Tíminn - 30.09.1962, Blaðsíða 6
Orkneyjar og
Hjaltland
Það má heita furðulegt, hve
lítil eru tengsli okkar íslend-
inga við þá frændur okkar,
sem búa á Orkneyjum og
Hjaltlandseyjum. Þetta eru þó
næstu nábúar okkar ásamt
Færeyingum. Þeir eru einnig
af norrænum uppruna eins og
við. Sennilega væru þeir enn
undir norrænni stjórn. éins og
Færeyingar, ef Danakonungur
hefði ekki verið í aurahraki,
þégar hann gifti Jakobi
Skotlandskonungi dóttur sína
1468 og lét Orkneyjar og
Hjaltland í heimanmund.
Ástæðan til þess, að íslend-
ingar hafa 'lagt lítið leiðir sín-
ar til Orkneyja og Hjaltlands,
er vafasamt ekki sízt sú, að
þótt eyjarnar liggi á alfara-
leið skipa og flugvéla, eru sam
göngur þangað strjálar og erf-
iðar, miðað við það, sem ann-
ars staðar gerist. Það er ekki
fjarri að segja, að hin mikla
tækniþróun síðari áratuga
hafi farið fram hjá þessum
eyjum.
Nokkurt dæmi um þetta er
það, að um aldamótin voru um
29 þús. ibúar á Orkneyjum, og
28 þús. á Hjaltlandseyjum.
Nú eru íbúar Orkneyja ekki
nema 19 þús. og íbúar Hjalt-
landseyja um 18 þús. íbúunum
hefur því fækkað um meira en
þriðjung það, sem af er öld-
inni.
Mikilvægi sjálfs-
forræðisins
Athygiisvert má það teljast,
að á sama tíma og íbúum
Orkneyja og Hjaltlandseyja
fækkar um þriðjung, hefur í-
búatala íslands miklu meira
en tvöfaldazt. Á sama tíma og
sámlitlar framfarir hafa orðið
á Orkneyjum og Hjaltlandi,
hafa hér orðið hinar stórstíg-
usrtu framfarir.
Þetta gerist þrátt yrir það,
að á þessum tíma hafa orkn-
eyjar og Hjaltlandseyjar til-
heyrt stærsta markaðsbanda-
lagi og samveldi heimsins,
brezka samveldinu, en ísland
verið einangrað út af fyrir sig
í þessu tilliti.
Hvað er það, sem veldur
þessum mikla mun?
Margar ástæður koma þar
vafalaust til greina. Ein á-
stæðan er þó tvímælalaust
veigamest. ísland fékk sjálf-
stæði á þessum tíma Síðan
hafa orðið hér hinar miklu
framfarir. Sjálfsforræðið er
mesta lyftistöng framfaranna.
Það leysir orkuna úr læðingi.
Því eiga íslendingar framfar-
irnar að þakka. Meðan ísland
hefur verið sjálfstætt, hafa
Orkneyjar og Hjaltland aðeins
verið lítill hreppur í brezka
ríklnu. Þetta hefur gert gæfu-
muninn.
Reynsla Orkneyinga og
Hjaltlendinga annars vegar
og íslendinga hins vegar, sýn-'
ir það ótvírætt, að það væru
slæm skipti að fórna sjálfs-
forræðinu og fá í staðinn að-
ild að einhverju stóru sam-
veldi eða ma^kaðsbandalagi.
Það er oft í hinum stóru heild !
um, sem útkiálkunum farnast
verst, eins og reynsla orkn-
eyja og Hjaltlands sannar
Það er sjálfsagt að leita eftir
góðum tengslum og samstarfi
við hinar stóru heildir en því
aðeins mun það þó farnast
vel, að ekki verði neinum stoð
um kippt undan sjálfsforræð-
inu. í kjölfar þess myndi
fylgja kyrrstaða og fátækt
Gaitskell
Enn beinist athygli manna |
mjög um allan heim, að við- I
leitni brezku stjórnarinnar'
til þess að koma Bretlandi
inn í Efnahagsbandalag Evr- j
ópu. M. a. vakti það mikla at- j
hygli, þegar foringjaf stærstu
flokkanna þar, Macmillan og
Gaitskell, fluttu sjónvarps-
ræður um þetta mál rétt fyr-
ir seinustu helgi.
Macmillan lagði mikla á-
herzlu á, að Bretland gerðist
aðili að E.B.E. og taldi það
vænlegustu leiðina til þess að
Bretar gætu haldið áhrifum
sínum.
Gaitskell taldi það hins veg
ar tvísýnan efnahaglegan á-
vinning fyrir Breta að gerast
aðili að E.B.E. Að vísu yrði
auðveldar að selja vörur til
Efnahagsbandalagsríkj anna,
en jafnframt erfiðara að
selja vörur til flestra annarra
landa, Bretar hefðu meiri
samanlögð viðskipti við lönd
utan E.B.E. en innan þess, svo
að ávinningurinn gæti orðið
meira en vafasamur. Það ætti
a.m.k. ekki að fórna brezka
samveldinu vegna hans.
Gáitskell taidi það ekki
heldur ávinning fyrir Breta
að ganga í Efnahagsbanda-
lagið, ef því fylgdi svo náið
pólitískt samstarf, að Bretar
hættu að geta haft sjálf-
stæða utanríkisstefnu. Það
þýddi, að Bretland hætti raun
verulega að vera sjálfstætt
ríki og hefði eitthvað svipuð
áhrif á alþjóðamál og t d.
Texas og Kalifomía.
Rséða Gaitskells benti mjög
til þess, að Verkamannaflokk
urinn muni snúast gegn aðild
að E.B.E., ef ekki fást betri
skilmálar fyrir samveldislönd
in en nú eru í boði. Þá muni
flokkurinn leggja áherzlu á,
að aðildin skerði sem minnst
pólitískt sjálfstæði Bretlands.
Verkamannaflokkurinn -hef-
ur enn ekki tekið endanlega
afstöðu, heidur beðið átekta.
Þýzkaland fyrst
Af hálfu þeirra, sem eru
fylgjandi aðild Breta að Efna
hagsbandalaginu, er nú lögð
mikil áherzla á að fá stjórnir
Þýzkalands og Frakklands til
þess að slaka svo til, að Bret-
land fái viðunanleg inngöngu
skilyrði.
Meðal þeirra, sem hafa lát-
t rcmness
ír
ORKNEYJAR OG HJALTLAND
ið til sín taka I þessum efnum,
eru /kaupsýslumenn í Ham-
borg.Þeir hafa mikinn áhuga
fyrir aðild Breta. Þeir skrif-
uðu því nýlega bréf til Aden-
auers kanzlara og skoruðú
á hann að vinna að því, að
Bretar fengju viðunanlega
skilmála. Svarbréf kanzlar-
ans hefur verið birt 'opinber-
lega. Svar hans_ er í megin-
dráttum á þá leið, að í sam-
bandi við þessi mál beri fyrst
að hugsa um hagsmuni Þýzka
lands, þar næst um hagsmuni
Efnahagsbandalagsins og svo
um hagsmuni Bretlands.
Það gefur nokkra hugmynd
um, hvernig skipt er hlutverk
um síðan í stríðslokin, að nú
fer sá ráðherra brezku stjórn-
arinnar, er semur við E.B.E.
um inngöngu Breta, suður á
Ítalíu til að ræða við Adenau-
er, þar sem hann er í sumar-
fríi til þess að biðja hann um
að liðka fyrir inngöngu Breta.
Vissulega ber það ótvíræðan
vott um þýzkan dugnað og
hyggindi, að 17 árum eftir
stríðslokin verða sigurvegai',-
arnir að fara þannig hálfkné-
krjúpandi á fund Þjóðverja.
Þrátt fyrir
„viðreisnina”
Stjórnarblöðin látast vera
mjög kampakát yfir því, að
næg atvinna sé nú í iandinu.
Það afsanni það, sem stjórn-
arandstæðingar hafi haldið
fram, að „viðreisnarstefnan“
sé samdráttarstefna.
Allir. sem eitthvað fylgjast
með, gera sér þess fulla grein,
að það er ekki vegna „viðreisn
arinnar", heldur þrátt fyrir
hana, að nú er næg atvinna í
landinu. Hin mikla síldveiði,
ásamt góðum afla öðrum, hef
ur brotið niður margar þær
hömlur, sem ríkisstjórnin hef
ur gert til samdráttar og tak-
markana á atvinnu. Ríkis-
stjórnin hefur gert sitt til að
draga úr góðæri þessu, eins
og t.d. með því, að láta togara
flotann vera aðgerðalausan í
4—5 mánuði og síldveiðiflot-
ann í þrjár vikur. En ekkert
hefur dugað. Góðærið hefur
brotið niður hverja „viðreisn-
arhömluna“ á fætur annari.
Því er nú næg atvinna í land-
inu.
En ef góðærið hefði ekki
komið til sögunnar, og hér
aðeins orðið meðalár hefðu
menn fengið að finna fyrir
samdráttaráhrifum „viðreisn
arinnar“ Það er því vissulega
ekki henni að þakka heldur
þrátt fyrir hana, að ekki þarf
nú að kvarta undan atvinnu-
leysi.
Misskipting þjóðar-
teknanna
Blaðið „Alþýðumaður" á Ak
ureyri skýrir nýlega frá álykt
unum kjördæmaráðs Alþýðu-
flokksins á Norðausturlandi. í
ályktunum þessum segir m.a.
á þessa leið:
„Hins vegar harmar kjör-
dæmisráð þær víxlhækkanir
kaupgjalds og verðlags, sem
farið hafa vaxandi á líðandi
ár’ og orðið lægstlaunuðam
á?
launþegum, svo sem verka-
mönnum og veirkakonum,
iðnverkafólki og verzlunar-
fólki svo óhagfelldar, að nú
eru kjör þeirra verri en fyrr
miðað við faglært fólk. Tel-
ur kjördæmisráð, að hér
þurfi tafarlausra leiðrétt-
inga við og miða beri við
það, að kaupmáttur launa
verkafólks verði a.m.k. jafn-
hár og hann var, meðan rík-
isstjórn Emils Jónssonar sat
að völdum.“
Þessi játning er athyglis-
verð. Hér er það réttilega ját-
að, að verkafólk beri minna úr
býtum en fyrir „viðreisn“,
þrátt fyrir stórauknar þjóðar-
tekjur og óvenjulegt góðæri.
Þyngri áfellisdóm er ekki
hægt að fella um það, hvernig
„viðreisnarstefnan" hefur stór
kostlega misskipt þjóðartekj-
unum frá því, sem áður var.
Þáttur Braga
Og þó væri hlutur verka-
fólksins enn verri, ef forkólf-
ar Alþýðufl. hefðu fengið að
ráða. Menn munu t.d. minnast
þess, að bæjarfulltrúi Alþýðu-
flokksins, Bragi Sigurjónsson,
greiddi atkvæði gegn því í bæj
arstjórn Akureyrar á síðastl.
vori, að fallizt væri á kaup-
hækkun verkafólki til handa,
er var mun minni en sú, er
iðnaðarmenn hafa síðar feng-
ið. —
Blöð Alþýðuflokksins hafa
verið sízt orðbetri en blöð
Sjálfstæðisflokksins í garð
samvinnufélaganna fyrir það,
að þau hafa tvívegis haft
forgöngu um að tryggja lægst-
launuðu stéttunum hóflegar
kjarabætur.
Slík eru nú orðin afskipti
Alþýðuflokksmanna af kaup-
gjaldsmálum þeirra, sem lak-
ast eru settir. Andi Jóns Bald-
vinssonar og Sigurjóns Á. Ól-
afssonar ríkir sannarlega ekki
lengur í Alþýðuflokknum. Þar
ráða nú gerólík öfl.
Aldrei meira
ójafnvægi
Eitt af því, sem ríkisstjórnin
taldi aöalkost „viðreisnarinn-
ar" á sínum tíma, var það, að
hún myndi skapa stöðugt verð
lag og jafnvægi í efnahags-
málunum.
Niðurstaðan, sem nú blasir
við, er sú, að aldrei hefur ver-
ið óstöðugra verðlag og meira
jafnvægisleysi í efnahagsmál
um. Um að vitna verðhækkan
irnar, sem nú dynja yfir.
Stöðugt verðlag og jafnvægi
í efnahagsmálum, verður vissu
lega ekki tryggt með því að
lækka gengi krónunnar hvað
eftir annað og gera hana þann
ig á tveimur árum helmingi
verðminni en hún var eða
fella hana úr 65 kr. í 120 kr.,
miðað við sterlingspund.
Slíkt hlýtur að leiða til
hinnar mestu röskunar og
glundroða, eins og líka er kom
ið á daginn.
Fyrir framhald þessa gland
roða atr iafnvægisieysls. verð-
UM MENN OG
ALEFNI
ur ekf-i Komizt. nerca þjóðin
svtpti stiómarí'i'fkkana bing-
meirinJuta sinuhi f næstu kosn
ingum. x
6
T í M I N N, sstwwMÍawr’.vr ?3. sexít, 1362.