Tíminn - 11.08.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.08.1962, Blaðsíða 2
SHERRI og ROBERT FINKBINE á Kastrupflugvelll á leið sinnl tll S t o k k h ó I m s LÖNDUM Tvær vikur eins og tvær aidir! Harmsagan um thalido- mide, lyfiS, sem veldur van- sköpun ófæddra barna, hef- ur mjög veriS á dagskrá aS undanförnu. SíSustu dagana hefur í fréttum veriS skýrt frá bandarískri konu, sem neytti lyfsins í byrjun meS- göngutímans, og er nú komin til SvíþjóSar til aS fá þar fóstri sínu eytt. Sherri Finkbine er þrítug sjónvarpskona í Phoenix í Ari- zonafylki í Bandaríkjunurn. Hún er gift sögukennara, Robert Fink bine, og á með honum fjögur börn. Robert Finkbine fór til Englands síðasta ár. Þar keypti hann sér dálítið af thalidomide töflum og ljafði með sér heim. Töflurnar lágu ósnertar lengi, en þegar kona hans varð vanfær að fimmta barninu, tók hún þær inn til að róa sig. Henni var ekki Ijóst fyrr en eftir nokkurn tíma, hver áhrif lyfsins gátu orðið, en þá las hún í dagblaði einu grein um thalidomide og skaðsemi þess. Hún leitaði þegar í stað læknis. Heimilislæknir hennar ráðlagði henni eftir ítarlegar rannsóknir að sækja um fóstureyðingu. Sama álit létu í ljós fjórir aðr- ir læknar, sem kallað'ir voru til. Sherri Finkbine hafði tekið lyf- ið inn á öðrum mánuði með- göngutímans, en á þeim tíma er háettan á skaðaáhrifum lyfsins mest. Líkurnar á því að barnið yrði eðlilegt voru ekki taldar nema hálfar móti því að það yrði vanskapað. Fékkst ekki vestra Sherri Finkbine sótti um fóst- ureyðingu. En þá komu lögin til skjalanna. í Arizonafylki er ekki hægt að fá löglega fóstureyðingu nema fæðing barnsins stefni lífi móðurinnar í hættu. Sami laga- bókstafur gildir i flestum öðrum fylkjum Ban'daríkjanna nema Alabama, Oregon og Columbia; þar leyfa lögin fóstureyðingu, ef hcilsu móð'urinnar er stefnt í voða. Frú Finkbine var tilkynnt, að ef aðgerðin yrði gerð í Banda- ríkjunum, myndu yfirvöldin lög- sækja alla aðila málsins, þar á meðal læknana, og mætti eiga von á refsingu frá tveggja til fimm ára fangelsi. í upphafi óskaði Sherri Fink- bine þess að nafn hennar yrði ekki dregið fram í dagsljósið, en hún rakti sögu sína fyrir blöðin öðrum mæð'rum til viðvörunar. En nafnleysið stóð ekki yfir nema í þrjá daga. Læknar treyst- ust ekki til að eyða fóstri hennar THALIDOMIDE hefur gengið und- ir ýmsum nöfnum, KEVADON og CONTERGAN þeirra á meðal. nema samþykki dómstóla kæmi til. En dómstólarnir synjuðu henni leyfis. Sherri Finkbine gat ekki fengið löglega fóstureyð- ingu i Bandaríkjunum. Þá ákvað hún að leita til ann- arra landa. í fyrstu hafði hún i hyggju að fara til Japan. En þangað var ekki hægt að fá vegabréfsáritun á skemmri tíma en viku, svo að hún tók þá ákvörðun að fara til Svíþjóðar í staðinn. í lok síðustu viku héldu þau hjón áleiðis austur um haf og höfðu stutta viðdvöl á Kast- rupflugvelli í Kaupmannahöfn á sunnudag, áður en þau héldu áfram til Stokkhólms. Liggur á í viðtali við blaðamenn á flug- vellinum, sagði frú Finkbine með al annars: — Þetta byrjað'i fyr- ir tveimur vikum, og þessar tvær vikur hafa verið eins og tvær aldir. En við trúum og vonum, að okkur verði hjálpað í Sviþjóð. Margir hafa lýst sig fúsa að lið- sinna okkur, og skýrslur banda- rísku læknanna fimm hafa verið sendar til Stokkhólms. Trúlega þarf ég að fara í rannsókn hjá nokkrum sænskum læknum, áð- ur en hægt verður að taka ákvörðun um beiðni mína. — Þér hafið orðið að þola þunga sálaráreynslu?, spurði blaðamað'ur einn. — Meðan á réttarhöldunum stóð dvaldist ég fjóra daga á sjúkrahúsi til að hvílast. Það sem nú á sér stað, er mesta va'ndamál. sem fvrir mig hefur komið á ævinni. En ég get ekki annað en haldið, að það hljóti að vera betra að vera hraust móðir fjögurra barna, en taugabrotin móðir fimm barna. — Fjögurra og hálfs, skaut eig- inmaðurinn inn í beisklega. Frú Finkbine hélt áfram: — Það hryllilega er, að ég er farin að finga meira og meira til per- sónulegs sambands við' lífið, sem ég bar undir brjósti. Eg er farin að finna, að það er barn — mitt barn. Þess vegna liggur mér á að koma þessu af. Eg þoli ekki að hugsa um þetta. Robert Finkbine: — í ákvörð- un okkar höfum við ekki ein- ungis tekið tillit til konunnar og barna okkar fjögurra. Við finn- um til mestrar ábirgðar gagn- vart ófædda barninu. Það er vegna þess, sem við höfum tek- ið þessa ákvörðun. í Svíþjóð er löggjöf um fóst- ureyðingar mun frjálslegri en i Bandaríkjunum. Þar eru þær leyfðar, ef læknir heilbrigðisyf- irvaldanna telur, að hætta sé á sýkingu í fóstrinu. Möguleikarnir á, að Svíar verði við óskum Finkbines-hjónanna er því taldir góðir. Að' öllum líkindum verður aðgerð'in gerð á Karolinska sjúkrahúsinu í Solna utan við Stokkhólm Kaþólska kirkjan andvíg Ákvörðun Finkbines-hjónanna hefur valdið miklu umtali bæði austan hafs og vestan. Margir eru þeirra skoðunar, að ákvörð- un þeirra sé röng og stríði á móti góðu siðgæð'i. Kaþólska kirkjan hefur pfdráttarlaust tekið í þann strenginn. Ritstjóri vikublaðs jesúíta i Bandaríkjunum, séra Thurston Davis. hefur t.d. sagt um þetta mál: — Það skiptir engu, hve góð ástæða knýr fólk til fóstureyðingar, svarið hlýtur samt að vera neitandi. Að svipta saklausa veru lífi af ráðnum hug, getur ekki kallazt annað en morð. Aðrir eru því mótfallnir að leyfa konum, sem tekið hafa inn thalidomide að fá eyðingu fósturs af öðrum ástæðum en kirkjunnar menn. Þeir segja, að í nútíma þjóðfélagi hafi vanskap að barn mikla möguleika að lifa allt að því eðlilegu lífi, þrátt fyr- ir líkamsgallana, og þá möguleika megi ekki svipta það. Buddan sker úr En þetta mál hefur orðið til þess að koma af stað umræð- Á öndvertðum meið. Séra DAVIS og dr, GUTTMAC'HER. um fóstureyðingarlöggjöfina í Bandaríkjunum. Margir hafa krafizt þess, að hún verði endur- skoðuð og færð í frjálslegra horf. Talsmenn þeirrar endurskoðunar beita einkum tveimur röksemd- um: 1) Konur, sem æskja ekki að eignast börn af félagslegum eða heilbrigðiástæðum, eiga ekki að ala börn. Það er órétt gagnvart börnunum sjálfum. 2) Bandarískar konur, sem leita eftir fóstureyðingu, fá hana á ólöglegan hátt, oft fyrir ærið fé og leggja sig í mikla hættu. Dr. Guttmacher, yfirkvenlækn- ir við sjúkrahús í New York, er einn þeirra, sem æskja nýrrar löggjafar í þessum efnum. Hann segir: — Kerfið hjá okkur er rotið. Fólk, sem þarf að láta eyða fóstri, fær þá tegund aðstoðar, sem buddan leyfir. Þeir, sem eiga ekki nema fimm dollara, fá fimm dollara aðgerð, þær, sem eiga 1000 dollara fá 1000 dollara með- höndlun. Þetta eru möguleikar á að lifa grundvallaðir á stéttamun. Meðan lögunum er ekki breytt, Framhald á bls. 13. Kfarnorkuiilraunir Það eru mikil og ill tíðindi, a» ftússar skyldu hefja kjarn- orkusprengjur að nýju og virð ast ekki sérlega smátækír í sprengingum í andrúmsloftinu. Kapphlaup stórvcldanna um kjarnorkutilraunir virðist því halda áfram, meira a'ð segja með minni hvfldum en áður var. Rússar hófu kjarnorku- spréngingar eftir alllangt hlé í fyrra og sprengdu margar sprengjur og stórar. Þetta varð til þess að Bandaríkjamenn töldu sig verða að hefja kjarn- orkusprcngingar aftur, svo að þ>eir yrðu ekki aftur úr í kapp- hlaupinu. Nú virðast Bandaríkjamenn í þann veginn að Ijúka þessum áfanga í sínuni tilraunum, og hafa raunar farið hóflegár í sakir og rcynt að sprengja sem mest neðanjarðar. En jafn- skjótt og Bandaríkjamenn hætta, byrja Rússar aftur með stórsprengingar í andrúmslofti og láta nú ckkert á milli Verða. Er því ekki annað sýnt, en sprengjukapphlaupið sé frem- ur að færast í aukana en hitt. Ekki verður heldur sagt, að vonir glæðist svo teljandi sé á ráðstefnunni um bann viS kjarn orkutilraimir í Genf, þó að Bandaríkjamenn hafi sýnt nokk urn vilja til þess að koma til móts við sjónarmið Rússa. mótmæli Síðustu vikurnar hafa gerzt nokkrir atburðir, sem bregða allskýru ljósi á þrátefli það og sýndarleik, sem Rússar halda uppi í kjarnorkumálum. Áróð- ursmenn í Moskvu hvctja mjög til mótmælaaðgerða víða um heim gegn kjarnorkusprenging um, og um það er aðeins gott að segja. En síðustu vikur hef- ur komið í Ijós, að þessar mót- mælaaðgerðir verða a® vera með réttum hætti til þess að Rússum líki. Mótmælin mega alls ekki bcinast að Rússum sjálfum eða tilraunum þeirra. Slík mótmæli mega til dæmis ekki sjást eða heyrast á Rauða torginu í Moskvu og ekki held- ur á heimsmóti æskunnar í Helsingfors, og þó að þeir telji Isig mikla stuðningsmenn heims þings gegn atóm- og vetnis- sprengingum í Tokíó, má ekki * mótmæla sprengingum Rússa Iþar. Þannig hefur áróður Rússa í þessum málum undanfarið, snúizt gegn þeim sjálfum í tákn rænum og augljósum atburð- um LánsmaSur í Morgunblaðinu 11. júlí s.l. gefur að líta frétt þess efnis, að „Fulltrúaráð Sjálfstæðis- manna í Norður-MúlasýsIu“ hafi verið stofnað. Takið eftir í NORÐUR-MÚLASÝSLU. — Þarna eru auglýst þau nöfn, er nálægt stofnuninni komu, og tekur það ekki mikið af rúmi blaðsins, en eitt stingur í aug- um, sem sé það, að FORMAÐ- UR FULLTRÚARÁÐS SJÁLF- STÆÐISMANNA í NORÐUR- MÚLASÝSLU ER BALDUR BJARNASON Á EIÐUM í SUÐ UR MÚLASÝSLU. Hér er um annað af tvennu að ræða. Hið fyrra, áð svo mik II sé mannafátækt íhaldsins í Norður-Músasýslu, að þeir hafa orðið að fá forinann að láni hjá flokksbræðrum sínum í S- Múlasýslu, og hafa þeir þó sannarlega ckki úr miklu að moða. Hitt er, að þelr sem að þessu standa hafi ekki vitað að Eiðaþingháln og þar me? Framhald á 15. síðu. «0 2 TÍMINN, laugardagíV-n lí. í.gáet 1&32

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.