Tíminn - 11.08.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.08.1962, Blaðsíða 12
 IÞRDTTIR ISSfa ÍÞRÚTTIR RITSTJÓRl HALLUR SIMONARSON Meistaramót hefst í dag — 49 keppendur á frjálsíþróttamótinu, þar af 15 utan af landi. Mótinu lýkur á sunnudag Meistaramót íslands í frjáls- um íþróttum, aðalhlutinn, hefst á Laugardalsvellinum í dag kl. þrjú. Fjörutíu og níu keppendur eru skráðir í mót- ið frá 9 félögum og eru 15 þeirra frá félögum utan af landi. Flestir beztu frjáls- íþróttamenn landsins taka þátt í mótinu, en því verður haldið áfram á sunnudag á sama tíma og lýkur þá. Keppnisgreinar í dag eru þess- ar: 200; 800 og 5000 m. hlaup, 400 m. grindahlaup, kúluvarp, Jjótkast, hástökk og langstökk. morgun verður keppt í 100, 400 'og 1500 metra hlaupum, 110 m. grindahlaupi, kringlukasti, sleggju kasti, stangarstökki og þrístökki. Keppni verður áreiðanlega skemmtileg í mörgum greinum. í langstökkinu _eru meðal annars Vilhjálmur, Úlfar og Þorvaldur Jónasson, og sama dag keppir Val bjöm Þorlálcsson í 400 m. grinda hlaupi og verður gaman að sjá hvernig honum tekst upp í þeirri Jafntefli í Keflavík í fyrrakvöld fór fram í Kefla- vík knattspymuleikur milli heima manna og KR í meistaraflokki — en enginn af landsliðsmönnum KR lék þó með. Úrslit urðu þau, að jafntefli varð 2—2. Keflvíking ar skomðu tvö fyrstu mörkin í leiknum, en þegar langt var Uðið á síðari hálfleikinn tókst KR-ing- um fyrst að skora og jöfnuðu þeir síðan rétt á eftir. Talsverður fjöldi áhorfenda sá leikinn og var mikil spenna^ meðal þeirra, eins og oftast vill verða á knattspyrnu leikjum þar syðra. Bæði liðin léku all sæmilega — og eftir leikinn vom KRingar ekki í vafa um, að Keflvíkingar verða næsta liðið í 1. deild. grein, en auk þess keppir Valbjörn í spretthlaupunum, spjótkasti og stangarstökki og hefur möguleika til að sigra í öllum þessum^ grein- um. Hann er þegar orðinn íslands meistari í þremur greinum, þótt aðalhluti mótsins sé ekki hafinn. Á sunnudaginn mun athyglin fyrst og fremst beinast að þrístökkinu, en Vilhjálmur mun þar reyna að ná lágmarksafrekinu 15,50 metra fyrir Evrópumeistaramótið í Bel- grad í september — en enn hefur honum ekki tekizt það. Starfs- menn mótsins eru beðnir að mæta klukkan 2,30. Happdrætti Vegna hins erfiða fjárhags Frjálsíþróttasambands íslands og þeirra verkefna, sem nauð- synleg eru nú á næstunni hef- ur stjórnin ákveðið að efna til happdrættis nú í sumar. Töluvert fjárhagslegt tap varð á landskeppninni við A-Þjóðverja í fyrrasumar og á þessu ári fer fram Evrópumeistaramót í frjáls um íþróttum, sem ákveðin hefur verið þátttaka í. Óvíst er hve margir þátttakendur verða sendir á það mót. Stjórnin er sammála um að reyna á þessu ári að ná upp áðurnefndu tapi svo og að auka eftir megni samstarfið innan lands og reyna að byggja upp ný- liða í landslið, því hinir eldri eru óðum að leggja skóna á hilluna. Viningar í happdrættinu verða fjórir, þ.e. 2 farmiðar til Belgrad í Júgóslavíu á Evrópumeistaramót ið í september n.k. og 2 flugmiðar á Norðurlandameistaramótið í frjls um íþróttum í Svíþjóð næsta sum ar. Hver happdrættismiði mun kosta 25 krónur. Heitir stjórnin alla yngri og eldri unnendur frjlsra íþrótta að styrkja væntanlegt happdrætti, bæði vegna þtttökunnar í Evrópu- meistaramótinu og til eflingar starfsins hér innanlands. Dregið verður í happdrættinu 1. sept. n.k. Heldur FH íslands- meistaratitlinum? íslandsmótið í handknatt- leik hélt áfram í Kópavogi í fyrrakvöld og léku þá saman þau lið, sem taplaus voru á mótinu Ármann og FH. Þetta var harður og skemmtilegur leikur. en FH-stúlkurnar voru betri og unnu verðskuldað með níu mörkum gegn fimm. meistaratitli sínum í meistara- flokki kvenna. FH og Ármanri hafa bæði hlotið 10 stig í mótinu, en Ármann hefur lokið leikjum sín um. FH á einn leik eftir við Breiðablik og verður sá leikur á sunnudagskvöld Nægir FH því iafntefli í þeim leik til sigurs í mótinu. Eins og áður segir, var leikurinn i fyrrakvöld skemmtilegur. FH- Eftir þessi úrslit má telja nokk- stúlkurnar byrjuðu að skora, en ! uð öruggt, að FH heldur íslands- Ármanni tókst að jafna og hélzt I Þegar við skýrðum'nýlega frá landskcppni Englendinga og Pólverja í frjálsum íþróttum, var sagt að skemmtUegasta greinin í keppninni hefði verið 5000 m. hlaupið. Og hér sjást lokin í þeirri miklu keppni. Pól verjinn Zimmy er að slíta mark snúruna rétt á undan hinum berfætta Bruce Tulloh, en báð ir fengu sama tíma. Þriðji varð Pólverjinn Boguazewicz á 13: 53,6 mín., en tími Zimmy var 13:52,8 mín. Eftir fyrri daginn höfðu Pólverjar 20 stig yfir — en sigruðu aðeins með sex stiga mun. Pólsku stúlkurnar sigruðu einnig — með tveggja stiga mun. — Ljósmynd Politiken. T - iilllll . gíisfcipí .: s-- v -x-. - -• Ráðstef na í Reykja vík um iþróttamál Borgarstjórar frá öllum höfuðborg- um Norðurlanda sitja ráðstefnuna. í gærmorgun hófst í Haga- skóla ráðstefna höfuðborga Norðurlanda um íþróttamál, hin fyrsta, sem háð er á ís- landi. Á ráðstefnunni eru margir erlendir fulltrúar, þrettán frá Svíþjóð, átta frá Noregi, fimm frá Danmörku og þrír frá Finnlandi, auk 24 íslendinga, sem hana sækja. Ráðstefnunni lýkur annað kvöld með hófi í Þjóðleikhús- kjallaranum. . leikurinn alveg í jafnvægi fyrri hálfleikinn, oftast jafntefli eða marks munur FH í vil. í hálf- leik var staðan 5—4. í síðari hálf leiknum kom betri æfing FH í 1 jós og skoruðu FH-stúlkurnar þrjú fyrstu mörkin í hálfleiknum. Staðan var orðin 8—4 og úrslit ráðin. Síðan skoðuðu liðin sitt hvort markið, þannig að FH vann síðari hálfleikinn með 4—1 Mark hæst í leiknum var Sylvía Hall steinsdóttir FH með fjögur mörk Þá fór einnig fram þetta kvöld leikur í 2. flokki milli Fram og KR og sigruðu stúlkurnar í Fram með sjö mörkum gegn tveimur. Meðal þeirra, sem ráðstefnuna sækja eru borgarstjórar frá öllum höfuðborgum Norðurlanda þ.á.m. yfirborgarstjóri Kaupmarinahafn- ar ,en frá Osló, Stokkhólmi og Helsinki borgarstjórar þeir, sem íþróttamál heyra undir. Borgar- stjóri Reykjavíkur, Geir Hallgríms son, setti ráðstefnuna í gærmorg- un og bauð gesti velkomna, en hann er einn af fulltrúum Reykja víkur. Eftir setningarathöfnina voru fluttar skýrslur frá fulltrúum alha höfuðborganna um byggingu í- þróttamannvirkja síðustu þrjú ár- in. Fyrir Reykjavík flutti Sigur- geir Guðmannsson, framkvæmda- stjóri íþróttabandalags Reykjavík ur, skýrsluna. Þá voru flutt þrjú erindi fyrir hádegi í gær. Jónas B. Jónsson, fræðslufulltrúi, flutti erindi um skipulag íþróttamála í Reykjavík og um samstarf skóla og íþrótta- félaga um byggingu iþróttamann- virkja. Harald Lindvall frá Sví- þjóð flutti erindi um starfsemi í- þróttavallasambands Svíþjóðar og Guðmund Schach frá Danmörku flutti erindi um heildaráætlun í- þróttamanmvirkja í Kaupmanna- höfn næstu árin. Eftir hádegi í gær var farin hringferð um Reykjavík með fulltrúana og í- þróttamannvirki skoðuð. f dag heldur ráðstefnan áfram í Hagaskóla. Fyrir hádegi verða erindi flutt og talar þá meðal ann ars Þorsteinn Einarsson íþrótta- fultlrúi ríkisins, um íþróttamann- virki og félagsheimili á íslandi. Um kvöldið verða fulltrúamir í boði mennta'málaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, en á sunnudag munu fulltrúarnir ferðast um nágrenni Reykjavíkur, en ráðstefnunni lýk- ur þá um kvöldið eins og áður segir. Slíkar ráðstefnur höfuðborga Norðurlandanna eru haldnar þriðja hvert ár og til skiptis í höfuðborgunum. Síðast var ráð- stefnan í Osló 1959 og nú í fyrsta sinn í Reykjavík. 12 t f iw t \r n laufiardaginn 11. áffúst 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.