Tíminn - 11.08.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.08.1962, Blaðsíða 8
Öfurlítill orðabelgur úr A-Skaftafellssýslu 27. júlí 1962. NÚ ER hér sunnanátt og hlýindi. Rigning nokkur í dag og vætuhljóS í Veðurstofunni. Sláttur almennt og í alvöru hafinn fyrir rúmri viku. Þurrk- ur góður síðustu þrjá daga og mikil hey náðst saman. Spretta á túnum þó í lakara lagi, mið- að við síðastliðin ár, og um það þremur vikum seinni til. Kalskemmdir ekki miklar en arfavöxtur nokkuð áberandi, mun það stafa af kyrkingi í grasvextinum í vor og ef til vill af ofbeit á nýgræðinginn. Til nýbreytni í atvinnuhátt- um er helzt að telja kornyrkju, sem reynd er hér, sem víða annars staðar um þessar mund- ir. Sjálfsagt mun korn ná hér þroska eigi síður en víða ann- ars staðar á landinu, loftslagið er milt og rakt, en september- veðrin, — harðviðri af norðri og suðaustan vatnsveður, — eru vágestir, og svo reyndist í fyrrahaust. Grundvöllur korn- yrkjunnar finnst mér éinkum sá, að rétt þyki að keppa að því, að íslendingar verði sjálf- um sér nógir um öflun fóður- korns, og að kornrækt standi a. m. k. jafnfætis grasrækt að arðgæfni. En þá verður að gæta þess, að innlenda framleiðslan njóti ekki síðri skilyrða á mark aði en sú erlenda. Þá má nefna sem nýja at- vinnugrein álaveiðar á nokkr- um jörðum í austurhluta sýsl- unnar. Líkur eru til að þær geti orðið arðgæfar, eigi síður en ýms önnur veiði, sé henni í hóf stillt. En yfir öllu veiði- fengi hvílir sá voði að til of- veiði leiði. Samgöngubætur á landi eru eitt mesta áhugamál okkar A.- Skaftfellinga. Aðeins rúmur áratugur er liðinn síðan hafið var að brúa stórvötnin hér í sýslu. Hefur verið vel að því unnið að fækka þeim, hinum óbrúuðu, nú á næstliðnum ár- um. Bráðlega er ekki nema endahnúturinn óleystur innan sýslunnar, en það er brú á Jök- ulsá á Breiðamerkursandi. Og það er kappsmönnum alltaf á- hugaefni að vera fljótir að leysa þann hnút þegar að hon- um er komið. Laugardaginn þann 21. júlí var vígð myndarleg brú yfir Fjallsá á Breiðamerkursandi. Var þar með stigið mjög stórt skref til þeirrar áttar að koma Öræfingum í vegasamband við eystri hreppa sýslunnar, og þar með hinn eina kaupstað henn- ar, Höfn í Hornafirði. Þar voru nokkrar ræður fluttar, sumar ágætar. Landbúnaðarráðherra, Ingólfur Jónsson, var þar kom- inn og flutti fyrstu ræðuna. Á hann skyldar þakkir okkar, á- samt öllum þeim, er staðið hafa og standa að lausn vega og brú- armála vorra. En eitt var það atriði í ræðu ráðherrans, sem ég fann undir eins ástæðu til að gagnrýna, eða þó öllu held- ur vakti til hugleiðinga um mikilsvert málefni. Ráðherrann sagði eitthvað á þá leið að A-Skaftfellingar ættu það skilið að nokkuð væri fyrir þá gert, því þeir væru duglegir og hefðu mikla og vaxandi framleiðslu. Ég vil benda ráðherranum og öðrum á það, að þessi aukna framleiðsla á allra síðustu ár- um, — kannski á fækkandi hendur, sem að henni vinna, — kemur ekki að öllu leyti til af góðu og mun ekki standa til frambúðar, að óbreyttu ástandi. Með síaukinni verðbólgu, hækkandi verði á öllu því, sem kaupa þarf til þess að geta framleitt og ýmsum bögglum öðrum, sem við þetta eru bundn ir, — svo sem auknum vöxtum, sölusköttum og óeðlilegri hækk un á almennri, opinberri þjón- ustu, — verður mismunurinn milli tilkostnaðar og afraksturs alltaf minni og minni. Skaftfellingar vilja, yfirleitt, vera skilamenn. Eina leiðin fyr- ir bændur til að geta verið það er að reyna að framleiða meira. Fækka frístundunum, stytta hvíldartímann, lengja puðið. En þetta er tví- eða þríeggj- að vopn og getur allavega geig- að í höggi. Þegar umsetningin fer fram úr því, sem eðlilegt má Tcalla, kemur það fram í óvandaðri og affallameiri vöru. Þetta á alveg sérstaklega við um garðávexti. Aukin umsetning krefst auk ins fjármagns. Verzlanir lána bændum rekstrarvörur meðan von er nokkur um að það sé þeim til afkomubóta, og jafn- vel lengur. En veðráttan er stundum viðsjál og mistök af ýmsu tagi eiga sér stað. Árang- urinn verður enginn, nema auknar skuldir. Vonleysi og upplausn grefur um sig. Einn þráast við sér og sínum til tjóns. Annar gengur því nær slyppur frá jörð sinni og ger- ist þjónn hjá óskyldri atvinnu- grein. Bústofninn fer í greiðslu lausaskulda. Lánstofnanir hirða fasteignirnar og það get- ur orðið þeim mikið vandamál er fram líða stundir. Valdhafar — og þá einkum landbúnaðarráðherra, því hann á að vera fyrsti forsvarsmað- ur bændastéttarinnar — verða að gæta þess að eðlilegt jafn- vægi sé milli framleiðslukostn- aðar og afurðaverðs landbnú- aðar og afburðaverðs landbún- til þarfa fólksins, viðhalds mannvirkja og eðlilegrar upp- byggingar atvinnuvegarins. — Annað hefnir sín. — Þetta veit ég að ráðherrann skilur. Hann er upprunninn úr bændastétt, hefur veitt við- skiptafyrirtæki bænda for- stöðu. Hingað til hafa viðbrögð hans ekki sýnt þennan skilning. Beiti hann sér nú ekki fyrir réttlátri lausn á verðlagsmálum bændanna, verð ég að álíta hann haldinn annarlegum áhrif um, sem eru íslenzkum land- búnaði skaðsamleg. Yfirnefnd (hagstofustjóri), sýndi það á síðasta hausti, að henni er ekki treystandi til að úrskurða afurðaverð til bænda á réttlátan hátt. Þess vegna er núgildandi löggjöf orðin óvið- unandi. — Hingað til hefur manni skildizt að sparifé þjóðar innar og annað aflafé, sem ætl- að er til fjárfestingar í landinu, skuli skiptast milli allra stétta og allra atvinnuvega, að beztu manna, yfirsýn. Með nýju lög- gjöfinni um lánasjóði landbún- aðarins eru bændur settir á annan bekk og óæðri. Þeim er ætlað að mynda sitt lánsfé sjálfir, hvort sem þeir geta e'ða ekki. Þessi löggjöf hlýtur líka að vera hraðfeig. Ef svo er ekki, fer að verða skömm að því að heita bóndi á fslandi. Vilhjálmur Guðmundsson, Gerði. Stækkun gistihúss ins í Hveragerði HINN 26. þ. m. voru opnuð og tekin til afnota ný gistiherbcrgi í veitinga- og samkomuhúsinu í Hveragerði, auk góðrar matstofu í tengslum við eldri sal hússins og eldhús. Þá er og rúmgott anddyri með hreinlætisherbergjum. Er gistirýmið með gó'ðum búnaði, er bætir úr brýnni þörf á gistiað- stöðu hér austan Heiðar. Fimmtudaginn 26. þ. m. kvaddi Eiríkur Bjarnason, veitinga- og samkomuhússtjóri í Hveragerði nokkra fréttamen úr Hveragerði og frá Selfossi á sinn fund í til- efni af því að lokið er viðbygg- ingu þeirri, er hann hefur haft í smíðum undanfarin missiri, við veitinga og samkomuhúsið í Hvera gerði. ^uj _ Viðbygging þessi er allstór. Á neðri hæð er rúmgóður og mjög vistlegur veitingasalur, er rúmar 80—90 manns að matborði, búinn þægilegum húsgögnum. Er salur þessi í tengslum við aðalsal húss- ins og eldhús. Þá er ágætt anddyri með fatageymslu auk hreinlætis- herbergja. Gengið er inn frá Varmahlíð, eða norðan megin við húsið og er þar fyrir utan all rúm gott bílastæði. — Á efri hæð eru gistiherbergi, fimm tveggja manna og þrjú eins manns herbergi, mjög vistleg. Rúmstæði með ágætum spring-dínum klæddum með á- klæði frá Álafossi, er notast sem legubekkur á daginn. í herbergj- unum eru góðir skápar, vaskur og smekkleg nauðsynleg húsgögn. — Lýsing er ágæt, leslampar við hvert höfðalag auk annarrar lýs- ingar. Lagt hefur verið símakerfi í öll herbergi, er tekin verða í notkun er sjálfvirkur sími verður lagður í Hveragerði. Þá er baðher bergi auk hreinlætisherbergis á þessari hæð til afnota aðeins fyrir gistiherbergin. Gangur og stigi er lagt með gólfteppum. Byggingu þessari er mjög hagan lega fyrir komið. Neðri hæðina teiknaði Gísli Halldórsson, arkitekt í Reykjavík, en efri hæðina Bjarni Pálsson, byggingameistari á Sel- fossi. Yfirsmiður við bygginguna var Jón Guðmundsson, trésmíða- meistari í Hveragerði. Stiginn milli hæðanna smíðaði vélaverkstæði Kaupfélags Rangæinga. hin hag- Framhald á bls. 13. I ÞÓRHALLUR BJÖRNSSON, kaupfélagsstjóri. A Kópaskeri er ein,af æskustöðvum íslenzkrar samvinnuhreyfingar. Árið 1894 stofnsettu Norður- Þingeyingar þar kaupfélag, sem starfar nú í dag með miklum blóma, viðurkennt sem eitt traustasta og blóm- legasta samvinnufyrirtæki landsins. Kópasker er verzlunarmið- stöð fjögurra fagurra og bú- sældarlegra sveita, sem eru Presthóiahreppur, Axarfjarð- arhreppur, Kelduhverfi og Hólsfjöll. Það vill æði oft brenna við, ag þéttbýlisfólk fái ekki skilið hver lífæð kaup- félagið er fólkinu víðast í hin- um dreifðu byggðum. Þag er eins og greindur maður orðaði það: „Það sést á hag kaupfé- lagsins, hvort fólkinu lfður vel eða illa.“ Þessi setning segir aéði mikið, og undii<s(rikar þá staðreynd að samvi'nnúhreyf- ingin hgfur verið hinum dreifðu byggðum beittasta sverðið og sterkasti skjöldur- inn í lífsbaráttunni síðustu áratugi. —, í þetta skipti er förinni heitið til Þórhalls Björnssonar, kaupfélagsstjóra á Kópaskeri, eða Þórhalls á Kópaskeri, eins og hann heitir á máli íslenzkra Hér er flutningabíll frá Kaupfélagi Norður-Þingeyinga á Kópaskeri staddur á nyrztu vegarbeygiu landslns — á Hraunhafnartanga á Sléttu. Bílstjórinn, Gunnar Gunnarsson stendur hjá honum. Hann hefur ekið þessa leið milli Kópaskers og Raufarhafnar árum saman. —1—muWIIIMriW——WBB9WB—BBB3———Wi 8 TÍMINN, laugardaginn 11. ágúst 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.