sem kom hingað í fyrrinótt. Áhöfnin eru stúdentar frá háskólanum í Kiel, en snekkjan er nú í elgu háskólans þar, Hún var áður eign háskólans í Danzig, en stúdentar þar komu hennl undan, þegar Rússar lögðu borgina undir slg, og gáfu hana til háskólans í Kiel. Snekkjan verður hér í nokkra daga, og í gær var hennl siglt um höfnina, er stúdent- arnlr færðu hana tll lægls við Grandagarö. (Ljósm.: Tíminn—RE) Finnar telja bann ástæðulaust Dr. Sigurður Sigurðsson, land- læknir, sagði blaðinu í gær, að þetta mál vær í athugun hjá heil- brigðisyfirvöldunum hér, en grun- urinn um skaðlegu áhrifin er of veikur til þes-s að ástæða sé til að banna sölu á því. Sömu afstöðu tóku finnsku heilbrigðisyfirvöld- in í gær, en NTB-fréttastofan seg- ir hana telja slíkt bann ástæðu- laust, því að skaðlegar aukaverk- anir lyfsins á viss-t fólk séu ekki meiri en annarra lyfja sem seld eru eftir lyfseðli. BlóStappi? Lyf þetta er ekki mikið notað hér, og hefur ekkert komið fram hér um skaðleg áhrif þess. Skað- legu verkanir þess munu vera á blóðið, ef um einhverjar er að ræða, og getur það orsakað blóð- tappa. Landlæknir hefur beðið um nánari upplýsingar um þessi mál erlendis frá, og ósennilegt er, að sala á Enavid verði bönnuð, nema grunurinn um skaðlegu áhrifin styrkist að marki. Enavid hefur verið selt hér í inntökutaflnaformi í tæpt ár. Snrengi- sandur er íær í tvo daga í dag og á morgun verður Sprengisandsleið opin fyrir jeppa bíla eins og áður hefur verið skýrt frá í Tímanum. Stór vatnatrukk- ur ferjar jeppana yfir Tungnaá á Ilaldi, jeppa Sunnanmanna norð- ur yfir og jeppa Norðanmanna suður yfir. Að öðru leyti er fjalla vegurinn yfir Holtamannaafrétt og Sprengisand greiðfær leið. Flugbjörgunarsveit Rangæinga lagfærði á miðvikudaginn brúna á Galtalæk í Landsveit, sem hef- ur verið biluð síðan í vor. Deilur hafa staðið um, hver ætti að gera við hana, en sveitin gerðl þetta í Framh. á 15. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.