Tíminn - 22.08.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.08.1962, Blaðsíða 13
Innrætið Félagsheimili byggt ÍSÓtlr BRAUTARHOLTI 20 R.VÍK - SÍMI 15159 Afstaöa Dana til EB£ Framhald af 7. síðu. ur eins og er 1700 milljónum króna á ári, en það svarar til fimhita hluta framleiðslunnar að verðmæti til, þ. e. hluti, sem verður í alvarlegri hættu, ef Danmörk gerist meðlimur bandalagsins. Þó gert sé ráð fyrir hinu versta, þ. e. að allur þessi út- flutningur missist, þá samsvar- aði hvorki tjón atvinnuvegar- ins né þjóðarbúsins útflutnings tjóninu. Útflutningsvörur að verðmæti 950 milljónir króna — þ. e. mjólkurbúsvörur og afurðir fiðurfjár og svína — eru toppframleiðsluafurðir, sem segja má að séu einvörð- ungu framleiddar með- innflutt um fóðurvörum. Þegar útflutn- ingstekjurnar falla burt munu samtímis hverfa innflutnings- greiðslur, sem þeim svara. Öðruvísi er farið um kjöt- útflutninginn. Þar er um að ræða vörur, sem ekki eru líkur til að bandalagslöndin geti fram leitt nægjanlegt af um fyrirsjá anlega framtíð. Þar er því um að ræða markaði, sem varla þverra, jafnvel þó að Danmörk gerist ekki aðili að bandalag- inu. AÐ ÖLLU samanlögðu má gera ráð fyrir að beint tap landbúnaðarins og þjóðarinnar af því, að danskar landbúnað- arvörur heyri ekki undir banda lagið, nemi um 5—600 millj- ónum króna. Þetta er veruleg upphæð. En sé henni deilt á allt þjóðfélagið þá er hún síður tilfinnanleg en veltuskatturinn, sem nýbúið er að leggja á. — Einnig nemur þetta minnu en samanlögðum þeim styrkjum og ívilnunum, sem landbúnað- urinn nýtur af opinberri hálfu. Auk þessa má benda á ýmsa útvegu til þess að bæta sér að minnsta kosti að nokkru það útflutningstap, sem af því leiddi að ekki væri gengið í bandalagið. Sé Danmörku meinað að koma afurðum helzta útflutn- ingsatvinnuvegarins í verð, hlýtur hún að hafa rétt til að standa við fjárhagslegar skuld- bindingar sínar gagnvart öðrum löndum á þann há.tt að greiða. þær í þessum vörum, sé með nokkru móti hægt að koma því við. Hér er fyrst og fremst átt við væntanlega erlenda aðstoð, sem gert er ráð fyrir að nemi 1% af þjóðartekjunum, eða um 400 milljónum króna á ári. — Hvað væri eðlilegra en að leggja fram andvirði þessarar fjárhæðar í vörum, sem Dan- mörk hefir ofgnægt af en full þörf .er fyrir erlendis? í VENJULEGUM viðskiptum blasa við augljósir möguleikar á að bæta sér að nokkru glataða markaði í bandalagslöndunum. Sovétríkin hafa bent á mögu- leika til verulega aukinna við- skipta þeirra og Danmerkur. Komi það í Ijós, að Sovétríkin séu — án pólitískra skilyrða, — reiðubúin til að afgreiða vörur, sem Danmörk þarfnast, í staðinn fyrir aukna afhend- ingu landbúnaðarvara, þá má ekki láta þau auknu viðskipti undir höfuð leggjast af þeirri ástæðu einni, að þau hafi í för með sér minni innflutning frá bandalagslöndunum en áð- ur hefir tíðkast. Fóðurvörur frá Sovétríkjunum, olíur, járn og stál, og ef til vill bílar, — svo að nokkrar einstakar vör- ur séu nefndar — geta senni- lega í flestu tilliti gert sama .gagn fyrir danskt atvinnulíf og tilsvarandi vörur frá bandalags- ríkjunum. Mökuleikar hljóta einnig að vera á að koma af stað við- skiptasamningum við fleiri lönd og koma þannig á fram- færi dönskum landbúnaðarvör- um, svo fremi að þau lönd þarfnist varanna. Ef Danmörk gerist ekki aðili að Evrópu- bandalaginu, þá heldur hún þó að minnsta kosti þeim ómetan- lega rétti, að mega gera þá við- skiptasamninga, sem henni hentar, án þess að fá til þess leyfi alþjóðlegra yfirvalda. ÞÁ MÖGULEIKA, sem hér hefir verið„rætt um til að bæta sér hugsanlegt tjón, verður að athuga gaumgæfilega undir eins á þessu stigi málsins, þeg- ar erfiðleikar á sölu danskra landbúnaðarafurða blasa við. Skynsamleg viðbrögð eiga allt- af rétt á sér. Það er óraun- hæft og tilgangslaust að halda baráttunni áfram á þeim for- sendum, að allt sé tapað ef Danmörku heppnist ekki að fá inngöngu í bandalagið. í þessu efni sem öðrum hlýtur það að vera sá framgangsmátinn, sem sízt leiðir til virðingar * að beygja sig fyrirfram fyrir meintu ofurefli. (i'ramnaio af 2 síðu klerka og konu sína teyma sig, hvert sem var. Asninn: í asnasvip þeirra Krist jáns II. Danakonungs og Jakobs II. Englandskonungs og alræmdri þrjózku og einþykkni þessara tveggja konunga má sjá glöggt dæmi þess, að útlitið mótsvarar skapferlinu, segir höfundurinn. Það má sem sagt læra mikið af bók majórsins. En það er ekkert rúm hér til að endursegja hana alla, en að endingu fer þó vel á að birta hugleiðingar hans um háls kvenna. — Grannur, vel byggður og göfgafullur háls er alltaf með mæli með því höfði, sem hann heldur uppi. Stundum getur bú- ið svo mikil göfgi og fegur í hin- um fögru og heillandi línum hálsins, að það bæti upp þá galla, sem annars eru á svipbygging- unni. Sú tízka hjá konum að hylja ekki hálsinn og efri hluta barmsins gefur oss mjög kær- komið tækifæri til að rannsaka þennan í svipfræðilegu tilliti mjög svo merkilega líkamshluta. Konum virðist vera meðfædd og Ijós tilfinning og viðurkenning á hinu fagra og göfuga formi hálsins, gildi hans og þýðingu, svo að óhætt mun að segja, að þrátt fyrir duttlunga og blygðun, sem getur stefnt að því að hylja hálsinn, muni hitt vera reglan, að konur. — einkum í þeim stéttum, sem ganga að jafnaði berhálgaðar, — hylji ekki háls og barm, nema þær hafi eitthvað til að fela. En jafnvel þótt reynt sé samvizkusamlega að hylja þenn- an líkamshluta, getur vakandi og reyndur svipfræðingur samt dregið athyglisverðar ályktanir af reisn og burði hálsins. Þannig bendir til dæmis langur, mjór og framlútandi háls á forvitni. Háls, sem heykist fram, svo að höfuðið sígur, — og stafi það ekki af sjúkdómi eða elli —, ásamt möttu og óöruggu augna- ráði, kemur upp um einfeldni, hræsni, undirferli eða slæma samvizku. Sé hálsinn langur og beinn, komi eins og stautur upp úr bolnum, rekumst við á and- leysi og einþykkni, og sé þessi stífni í fylgd með tilhneigingu til að rétta enn betur úr hálsin- um og varpa höfðinu aftur á bak, má gera ráð fyrir að með í spil- inu sé talsvert af drambi og stæri læti. Þrekinn háls og einkum hnakki standa alltaf í sambandi við sterklega líkamsbyggingu, kraft og ákveðni. Slíkur háls fyr- irfinnst aldrei á léttúðugu og ístöðulausu fólki. Framhald af 8 síðu. grím um helztu framkvæmdir þeirra Hafnarbúa. — Helztu verkefnin sem unnið er að nú í Höfn eru bygging fé- lagsheimilis, sem notað verður til samkomuhalds og kvikmyndasýn- inga, smíði 6 nýrra íbúðarhúsa og steypun gatna. Þá hefur verið unnið að nýrri rafstöðvarbyggingu og rafveitukerfið stórum endur- bætt og ný götulýsing um allan bæinn. — En Ásgrímur, er nægilegt vinnuafl til allra þessara fram- kvæmda í Höfn? — Eftirspurn eftir vinnuafli er mun meiri en framboðið. Or sveit- unum kemur helzt fólk til starfa út í Höfn til viðbótar því fólki, sem þar er fyrir og einnig koma Aust- firðingar á vetrarvertíð en ekki í annan tíma. Nú er ekki lengur til setunnar boðið því Ásgrímur þarf að mæta á fundi í Sambandshúsinu eftir skamma stund. Eg þakka honum ánægjulegar og fróðlegar upplýs- ingar um Kaupfélag Austur-Skaft- fellinga og um framkvæmdir í Höfn. H. G. VlÐAVANGUR so.n og Einar „ríki“ Sigurðsson. Af þessu geta menn auðveld- Ieg,a áttað sig og séð ag það, sem Tíminn hefur skrifa® um samband kommúnista og Sjálf- stæðisflokksins, er engin skreytni, þar sem maður, er aðstö'Su liefur haft til að fylgj- ■ast all n'ájð með þessu sam- bandi, staðfestir það sv.art á hvítu í sjálfu Mbl. — reyndar töluvert reiður. Skipuleggjum hópferðir og einstaklingaferðir til Sovétríkjanna í sam- vinnu við Inturist JAFNÁN FYRIRLIGGJANDI Ferðaskrifstofa Laugavegi 18 — Sími 2-28-90 HÓPFERÐ UM S0VÉTRÍKIN 3.—23. september með viðkomu í 5 löndum Viðkomustaðir Kaupmannahöfn—Stokkhólmur Helsinki—Leningrad—Moskva— Kákasus—Svartahaf—Krímskagi (Jalta) — Kiev—Varsjá—Berlín Fararstjóri: Hallveig Thorlacíus 21 dags fercS 3.—23. september 1 eitið upplýsinga strax LflN nsy N hr Tf MINN, miðvikudaginn 22. ágúst 1962 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.