Tíminn - 11.08.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.08.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri l’ómas Árnason Ritstjórar: Þórarirm Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Lndriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- íngastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur I Eddu- húsinu; afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka- straeti 7 Símar: 18300--18305 Auglýsingasími 19523 Af. greiðslusími 12323 - Asknftargjald kr 55 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — TH. THORSTEINSSON!"11""™""11""1 ■■■'" " " ■"* Slæm reynsia af kosningu dómara í Bandaríkjunum Athyglisverð bók um dómara, sem var dæmdur fyrir morð Þáttasldlin 1959 Þeir, sem ekki hafa gert það áður, eru nú óðum að átta sig á því, hve mikil þáttaskil yrðu í íslenzkum stjórn- málum, þegar núv. ríkisstjórn kom til valda haustið 1959. Með tilkomu þessarar ríkisstjórnar var brotið blað i stjórnmálasögu landsins. Það var horfið frá þeirri stefnu uppbyggingar og jafnaðar, sem fylgt hafði verið í vaxandi mæli á liðnum áratugum, og tekin upp gamla íhaldsstefnan í efnahagsmálum, er nú hlaut nafnið við- reisn. t Sú stjórn, sem tók við völdum haustið 1959, átti góð tækifæri til að halda uppbyggingarstarfinu áfram. Hún valdi hinsvegar aðra leið. Um ástæðurnar, er til þess lágu, fórust Eysteini Jónssyni svo orð í eldhúsdagsum- ræðunum í vetur: „En brátt kom nú í Ijós, a3 þetta var ekki ætlun- in (þ.e. að halda uppbyggingarstefnunni áfram). Tók nú forráðamenn Sjálfstæðisflokksins að dreyma stóra drauma um hina góðu gömlu daga fyrir 1927, þegar íhaldið réð eitt. Nú höfðu þeir líka fengið félagann að sínu skapi, Alþýðuflokkinn hinn nýja, En hugarfarinu hjá for- ráðaliði Alþýðuflokks hins nýja, er lýst í leiðara í Al þýðublaðinu nú fyrir skemmstu, þar sem leitazt er við, af mikilli hreinskilni, að fá menn til að skilja, að Alþýðuflokkurinn geti ekki sett Sjálfstæðisflokknum kosti eða skilyrði, því það hlyti að þreyta Sjálfstæð- isflokkinn og það svo, að Alþýðuflokksmenn yrðu að fara úr stjórninni. Menn eiga af þessu að sjá og skilja, að allt verður að vera eins og íhaldið vill." Hinni nýju stjórnarstefnu, viðreisninni, sem er raun- ar ekki annað en íhaldsstefnan afturgengin, lýsti Ey- steinn Jónsson á þennan veg: „Viðreisnin er fólgin í því að magna dýrtíðina inn- anlands sem mest og halda jafnframt niðri kaupgjaidi og afurðaverði. Draga um leið úr útlánum og gera með margvíslegum hætti sem örðugast fyrir með fjármagn í nýjar framkvæmdir. Minnka með þessu neyzlu og fjárfestingu og leggja grunn að nýju þjóðfélagi, með því að draga á allan hátt úr stuðningi við fjárfest- ingu þeirra, sem ekki hafa fullar hendur fjár, en þeir taki við, sem mestu fénu ráða." Þessari stefnu hefur verið fylgt þannig í verki, að gengi krónunnar hefur verið tvífellt og það skapað hina stórfelldustu dýrtíð og verðbólgu. Til viðbótar hefur ver- ið bætt stórfelldri vaxtahækkun, frystingu sparifjár og stórkostlegri hækkun ríkisálaga. Álögur ríkissjóðs hafa verið meira en tvöfaldaðar, og til viðbótar lagðar á enn nýjar álögur, eins og launaskatturinn, sem lagður var á bændur á seinasta þingi, stórfelld útflutningsgjöld o.s. frv. Með þessu öllu saman hafa lífskjör almennings ver- ið stórskert, þrátt fyrir góðæri og vaxandi þjóðartekjur, og lamað framtak meginþorra einstaklinga. Með þessu er markvisst stefnt til hinna gömlu íhaldshátta, þegar auð- urinn safnaðist fyrst og fremst á fáar hendur. Þáttaskilin, sem urðú hér 1959, eru því stórvægileg. Og þau byggjast á því, að Alþýðuflokkurinn fylgir nú íhaldinu í einu og öllu og gengur jafnvel lengra í aftur- haldinu á ýmsum sviðum. Þessari afturgengnu íhaldsstefnu verður svo fylgt í enn ríkara mæli eftir næstu þingkosningar, ef þjóðin sviftir ekki ihaldsflokkana þingmeirihlutanum. MARGT skeður skrítið í þess- um heimi, einkum þó í Ame- ríku. Samt getur það ekki tal- izt daglegur viðburður, að dóm ari standi öfugu megin grind- anna, ákærður fyrir morð. — Þetta kom þó fyrir í Florida i Bandaríkjunum í marz 1961, og um það fjallar bókin, sem hér er skýrt frá, en höfundur hennar, Jim Bishop, var við- staddur öll réttarhöldin, sem stóðu yfir í sextán daga. Nafn bókarinnar cr „The Murder Trial of Judge Peel“. Frásögn höfundar er sniðin eftir kröfum blaðamannsins og því er hún ekki fullnægjandi þeim, sem vill rekja málið að lögum, hvorki um meðferð né niðurstöðu. En veigamesta hlið málsins veit að allt öðru efni. Það varp ar mjög skæru Ijósi á þær að- ferðir, sem enn eru viðhafðar við val dómara í embætti í mörgum fylkjum Bandaríkj- anna. í BANDARÍKJUNUM er rétt arfarið tvíþætt. Hvert fylki hef « ur sitt eigið réttarfar, sín eig- in lög, og dómstóla til að fram- fylgja þeim. En um þau lög, sem gefin eru út í Washington um sameiginleg efni, er fjallað af dómstólum sambandsrikis- ins, sem einnig dæma í málum milli fylkja og milli borgara í mismunandi fylkjum. Til þess- arra dómstóla er hægt að leita, ef álitið er, að réttarfarsreglur hafi verið brotnar við málsmeð ferð fyrir fylkisdómi. (Það er þessi áfrýjunarréttur, sem oft hefur haft í för með sér óend- anlegar flækjur, togstreytur og endurupptökur sakamála. Dóm- ararnir við dómstóla sambands- ríkisins eru skipaðir af sam- bandsstjórninni og er mjög vandað til valsins. En fylkin hafa fylgt tveimur óskyldum aðferðum við val dómara sinna. Er það annars vegar kjör og hins vegar skipun. Kosning í dómarastöður er grundvölluð á kenningum lýð- ræðisins. Sumir meðhaldsmenn hennar hafa talið hana heppi- lega til þess að gera dómstól- aná óháða pólitíkinni. Stund- um getur að vísu verið hætta á, að fylkisstjórinn, — sem fulltrúi ríkjandi flokka, — leggi meiri áherzlu á pólitísk sjón- armið við dómaraval en færni dómarans, og vera má, að flokksforustan ýti þar allfast undir. Þó hefur reynslan sýnt, að kosning í dómarastöður get- ur haft miklu hættulegri afleið ingar í þá átt, að flækja dóm- arana í stjórnmálunum, og þá um leið til þátttöku í spillingu í sumum fylkjanna. Saga Peels dómara færir okkur heim sann- inn um, hvernig kjör óreyhds manns getur leitt til þess, að gjörspilltur maður komist í dómarastöðu. 1 j FLORIDA er eitt þeirra ríkja, sem láta kjósa dómarana. Það verður enn til að auka á vandræðin, að hinir lægst settu dómarar reka málflutnings- skrifstofur samhliða embætt- inu. Þeir eru svo lágt launaðir. að þeir verða að afla sér meg- ' JIM BISHOP, höfundur bókarinnar, er grein þessi fjallar um. inhíuta tekna sinna með því móti. Joseph A. Peel, dómari, hóf feril sinn sem málafærslumað- ur í West Palm Beach, þegar hann var 25 ára gamall. Hann hafði ekki ýkja mikið að gera, en náði I svo miklum vinsæld- um sem „glæsimenni“, að hann var kjörinn dómari bæjarins. Launin voru aðeins 3100 doll- arar á ári, en staðan átti að auka á möguleika til ábatasam- ari starfa en áður í einkarelcstr inum. Vonirnar um þetta brugð- ust. Hann gat ekki keppt við saksóknara fylkisins, sem var traustur lögfræðingur og rak málflutningsskrifstofu í bæn- um, og tekjur hennar námu um 100 þús. dollurum árlega. Hinn ungi dómari lifði þó íburðar- miklu lífi, eins og glöggt mátti sjá á einkabílum þeirra hjóna. En það voru aðeins nánustu vin ir, sem vissu, að tekjurnar voru runnar frá samstarfi við glæpamenn, margdæmda þrjóta, sem einskis svifust. MetS því að tryggja sér dómarann, töldu þeir sig geta reiknað með hlífiskyldi yfir alls konar ólög- legu athæfi, svo sem verzlun með tollsvikið áfengi og miða í svikahappdrættum. Höfund- ur bókarinnar segir, að til skipta hafi komið 3000 dollarar vikulega. í HÖIUM ólöglegu viðskipt- um lék allt í lyndi fyrir dóm- aranum, en í löglegum viðskipt um rak hann sig all iUa á hvað eftir annað. Einu sinni komst það til dæmis upp, að hann hafði verið fulltrúi beggja að- ila í hjónaskilnaðarmáli (og væntanlega hefur hvorum að- ila um sig verið ókunnugt um, að hann væri um leið fulltrúi hins). Sá dómari í yfirréttinum. sem fékk málið til meðferðar, lét dómarann sleppa með á- minningu fyrir æsku sakir. Síð- ar taldi hinn ungi dómari konu einni trú um, að skilnaður sá, sem hann hefði útvegað henni, væri lögskilnaður, og varð á þann hátt þess valdandi, að hún gekk í ólöglegt hjónaband. Þá var dómarinn við yfirréttinn á- kveðinn í að svipta hann bæði embætti og málfærslurétt. Málið átti að koma fyrir rétt 15. júní 1955. En aðfaranótt þess dags hurfu yfirréttardóm- arinn og kona hans úr íbúðar- húsi sínu ,við ströndina. Af þeim sást hvorki tangur né tet- ur, nema blóðblettir á þrepun- um út í garðinn o.g spor í sand- inum við flæðarmálið. Málið kom fyrir annan yfirréttai'dóm ara og Peel slapp með stöðu- missi í 90 daga. Hann lét af embætti skömmu síðar og hætti rekstri málflutningsskrifstof- unnar. Hóf hann þá nýjan svindlferil við útvegun lánsfjár út á sviknar tryggingar. Þetta gekk vél í fimm ár. EN LEYNDARDÓMURINN I um hvarf yfirréttardómarans B var ekki úr sögunni. Starfs- manni ríkislögreglu Bandaríkj- anna hafði lánazt að koma sér í kynni við glæpamenn, sem störfuðiN sama glæpahring og Peel. Starfsmaður lögreglunn- ar vann í kyrrþey, ávann sér trúnað glæpamannanna, fékk þá til að leika tveim skjöldum og tókst loks að safna svo mik- illi vitneskju, ’að saksóknarinn gat látið taka Peel fastan í októ ber 1960. Málið var lagt þannig fyrir réttinn, að Peel hefði — sem dómari — leigt tvo af glæpa- félögum sínum til þesfe áð ryðja yfirdómaranum úr vegi og lagt á ráðin um, hvernig það skyldi gert. Þeir játuðu, að hafa fram kvæmt fyrirætlanir hans með hinum mesta hrottaskap. Hjón- unum var sökkt í Atlantshafið með blýsökku bundna við mitt- ið og stjórafæri um hálsinn. ÁSTÆÐA þess, sem fyrir drápinu stóð, var ærið veiga- lítil, þ. e. að fá málið dæmt af öðrum dómara og bar það vott | um vafasama manngerð. Morð- fj ið var ekki hægt að stáðfesta 1 með neinum líkfundi, og því var M ekki hægt að sanna það á ann- an hátt en með framburði sjón arvotta. En engum sjónarvott- um var til að dreifa öðrum en morðingjunum sjálfum. Sak- sóknarinn átti því ekki annars úrkosta en að falla frá máis- höfðun á hendur öðrum þeirra og leiða hann sem vitni. Hann vaidi þann, sem talizt gat minna sekur, en þar sem hann var negri, átti dómarinn á 1 hættu að kviðdómur hvítra manna neitaði að dæma hvít- an mann sekan, þegar svartur maður slyppi. Hvíti maðurinn játaði verknað sinn án nokk- urra fyrirheita, en þó mátti ætla, að hann gæti gert sér von ir um velviljaða meðferð náð unarbeiðni. Tvö hinna veiga- mestu vitna annarra stóðu næst hlut í þeim 100 þúsund dollur- um, sem heitið hafði verið fyr- ir að upplýsa málið. ALLIR vissu, að það var dóm arinn fyrrverandi, sem saksókn arinn vildi ná sér niðri á. Hér var því um að ræða sönnun. s'em var næsta ifkleg til þess að vera viki'ð til bliðar og hefði það senniJega verið gert ef sakbnrningur hefði haft hreinan dagfarsskiöid og verj- FramhaLi á bls. 13. § TÍMINN, laugardaginn 11. ágást 1962 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.