Tíminn - 11.08.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.08.1962, Blaðsíða 14
OLÍA OG ÁSTIR LINDEN GRIERSON og nú sem fyrr, þegar hún fór hér um, gat hún ekki orða bundizt um fegurðina alls' stagar. Henni varð og hugsað til Jeffrey, sem nú gekk um og myndaði af miklum móði. Svo stefndu þau í átt til fjalls- rótanna, og Mario hélt fyrirlestra um allt, sem fyrir augu har. í höll sinni fékk forsetinn skýrslu um ferðalagið, en hann hafði engan áhyggjur af því, vegna þess að mjög seint kvöldið áður hafðj hann rætt við starfs- mann sinn. Ungfrú Penny og vinir hennar skyldu óhindrað fara í ökuferðir um nágrennið. Hr. Greene yrði sjálfur með, þegar þau færu lengra upp í fjöllin. Auk þess hafði Jeffrey sagt', að forset- inn gæti Sætt sig við það, ag ung- frú Penny hafði skjölin. Hann hafði ekki getaö spurt, hve hún geymdi þau, en myndi vafalaust fá ag vita það, áður en margir dagar liðu. Don Manuel hafði brosað ánægður, þegar hann lagði tólið á. Það hafði sannarlega verið snjöll hugmynd að láta einn af sínum mönnum leika John Gra- ham og vinna trúnág stúlkunnar á þann hátt. Elenor ók ekki hratt, því að margt fagurt var að skoða á leið- inni. Terry vildi fá kókoshnetur, þau komu á kaffiekru og fengu hvert poka af kaffibaunum með sér. Terry fór að kíkja óþolin-1 móður á klukkuna, en Mario bað um, að þau staðnæmdust ekki fyrr en þau kæmu þangað, sem orkídeur spryttu. Svo tóku þau að aka upp í móti, vegurinn varð ör- mjór og hvarf síðan. Elenor stöðv- aði bílinn og snerj sér að leið- sögumanni sínum. — Hvað nú? — Við göngum, sagði hann, — það er ekki langt eftir. Rose lét sem hún yrði hrædd og Mario flýtti sér að bæta kurt- eislega við: — Senora myndi aldrei fyrir- gefa mér, ef ég vísaði henni ekki strax að blómunum. Það er líka foss þarna uppi og maturinn smakkast miklu betur í slíku um- hverfi. Hann lyfti matarkprfunni út, tók myndavél Elenor og eins mik- ið af föggum hinna og hann gat borið, og svo gekk hann á undan í gegnum hávaxið grasið í átt að trjánum, sem virtust vera heill frumskógur nokkru le'ngra undan. — Eg vona, að hér séu ekki eiturslöngur, muldraði- Terry, og eftir þau orð hans litu hin þrjú vel niður fyrir fætur sér í hverju spori. Mario labbaði á undan, ein- stöku sinnum leit hann um öxl, rétt til að sannfæra sig um, að þau kæmu á eflir honum. Hann ■gekk rólega inn á milli hárra 1 trjánna. Elenor rak upp óp, þeg- ar hún kom auga á fyrstu orkí- deuna. Mario l.eit við og hnussaði fyrirlitlega. — — Þessi er slæm tegund, sagði hann. — Það eru fallegri blóm hérna, senorita. Og hann ýkti ekki. Fimmtán mínútum síðar heyrðu þau foss- nið, og þá voru þau komin á leið- arenda. Milli lágvaxinna pálma- trjáa, þéttra vafningsjurta og hárra trjáa, en krónur þeirra blöktu þýðlega fyrir andblænum, var breiða af marglitum blómum, sem ekkert þeirra hafði áður séð. Mario lagði frá sér byrði sína og baðaði út höndum, eins og hann gæfi j hendur þeirra sína eigin eign. — AUt þetta er ykkar, sagði hann rogginn. Hann og Terry urðu að hjálpa að tína orkídeurnar, sem Elenor og Rose benlu á, en komust ekki yfir að tína sjálfar. Þair horfðu brosandi á stúlkurnar tvær, sem stungu blómu.m í hár sér, fléttuðu sveiga og settu um hálsi'nn Meira að segja Terry varð að játa, að þetía væri ótrúlega fagurt, og hann notaði liósmyndavélina ó- spart. — Mario, é2 fæ aidrei nóg- samlega þakkað þér fyrir, að þú fórst með okkur hingað, hrópaði Rose hrifin — Gleði yðar vermir mér um hjartað, svaraði hann og hneigði sig af mikilli list. Terry hló. — Orkídeur og fossar eru að vfsu falleg, en haldið þið, ag innihald körfunnar sé ekki jafnfallegt? Eg er hungraður. Og matsveinninn á hótelinu hafði sannarlega verið í essinu sínu. Þarna voru kaldir kjúkling- ar, salat, brauðsneiðar, nóg af ávöxtum og margar flöskur af app- elsínusafa. Elenor hikaði ekki við ag skipa Mario að snæða með þeim, og hún varð þess vör, að hann virti nákvæmlega fyrir sér, til hvers hún notaði litlu pappírs- servietturnar. Hann hermdi eftir henni á allan hátt, þurrkaði sér meira að segja vandlega um munn- inn, þegar máltiðinni var lokið. Svalt loftig og gönguferðin hafði aukið matarlyst þeirra, svo að fljótt lækkaði í körfunni og Rose tók ag fylla hana með blómum. — Herbergin okkar verða eins og. biómabúð þann tíma, sem við eigum eftir að vera hér, sagði hún hlæjandi við, eiginmann sinn. — En nú eru ekki nema nokkrir dagar eftir ,þangað til vig förum, sagði Terry dapurlega. — Við verðum endilega að fara upp á tindinn, / Cerro Del Piuto, hét hann það ekki? — áður en við förum frá Santa Felice. Mario leit upp í loftið. — Mér þykir leitt að verða að segja yður, senor, ag það verður veðrabreyt- ing hér innan fárra daga. Eg heyri talað um það í borginni í dag, og sá, sem sagði mér það, hefur aldrei misreiknað sig. Það er ekki þorandi að fara upp f fjöllin núna. Skýin leggja sig yfir !indana og regnig gerir steinana sleipa, svo að hættulegt er að fikra sig eftir þeim. Og vindur- inn — það fór hrollur um hann. — mundi feykja ykkur burt eins og smá pappírsögnum. Elenor horfði furðu lostin á hann, hún efaðist ekki um, að það var satt, sem hann mælti. En tilhugsunin um, að á þessari eyju gæti komið stormur og rigning, hafði aldrei að henni hvarflað. Og ef sú yrði raunin, væri ekki mögulegt að komast upp til senor Castellon. — Eg vona, ag það sé ekki felli- bylur, Mario, hrópaði Rose, og leiðsögumaðurinn ándvarpaði. — Fellibyf jir koma á Santa Felice af og til, senora, en ég vona, að sá mesti fari fram hjó, kannski ú'jaðar hans lendi á eyj- unni, vonandi ekki meira. Elenor hrukkaði ennið, — Er senorita óánægð? spurði Mario þegar, og hún brosti. — Nei, Mario, alls ekki. — Kannski gætum við gert okk ur ferð upp á þennan Pinto-tind, áður en veðrig breytist, stakk Terry vongóður upp á — Mig lang- ar reglulega mikig til að gera til- raun. — Og ég hef hugsað mér að fá eins mikig út úr þessari ferg og unnt er, sagði Rose. — Komdu, Terry, við skulum ganga upp með ánni. Kannski getum við tínt enn þá fleiri orkídeur. Eiginmaður Rose andvarpaði. — Hvað í ósköpunum ætlarðu að gera við fleiri?, sagði hann, en hún dró hann á fætur og hann fylgdist hlýðinn meg henni. Mario horfði á eftir þeim, svo sneri hann sér að Elenor, sem sat rétt við hlið hans. — Senorita vill kannski taka si- esta, meðan þau eru í burtu? spurði hann. Hún hristi höfuðið og sá, að nú hafði hún tækifæri til að ræða 129 sem samþykkt hafði verið okkar á meðal og skipti þá engu máli, hversu óblíðir vindar kunnu að blása. Eg flyt ekki með mér ann- að en beztu og björtustu minn- ingar um öll mín viðskipti við hann. Persónuleika hans, hið hrífandi bros hans og hlýlegi hlát- ur nægði til þess að dreifa þegar í stað því andrúmslofti drunga og vonleysis, scm stundum einkenndi þessa fundi okkar.“ Þetta tilheyrði samt enn fram- tíðindi. Dagbók Brookes hélt á- fram: 3. nóvember. Borðaði miðdegis- verð með forsætisráðherranum að Downing Street 10, ásamt þeim K]ng, Partol, Cunningham og Hollis. Forsætiáráðherrann j á- gætu skapi. Hann hafði viljað •senda Eden skeyti á leið hans til baka frá Moskvu, þess efnis, að nauðsynlegt væri að minna Tyrki á það, að jólin væru að koma. King var eins og venjulega hinn viðfeldnasti og dvaldi þar til klukkan 12,30 e.h. Við vorum svo í enn eina klukkustund hjá Win- ston, og fórum ekki heim fyrr en laust eftir klukkan 2 e.h. 4. nóvember. Langar umræður um það, hver væri bezta agferðin til að kynna hið vandasama ástand á Miðjarðarhafinu fyrir samein- uðu hcrráðsforingjunum. Kallaður á fund forsætisráð- herrans klukkan 3 e.h. til að ræða um síðasta skeyti Eisenhow- ers og til að semja nýtt skeyti til Washington. Loks ráðhérrafund- ur klukkan 6 e.h. . . . 5. nóvember. Fyrst herráðsfor- ingjafundur og því næst ráðherra- fundur frá klukkan 11,30 til 1,30 eftir hádegi . . . 8. nóvember. Kom i hermála- ráðuneytið og fann fullt borð af símskeytum frá Moskvu og Wash- inginn, í einu skeytinu fró Washing- ton var stungið upp á því, að Mar- H shall yrði gerður að æðsta hers- höfðingja á Evrópusvæðinu. Sem betur fór var forSætisráðherrann algerlega á okkar máli og sendi Dill af-tur skeyti, þar sem hann | tjáði si.g andvígan þessari fráleitu tillögu . . . 9. nóvember. Herráðsfundur og langar umræður um framtíðarað- gerðir á Miðjar.ðarhafi. Eg var ■ekki fullkomlega samþykkur til- lögum, sem fram komu á fund- inum. Nauðsynlegt að vig göng- um fyllilega frá tillögum okkar áður en fundur hefst með ame- rísku herráðsforingjunum . . . 10. nóvember. Aftur langur her- ráðsforingjafundur, þar s'em við reyndum fyrst og fremst ag semja glöggt yfirlit yfir Miðjarðarhafs- stefnu okkar, til að leggja fram á hinum fyrirhugaða • fundi okkar með amerísku herráðsforingjun- um, en á honum hljótum við óhjá- kvæmilega að lenda f harðri bar- áttu. í FYRSTU VIKUNNI í nóvem- ber tókst forsætisráðherranum og brezku herráðsforingjunum, með sameiginlegum tilraunum sinum, að lokka stjórnina í Washington til þeirrar ákvörðunar xað fresta fram í desember brottför sextiu og átta brynvarinna landtökuskipa fró Miðjarðarhafinu, sem ákveð- ið hafði verið á Quebeck-ráðstefn- unni aö skyldu flutt til Englands snemma í nóvember. Án þess hefði orðið að hætta algerlega við sóknina á Ítalíu. Nú var a.m. k. von um að hægt yrði að fá Ame- ríkumenn til að fylgja til lykta þeirri hernaðarstefnu, sem fram- kvæmd hafði verið með svo góð- urn árangri um sumarið og sem Brooke áleit að allar vonir um innrás í Frakkland byggðust á. Þann 11. nóvember — nákvæm- lega aldarfjórðungi eftir uppgjöf Þjóðverja í fyrri hcimsstyrjöld- inni lögðu brezku herráðsíoringj- arnir fram tillögur sínar um mt Sigur westurvehia, eftír ArthurBryant Heimildir: STRIDSDAGBÆKUR hernaðarlega stefnu og aðgerðir, er þeir töldu nauðsynlegar til að flýta fyrir ósigri og uppgöf Þjóð- verja. „1. í nokkurn tíma hefur oss verið það ljóst, og eflaust banda- rísku herráðsforingjunum líka, að ósamkomulag ríkir milli okkar um það, hvað við ættum nú að gera á Miðjarðarhafi. Þetta deiluatriði varpar skugga á allar okkar hern- aðarlega framtíðarhorfur o.g verð ur að útkljást . . . 2. í upphafi verðum við að benda á það, að allar aðstæður hafa mjög breytzt til batnaðar frá því er ákvarðanirnar voru teknar á ráðstefnunni í Quebeck. Hern- aðaraðgerðir Rússa hafa heppn- azt betur og borið margfalt meiri árangur en nokkur þorði að vænta eða vona og sigurför þeirra held- ur áfram. Ítalía hefur verið þurrk- uð út úr styrjöldinni. og það eru vissulegp al’.s ekki ómögulegt, að Tyrkir fari í stríðið sem banda- menn okkar. fyrir næstu áramót. Vegna þessara breyttu skilyrða teljum við að breytingar á ákvörð- unum Quebeck-ráðstefnunnar — ef ekki raunverulegt fráhvarf frá þeim — séu ekki aðeins fyllilega réttlætandi, heldur beinlínis nauð- synjegar. 3. Engu að síður leggjum við áherzlu á það, að við hikum ekki á neinn hátt frá þeirri samþykktu ákvörðun okkar, að gera árás á Þjóðverja yfir Sundið, síðla vors eða^árla sumars 1944. Við megum samt ekki líta á ákveðinn árásar- dag sem miðdepil, sem allt annag byggist á. Styrkur Þjóðverja í Frakklandi getur raunverulega orðið það mikill næsta vor, að engin tök verði á framkvæmd árásaraðgerða yfir Sundið. 4. Öruggasta leiðin til að vinna stríðið á sem skemmstum tima, er sú að ráðast á Þjóðverja, misk- unnarlaust og stöðugt, hvar og hvenær sem við getum gert það með yfirburðum Á hve mörgum ■stöðum við getum þannig ráðizt á þá, er aðallega undir því komið, yfir hve stór svæði þeir eru dreifðir. Stefna okkar er því aug- ljós: Við eigum að dreifa þýzka hernum sem allra mest, með því að ógna eins mörgum mikilvæg- ustu stöðum þeirra og mögulegt er og gera árásir hvarvetna þar sem við getum það með meira liði. 5. Ef við fylgjum ofanlýstri stefnu, trúum vig því fastlega að árásaraðgerðirnar yfir Sundið verði framkvæmdar á næsta sumri. Við teljum þó ekki bráð- nauðsynlegt að ákveða sérsfakan dag eða einhverja sérstaka tölu herdeilda í áðurnefndri árás, enda þótf þær ættu auðvitað að vera sem flestar. 6. í ljósi ofanskráðs yfirlits, berum við fram eftirfarandi til- lögur viðvíkjandi aðgerðunum á Miðjarðarhafi: (1) Sameining herstjórnar: Sameining herstjórnar á Mið- jarðarhafi er nauðsynlegt og knýj- andi atriði. sem ætti að fram- kvæm*, Lr. tilijts til allra annarra ákvarðana, sem teknar verða við- 1A TÍMINN, laugardagil-n 11. ágúst 1962 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.