Tíminn - 11.08.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.08.1962, Blaðsíða 6
MINNING: Björn Helgi Kristjánsson Kolbeinsstöðum Þann 31. júlí s.l. lézt að Landa- kotsspítala í Reykjavík, Björn Helgi Kristjánsson, bóndi og sýslu nefndarmaður á Kolbeinsstöðum í Kolbeinsstaðahreppi. Björn var fæddur 30. ágúst 1891 að Stóra- Hrauni í sama hrepp. Foreldrar Björns voru Guð'ríður Björnsdótt- ir bónda á Stóra-Hrauni og Krist- ján Benjamínsson oddviti frá Dalsmynni í Eyjahrepp. Foreldr- ar Björns voru gáfu- og myndar- fólk, ætt Björns mun ég eigi rekja hér, það verður gjört af ættfróð- ari mönnum. Okkur vinum Björns kom andlátsfregn hans ekki að ó- vörum, hann veiktist nokkru fyrir hvítasunnu og var gerður á ho'n- um uppskurður nokkru síðar, eft- ir það var hann mjög sjúkur, þar til yfir lauk. Þegar ég skrifa nú nokkur orð eftir vin minn látinn, finnst mér ég ekki geta skilið það, að Björn á Kolbeinsstöðum sé horfinn okkur fyrir fullt og allt, að við skulum ekki eiga eftir að sjá hinn glaða, gestrisna mann á hlaðinu á Kol- beinsstöðum, segjandi „komdu blessaður og sæll og vertu vel- kominn", en þetta er gangur lífs- inS, því verður ekki breytt. Björn var einn þeirra manna, er seint gleymist, hann var allt í senn, skap maður, bjartsýnis og gleðimaður, mildur og kærleiksríkur. Hann lagði í ungur að árum að kaupa Kolbeinsstaði hálfa fyrir mikið fé árið 1920, þótti þá ýms- um hann tefla nokkuð djarft, fé- lítill og þá heldur lítillar hjálpar að vænta. Á jörðinni voru engar byggingar, lélegur bær og engin skepnuhús að telja, en Björn hélt áfram. Hann byggði steinsteypt íbúðarhús, einnig hús og hlöður fyrir skepnurnar, og að nokkrum árum liðnum keypti hann hinn helming jarðarinnar, síðan er þetta litla þýfða tún, er áður var, orðið að stórum töðuvelli. Þessar fram- farir allar voru mikið átak, en Björn treysti Guði og góðum mönn um, að aUt mundi fara vel, og oft minntist hann konu sinnar frú Sigurrósu Guðmudsdóttur að henni ætti hann mikið að þakka í þessum átökum sínum, þegar hon- um fannst ástundum að öll sund myndu lokast, þá var hún hin styrka stoð, er gaf kjarkinn aftur. Það dylst engum, er koma að Kol- beinsstöðum nú, að hér hefur enginn meðalmaður lagt hönd á plóginn, moldarkofarnir horfnir, allt uppbyggt og stórframkvæmd- ir í ræktun. Nú munu jafnvel margir hyggja, að Björn hafi getað snúið sér óskiptur að þess- um störfum sínum. Á Kolbeins- stöðum er kirkja, sökum þess er oft margt um manninn, ýmsir hrepps- fundir haldnir þar, barnakennsla um lengri tíma á vetrum. Björn var frá því hann var ungur for- söngvarí í kirkjunni, hann var prýðilegur söngmaður, svo hann varð að halda uppi söng bæði í kirkju og víða annars staðar, enda unni hann söng mikið. Björn var tvo vetur við nám á Hvítárbakka hjá hinum mæta skólastjóra Sig- urði Þórólfssyni, er hann dáði mjög, kennari hans í söng við skól- ann sagði við hann: ,,Ef ég hefði efni tií, mundi ég kosta þig til söngnáms", en með söng sínum gladdi hann marga. Björn var um áratugi '\ hrepps- nefnd og yfirleitt í öllum þeim störfum, er til sveita lýtur. Nú um mörg ár hefur hann verið sýslu- nefndarmaður fyrir hreppinn, svo hann hafði í mörg horn að líta. Öll þessi störf fóru honum vel úr hendi, enda samvizkusamur og góður við þá er bágt áttu. Björn var ræðumaður góður, hann talaði af mælsku, en ekki mælgi, setti fram , skýrt og ákveðið skoðanir sínar og prúðmennska hans og lipurð gat komið þeim málum fram, sem mörgum er nota vilja orðmælgi til framgangs mála, hefði orðið örðugt. Björn var ákveðinn Sjálfstæðismaður og fór ekki dult með það, vann mikið fyrir flokk sinn. En stjórnmálin skyggðu ekki á vinsemd hans til andstæðinga sinna, hann lét hvern mann njóta þess góða, er í houm bjó, það var oft gaman, þegar þeir leiddu hesta sína saman á pólitískum skeiðvelli Björn o,g sveitungi hans, Svein- björn Jónsson, kennari á Snorra- stöðum, orðfimur og gáfaður mað- ur, en þrátt fyrir skoðanamun þeirra á flokkshæfni, voru þeir hinir beztu vinir og samhejar í ýmsum málum. Björn hafð gaman af fé og hest um, reyndar öllum skepnum, hann var fjárglöggur og markaminn- ugur, einnig var hann mikill hesta maður og átti gott hestakyn, en minnisstæðastur er mér hestur, er hann kallaði Galsa, fjörhestur og eftir þvi fljótur, honum þótti vænt um þann hest. Björn elskaði sveit- ina sína og allt er hún fóstraði, helgaði henni líf sitt, hann gerði staðinn, er hann bjó á, að höfuð- bóli og sjálfur var hann héraðs- höfðingi. Eg er viss um það, að all ir, er þekktu til Björns og þeirra hjóna á Kolbeinsstöðum, undir- strika þessi orð mín, hjálpsamara og gestrisnara heimili vil ég meina að sé vandfundið, þar var ekki verið að tala um að taka borgun fyrir greiðann, h|eldur spurt „hvað get ég gert fyrir þig,“ enda nutu margir hjálpar hans og þeirra hjóna. Við fjölskylda Árna Þórarinsson ar mcigum mikið þnkka Birni heitnum og konu hans fyrir alla hlýjuna, er þau veittu föður mín- um, er gisti svo oft heimili þeirra, er hann messaði á Kolbeinsstöð- um. Oft minntist faðir minn á Björn og er ég viss um það, að af öllum sóknarbörnum hans ólöstuðum, hafi honum þótt vænzt um Björn, hann ljómaði upp, er Björn kom til okkar að Stóra-Hrauni, hann var nú ekki einn um það, því Björn var aufúsugestur allra, hvar sem hann kom, og oft var þá sung- ið dátt og fjörugar samræður. Rirni þótti mjög vænt um föður minn og talaði alltaf um hann með hrifningu og vinsemd, það var sönn vinátta á milli þeirra. Björn var alvörumaður, er það átti við en jafnframt hinn mesti gleðimaður og hafðí bráðskemmti- legan frásagnarstíl, hrókur alls fagnaðar. svo ekkert hóf þótti vel setið, nema Björn á Kolbeinsstöð um væri þar með. Hann var mjög trúaður maður og var sannfærður um annað líf, enda hafði hann mikla ánægju að tala um slík mál, átti hann til trúaðra að telja, móð- ir hans Guðríður var mikil trú- kona, erida var hennar vitjað, er sorg eða veikindi steðjuðu í hreppnum, hún áttj margar and- vökunætur yfir slíkum heimilum og veitti fólki styrk. Björn heit- inn sýndj líka til hins síðasta í veikindum sínum þrek og þolin- mæði. Við vissum vinir hans og ástvinir, að hin hjálpandi hönd hans var trúin. Eg held, þegar ég lít til baka sem fullorðinn maður, til hinna mörgu vina minna, sem horfnir eru, að ég sakni mest Bjöms á Kolbeinsstöðum, mér finnst eins og einhver hlekkur hafi brostið innra með mér við fráfall hans. Nú er Bjöm á Kolbeinsstöðum horfinn okkur, minningarnar lifa og erum við öll, er kynntumst hon um, auðugri vegna nærvem hans með okkur þessi ár, er við áttum hann sem félaga og vin. „Skapgerð þín var slík, að hver maður vildi hafa hana, þú gast umborið svo margt og fyrirgefið allt, sáttur við Guð og menn“. Er þetta ekki mesta náðargjöfin? „Eg og kona mín mun ávallt minnast þess, er þú söngst fyrir okkur í síðasta sinn í Kolbeinsstaðakirkju fyrir rúmu ári sálminn — ég krýp og faðma fótskör þína, — konan mín spilaði, við vomm aðeins þrjú, það var hátíðleg stund,“ þannig minnumst við þín. Björn var giftur Sigurrósu Guð- mundsdóttur, bónda á Heggstöð- um í sama hrepp, hinnj mætustu konu, ætt hennar er borgfirzkt myndar- og dugnaðarfólk. Börn þeirra eru þrjú, Inga Sigríður, gift Gunnari Ólafssyni, eftirlits- manni í Reykjavík, Guðríður, gift Ágústi Ásgrímssyni, bifreiðastjóra í Reykjavík og Sverri, ógiftur í foreldrahúsum. Öll eru börn þeirra vel gefin. Við hjónin, ásamt fjölskyldu okkar, samhryggjumst konu hans og bömum og öðmm ástvinum. Vertu svo blessaður og sæll, vinur minn og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þórarinn Ámason, frá Stóra-Hrauni. GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3. Sírnar 19032, 20070. Hefur ávallt til sölu allar teg- undu bifreiða Tökum oiíreiðir i umboðssölu. Öruggasta bjónustan ^bílasalci GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3. Sfmar 19032, 20070. Leipflug Sími 20375 MINNING: Jón Guðbrandsson fyrrv. skrifsfofusfjóri Svo sem kunnugt er, hafa Is- lendingar um langan aldur leitað til annarra landa til þess að fram- ast og menntast og hafa fiestir þeirra horfið heim aftur er út- þránni var svalað, því að „heima er hverjum hollast." Það hefur þó orðið hlutskipti margra landa okkar að ílendast með framandi þjóðum og vinna sitt æfistarf fjarri fósturjörð og frændum, Að undanteknum Vesturheimi, þar sem íslenzkt þjóðarbrot mun fjöl- mennast ytra, er Danmörk það land, sem flestir þessara útfluttu íslendinga hafa kosið sér til að al'a aldur sinn vegna náinna tengsla landanna á milli um aldaraðir Það orkar eigi tvímælis, að þeir hafa margir hverjir, ekki síður en heimamenn, borið hróður íslands og ísleridinga víða um lönd og reynzt ættlandinu hinir nýtustu. í hópi þeirra má óefað telja Jón Guðbrandsson, sem nú er nýlát- inn í Kaupmannahöfn. Hann á að baki sér rösklega fjögurra tuga ára starfsferii á erlendum vett- vangi í þágu eins stærsta fyrir- tækis þjóðarinnar, Eimskipafé- lags íslands. Jón Eiríkur Guð- brandsson, en svo hét hann fullu nafni, fæddist í Reykjavík 1885, sonur Guðbrands múrara Eiríks- sonar í Stuðlakoti í Reykjavík Ei- ríkssortar og Bergþóru Jónsdótiur í Skálholtskoti. j Reykjavík. Ara- sonar. Ungur gaf hann sig að verzlun og siglingum í Reykjavík, en varð síðar skrifstofumaður í Kaupmannahöfn, m.a. hjá Þórarni Tuliníus í eimskipafélaginu Thore. Jón gerðist starfsmaður Eimskipa- félagsins strax við stofnun þess 1914 og vann lengst af við Kau.,- mannahafnarskrifstofu félagsins upp frá því. Þegar Bandaríkin flæktust inn í ófriðinn árið 1917, var Jóni falin stjórn nýstofnaðrar skrifstofu félagsins í New York. Reyndi þar mjög á árvekni og samningalipurð þessa trúnaðar- manns Eimskipafélagsins, því að siglingar milli íslands og Ameríku voru hinUm mestu vandkvæðum bundnar og eigi lítið í húfj fyrir félagið og landslýð allan. að Ame- ríkusiglingunum yrði haldið uppi nokkurn veginn hindrunarlaust og tókst það giftusamlega. Á árinu 1919 hafði málum skipazt þannig, að eigi var lengur þörf sérstaks umboðsmanns þar vestra, og rak Jón þá ýmis erindi fyrir félagið í Bretland og Danmöku. Lögðust siglmgar frá íslandi á Ameríku al- veg niður fljótt eftir styrjöldina og beindust til Nðrðurálfunnar á ný. Árið 1921 tók Jón að sér for- stöðu skrifstofu á vegum félagsins í Hull, en fluttist árið eftir til ábyrgðarstarfa á Kaupmannahafn- arskrifstofu þess. þegar Hull skrif stofna var lögð niður. Til marks um traust það sem menn höfðu á Jóni, má geta þess, að félagsstjórn- ín fór þess á leit við hann árið 1930, að hann tæki við fram- kvæmdastjórastarfinu af Emil Nielsen, sem þá óskaði eftir að draga sig í hlé. Jón gat ekki orðið við þessum tilmælum af einka- ástæðum og utanfélagsmaður, Guð- mundur Vilhjálmsson, sem þá j starfaði í Leith varð fyrir valinu. Allt fram til þess. er ófriður hófst á ný árið 1939. var Kaupmanna- höfn miðstöð útgerðarstarfsemi fé- lagsins erlendis. en siglingar beind ust nú víða um lönd og kom af- ! bragðs skipulagni og reynsla .Jóns | öll í útgerðarmálurn félagsins . góð ar þarfir við erfiðar samningagerð j ir. Á ný roínaði siglingasamband við Norðurálfu að mestu og enn var Jóni Guðbrandssyni falið að fara vestur um haf til að hafa á hendi stjórn íslenzku samgöngu- málanna við Ameríku frá New York, en þau reyndust íslenzku þjóðinni lífsnauðsyn nú þegar ná- lega öll við'skipti við hinn gamla heim tepptust. Leysti Jón þetta starf svo vel af hendi, að eigi var á betra kosið. í ófriðarlok tók Jón við sínum gamla starfa í Kaup- mannahöf'n á ný og gegndi honum allt til ársins 1954, " þegar hann veik fyrir ''alty Hákonarsyni, nú- verandi skrifstofustjóra Eimskipa- félagsins í Reykjavík. Hélt Jón þó áfram að vinna fyrir félagið um allmargra ára bil, aðallega til að treystg. gömul viðskiptasambönd og stofna til nýrra. Starfsfjörið var óbilandi og engin löngun til að setjast í helgan stein. Kona Jóns var dönsk, Frida Ottesen, mætiskona, og var hún rómuð af öllum þeim sem kynnt- ust henni. Þau hjón voru mjög samrýmd. Konu sína missti Jón nokkru eftir síðari heimsstyrjöld- ina og voru þau hjónin barnlaus. Margir íslendingar hafa um dag- ana notað gestrisni á heimili þeirra, enda allur heimilisbragur með ágætum. Kynni mín af Jóni Guðbrandssyni hófust í Kaup- mannahöfn í kringum 1938 og eru mér eftirminnileg. Er mér enn í fersku minni okkar fyrsti sam- fundur. Fórum við tveir landar að finna Jón á skrifstofu hans til að fá hann til að gerast stjórnarmeð- limur í íslenzkum félagsskap þar í borg, en Jón hafnaði ’boðinu hæ- ærsklega en ákveðið. Starfsins vegna gæti hann ekki sinnt öðrum viðfangsefnum. hverju hugljúf sem þau væru. Lýsti þetta viðhorf manninum mæta vel, því að starf- ið fyrir félagið, sem hann hafði helgað krafta sína, átti hug hans allan. Jón Guðbrandsson hafði til að bera þá mannkosti í ríkum mæli, sem prýða góðan dreng. Hann átti því láni að fanga, sem margir fara á mis við um æfina, að eignast nokkra sanna vini af þeirri gerð. sem var honum sjálfum eigin. Slík ir íslendingar sem Jón Guðbrands- son og hans líkar mættu halda áfram a?j setja sinn svip á um- hverfið, eins og hann gerði í Höfn um langan tíma og þar sem leið hans lá. Fulltrúa eins og Jóni Guð- brandssyni eigum við öll þakkir að gjalda, nú þegar hann er kvaddui hinztu kveðju. Agnar Tryggvason. T f MIN N, Iaugardaginn 11. ágúst 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.